Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Síða 16
60
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
Sérstæð sakamál
Cheryl Pierson með lögregluþjóni.
Cheryl Pierson með föður sínum í afmælisveislunni sem hann hélf henni þegar hun varð 16 ára.
Sumir trúa Cheryl Pierson en aðrir
ekki. Þeir sem telja að hún hafi sagt
sannleikann líta svo á að hún hafi
verið hjálparlaust fórnardýr en þeir
sem gera það ekki segja að hún eigi
heima i fangelsi.
Cheryl fékk ungan mann til þess
að myrða föður sinn sem hún segir
að hafi misboðið henni kynferðis-
lega. Þá segist hún hafa óttast að
það sama myndi koma fyrir systur
hennar.
Á undanförnum árum hefur borið
æ meira á því að börn kvarti undan
óeðlilegri framkomu foreldra við sig
en grunur leikur þó á að í meirihluta
tilvika segi börn aldrei frá því þótt
foreldrar fái þau til samræðis við sig.
Óttist þau bæði umtal og hefnd for-
eldranna.
„Auðvitað trúi ég henni,“ segir
bróðir hennar, James Pierson yngri,
sem er tvítugur. „Hvernig ætti hún
að búa svona lagað til?“
„Það þarf enginn að segja mér að
sonur minn hafi getað gert þetta,“
sagði Virginia Pierson, móðir föður-
ins sem var skotinn. „Enginn. Kæmi
María guðsmóðir til mín og segði
mér að hann hefði gert þetta þá
myndi ég segja: „Ég get ekki trúað
þér, guðsmóðir." “
„Fólk spyr mig hvers vegna ég
hafi ekki leitað eftir hjálp," segir
Cheryl. „Ég gerði það ekki af þvi
enginn hefði trúað mér. Og þó ein-
hver hefði gert það þá veit ég ekki
hvað hann hefði getað gert.“
„Bróðir minn á ekki heima í gröf-
inni,“ segir Marilyn Adams, frænka
Cheryl. Hún vill að unga stúlkan
verði send í fangelsi. „Hún hefði get-
að sagt einhverjum frá þessu. Hver
heldur hún að hún sé? Guð?“
Að morgni dags í febrúar
Atburðurinn, sem hér um ræðir,
gerðist í bænum Selden á Long Is-
land í Bandaríkjunum 5. febrúar
1985. James Pierson, faðir Cheryl og
tveggja annarra barna, James yngri
og JoAnn sem var þá.átta ára, var
að ganga út úr húsinu heima hjá sér
á leið til vinnu er hann var skotinn
til bana.
Viku síðar var Sean Pica, sem sat
við hlið Cheryl í skólanum, hand-
tekinn. Hann er nítján ára. Hann
féllst á að skjóta föður Cheryl gegn
greiðslu eftir að hafa hrifist af blaða-
grein um konu sem hafði fengið
leigumorðingja til þess að drepa
mann sinn. Lögreglan segir að Sean
hafi staðið á bak við tré skammt frá
heimili Piersonfjölskyldunnar og
skotið James Pierson fimm sinnum
með ’22 hlaupvíddar riffli.
Vinur Cheryl borgaði
Cheryl sagði Sean aldrei frá því
hvers vegna hún vildi föður sinn feig-
an. Lögreglan segir að hún hafi
hvorki sagt ættingjum, vinum né
nágrönnum frá framkomu föðurins.
Sá eini sem hún sagði frá gerðum
hans við sig var vinur hennar, Ro-
bert Cuccio. Hann var á sama aldri
og Cheryl. Að beiðni hennar greiddi
hann Sean 400 dali fyrir morðið.
Ekkjumaður
James Pierson hafði búið í Selden
síðan hann var drengur. Hann var
rafrnagnsmaður og hafði meðal ann-
ars unnið að uppsetningu sjónvarps-
tækja. Hann sá vel fyrir fjölskyldu
sinni íjárhagslega en var strangur.
Kona hans, Cathleen, veiktist 1979
af nýrnasjúkdómi og lést í febrúar
1984. Hún hafði þá lengi verið veik.
Cheryl segir hins vegar að faðir sinn
hafi verið farinn að koma óeðlilega
fram við sig er hún var aðeins ellefu
ára en þá hafði móðir hennar verið
veik í um það bil ár og ljóst að hún
gekk með ólæknandi sjúkdóm. Var
hún þá á sjúkrahúsi.
Cheryl segir að í fyrstu hafi hún
verið ánægð yfir því að faðir sinn
skyldi fara að veita sér meiri athygli
en áður. Hafi það byrjað með því að
hann fór að horfa á sjónvarp með
henni uppi í rúmi en svo hafi hann
farið að hegða sér einkennilega. Hún
hafi þó ekki sagt neitt, sumpart af
því að hún hafi verið hrædd og sum-
part af því að hún hafi ekki viljað
leggja meira á mömmu sína en hún
þurfti þegar að bera vegna sjúk-
dómsins. Þá hafi faðir hennar sagt
sér að enginn myndi trúa henni ef
hún segði frá því sem hann gerði við
hana. Síðustu tvö árin hafi hann svo
átt reglulegar samfarir við sig. Er
hún hafi loks hótað honum að segja
frá því hafi hann sagt að það skyldi
hún ekki gera því hún myndi sjá eft-
ir því.
