Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Page 33
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. 33 Nauðsyn að þekkja starfsstellingar „Ég vildi kynna mér það sem nám- skeiðið bauð upp á þar sem ég vinn á sjúkrahúsi og þar eru margir aldraðir. Auk þess er ég í nefnd á Patreksfirði sem sér um heimilishjálpina þar og hún felst að stórum hluta í aðstoð við aldraða sem eru heima,“ sagði Lilja Jónsdóttir þegar við spurðum hana um ástæðu þess að hún sótti námskeið Rauða krossins í síðustu viku. En fannst henni hún læra mikið á námskeiðinu. „Já, mér finnst margt hafa bæst við en ég vinn sjálf á sjúkra- húsi þannig að ég kannast við ýmislegt sem hefur verið kennt hér. Af fenginni reynslu tel ég mjög mikilvægt að kunna réttar starfsstellingar og það hefur verið farið mjög vel í það hér,“ sagði Lilja. Eins og fram hefur komið kom Lilja frá Patreksfirði á námskeiðið og var önnur kona þaðan með henni á nám- skeiðinu. Lilja taldr mjög mikilvægt fyrir þær að kynnast því sem kennt væri þama, ekki síst þar sem til stæði að auka þjónustu við aldraða í heima- húsum á Patreksfirði en þar er ekkert öldrunarheimili enn sem komið er. -SJ í síðustu viku hélt Rauði kross íslands námskeið þar sem aðstand- endur aldraðra og sjúkra fengu kennslu í hvemig þeir ættu að bera sig að við aðhlynningu sjúklinga í heimahúsum. Það vom þær Ásgerður Þórisdótt- ir, hjúkrunarfræðingur hjá Rauða krossinum, og Hallbera Friðriks- dóttir, hjúkrunarfræðingur í Múlabæ, sem skipulögðu námskeið- ið. Þátttakendur nú voru aðeins 10, en þær Ásgerður og Hallbera sögð- ust hafa búist við mun betri aðsókn þar sem nú væri mjög algengt að aðstandendur þyrftu að annast aldr- aða og sjúka í heimahúsum. Ráðgert er að halda sams konar námskeið eftir áramót og sögðust þær stöllur vonast til að fleiri hefðu tækifæri til að koma þá. En þær töldu að ein ástæða þess að svo fáir þátttakendur sóttu námskeiðið væri einfaldlega" sú að margir þeirra hefðu ekki kom- ist út af heimilunum á námskeiðið vegna þess að enginn var til að sjá um sjúklinginn heima. Fólk er sent snemma heim af sjúkrahúsum „Það er algengt að fólk sé sent snemma heim af sjúkrahúsum og það getur verið sjokk að fá sjúkt fólk inn á heimili. Þjónusta á vegum hins opinbera inni á heimilum er mjög takmörkuð, en er góð svo langt sem hún nær og það er Ijóst að af hálfu hins opinbera hefur þjónusta við aldraða ekki haldist í hendur við þá öru fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu á undanfömum árum,“ sagði Ásgerður, aðspurð um ástæður þess að Rauði krossinn stóð fyrir þessu námskeiði. - En er Rauði krossinn þá ekki að bjarga hinu opinbera sem þú gagn- rýnir við að sjá um þessa fræðslu? „Rauði krossinn hefur oft gripið inn í með þjónustu sem aðrir hafa ekki sinnt. Til dæmis má nefna námskeið á vorin þar sem stúlkur, sem ætla að passa böm á sumrin, fá leiðbein- ingar um hvemig þær eigi að bera sig að. Það er verið að ýta þessu af stað hér hjá okkur og svo er aldrei að vita nema aðrir aðilar komi síðar til sögunnar." sagði Ásgerður og Hallbera bætti þvi við að eitt af markmiðum Rauða krossins væri að taka þátt í alls kyns hjálparstarfi og ef aðhlynning aldraðra félli ekki undir þá skilgreiningu vissi hún ekki hvað gerði það í dag. Aukið öryggi við aðhlynningu Að sögn þeirra Ásgerðar og Hall- bem er eitt af markmiðum nám- skeiðsins að veita þátttakendum aukið öryggi við aðhlynningu án þess þó að taka á sig meiri ábyrgð en fyrir er. Þær töldu að eins og ástandið væri í dag hvíldi nú þegar mikil ábyrgð á herðum þeirra sem væm heima og hugsuðu um aldrað fólk sem gæti litla björg sér veitt. r Á námskeiðinu var meðal annars fyrirlestur læknis um öldrun, leið- beint var um meðferð lydja í heima- húsum, næringarfræði, skyndihjálp og hvemig koma ætti í veg fyrir slys í heimahúsum. Ennfremur kynnti iðjuþjálfi ýmis hjálpargögn sem hægt er að fá og létta undir við að- hlynningu og gera sjúklinga meira sjálfbjarga. En þess má geta að það kostar ekkert fyrir sjúklinga að fá ýmis hjálpargögn heim frá Hjálpar- tækjabankanum og geta þau oft gjörbreytt öllum aðstæðum hvað varðar aðhlynningu. Loks má nefna að þátttakendur fengu leiðbeiningar hjá sjúkraþjálfara um rétta líkams- beitingu við umönnun sjúkra. Við litum einmitt inn á námskeiðið þegar sú kennsla stóð vfir í húsakynnum Sjúkraliðaskólans. Námskeiðið stóð yfir í fjóra daga og var þátttökugjald 1.000 krónur. -SJ Dægxadvöl Hér er Gunnar sjukraþjálfari að sýna nemendum hvernig á aö flytja sjúkl- ing úr stóli í rúm. Það er Lilja Jónsdóttir sem er í hlutverki sjúklingsins að þessu sinni. DV-myndir GVA Með stuðningi Gunnars ris Lilja úr sætinu og upp i rúmið fór hún þrátt fyrir að sjúkrarúmið í Sjúkraliðaskólanum væri fullhátt miðað við sjúkrarúmin sem nú tíðkast. Ástralska gripið nefnist þessi aðferð sem hægf er að nota til að flytja sjúklinga milli staða. Það er Asgerður Þórisdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Rauða krossinum, sem er hér í hlutverki sjúklingsins. DV-mynd GVA Aðstandendur aldraðra og sjúkra á námskeiði hjá Rauða krossinum: „Getur verið sjokk að fá sjúkt fólk heim“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.