Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Qupperneq 20
Af
hverju
ekki
heima?
Sjöfn Hafliðadóttir
sýnir heima eftir
37 ára útivist
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem
heim til að sýna verk mín. Hins
vegar hef ég heimsótt landið eins
oft og hægt hefur verið. I fyrra kom
ég heim og sá sýningu á Kjarvals-
stöðum og hugsaði strax með mér
að reynandi væri fyrir mig að sýna
hér og nú hefur orðið af því.“
Það er Sjöfn Hafliðadóttir sem
er að segja frá. Hún er komin heim
eftir 37 ára útivist með verk sín.
Það er í dag sem sýning hennar á
Kjarvalsstöðum verður opnuð. Er-
lendis hefur hún þó sýnt töluvert
eftir að hún helgaði sig málaralist-
inni í byrjun sjöunda áratugarins.
Upphaflega var það þó ekki mál-
verkið sem olli útþránni heldur var
það ballettinn.
Ballett í Enqlandi
„Við fórum þrjár saman, Guðný
Pétursdóttir, Irmgard Toft og ég,
til Englands í ballettskóla. Við
höfðum verið hér við dansnám í
Þjóðleikhússkólanum og langaði
til að læra meira. Ég var líka hér
í Myndlistaskólanum og þessar
tvær greinar toguðust alltaf á um
athygli mína.
Ég hef eiginlega aldrei hætt að
dansa þótt hann hafi orðið að víkja
fyrir málaralistinni. Starfsævi
dansara er stutt og ég er ánægð
með að hafa söðlað um í tæka tíð.
Hitt þykist ég viss um að verkin
min sýna að ég lærði dans. Ég trúi
því að mér hafi tekist að sameina
þetta og nú dansa ég á strigan-
um,“ segir Sjöfn.
Á listamannsferli sínum hefur
Sjöfn farið víða um heim. Síðustu
árin hefur hún haft fast aðsetur í
Florida en er þó mikið á ferðalög-
um. „Ég kem oft til Kanada og
ferðast raunar mikið um alla Am-
eríku,“ segir Sjöfn. „Núna hef ég
verið hér á íslandi í rúma tvo mán-
uði og verð hér þangað til sýning-
unni lýkur í byrjun desember. Þá
fer ég aftur í hitann á Florida. Ég
er búin að næla mér í íslenskt kvef
en þar losna ég við það.
Nauðsynleg ferðalög
Hvað sem slíkum vanköntum lið-
ur þá er það mjög mikilvægt fyrir
listamenn að ferðast og ég mála
alltaf mikið á ferðalögum mínum.
Ég held að umhverfið hafi mjög
mikil áhrif á listamenn því þeir eru
eins og svampar og soga til sín
áhrif frá öllu sem þeir sjá. Verk
mín hafa örugglega breyst þennan
tíma sem ég hef verið hér þótt ég
geri mér ekki enn nákvæmlega
grein fyrir hvernig þau hafa breyst.
Ég er þannig gerð að ég hugsa
aldrei Iangt fram í tímann og gerði
á sínum tíma ekkert frekar ráð fyr-
ir að setjast að erlendis þótt atvikin
höguðu málum þannig. Ég giftist
Englendingi og saman fórum við
um alla Evrópu. Hann var vel
stæður iðjuhöldur og fór víða, m.a.
um Austulönd nær. Ég var mest
að leika mér á þessum tíma og lifði
listamannalífi þótt ég ynni ekki
mikið.
Árið 1960 tók ég síðan til við list-
námið að nýju og frá árinu 1962
hef ég helgað mig listinni. í fyrstu
vann ég einnig nokkuð við tísku-
teiknun bæði vestanhafs og austan
en er alveg hætt því.
Þetta er ég
Viðtökunum hér heima segist
Sjöín ekki kvíða þótt hún „hafi
ekki hugmynd um hvernig þær
verða“, eins og hún orðar það.
„Smekkur manna er svo marg-
breytilegur. Ég finn t.d. mikinn
mun á að sýna í Kanada og í
Bandaríkjunum. Sjálfsagt er
smekkur manna allur annar hér en
þetta er ég - það er eina viðmiðun-
in sem ég hef. Ég reyni að vera
eins sönn og mér er mögulegt en
hugsa ekki um hvað fólki finnst.
Það kemur allt í ljós hvort eð er,“
segir Sjöfn Hafliðadóttir. GK
DV-mynd GVA
Heimsborgarinn Sjöfn Hafliðadóttir.