„Ég var þá bara að hugsa um að
láta þetta halda áfram þar til sá dag-
ur kæmi er aðstæður leiddu til þess
að hann yrði að hætta þessu. Þegar
ég reyndi að segja nei þá varð hann
oft mjög skapillur og það bitnaði á
öllum á heimilinu. Ég lét því meðal
annars undan honum til þess að
bæta ástandið heima."
Þótti vænt um föður sinn en...
Cheryl segir að sér hafi þótt vænt
um föður sinn og hafi ekki skilið
hvernig hann gat í senn verið gjaf-
mildur við hana og misnotað hana
kynferðislega. „Hann var oft í upp-
námi þegar hann kom heim af
spítalanum frá mömmu. Þá vildi
hann vera með mér. Ég gat ekki skil-
ið hvernig hann gat elskað móður
mína svona mikið en þó komið svona
fram við mig.“
Þegar Cheryl varð 16 ára voru liðn-
ir þrír mánuðir síðan móður hennar
dó. Þá hélt Pierson afmælisveislu
fyrir dóttur sína og tók í þeim til-
gangi á leigu veitingasal í nágrenn-
inu. Leikið var þekkt lag frá sjötta
áratugnum, „Sixteen Candles", en
svo dansaði faðirinn við afmælis-
barnið.
Síðar um kvöldið fór Cheryl svo
að dansa við vin sinn, Robert Cucc-
io. Hann var fyrsti pilturinn sem hún
hafði sýnt nokkurn verulegan áhuga.
Þau voru mikið saman og hjálpaði
hann henni að taka gleði sína aftur
eftir fráfall móðurinnar. í fyrstu
hafði faðir Cheryl á móti því að þau
væru tvö ein saman, hún og Robert,
en þar kom þó að hann leyfði þeim
að fara út um helgar ef hún stæði
við að vera komin heim fyrir klukk-
an ellefu á kvöldin.
Áhyggjur af yngri systurinni
Cheryl hefur skýrt svo frá að þegar
hún hafi farið að vera með Robert
þá hafi hún farið að hafa áhyggjur
af því að faðir hennar færi eins að
við yngri systur sína, JoAnn, og
hann hafði gert við hana. Einkum
hafi áhyggjur sínar vaxið er hún
hafi komið að föður sínum undir
sæng með JoAnn fyrir framan sjón-
varpstækið. „Ég var alltaf hrædd
eftir þetta,“ segir Cheiyl, „því ég
man eftir hvernig þetta byrjaði með
mig.“
Vikurnar áður en Pierson var skot-
inn íhugaði Cheryl að leita eftir
aðstoð. Hún reyndi að herða upp
hugann til þess að ræða við sérstak-
an skólaráðgjafa sem ræddi við
nemendur vandamál sem þeir gátu
ekki eða vildu ekki ræða við foreldra
sína. Hún sagðist þó bæði hafa ótt-
ast að sér yrði ekki trúað og að
ráðgjafinn eða aðrir starfsmanna
skólans myndu hafa samband við
föður hennar.
Bróðirinn gengur á systurina
Um jólaleytið 1984 gekk Jim Pier-
son á systur sína og spurði hana
hvort eitthvað gengi að henni því
honum fannst útlit hennar undar-
legt. Hún segist þá hafa sagt honum
að sér líkaði ekki þau afskipti sem
faðir þeirra hefði af sambandi hennar
og Roberts Cuccio.
Dagarnir fyrir morðið voru erfiðir
dagar fyrir Cheryl. Þá taldi hún að
hún væri orðin ólétt. Hún segir að
faðir sinn hafi þá komist úr jafnvægi
og farið að velta því fyrir sér hvar
væri hægt að fá framkvæmda fóstur-
eyðingu.
Eftir jarðarförina
Jarðarför James Pierson var haldin
8. febrúar og um 150 manns voru við
hana.
Daginn eftir hringdi Sean Pica til
Cheryl og bað hana um að hitta sig
á veitingastað í bænum. Fór hún
þangað með Robert vini sínum. Segir
hún að Sean hafi þá sagt að hann
væri ekki ánægður með þá 400 dala
greiðslu sem hann hefði fengið. Það
fé var komið úr peningaskáp föður
hennar en hún hafði fengið Robert
til að greiða Sean það. Vildi Sean
nú fá meiri peninga til að kaupa
mótorhjól.
Nokkrum dögum síðar hringdi svo
einhver nemandi skólans, sem Cher-
yl var í, í lögregluna og sagði að
Cheryl hefði verið að leita að manni
til þess að myrða föður sinn. Leiddi
þetta til handtöku hennar og játn-
ingar. Þá frétti bróðir hennar fyrst
um þær fúllyrðingar systur sinnar
um að faðir þeirra hefði misboðið