Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 34
34
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986.
Andlát
Ólafía D. Þorsteinsdóttir, sem
andaðist í sjúkrahúsinu á Selfossi 30.
nóvember, verður jarðsungin frá Sel-
fosskirkju laugardaginn 6. desember
kl. 13.30.
Guðmundur Björgúlfsson, frá
Neskaupstað, andaðist í Landa-
kotsspítala þriðjudaginn 2. desemb-
er.
Gísli Pálmason, fyrrverandi kjall-
arameistari Nausts, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni föstudag-
inn 5. desember kl. 13.30.
Tryggve D. Thorstensen prentari,
Bústaðavegi 101, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 5. desember kl. 15.
Jensína Arnfinnsdóttir, frá
Brekku, Nauteyrarhreppi, er andað-
ist í Borgarspítalanum þann 30.
nóvember sl., verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 5. des-
ember kl. 10.30.
Jón Svan Sigurðsson, frá Nes-
kaupstað, Hjallaseli 55, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 5. desember kl.
13.30. Jarðsett verður í Gufunes-
kirkjugarði.
Björn Bergsteinn Björnsson, Sól-
heimum 30, verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju föstudaginn 5. des-
ember kl. 15.
Tilkyimiiigar
Vímulaus æska
Skrifstofa foreldrasamtakanna Vímulaus
æska, Síðumúla 4. Opið mánudaga kl.
13-16, þriðjudaga kl. 9-12, miðvikudaga
kl. 9-12, fimmtudaga kl. 9-10, föstudaga
kl. 9-12. Sími 82260.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
verður með jólakvöld fímmtudaginn 4.
desember nk. kl. 20.30 að Hallveigarstöð-
um. Sýnikennsla á jólaföndri, einnig
verður efnt til skyndihappdrættis.
Lionsklúbburinn Víðarr
gefur út almanak.
Undanfarin þrjú ár hefur Lionsklúbburinn
Víðarr stutt málefni hjartasjúklinga með
því að gangast fyrir Ijáröflunum og verja
ágóðanum til hjartalækninga. Enn sem
fyrr er ætlunin að styðja þetta málefni oog
hefur klúbburinn gefið út skemmtilega
hannað almanak sem er í senn heimilis-
almanak og skemmtileg vinargjöf.
Almanakið er skreytt líflegum myndum
eftir hinn kunna listamann Brian Pilking-
ton. Nk. laugardag, 6. desember, mun
Lionsklúbburinn Víðarr bjóða það til sölu
og hefur fengið skólaböm úr grunnskólum
Reykjavíkur til að aðstoða við söluna.
Ágóðanum verður varið til að stuðla að
lækningu hjartasjúklinga og til efíingar
fræðslu um orsakir og afleiðingar sjúk-
dómsins. Verð almanaksins er kr. 200 og
er þess vænst að vel verði tekið á móti
sölubömum er berja að dymm í Reykjavík
á laugardaginn kemur,-
17. ársfundur MFA
Valddreifing eða miðstjórnarvald? Er rétt
að dreifa valdinu eða Ieggja áherslu á
aukið miðstjórnarvald félaga, landssam-
banda og ÁSÍ? Þetta verður m.a. til
umræðu á 17. ársfundi Menningar- og
fræðslusambands alþýðu 5. desember. Árs-
fundur MFA er kjörinn vettvangur um
mál er snerta verkalýðshreyfmguna,
starfshætti hennar, skipulag og áhrif í
þjóðfélaginu en í daglegu starfi verkalýðs-
félaganna gefst of sjaldan tækifæri til
skoðanaskipta sem þó em mikilvæg. Að
þessu sinni verður í raun fjallað um grund-
vallaratriði í stefnumótun verkalýðshreyf-
ingarinnar og skipulagi sem ræður miklu
um hvernig henni tekst að ná árangri í
starfi sínu. Framsögumenn á ársfundinum
verða þrír, þ.e. Hákon Hákonarson, for-
maður Félags málmiðnaðarmanna á
Akureyri, Karl Steinar Guðnason, vara-
^formaður Verkamannasambands Islands,
“ og Vilborg Þorsteinsdóttir, formaður
Verkakvennafélagsins Snótar í Vest-
mannaeyjum. Að loknum framsöguræðum
verða almennar umræður en ársfundur
MFA er opinn áhugafólki um efnið. Fund-
urinn verður haldinn í Sóknarhúsinu,
Skipholti 50A, og hefst kl. 14. Æskilegt er
að tilkynningar um þátttöku berist skrif-
stofu MFA, sími 84233.
Félag harmóníkuunnenda í
Rangárvallasýslu
heldur harmóníkukvöldvöku í Gunnars-
hólma laugardaginn 6. desember kl. 21.
Kynning á tölvuneti og fjar-
vinnslu.
í gær var opnuð kynning á tölvuneti Pósts
og síma og fjarvinnslu að Háaleitisbraut
11 á vegym Tölvuþjónustu sveitarfélaga.
