Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Stjómmál
Vamar-
liðinu
heimilað
að byggja
250 íbúðir
Bandaríkjaher og Atlantshafe-
bandalaginu voru heimilaðar
talsverðar framkvæmdir á Kefla-
víkurflugvelli érið 1987 á árlegum
fundi íslenskra stjómvalda með
byggingardeild sjóhersins í Nor-
folk í október síðastliðnum.
Kom þetta fram í svari sem utan-
ríkisráðherra, Matthías Á. Mathi-
esen, gaf á Alþingi við fyrirspum
Steingríms J. Sigfussonar, Al-
þýðubandalagi.
Þassar framkvæmdir voru heim-
ilaðar:
250 íbúðir, tveggja, þriggja og
fjögurra herbergja.
Vegagerð, bifreiðastæði og
veitukerfi fyrir nýtt 250 íbúða
hverfi.
Húsnæði fyrir fjármála- og bók-
haldsdeild flughersins, um 550
fermetra.
Félagsheimili, um 400 fermetra.
Bygging húsnæðis fyrir hús-
næðisskrifetofú Vamarliðsins, um
300 fermetra.
Verkstæði við flugskýli númer
885, um 180 fermetra.
Tvær nýjar vararafetöðvar við
byggingu kafbátaleitareftirlitsins.
Framhaldsframkvæmdir vegna
nýju flugstöðvarinnar, við flug-
hlað, akstursbrautir og flugvallar-
veg.
Viðgerð á akstursbrautum S-2
og S-3.
Fram kom einnig í svari utanrík-
isráðherra að vamarmálaskrif-
stofa ráðuneytisins væri að gera
úttekt á hugsanlegri aðild íslands
að mannvirkjasjóði Atlantshafe-
bandalagsins. Er gert ráð fyrir að
þeirri úttekt verði lokið í febrúar
og þá verði hægt að meta kosti og
galla hugsanlegrar aðildar íslend-
inga að sjóðnum.
. -KMU
Reglur Mannvirkjasjóðs:
Flugvöllur yrði að falla
undir sljóm NATO á ófriðartímum
Mannvirkjasjóður Atlantshafe-
bandalagsins, sem rætt er um að
kosti gerð varaflugvallar á Islandi
og íslendingar gerist aðilar að, hefur
til umráða á sex ára tímabili, 1985
til 1990, 7.850 milljónir Bandaríkja-
dala. Jafiigildir það 318 milljörðum
króna eða 53 milljörðum króna á
ári. Fjárlög íslenska ríkisins eru upp
á 40 milljarða króna.
I ritgerð öryggismálanefndar, sem
Gunnar Gunnarsson er höfúndur að,
er gerð grein fyrir meginreglum
Mannvirkjasjóðsins. Gunnar segir:
„Veita má fé úr sjóðnum til mann-
virkja, sem em annaðhvort nýtt
sameiginlega af aðildarríkjum eða
þar sem þau hafa sameiginlegra
hagsmuna að gæta; falla undir stjóm
NÁTO á ófriðartímum og teljast. til
eftirfarandi 14 flokka mannvirkja:
Flugvellir, fjarskipti, eldsneyti,
bækistöðvar sjóherja, aðvörunar-
kerfi, þjálfun, stjómstöðvar á stríðs-
tímum, loftvamarflaugar, birgða-
stöðvar í framvamarstöðu,
skotfærageymslur, flugskeyti
(surface-to-surface), loftvamamann-
virki á jörðu (t.d. styrkt flugskýli,
ratsjár), mannvirki til stuðnings við
liðsflutninga, annað.“
Með vísan til ákvæðisins „mann-
virki til stuðnings við liðsflutninga"
getur sjóðurinn kostað gerð þjóð-
vega.
I ritgerð Gunnars kemur einnig
fram hvemig hin 13 aðildarríki
sjóðsins greiða til hans. Bandaríkin
greiða mest, 27,4%. Vestur-Þýska-
land greiðir 26,5% og Bretland 12%.
