Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Spumingin Hvað langar þig að fá í jóla- gjöf? Friðrik Pétursson, starfar í Trygg- ingastofnuninni: Það má guð vita, það hef ég ekki hugmynd um enda kemur líka svo margt til greina. Ég yrði samt sáttur við að fá einhverja góða bók svo sem Ljóri sálar minnar eftir Þorberg Þórðarson. Guðrún Sigurðardóttir: Ég yrði alla vega ánægð ef ég fengi skrifborðs- lampa því mig bráðvantar hann. Það er náttúrlega margt annað er ég gæti þegið en ég ætla mér að eftir- láta væntanlegum gefendum valið. Brynjar Valdimarsson framkvæmda- stjóri: Ja, nú vandast múlið, ég hef nú ekkert hugleitt það sérstaklega en ef betur er að gáð vantar mig reyndar úlpu og það væri nú ekki af verra taginu ef hún væri úr dúni. Það er líka alltaf gaman að fá ein- hverja góða bók. Baldvin Karlsson nemi: Mér er eigin- lega alveg sama, bara eitthvað. Mér væri nú ekkert á móti skapi að fá plötuna með Bubba. Og eins lengi og ég fæ nógu mikið verð ég ánægð- ur. Pétur Hannesson sendill: Bara allt sem fólk vill gefa mér. Annars vantar mig skíðagræjur og nýtt dekk á hjól- ið mitt og svo má alltaf bæta pening- um við. Sveinsína J. Jónsdóttir húsmóðir: Ég bý nú það vel að mig vantar bók- staflega ekki neitt. Maður getur nú- samt alltaf þegið einhverja skemmti- lega og fræðandi bók og líst mér einna best ú bókina um Þuríði Páls- dóttur. Lesendur Þingmenn spreða sköttunum í vitleysu Skattborgari skrifar: Jónas Kristjánsson kom inn á mjög þýðingarmikið mál í leiðara fyrir nokkru. Að nefiid hefði átt að rann- saka mistök sem átt hafa sér stað í stórum stíl hjá þingmönnum sem spreða út sköttunum okkar í fyrir- framséða vitleysu. Jónas bendir á Kröflu og graskögglaverksmiðju, en Krafla er óborguð og bömunun okkar ætlað að borga þau mistök. Ef mistök af þessari stærðargráðu miðað við höfðatölu hefðu komið upp í Dan- mörku og Englandi eða einhverju öðru Evrópulandi hefðu allir þeir þingmenn er að því stóðu neyðst til að segja af sér eftir að rannsóknamefnd hefði far- ið í saumana á slíku máli. Ef bera ætti saman hið íslenska „þingmanna samtryggingarkerfi“, það er hér þrífst, verðum við að leita til Afríku þar sem herforingjaklíku- stjómir ráða landi og lýð sem við lesum um og hneykslumst á. Þingmenn okkar segja að við fellum dóm okkar á fjögurra ára fresti en almennt segir fólk að það sé sami rass- inn undir þeim öllum; því skiptir engu máli hvað ég kýs. Oft kýs fólk það sama aftur og aftur, það þorir kannski ekki að missa þau pólítísku klíkusam- bönd sem það hefur kannski fengið fyrirgreiðslu hjú en er þó í raun sáró- ánægt. Einnig væri hægt að hafa þjóðarat- Fólk getur verið með frá byrjun því að ef keypt er fyrir meira en eina viku í senn er hægt að hafa símasamband við íslenska getspá. Lottó um allt land J.J. hringdi: Mig langar til að vita hvort lottó- miðarnir frá Islenskri getspá verða ekki til sölu um allt land. Við höfðum samband við fslenska getspá og fengum þær upplýsingar að ætlunin væri að dreifa lottóinu um allt landið. í byrjun er því aðeins dreift á stærri staðina en það verður í síðasta lagi í febrúar sem þetta verð- ur komið í gagnið á allri landsbyggð- inni. Á minni stöðum landsins verður komið upp greiðslukerfi sem vinnur í samvinnu við sölustaðina á stærri stöðunum. Á þeim stöðum á landinu þar sem getspáin er ekki komin í gagnið, getur fólkið samt verið með frá byijun. Ef keypt er fyrir meira en eina viku í senn er hægt að hafa símsamband við íslenska getspá og þar merktar inn tölumar fyrir viðkomandi, síðan síms- endir viðkomandi getspánni þá upphæð sem spilað er fyrir og fær senda kvittun um greiðslu til baka. kvæðagreiðslu um