Kynningin er sérstaklega ætluð sveitar-
stjómarmönnum og starfsmönnum sveit-
arfélag;:. Þeir geta þá einnig sótt ráðstefnu
Skýrslutæknifélagsins nk. föstudag um
tölvunetið til að öðlast dýpri þekkingu á
málinu og heyrt um reynslu annarra af
því. Kynningin er opin kl. 9.30-12 og lýkur
henni á morgun, föstudag.
Maria Sólveig Héðinsdóttir.
I>v
María Sólveig Héðinsdóttir kennari
„Vel aðra kosti“
í gærkvöldi horfði ég á fréttimar
í sjónvarpinu, sem ég geri oftast, þær
eru ágætar. Eirrnig horfði ég á í takt
við tímann sem ég hef ekki séð áð-
ur. Hann minnti mig á þátt sem ég
sá í Danmörku sem heitir Channel
to og tyve. Auk þess horfði ég á
byrjunina á Sjúkrahúsinu í Svarta-
skógi. Hann er eflaust ágætur ef
maður er i þeim stellingunum. Það
er alltaf gaman að hlusta á eitthvert
annað tungumál en það sem oftast
er í fjölmiðlunum.
Ég beið eftir Vökulokum, enda
vom skólamálin í brennidepli, um-
ræða um einkaskóla og ríkisskóla.
Formið á umræðum á Bylgjunni er
ágætt, þ.e. að blanda saman tali og
tónum, en þessi tími hentar mér ekki.
Ég vildi helst vera farin í háttinn
svona seint á kvöldin.
Ég hlusta ekki mikið á útvarpið,
en ef ég vil hafa eitthvert hljóð í
kringum mig verður Bylgjan helst
fyrir valinu. Það em tveir dagskrár-
liðir sem ég læt ekki fram hjá mér
fara, það em fréttimar í Ríkisút-
varpinu og þátturinn með Einari,
útvarpsstjóra Bylgjunnar, á sunnu-
dagsmorgnum. Einnig hlusta ég oft
á Svæðisútvarpið i Reykjavík seinni
part dags þegar vinnu er lokið. Þar
er oft útvarpað frá borgarstjómar-
fundum og fjallað um annað sem
tengist málefnum borgarinnar.
Annars verð ég að segja að ég er
illa að mér í dagskránni og hef
eflaust misst af mörgum góðum þátt-
unum en manni stendur svo margt
annað til boða og ég hef einfaldlega
valið aðra kosti.
Áhugahópur um byggingu
náttúrufræðihúss
Sýningu áhugahópsins á íslenskum flétt-
um, sem sett var upp af Herði Kristinssyni
grasafræðingi, og sýninguá sauðarvölum,
sem sett var upp af Sigurði Sigurðarsyni
dýralækni, lýkur á föstudag. Sýningarnar
eru opnar frá kl. 14 til kl. 22 daglega í
anddyri Háskólabíós.
Bækur lagðar fram til bók-
menntaverðlauna Norður-
landaráðs1987
Dómnefndir bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs leggja að þessu sinni fram
eftirtaldar bækur:
Danmörk: Requiem eftir Peer Hultberg,
skáldsaga, og Suk Hjerte eftir Dorrit Will-
umsen, skáldsaga.
Finnland: Min bror Sebastian eftir Annika
Idström, skáldsaga, og Vattenhjulet eftir
Solveig von Schoultz, ljóðabók.
íslahd: Sagan öll eftir Pétur Gunnarsson,
skáldsaga, og Gulleyjan eftir Einar Kára-
son, skáldsaga.
Noregur: Ved foten av kunnskapens tre
eftir Terje Stigen, skáldsaga, og Hudlös
himmel eftir Herbjörg Wassmo, skáldsaga.
Svíþjóð: Sánger eftir Lars Forssell, ljóða-
bók, og Sju vise mástare om kárlek eftir
Lars Gyllensten, frásagnir.
Verðlaun hafa nú verið hækkuð frá því
sem áður var, eru 125.000 danskar krónur.
Fulltrúar Islands í bókmenntaverð-
laimanefnd Norðurlandaráðs eru rithöf-
undamir Jóhann Hjálmarsson og Sveinn
Eiþarsson.
Nefndin kemur saman til fundar í Stokk-
hólmi 19.-20. janúar 1987. 20. janúar
verður tekin ákvörðun um hver fær verð-
launin.