Noregur greiðir 3,1% og Lúxemborg
0,2%, svo dæmi séu tekin. Framlag
Lúxemborgar er þannig um 100
milljónir króna á ári. -KMU
Stefán Valgeirsson hefur um nóg að hugsa þessa dagana. Hann er að setja
saman framboðslista og fá meðmælendur. DV-mynd GVA
Alvarlegt ef okkur
verður neitað um BB
- segir Stefán Valgeirsson alþingismaður
„Við þurfúm að koma listanum upp.
Við þurfum að fá meðmælendur. Fyrr
þýðir ekki að sækja um að bjóða fram
undir BB,“ sagði Stefán Valgeirsson
alþingismaður um sérframboð í Norð-
urlandi eystra.
„Stjóm kjördæmissambands Fram-
sóknarflokksins fiallar um þetta fyrst
og hefur um þetta ákvörðunarvald.
Hins vegar er hér um að ræða mjög
stóran hóp af stuðningsmönnum
Framsóknarflokksins þannig að ef því
verður neitað heima fyrir þá verður
farið með þetta til framkvæmdastjóm-
ar flokksins og jafnvel miðstjómar.
En okkur liggur á þessu vegna þess
að það verður ekki hætt við að fara
fram, þó að því yrði neitað. Ég trúi
því ekki að þessu verði neitað en það
væri alvarlegt."
- Þá kemur til greina samvinna við
Samtök um jafhrétti milli landshluta.
„Ekki beinlínis við Samtökin, ekki
stjóm þeirra, heldur hafa einstakling-
ar innan þeirra rætt við mig um
möguleika á slíku framboði, - ein-
staklingar en ekki formlega þeirra
stjóm," sagði Stefán. -KMU
Látum ekki bendla okkur
við framboð Stefáns
Ján G. Haukssan, DV, Akuieyri:
„Við viljum ekki láta bendla okkur
við framboð Stefáns Valgeirssonar.
Samtökin bjóða ekki fram. Það er
alveg á hreinu. Þau vinna ekki
þannig,“ sagði Ámi Steinar Jó-
hannsson, sem á sæti í framkvæmda-
nefhd Samtaka um jafhrétti á milli
landshluta, við DV í morgun.
Ámi sagði að samtökin ynnu þver-
pólitískt, þau skipuðu fólk úr öllum
flokkum. Þetta væri hreyfing sem
vildi hafa áhrif á sem flesta stjóm-
málamenn. Hann ítrekaði að
samtökin væru á engan hátt tengd
framboði Stefáns
I dag mælir Dagfari
Dagsbrún dregur sig í hlé
Sú var tíðin að Verkamannafélag-
ið Dagsbrún stóð í fararbroddi í
verkalýðsbaráttunni. Þar vom kröf-
umar mótaðar og lagt á ráðin um
baráttuaðferðir. Þaðan komu forin-
gjamir sem bitu í skjaldarrendur og
mddu brautina. Dagsbrún var höf-
uðvígi íslenskrar alþýðustéttar,
lengst af fjölmennasta verkalýðs-
félagið með afl og áhrif langt út fyrir
sínar eigin raðir. Þetta var í þá daga
þegar verkamenn vom verkamenn
og verkalýðsforingjamir uxu upp úr
röðum hinna óbreyttu félagsmanna,
hertir í eldi hins daglega þrældóms.
Þá ólst verkalýðurinn upp á eyr-
inni, þoldi saman súrt og sætt og
vann fyrir lúsarlaunum í sveita síns
andlitis.
En nú er öldin önnur. Samkvæmt
nýjustu upplýsingum treystir Dags-
brún sér ekki lengur til að standa í
kjarabaráttu. Samningaviðræður
em alltof flóknar fyrir forystu Dags-
brúnar og allar tillögur þokukennd-
ar. Þar að auki liggur samninga-
mönnum yfirleitt þessi reiðinnar
ósköp á þannig að það er ekki fyrir
nokkum venjulegan Dagsbrúnar-
mai.n að fylgjast með. Þetta er eins
og Kleppur hraðferð, segir Guð-
mundur jaki og hefur ekki lengur
tíma til að fá sér i nefið. Niðurstaðan
hefur því orðið sú að Dagsbrún hefur
dregið sig í hlé úr verkalýðsbar-
áttunni og er farin heim.
