Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Side 7
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. 7 Fréttii Friðrik Stefánsson, skipstjóri á Þorra, að skera nokkrar sildarbröndur sem hann ætlar að salta. Gámaútflutningur skilar meiru en fiystur fiskur Við úttekt, sem Benedikt Valsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, hefur gert um tekjur af botnfiski, eftir því hvort hann er unninn hér heima eða fluttur út ferskur í gámum, kemur fram að áætlað framlag af gámaút- flutningi til vergrar landsframleiðslu er 18% hærra en af framleiðslu freð- fisks. Margir hafa haft hom í síðu útflutn- ings á ferskum fiski og þeir hinir sömu óttast um afkomu frystihúsanna í landinu ef svo fer fram sem horfir að útflutningur á ferskum fiski vaxi. Ben- edikt bendir á í sinni úttekt að líta beri á gámaútflutninginn sem við- bótarleið til tekjuöflunar sjávarút- vegsfyrirtækja en ekki sem skerðingu á tekjum þeirra ef rétt er á málinu haldið. Benedikt bendir á að þau fyrirtæki sem em bæði í útgerð og fiskvinnslu geti stýrt vinnslu hér heima og út- flutningi á sem allra hagkvæmastan hátt. Þau geta þó staðið frammi fyrir því að sjómenn mótmæli þar sem skiptaverð til þeirra miðast við verð- lagsráðsverð en ekki söluverð gáma- fisks erlendis. Raunar hefur þetta mál þegar valdið deilum. Aftur á móti er staða þeirra fyrirtækja sem bara em i vinnslu mun erfiðari. Þau verða að halda uppi vinnslu og geta því trauðla staðið í gámaútflutningi nema í afar litlum mæli. Að lokum bendir Benedikt á að stofnun fiskmarkaða hér á landi geti orðið góð lausn á ýmsum vanda varð- andi þetta mál. -S.dór Moksfld á Austfjörðum: Bátarnir fljót- ir að fylla kvótana Ægir Kiistinssan, DV, Fáskniðsfirðt í hinni miklu síldveiði, sem hefur verið á Austfjörðum undanfama daga, em bátar fljótir að fylla kvóta sína, síldartunnur fyllast óðfluga og síldar- söltun er brátt lokið. Þorri SU hefur þegar lokið við að veiða sinn kvóta og var síðasta farmi landað hjá Pólar- síld í dag. Er þá nótin tekin í land og skipverjar taka síldardælu og annað sem síldveiðunum viðkemur í land. Kokkurinn á Þorra er nýsjálensk stúlka, Bemi Alcock, en hún byrjaði sem kokkur á Þorra á síðustu vetrar- vertíð. Aðspurð sagði Bemi að það væri skemmtilegt að vera á síldveiðum og strákamir væm bara ágætir. Hún hefði upphaflega komið hingað til að vinna i frystihúsi á sl. vetri en fyndist þessi vinna skemmtilegri. Sólborg SU hefur einnig lokið sínum kvóta, hjá Sólborgu hf. hefur verið saltað í um 5 þúsund og fimm hundmð tunnur. Kanínuullar- verksmiðja keypt frá Þýskalandi Keypt hefur verið verksmiðja frá Þýskalandi til að vinna kanínuull sem menn kalla nú „fiðu“. Það em kanínu- ræktarbændur, Álafoss hf., Byggða- stofiiun og Kanínumiðstöðin sem stofhuðu og eiga þetta nýja hlutafélag. Hér er um að ræða spunaverksmiðju, prjóna- og saumastofu og er kaup- verðið 36,9 milljónir króna sem greðist á 5 áram. Gert er ráð fyrir að 10-12 manns vinni hjá fyrirtækinu þegar fullum afköstum er náð. Verksmiðjan verður til húsa í leiguhúsnæði að Ála- fossi. Gengið var frá kaupunum á verk- smiðjunni 28. nóvember sl. og Fínull hf. svo stofhuð 1. desember. Gengið hefur verið frá samningi við kanínu- ræktarbændur um að kaupa af þeim alla fiðu sem þeir framleiða, annað- hvort til vinnslu eða endursölu. Móttaka á að hefjast upp úr áramótum en verksmiðjan tekur til starfa í mars. Hlutafé Fínullar hf. em 22 milljónir króna og á Álafoss 8 milljónir, kanínu- ræktarbændur 8 milljónir, Byggða- stofnun 4 milljónir og Kanínumiðstöð- in 2 milljónir króna. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins hefur verið ráðinn Kristján Valdimarsson textiltækni- fræðingur. -S.dó- BÍLTÆKI MEÐ FM-STERIO, MW, LW, SJÁLFLEITARA, MINNI O.FL. STAÐGREIÐSLUVERÐ AÐEINS KR. 9.950- FM-STERIO, LW, MW, SJÁLFLEITARI, MINNI O.FL. , STAÐGR.VERÐ KR. 12,599,- FM-STERIO, LW, MW, SJÁLFLEITARI, MINNI O.FL. STAÐGR.VERÐ KR. 13.000.- I I - ... FISIIFK FISHER HÁTALARAR STAÐGR.VERÐ KR. 1.520,- SJÖMVARPSBÚDIN hf. HÖFÐATÚNI 2 sími 622555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.