Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Side 21
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. 21 íþróttir KR hefur fengið góðan liðsstyrk: „Það verður skemmtilegt að spreyta sig með Kk - sem er með ungt og efnilegt lið, segir Andri Marteinsson „Ég hef ákveðið að ganga til liðs við KR-inga og leika með þeim,“ sagði Andri Marteinsson, landsliðsmaður í knattspymu úr Víkingi, sem hefur skrifað undir félagaskipti í vestur- bæjarliðið. Andri hefur æft með KR-ingum að undanfömu. „Ég kunni vel við mig í herbúðum KR-inga þar sem mér var vel tekið. Næsta takmark mitt er að tryggja mér sæti í KR-liðinu og sanna mig í hinni hörðu 1. deildar keppni," sagði Andri sem hefur leikið tvo landsleiki og sex leiki með 21 árs landsliðinu. Andri, sem er 21 árs, hóf að leika með Víkingsliðinu 1983 og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins siðan - skorað mikið af mörkum. Hann er leikinn, fljótur og hefur næmt auga fyrir samleik. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að Andri mun koma með að styrkja KR-liðið mikið. „Ég hlakka til að leika með KR-lið- • Pétur Ormslev. DV-mynd Brynjar Gauti ru eftir í leik þeirra gegn Haukum inu. Það eru margir ungir og efiiilegir leikmenn hjá KR sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíð- inni,“ sagði Andri. Allir þeir leikmenn sem léku með KR-liðinu sl. keppnistímabil, nema Gunnar Gíslason sem fer til Moss í Noregi, verða áfram í slagnum. Undir lok keppnistímabilsins léku KR-ingar mjög vel og fengu þá ungir leikmenn, eins og Heimir Guðjónsson, Stefán Steinsen og Gunnar Skúlason, að spreyta sig. Þá voru strákar eins og Þorsteinn Guðjónsson og Rúnar Kristinsson í keppnishópi KR. Hefur Andri hug á að fara út í at- vinnumennsku þegar fram líða stund- ir? „Það er draumur allra ungra knattspymumanna hér að gerast at- vinnumaður. Ég verð fyrst að standa mig í 1. deildar keppninni hér heima áður en ég fer að hugsa um atvinnu- mennsku," sagði Andri. -SOS Péturá sjúkrahúsi Pétur Ormslev, landsliðsmaður í knattspyrnu úr Fram, er nú kominn á spítala. Pétur hefur átt við meiðsli að stríða í liðþófa. Ástæðan fyrir því að Pétur var lagður inn á sjúkrahús er að það á að spegla hné hans. -SOS • KR-ingar taka hér tast á Birni Jónssyni, aðalskyttu Breiðabliks. DV-mynd Brynjar Gauti Spennuleikur í Höllinni - þegar Blikamir lögðu KR-inga, 19-18 „Ég er virkilega stoltur yfir að strák- amir skyldu vinna svona leik, að snúa leiknum við nánast á lokamínútunum sýnir svo ekki verður um villst að það býr mikið í þessu liði. Allir í liðinu stóðu sig mjög vel og við erum stað- ráðnir í því að halda áfram á sömu braut,“ sagði Geir Hallsteinsson, þjálf- ari Breiðabliks, eftir að lið hans hafði sigrað KR-inga með 19 mörkum gegn 18 i æsispennadi leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu sekúnd- unum í Laugardalshöll í gærkvöldi. KR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og sýndu mjög góðan leik í fyrri hálfleik og höfðu alltaf forystu. Mestur var munurinn fimm mörk, 11-6, og átti Breiðablik ekkert svar við stórleik KR-inga sem léku við hvem sinn fing- ur, nokkuð sem ekki hefur sést fyrr hjá þeim í vetur enda kom Hans Guð- mundsson inn í liðið á nýjan leik eftir meiðsli sem háð hafa honum í síðustu leikjum liðsins og frískaði endurkoma hans mikið upp á KR-liðið. KR-ingar höfðu fjögur mörk yfir í hálfleik, 12-8. í seinni hálfleik snerist dæmið alveg við, það var rétt aðeins í byrjun