Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. Menning Mestmegnis upplýsingar Bolli Gústavsson: Borðnautar Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1986,124 bls. Bók þessi geymir rúm þijátíu ljóð í fimm bálkum. Auk þess eru í henni sjötíu snotrar teikningar eftir Hring Jóhannesson. Nú er sr. Bolli kunnur fyrir laglegar teikningar og hefur m.a. myndskreytt ljóðabækur. Virði ég honum til eðlilegrar hógværðar að þykja Hringur fremri. Ljóð bókarinnar eru af ýmsu tagi. Fyrst eru Almanaksljóð, fjórtán tals- ins. Þau eru flest mjög stutt, aðeins ein mynd - eða lýsing, sem ekki endilega er myndræn: Páskamorgunn Þánar skafl í varpa og árrisul böm bíða eftir sólardansinum Þetta eru bara upplýsingar, ekkert sérkennilegt nema fomlegt orðalag, en það nægir ekki til að lesendur sjái eitthvað fyrir sér. Hér er flest af þessu tagi, og þá em það teikning- ar Hrings sem bjarga blaðsíðunum frá því að verða algjört tóm. Fyrir bregður þó lífi, þar sem ferskri skynj- un er miðlað í mjög knöppu formi, ekkert er nefnt nema hljóðið af vængjaslætti og vatnsveðrum, en það nægir til að skynja vorið: Krossmessa á vori Óró í lofti: þytur vatns og vængja. Bókmenntir Öm Ólafsson Það er þó einkum í bálkinum Mannamyndir, sem sr. Bolli kemur afdráttarlaast fram sem smáskáld. Það liggur við að þessi ljóð sann- færi mig um réttmæti þeirra 19. aldar hugmynda um fagurfræði, að list- gildi verks fari eftir því hversu háleitar hugsanir það ber. í þessum frásögukvæðum er hugsunin bara eins og í venjulegum eftirmælagrein- um, almenns eðlis og slitin. En betur að gætt, þá er orðalagið það líka,. margtuggnar klisjur. Tökum fáein dæmi: Möðrudalur blasir við í djúpri öræfakyrrð Heilagt englalið kallar skáld til farar. Sr. Bolli Gústavsson. Skáld svipullar gleði skáld djúprar sorgar leggur lúð ritföng á þéttskráða örk, í lágum dyrum slær þreytt hjarta hinsta slag í veiku brjósti Með leiftrandi log sannleiksanda í svip stendur hann ennþá á köldu hallargólfí Ljóðablálkurinn „Fljótið" tekur yfir rúman þriðjung bókarinnar. Þetta er mannlífsmynd liðinna tíma, og margt vel gert. Það kemur hér í ljós að Bolli getur vel skapað skýrar og ferskar ljóðmyndir, hvort heldur er af náttúrunni eða fólki. Bæði er nákvæmni f smáatriðum lýsingar- innar, og auk þess eru orðin valin saman til að miðla hugblæ, það sem virðist slæður er kuldalegt og grátt, enda veiðivefur, festur á klær: I. Dökkur er fjalldrapi drifinn regnúða, veiðivefir köngurlóa kulgráar slæður festar á lyngklær Konur í skósíðum þungum vaðmálspilsum; þröngt er á mjórri gljáslitinni þóttu. Vegna suddans hafa þær bundið svartar hymur yfir skotthúfur. Og svo dregur höfúndur þessa gömlu þjóðlífsmynd áfram, kyrra og tíðindalitla. Hún væri góð, ef hann héldi sig við ytra borðið, en því mið- ur þarf hann að blanda heldur lágkúrulegum vangaveltum inní: Þar mun vera maður er á vetrum smíðar hnakka söðla og aktygi af hagvirkni, fyllir bæ sinn leðurangan og drýgir tekjur efhaheimilis, Af sama tagi er þegar höfúndur er búinn að segja frá eggjatekju, þá þarf hann að bæta því við, að eggin „veita heilnæma saðningu". Þetta er ansi nykrað á vissan hátt, mynd- inni spillt með innskotum, og þó mest í lok bálksins. Það var