Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Tvíeggjuð prófkjör
Niðurstöður prófkjörs og forvals stjórnmálaflokka
um síðustu helgi hafa eflt stuðning við tillögu um breytt
kosningalög, sem Jón Skaftason alþingismaður flutti
fyrir tæpum áratug og Magnús H. Magnússon og fleiri
alþingismenn hafa nú lagt fyrir Alþingi.
DV hefur frá upphafi stutt þessa hugmynd, sem felur
í sér, að prófkjör verði sameinuð kosningum, þannig
að kjósendur raði sjálfir frambjóðendum þess lista, sem
þeir kjósa. Þessi aðferð er heimil í Danmörku og hafa
flestir stóru flokkarnir notað hana með góðum árangri.
Aðferðin tryggir, að ekki hafi aðrir afskipti af vali
frambjóðenda á lista en þeir, sem kjósa listann. Hún
tryggir að allir frambjóðendur berjast fyrir framgangi
listans, einnig þeir, sem fara halloka í númeraröðinni,
sem kjósendur ákveða í kosningunum.
Önnur hugmynd gerir ráð fyrir, að flokkarnir samein-
ist um prófkjör og hagi því þannig, að hver kjósandi
geti aðeins tekið þátt í prófkjöri eins flokks. Þetta mun
þó ekki hindra, að stjórnmálamenn háfi svigrúm til að
fara í fýlu og sérframboð, sem spilli fyrir flokkunum.
Óraðaðir listar eru ekki allra meina bót. Búast má
við, að áfram reyni einstakir frambjóðendur að vekja
athygli á sér umfram aðra frambjóðendur á sama lista.
Þannig má gera ráð fyrir, að umstang og kostnaður
prófkjörs leggist ekki niður við breytinguna.
Persónulegar auglýsingar og kynning einstakra
frambjóðenda mundu þó falla í ramma kosningabaráttu
viðkomandi flokks og þannig væntanlega hafa á sér
annan og mildari svip en hefur að undanförnu verið á
baráttu einstakra frambjóðenda í prófkjöri.
Ekki má heldur líta svo á, að persónuleg spenna sé
eingöngu af hinu illa. Prófkjör hafa ekki dottið úr lausu
lofti ofan á flokkana. Þau eru komin til sögunnar, af
því að flokkarnir þurftu.að finna leiðir til að velja fram-
bjóðendur, er sem flestir væru sáttir við.
Prófkjör hafa í mörgum tilvikum gefizt vel. Þau hafa
stundum beinlínis verið nauðsynleg, sérstaklega eftir
tímabil prófkjörsleysis. Þau hafa skorið úr, hvort valda-
mynztur flokksins í kjördæminu væri eðlilegt eða hvort
gera þyrfti á því umtalsverðar breytingar.
Þegar Sjálfstæðisflokknum láðist fyrir fjórum árum
að hafa prófkjör á Vestfjörðum, leiddi það til vandræða
og sérframboðs. í þetta sinn var haft prófkjör og verður
ekki betur séð, en allt hafi fallið þar í ljúfa löð. Þannig
geta prófkjör gert flokkum mikið gagn.
En það er eins og þau henti stundum og stundum
ekki. í sumum tilvikum skilja þau flokka eftir í rúst.
Og það virðist ekki fara eftir aðferðinni, sem notuð er.
Allar aðferðir geta reynzt vel eða illa, eftir því hvernig
á stendur. Um þetta höfum við nýleg dæmi.
í Norðurlandi vestra bjó Framsóknarflokkurinn til
prófkjörsreglur, er áttu að hindra allt það böl, sem kom-
ið hefur óorði á prófkjör. Niðurstaðan var þveröfug á
við það, sem til var ætlazt. Reglurnar framkölluðu harð-
vítug bræðravíg, sem tekur langan tíma að jafna.
Framsóknarflokkurinn liggur í sárum eftir prófkjör
í nokkrum kjördæmum. Klofningsframboð Stefáns Val-
geirssonar er boðað á Norðurlandi eystra. Þingmaður
flokksins í Reykjavík er kolfallinn og kennir um vond-
um og ríkum öflum, sem hafi hertekið flokkinn.
Að fenginni prófkjörsreynslu má vona, að smám sam-
an sé að mótast pólitískur vilji á Alþingi fyrir, að teknir
verði upp óraðaðir listar í alþingiskosningum.
Jónas Kristjánsson
„E< Alþingi, sveitarstjórnir, tryggingafélög og slysa- og björgunarfélög sameinuðust um það, ásamt lögreglu-
yfirvöldum, að gera umferðina auðvelda eins og þekkt er frá fjölmörgum öðrum löndum og að endurhæfa
vegfarendur skipulega á 2-4 misserum, myndum við spara minnst helminginn a< núverandi umferðarfórnum.“
Af umférðar-
martröðinni
Yfirleitt heflir fólk fengið að slas-
ast og deyja í umferðinni hér á landi
í friði fyrir svo ábyggilegu fólki sem
stjórnmálamönnum og trygginga-
rekendum. Það er venjulega upptek-
ið af öðru en því sem skiptir máli
fyrir vegfarendur og ökutækjaeig-
endur, þótt þeir séu raunar öll
þjóðin. Stjómmálamenn leggja
metnað sinn og heiður undir í próf-
kjörum. Tryggingamenn eiga afar
annasama daga við að sanna verð-
lagsyfirvöldum nauðsyn iðgjalda-
hækkana.