Einhvem tímann í síðustu viku
bárust þær fréttir til Dagsbrúnarfor-
ystunnar að Alþýðusambandið og
vinnuveitendur stæðu í leynimakki
og væm um það bil að semja um
eitthvað sem Dagsbrún skildi ekki.
Þá tóku þeir til síns ráðs að draga
sig út úr viðræðunum. Gallinn var
hins vegar sá að þeir gleymdu að
láta jakann vita og í tvo, þrjá daga
tvísté hann í báðar áttir og vissi
ekki frekar en Hamlet hvort hann
ætti að vera eða vera ekki. Sem ekki
er nema von, því Guðmundur er af
gamla skólanum og kann ekki hag-
fræði eins og framkvæmdastjórinn
og hafði ekki áttað sig að því að
pólitíkin hjá Dagsbrún er fólgin í
því að draga sig í hlé. Fljótlega náði
þó framkvæmdastjórinn í formann-
inn í gegnum síma og gat komið
vitinu fyrir hann. Þá tók Guðmund-
ur saman pjönkur sínar og fór heim.
Hætti.
Nú sitja vinnuveitendur með öðr-
um verkalýðsforingjum og þykjast
vera að semja um kaup og kjör. Það
kemur ekki mál við Dagsbrún. Dags-
brún tekur ekki lengur þátt í
samningum sem hún skilur ekki og
vill ekki skilja meðan hún fær ekki
að ráða. Annað kemur líka til.
Mennimir eru sífellt að tala um að
bæta iægstu kjörin og hækka lág-
markslaunin. Slíkir samningar eru
Dagsbninarmönnum óviðkomandi.
Þetta eru taxtar sem Dagsbrúnar-
fólk er löngu vaxið upp úr og hvers
vegna ætti þá Dagsbrún að vera
semja um eitthvað sem he'nni kemur
ekki við?
í raun og veru fer að verða spum-
ing um það hvort Dagsbrún eigi
ekki að segja sig úr Alþýðusamband-
inu. Þessi tvenn samtök eiga ekki
neina samleið í kjaramálum og alls
enga í pólitík. Guðmundur joð er
hættur við að bjóða sig fram til þings
fyrir Alþýðubandalagið eftir að það
var ljóst að Alþýðubandalagið var á
móti honum. Þröstur framkvæmda-
stjóri gerði tilraun til að setjast í
sæti Guðmundar en í prófkjörinu
kom í ljós að Alþýðubandalagið var
líka á móti honum. Alþýðubandalag-
ið vill ekkert með Dagsbrún hafá og
kemur sennilega að því að Þröstur
dregur sig í hlé eins og formaðurinn.
Þá eru ekki aðrir eftir enda þekkist
ekki lengur í Dagsbrún eða Al-
þýðubandalaginu að fúlltrúar
verkalýðsins séu verkalýður. Ás-
mundur er hagfræðingur og Þröstur
er líka hagfræðingur og ef frá eru
taldir Guðmundur formaður og
Þröstur framkvæmdastjóri er ekki
vitað um nokkum Dagsbrúnarmann
sem hefur minnsta áhuga á pólitík
eða allaböllum.
Niðurstaðan verður væntanlega
sú að nýir kjarasamningar verða
gerðir án þess að Dagsbrún verði
með. Og á næsta ári verður gengið
til kosninga án þes að Dagsbrún
verði með. Dagsbrún er með öðrum
orðum stikkfrí í þjóðfélaginu og er
þá eiginlega ekki annað eftir en að
skipuleggja ferðir félagsmanna til
Florida. Spumingin er eingöngu sú
hvort einhver velunnari félagsins,
ráðherra eða skipafélag, hafi ekki
eitthvað aflögu ef út í það fer. Guð-
mundur joð verður fararstjóri.
Dagfari