leiði- minni (endurtekið atriði) í honum hve mjög menn þráðu brú yfir fljót- ið. En í lokin spyrst vestur yfir það, að bændur austan þess séu hættir að standa upp í kirkju undir pistli og guðspjalli. Og þá segir sá sem talar í kvæðinu: Hinn breiði og stríði tálmi þrútinn af jökulgormi, hefur breyst í brýna vöm mót framandi vá. Og það er sama hvaða skoðun menn hafa á þessum nýju kirkjusið- um, kvæðið dettur hér niður í hreina lágkúru hreppasjónarmiða í ríki andans. Það er leitt að höfundur skuli ekki leggja meiri rækt við hæfileika sína, því þá virðist mér hann hafa. Germönsk rómantík og síðrómantík Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands Háskólabíói 27. nóvember. Stjórnandi: Miltiades Caridis. Einleikari: György Pauk. Efnisskrá: Carl Maria von Weber: Forleikur að óperunni Oberon; Felix Mendelssohn- Bartholdy: Fiölukonsert í e-moll op. 64; Richard Strauss: Also sprach Sarathustra op. 30. Að heyra homtóna upphafsins á Oberonforleiknum svo meistaralega blásna, sem á fimmtu tónleikum hljómsveitarinnar okkar, kemur fólki í óumræðilega gott skap. A eft- ir þeim fylgdi líka í flestu vandaður og góður leikur. Það em eiginlega vandræði að íslenskir tónlistamnn- endur skuli einungis þekkja ópemr Carls Maria von Webers af plötum og myndböndum. Ekki er ég frá því að jafnvel efiii þeirra kynni að höfða til íslendinga og músíkin stendur fyrir sínu og við eigum fullboðlegt lið til að flytja til dæmis Töfraskytt- una. Rómantíkin innan frá Hvílík unun það er að heyra menn í eins og György Pauk fara með Fiðlu- konsert Mendelssohns. Þama var ekki verið að reyna að skrúfa ein- hverja gervirómantík út úr hverjum tóni heldur var henni leyft að koma innan frá úr músíkinni sjálfri og tón- unum gefinn nægur tími til að hljóma og sitja í eyra hlustandans. Þannig leika aðeins snjallir menn. Tónlist Eyjólfur Melsted Verst var að tréð skyldi ekki vera honum og stjómandanum sammála í samsöng sínum með fiðlunni í sex- ólum miðkaflans en yfir það fymist. Að flestu öðm leyti skilaði hljóm- sveitin hlut sínum vel, stundum mjög vel. Nauðsyn þess að fá að príla að vild Að glíma við verk Richards Strauss er hverri hljómsveit nauð- syn. Vart þarf fram að taka að hljómsveitin okkar er á algjöm byrj- endastigi hvað þetta snertir. Hin viðamiklu verk germanskrar síðró- mantíkur em lestrarbækur sem hún er rétt að byrja að stauta sig í gegn- um. Hvergi kemur það betur fram en einmitt í verkum af þessu tagi hversu misvel læsir hljómsveitarlim- imir em. Þetta breytist ekki nema að hún fái að reyna sig við efnið og ná smám saman tökum á því, svona rétt eins og hveiju bami er það nauðsyn að fá að príla að vild og fá klifurþörf sinni fullnægt en um leið að ná tökum á jafiivægi hreyfinga sinna svo að það geti tileinkað sér aðra og flóknari hluti þegar því er náð. Og mikið má hún teljast heppin að fá að feta sig áfram undir leiðsögn jafngóðs leiðbeinanda og Miltiades Caridis, en heildargetan byggist upp innan frá með hljómsveitinni sjálfri og til átaka við verk eins og Svo mælti Zaraþústra verður hún búin þegar allir limir hafa öðlast næga hreyfifæmi til að príla um óhindrað. -EM György Pauk fiðluleikari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.