Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
63
Kvikmyndir
Listin að koma á óvart
Eins og oft áður hefur verið greint
frá eru flestar þær kvikmyndir, sem
sýndar eru i íslenskum kvikmynda-
húsum, bandarískar að uppruna.
Bandarískir kvikmyndaframleiðend-
ur eyða stórfé á hverju ári til að
kynna myndir sína og má segja að
kynningar- og auglýsingastarfið
hefjist þegar búið er að ákveða að
gera viðkomandi mynd, sem oft er 1
til 3 árum áður en hin formlega frum-
sýning fer fram. Tímarit skemmtana-
iðnaðarins tilkynna gerð myndar-
innar, leikstjórar og leikarar veita
viðtöl og svo eru fyrirtækin sjálf ötul
við að senda fréttatilkynningar til
fjömiðla og segja hve svo og svo
miklu sé þegar búið að eyða í þessa
„stórmynd". Auðvitað eyða þessi fyr-
irtæki auglýsinga- og kynningarfé
sínu í réttu hlutfalli við hve miklu
er tjaldað til varðandi gerð myndar-
innar sjálfrar þó undantekningar séu
þar á.
Allt þetta umtal gerir það að verk-
um að þegar bandarískar kvikmynd-
ir berast til íslands hafa þær þegar
fengið umtalsverða umfjöllun í bæði
íslenskum og erlendum fjölmiðlum
og vakið þannig eftirtekt fjölda fólks
sem síðar á eftir að sjá myndirnar.
Ekki má heldur gleyma að flestar
bandarísku myndirnar hafa verið
frumsýndar þarlendis fyrir 6-12 mán-
uðum og því búið að reyna á, hvort
þær slá í gegn eða ekki. Enda aug-
lýsa íslensku kvikmyndahúsin að hin
og þessi mynd hafi verið éin sölu-
hæsta og þar með vinsælasta mynd
í Bandaríkjunum þann og þann mán-
uðinn.
Hið óvænta
Allt þetta umtal gerir það að verk-
um að þeir sem eitthvað fylgjast með
kvikmyndum vita yfirleitt meira eða
an er að fara í bíó eða ekki fyrir i
suma.
Með þetta f huga leita flestir kvik-
myndaáhugamenn að hinu óþekkta
og óvænta í kvikmyndagerð Evr-
ópuþjóða. Má segja að þar beri hæst
franskar, ítalskar og svo þýskar
myndir. Þessar myndir fá yfirleitt
hverfandi kynningu svo fólk veit
yfirleitt lítið nema þjóðerni myndar
og svo grófan efnisúrdrátt. Því miður
ber lítið á myndum frá þessum lönd-
um í kvikmyndahúsum ef frá er talin
kvikmyndahátíð listahátíðar og svo
kvikmyndavikur erlendra sendiráða
hér í borg. Er mjög ánægjulegt að
sjá hve kvikmyndahátíð listahátíðar
er vel sótt sem styrkir þá skoðun
margra að fólk hafi gaman af að fá
að sjá eitthvað nýtt sem það getur
virt fyrir sér og metið fordómalaust.
Diva
Frönsk kvikmyndavika hefur oft
verið haldin hér á landi. Því miður
virðist hafa dregið úr þessu menn-
ingarlega framtaki síðari árin, ef ti
vill vegna aukinna umsvifa kvik-
myndahátíðar listahátíðar. Einnig
hafa myndirnar, sem sýndar hafa
verið hér á þessum kvikmyndavik-
um, ekki verið eins nýlegar og áður
fyrr og því ekki gefið eins nákvæma
mynd af því sem er að gerast í
franskri kvikmyndagerð.