Óvænt afbrigði
Verðmætatjón í umferðinni hér á
landi er einhvers staðar á milli
tveggja og þriggja milljarða króna á
ári. 30 mannslíf og örkuml annarra
30 meðtalin.
Skýrslur um þetta eru raunar að
stórum hluta feluleikur og ómerki-
legur flótti frá raunveruleikanum.
En það er rækilega undirstrikað með
þeim hégómlegu aðgerðum í um-
ferðaröryggismálum sem Alþingi og
tryggingafélög hafa rekið áratugum
saman.
Slysavama- og björgunarfélög eru
meira að segja á sama fleka, sem er
jafnvel enn ótrúlegra.
Nú alveg óvænt hafa trygginga-
rekendur fitjað upp á því nýmæli að
fjárfesta í umferðaröryggi. Út af fyr-
ir sig er þetta sögulegur atburður.
Það, að þessir menn uppgötva arðs-
vonina í spamaði jafhgilda arðsvon-
inni í eyðslu, er stórmerkilegt eftir
allt sem á undan er gengið.
Rausnin
Ég ætla aldrei að gera lítið úr þess-
um sinnaskiptum eða þessari vitmn.
Samt hvarflar að mér sú hugsun að
hér hafi skammsýnir menn vaknað
illa af vondum draumi og rokið til
að kaupa sér sálarfrið.
Hugsum okkur hvemig hægt er
og hvað það kostar að ná inn með
rekstri fyrirtækis tveim milljörðum
króna á ári, bjarga þar að auki 30
manns frá dauða og öðrum 30 frá
limlestingum eða heilaskemmdum
og 300-500 manns frá margra mán-
aða sjúkrahúsdvöl.____________
KjáUarinn
Herbert
Guðmundsson
blaðamaður
60 alþingismenn munu væntanlega
ákveða það bráðlega, allir eða meiri-
hluti þeirra, að leggja 12,5 milljónir
króna í það sérstaka verkefni að
minnka þetta þjóðarböl. Það er
svona álíka og vonbiðlar til fram-
boðs í næstu alþingiskosningum
eyða til þess að fegra sig í augum
prófkjörskjósenda, líklega þó minna
en meira.
Annað eins framlag frá trygginga-
félögunum er sem sagt um 12,5
milljónir króna. Þótt það sé stór-
merkilegt nýmæli, er það eins og
framlag Alþingis öldungis fyrir engu
nema skyndiplástrum á holsár. Þessi
fjármálaspeki er hörmulegur áfellis-
dómur um hégóma, takmarkalítið
skilningsleysi og algert stefnuleysi í
umferðaröryggismálum þjóðarinnar.
Og þá er það síður en svo einstakt
dæmi um hugsunarlausan og
heimskulegan rekstur þj óðfélagsins.
í umferðarmálunum kostar það
miklu meira en næstum ekkert að
, spara þjóðinni að einhverju marki
þá blóðstrauma sem fljóta núna um
allar götur og gættir.
Með 25 milljónum í peningum sax-
ast ekkert á milljarða böl. Með 250
milljónum gæti það minnkað um svo
sem helming. Svo arðbær fjárfesting
er vandfundin. Hér liggur hún á
borðinu.
Umferðarbyltingin
Ég á auðvelt með að sanna kenn-
ingar mínar í þessum efhum. Við
breytingu í hægri úr vinstri umferð
og á norrænu umferðaröryggisári
fyrir skemmstu dugðu heldur smá-
vægileg átök til þess að minnka
fómir og blóðfómir í umferðinni svo
miklu munaði.
Ef Alþingi, sveitarstjómir, trygg-
ingafélög og slysa- og björgunarfélög
sameinuðust um það, ásamt lög-
regluyfirvöldum, að gera umferðina
auðvelda eins og þekkt er frá fjöl-
mörgum öðmm löndum og að
endurhæfa vegfarendur skipulega á
2-4 misserum, myndum við spara
minnst helminginn af núverandi
umferðarfómum.
Núverandi umferðarkerfi er hrein
hraksmán, því miður hvergi hraks-
mánarlegra en í höfuðborginni. Og
angamir teygja sig út og suður, út
um allt. Umferðarmenningin er ekki
menning, heldur alger ómenning.
Það ríkir sorglegt kunnáttu- og til-
litsleysi. Þetta er vesöld sem er
dýrari en tárum taki og heimsku-
legri en svo að almennilegt fólk sætti
sig lengur við hana. Er ekkert al-
mennilegt fólk í þingsölum og sveit-
arstjómum eða í slysavamafélögum?
Herbert Guðmundsson
„í umferðarmálunmn kostar það miklu
meira en næstum ekkert að spara þjóðinni
að einhverju marki þá blóðstrauma sem
fljóta núna um götur og gættir.“