sem KR-ingum tókst að halda sínum góða leik áfram en þegar staðan var 13-10 þeim í hag hmndi leikur þeirra gjör- samlega saman og leikmenn Breiða- bliks fóm þá virkilega að sýna sínar réttu hliðar og skomðu flögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 13-14. KR-ingar vom samt ekki alveg af baki dottnir og með mikilli baráttu tókst þeim að komast yfir á nýjan leik, 18-17, og upp frá því hófust æsispenn- andi lokamínútur sem lyktaði með sigri Breiðabliks þegar Jón Þórir Jónsson innsiglaði sigurinn með marki úr hraðaupphlaupi þegar örfáar sekúndur vom eftir og fögnuður þeirra var gífurlegur í lokin. Mörk KR: Konráð 5, Guðmundur A. 5, Hans 3/1, Guðmundur P. 2/1, Ólafur 1, Jóhannes 1, Þorsteinn 1. Mörk UBK: Bjöm 4, Aðalsteinn 4, Jón 4/2, Magnús 3, Kristján 1, Svavar 1, Þórður 1, Sigþór 1. -JKS • Klaus-Jörgen Hilpert. Hilpert „stjóri" hjá Bochum Klaus-Jörgen Hilpert, fyrrum þjálfari Skagamanna í knatt- spymu. hefúi- verið ráðinn fram- kvæmdastjóri v-þýska félagsins Bochum. 'Hilbert mun ekki þjálfa leikmenn Bochum heldur mun hann sjá um fjárhag félagsins og skipuleggja starf Bochimr sem leikur í „Bundesligunni". -SOS Keflavíkur- liðið til Manchester Keflvíkingar hafa ákveðið að fara með leikmenn 1. deildar liðs síns í knattspymu til Englands fyrir næsta keppnistímabil - í æf- ingabúðir. Keflvíkingar ætla að æfa í Manchester undir stjóm Pet- ers Keeling sem hefur verið ráðinn þjálfari Keflavíkurliðsins. -SOS Celtic tapaði Ein umferð fór fram í skosku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Þar bar helst til tíðinda að Celtic tap- aði 1-0 á útivelli fyrir Hearts. Abeixieen vann Falkirk, 1-0, og Dundee United sigraði Mother- well, 2-0. Þá vann Rangers St. Mirren 2-0. -SMJ Napoli býður Diego Maradona nýjan samning „Það getur vel farið svo að ég verði hér ári lengur en sanuiingur minn segir um.“ sagði Diego Mara- dona, knatfspymukappinn kunni, í gærkvöldi. Napoli bauð honum eins árs lengri sanming, til 1989, en Maradona skrifaði undir þegar félagið keypti hann frá Barcelona 1984. -SOS Staðan Staðan i 1. deild karla í blaki er þessi: Þróttur, Rvík. Fram Vikingur ÍS HK Þróttur. Nes. HSK KA 5 5 0 15- 3 10 6 5 1 17-7 10 7 5 2 16- 9 10 6 3 3 12-13 6 6 3 3 10-12 6 6 1 6 10-17 2 6 1 5 6-17 2 4 0 4 4-12 0 - KMU Fram óvænt á toppnum eftir sigur á Víkingi Ekkert blaklið hefur komið eins mikið á óvart í vetur og karlalið Fram. Eftir sigur á Víkingi í Haga- skóla í gærkvöldi er Fram í öðm sæti á íslandsmótinu með jafhmörg stig og Þróttur en eitt tap meðan Þróttarar eru taplausir. Framarar hófu leikinn af krafti í gærkvöldi, komust í 1H. Með seiglu sigu Víkingar fram úr og sigmðu 15-12 í fyrstu hrinunni. Víkingar komust svo í 14-12 í annarri hrinu og héldu sig með unninn leik. En það var öðm nær. Frískir Framarar komust í mikinn ham, kreistu fram 16-14 sigur í ann- arri hrinu. Tóku þá þriðju 15-10, æsispennandi fjórðu hrinu, 15-13, og leikinn þar með, 3-1. Tvö efstu liðin í kvennablakinu, íþróttafélag stúdenta og Víkingur, mættust einnig í gærkvöldi. Fyrstu tvær hrinumar vom jafiiar en ÍS sigraði í þeim báðum, 16-14 og 15-11. Skyndilega var sem allt loft færi úr Víkingsstúlkunum í þriðju hrinu. Hún varð aðeins 9 mínútna löng og lauk með 15-2 sigri ÍS, sem er nú eina liðið án taps. Kvennalið Breiðabliks og HK mættust í Kópavogi. Þar varð ein- stefha. UBK-stúlkumar sigmðu 3-0; 134, 15-0 og 15-3. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.