Það var einmitt á franskri kvik-
myndahátíð fyrir nokkrum árum að
undirritaður sá fyrstu mynd óþekkts
fransks leikstjóra, Jean-Jacques Bei-
neix að nafni, sem hann vissi engin .
deili á og upplifði að sjá stórkostlega 1
áhrifaríka en óþekkta mynd. Þetta
var myndin Diva þar sem Beineix
leiddi áhorfendur út á ystu mörk
myndrænnar túlkunar. Það er sér-
stæð tilfinning að finna hvemig
Franski leik-
stjórinn Jean-
Jacques
Beineix, sem
öðlaðist
frægð
og frama með
sinni fyrstu
mynd, Diva,
hefur endur-
tekið leikinn
með nýjustu
mynd sinni
um
hana Betty
Blue
ekkert til þótt myndin hefði nær eng-
an fastan efnisþráð ef nægjanlegur
styrkleiki næðist í myndrænni út-
færslu hennar. Margir skildu þetta
ekki en ég er enn að fá bréf frá fólki
sem segir að ég eigi ekki að hlusta
á þessar gagnrýnisraddir - þetta hafi
verið góð mynd.“
En Diva hafði útvegað Beineix
samning við Hollywood. The moon
in the gutter hafði ekkert að segja
því bæði var hann byrjaður á henni
áður en Diva var frumsýnd og einn-
ig varð Diva ekki vinsæl fyrr en um
það bil ári eftir frumsýningu. En
samningurinn við Hollywood varð
lítils virði eftir móttökur síðari
myndarinnar.
„Ég skrifaði handrit fyrir Paramo-
unt og allt í einu voru þeir orðnir
skíthræddir um að franski „froskur-
inn“ ætlaði að setja þá á hausinn
vegna þess að kostnaðaráætlunin
var svo há. Ég var svo einfaldur að
halda að þeir hefðu anda kapítalis-
mans efst í huga en það kom í ljós
þeir vilja græða en ekki taka neina
áhættu."
Handritið, sem Beineix skrifaði
fyrir Paramount, var nútímamynd
um blóðsugur og hét Bats. Þótt ekk-
ert yrði úr gerð hennar ætlar Beineix
að kvikmynda hana við tækifæri en
þá í London eða París í stað New
York eins og upphaflega var áætlað.
Endurheimti sonurinn
En veður eru oft fljót að skipast í
lofti. Beineix gafst ekki upp, og gerði
i ár nýja mynd sem hann kallar
Betty Blue:37°2 in the morning
sem hefur farið sigurfór víða um lönd
og hlotið eindæma góðar móttökur.
Nafnið er nokkuð lúmskt en önnur
aðalsöguhetjan heitir Betty og 37°2
er líkamshiti fólks að morgni til. Það
Dag nokkum finnur hún handrit
að skáldsögu sem Zorg hafði skrifað
og falið. Hún les það og lýsir því síð-
an yfir að Zorg sé snillingur og hún
ætli að gera eitthvað til að aðrir
komist að sömu niðurstöðu. Betty
kveikir í íbúð þeirra og saman leggja
þau af stað til Parísar. En þar geng-
ur á ýmsu. Betty verður æ ofbeldis-
kenndari og tekur æðisköst þegar
illa gengur en Zorg reynir að gera
henni allt til geðs og með því ham-
ingjusama. Útgefendur sýna hand-
ritinu lítinn áhuga og þau Betty og
Zorg verða að stunda íhlaupavinnu.
Dag einn, þegar Zorg kemur í íbúð
þeirra, er Betty horfin. Hún hafði
verið flutt á spítala eftir blóðug
slagsmál þar sem hún m.a. stórslas-
aði andstæðinginn.
Zorg fer á spítalann þar sem hann
finnur Betty reyrða niður á sjúkra-
rúm, undir sterkum áhrifum deyfi-
lyfja. Það er þá sem hann ákveður
að grípa til sinna ráða.
Óþekkt nöfn
Líkt og í fyrstu mynd sinni notar
Beineix óþekkt nöfn í aðalhlutverk-
um. Hlutverk Betty er í höndum
franskrar leikkonu, Beatrice Dalle
að nafni. Hún hefur fengið mjög góða
dóma og verið líkt við Birgittu Bard-
ot vorra tíma. Hún er mikið náttúru-
barn og hefur þennan geislandi
sjarma sem nauðsynlegur er til að
halda áhorfendum við efnið. Fylgir
hún i fótspor eldri og nú þekktari
franskra leikkvenna eins og Isabella
Adjani og svo Nastassia Kinski.