stórmál, sbr. nýju ratsjárstöðvamar og fleira. Hins vegar er talað um þjóðaratkvæðagreiðslu um bjór, hvort við óvitamir treystum okkur til að blanda brennsann við Frystum laun þing- manna Verkamaður hringdi: Ég hef hlustað á umræður undanfar- ið um kjarasamninga sem áttu að ganga í gildi 1. desember og nú er verið að tala um hvort eigi að fara semja um fjóra mánuði, þangað til ný ríkistjóm tekur við eða eftir næstu. Mér finnst við sem erum meðal lægstu láglaunahópanna ekki geta beðið eftir næstu ríkisstjóm. Við getum heldur ekki sætt okkur við það að þessi ríkis- stjóm semji til langs tíma. Það væri heppilegast að það væri tekið á málun- um núna með því að lægstlaunuðu hópamir fengju kjarabætur strax. Til þess að fólk geti skrimt í þessu dýrtíðarþjóðfélagi þarf það að hafa 35.000 króna lágmarkslaun en jafh- framt á að stoppa allt launaskrið þeirra er hafa hærri laun þangað til að ný ríkistjóm tekur við en þá er hægt að semja til lengri tíma. Að lokum finnst mér að stoppa eigi hækkun á launum þingmanna í ríkis- stjóm í að minnsta kosti 2 ár, þeir hafa nú þegar meira en nóg. Gala- dinner á Kvosinni Félagar í klúbbi ungra fram- reiðslu- og matreiðslunema skrifa: Félagar í klúbbi ungra fram- reiðslu- og matreiðslunema héldu „galadinner" 4. nóvember síðastlið- inn við góðar undirtektir. Vildum við koma á framfæri sér- stökum þökkum til ýmissa fyrir- tækja er gerðu það mögulegt að hafa svona kvöld. En án þeirra stuðnings hefði þetta stórkostlega kvöld aldrei orðið að vemleika. Vilj- um við þakka eftirfarandi fyrirtækj- um fyrir greiðvikni og hjálpsemi er kom okkur sérlega vel. bjórinn. Jónas Kristjánsson, ég vona að þú beitir þér að því að rannsóknamefndir athugi mistakastaflann og misheppn- aðar framkvæmdir þingmanna og Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Oft er þörf en nú er svo sannarlega nauðsyn að kvarta yfir helgardagskrá ríkissjónvarpsins. Hafið þið virkilega ekki upp á neitt annað að bjóða um helgar en einhverjar eldgamlar graut- fúlar bíómyndir eða hundleiðinlegar austantjaldsmyndir sem em bara alls ekki mönnum bjóðandi er fjölskyldan vill kannski vera í rólegheitunum heima og horfa á sjónvarpið og þá náttúrlega eitthvað sem hægt er að horfa á og hafa gaman af? Það er sko ekki fræðilegur möguleiki að maður fái að njóta þess ætli maður sér að horfa á ríkissjónvarpið. Maður hrein- lega leggst í þunglyndi þó maður geri ekki meira en að lýna rétt svo í imba- kassann og á það sérstaklega við á föstudögum. Það hlýtur að vera algjör firra að vera að kynna dagskrána í opinberra stofnana. Aðhald er nauð- syn því ekki virðist vera nóg að kjósa atvinnukjaftaska á fjögurra ára fresti, samtryggingin skapar hljóð, samanber Kröflu. næstu viku er fólk vill horfa á eitt- hvað gamansamt afþreyingarefni eða góðar spennumyndir, en það virðist harla erfitt að sjá slíkt í ríkissjón- varpinu, það hefur allavega alveg farið ffarn hjá mér. Að öðm leyti er ég mjög ánægð með frammistöðu ríkissjónvarpsins og finnst mér fréttamennimir eiga lof skilið fyrir skemmtilega útfærslu á fféttunum og góðan fréttalestur. En í fyllstu alvöm, þið verðið að bjóða upp á betra efni um helgar. Það hlýtur að þykja lítið sæmandi fyrir ríkissjónvarpið ef maður þarf að heim- sækja kunningja um helgar til þess að horfa á Stöð 2 sem er með virkilega gott efiii þá, bæði hvað varðar spenn- andi bíómyndir og annað skemmtilegt afþreyingarefhi. Til þess að fólk geti skrimt í þessu dýrtiðarþjóðfélagi þarf það að hafa 35.000 króna lágmarkslaun en jafnframt á að stoppa allt launaskrið þeirra er hafa hærri laun. Glötuð helgar- dagskrá sjónvarpsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.