Dalle er aðeins 21 árs og var upp-
götvuð af ljósmyndara á ..punk"
tímabili hennar en hann fékk mvnd
af henni birta á forsíðu Photo Revue.
Það var svo þar sem Beineix sá
myndina af henni og ákvað að hún
Það er unga franska leikkonan Beatrice Dalle sem fer með aðalhlutverkið.
Hér eru þau skötuhjúin Betty og Zorg meðan allt lék i lyndi.
minna hvað þeir eru að sjá þegar
þeir heimsækja kvikmyndahúsin.
Þeir hafa í flestum tilvikum verið
sviptir þeim þætti að geta sest í stól-
inn og byrjað að horfa á mynd sem
þeir vita ekkert um og geta þannig
upplifað eitthvað óvænt, eitthvað
sérstakt sem einstaklingar, í stað
þess að láta aðra um að túlka hlutina
fyrir sig í fjölmiðlum. Á hinn bóginn
má segja að yfirleitt er um vonbrigði
að ræða því að flestar myndir eru í
meðallagi og þar fyrir neðan varð-
andi listræna útfærslu og boðskap.
En þessi ein af 100 eða þar um bil
getur riðið baggamuninn hvort gam-
myndin og persónur hennar ná tök-
um á áhorfandanum og láta hann
gleyma stund og stað. Það er þannig
sem kvikmyndir eiga að vera en því
miður alltof fáar sem gera svo.
Það var því fjöldi kvikmyndaá-
hugamanna sem beið spenntur eftir
næstu mynd Beineix. Hann gerði
hana tveimur árum síðar eða 1983.
Hún bar heitið The moon in the
gutter og var með þeim Nastassia
Kinski og Gerard Depardieu í aðal-
hlutverkum. Er skemmst frá því að
segja að myndin var talin algerlega
mislukkuð, bæði af gagnrýnendum
og áhorfendum.
Blóðsuga
„Það eru margar ástæður fyrir því
að fólki líkaði myndin ekki,“ hefur
verið haft eftir Beineix. „Kannski
var það vegna þess hve Diva var
vinsæl eða vegna þess að ég var of
ágengur í myndinni. Ég gerði mitt
besta. Myndin hefur að geyma mikið
af nýjungum eins og hvernig hún var
klippt og hvernig tónlist og hönnun
var tengd saman. Þetta er mynd sem
fjallaði um draumóra og hvernig fólk
lítur mismunandi á hlutina. En þetta
er dularfull mynd og ég held ég gerði
mistök i því að halda að það gerði
að leikstjórinn skuli geta hitastigs-
ins í titli myndarinnar gæti alveg
eins átt við að þegar fer að líða á
myndina mætti búast við því að lík-
amshitinn hækkaði.
En lítum á efnisþráðinn. Myndin
fjallar um þau Zorg og Betty. Zorg
er á fertugsaldri, jarðbundinn ná-
ungi sem lifir kyrrlátu lífi þangað til
Betty birtist. Eftir stutt kynni flyst
hún til hans og þá byrjar ballið. Betty
er náttúrubarn sem nýtur lífsins og
veit hvemig á að fara að því. Það
gengur því á ýmsu en Betty tekst að
kenna Zorg hve mikið lífið getur
boðið upp á.
væri sú eina sanna í aðalhlutverkið.
Það er gaman að sjá að Beineix er
búinn að ná sér á strik aftur og í
þetta sinn vonast undirritaður til
þess að ekki þurfi franska kvik-
myndaviku svo íslenskir kvikmynda-
unnendur geti virt fyrir sér nýjustu-
mynd hans. Myndinni er dreift af
bandarísku kvikmyndafyrirtæki sem
sýnilega hefur séð að það gæti grætt
á myndinni án þess að taka nokkra
áhættu.
Því má búast við henni í eitthvert
íslensku kvikmyndahúsanna, von-
andi sem fyrst.
B.H.