Gjafir til
Krabbameinsfélagsins
Á sl. hausti barst Krabbameinsfélaginu
peningjagjöf til minningar um hjónin Sig-
ríði Guðmundsdóttur og Guðmund
Eggertsson sem bjuggu á Nýp á Skarðs-
strönd í Dalasýslu. Gjöfin er frá syni þeirra
hjóna, Guðlaugi, og konu hans, Jónu Guð-
rúnu Stefánsdóttur, til minningar um að
100 ár eru liðin frá fæðingu Sigríðar og
95 ár frá fæðingu Guðmundar. Nýlega
barst svo félaginu önnur minningargjöf
áf sama tilefni frá Gesti, syni þeirra hjóna
frá Nýp, og konu hans, Kristínu Katarín-
usdóttur. Krabbameinsfélagið færir hlut-
aðeigandi innilegar þakkir fyrir þessar
góðu gjafir. íbúðargjöf. Nýlega hlaut
Krabbameinsfélagið í arf eftir Oktavíu
Sólborgu Sigursteinsdóttur íbúð sem hún
átti á Hringbraut 111 hér í borg. Sólborg
lést í júlí 1986, en eríðaskrána gerði hún
1975. Hún átti enga skylduerfingja á lífi.
Flóamarkaður hjá klúbbnum
Þú og ég
verður haldinn laugardaginn 6. desember
að Mjölnisholti 14, 3. hæð frá kl. 13-15.
Fundir
Kirkjufélag Ásprestakalls
heldur jólafund sinn fimmtudaginn 4. des-
ember kl. 20.30 í safnaðarheimilinu,
Bjamhólastíg 26. Fjölbreytt dagskrá.
Kirkjufélag Digranes-
prestakalls
heldur jólafund sinn í kvöld, 4. desember,
kl. 20.30 í safnaðarheimilinu, Bjarnhóla-
stíg 26. Fjölbreytt dagskrá.
Sýningar
Síðustu sýningar á
„Hin sterkari og Sú veikari"
Síðustu sýningar Alþýðuleikhússins á ein-
þáttungum Augusts Strindberg og Þor-
geirs Þorgeirssonar, „Hin sterkari og Sú
veikari" verða í kjallara Hlaðvarpans að
Vesturgötu 3 í dag, 4. desember, og sunnu-
daginn 7. desember kl. 21. Leikarar eru
Margrét Ákadóttir, Anna Sigríður Einars-
dóttir, Elfa Gísladóttir og Harald G.
Haraldsson. Leikstjóri er Inga Bjarnason
og Vilhjálmur Vilhjálmsson sá um leik-
mynd og búninga. l’yrir sýningar og í hléi
leikur Páll Eyjólfsson gítarleikari verk
eftir Misti Þorkelsdóttur og Femando
Sor. Bornar eru fram veitingar sem eru
innifaldar í miðaverði. Upplýsingar um
miðasölu eru í síma 15185 kl. 14-18 daglega
í skrifstofu Alþýðuleikhússins að Vestur-
götu 3 (fremra húsi).
Jólasýning Gallerís Borgar
í dag, fimmtudaginn 4. desember, opnar
Gallerí Borg jólasýningu sína í ár með því
að bjóða viðskiptavinum sínum, gestum
og gangandi, upp á jólaglögg. Á jólasýn-
ingu Gallerís Borgar kennir ýmissa grasa.
Þar verður að sjá megnið af þeirri nýju
grafík, sem fram hefur komið í ár, nýjar
og gamlar vatnslita-, pastel- og olíumynd-
ir. Þá verður einnig til sýnis og sölu
keramik og gler og sitthvað eftir lifandi
og liðna meistara íslenskrar listsköpunar.
Sýningin í galleríinu verður breytileg, þ.e.
í hvert sinn sem eitthvað er selt og tekið
úr húsi kemur annað og nýtt þess í stað.
Sýning þessi er að sjálfsögðu sölusýning.
Gallerí Borg er opið á venjulegum verslun-
artímum í desember, þ.e. frá kl. 10, en frá
kl. 12 á mánudögum.
Ferðalög
Útivistarferðir
Fimmtudagur 4. des. kl. 20.30.
Mynda- og aðventukvöld í Fóstbræðra-
heimilinu, Langholtsvegi 109. Dagskrá:
fyrir hlé mun ljósmyndarinn góðkunni
Lars Björk sýna bráðskemmtilega mynda-
syrpu af fólki í ferðum. Frábærar kaffiveit-
ingar. Eftir hlé verður dansað. Allir
velkomnir, jafnt félagar sem aðrir.
Dagsferð sunnudaginn 7. des. kl. 13.
Vatnsendaborg-Vífilsstaðahlíð. Gengið
verður í Selgjá sem er framhald' Búrfells-
gjár og með fornum seljarústum. Verð 250
kr. frítt f. böm m. fullorðnum. Brottför frá
BSÍ, bensínsölu.
Áramótaferð Útivistar í Þórsmörk 31.
des. 4 dagar.
Brottför kl. 8, gist í Útivistarskálanum
Básum. Pantanir óskast sóttar í síðasta
lagi um miðjan desembér. Uppl. og farm.
á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732.
Sjáumst.
Ferðafélag íslands
Dagsferð sunnudaginn 7. desember.
Kl. 13 verður gengið á Helgafell(340) í
suðaustur frá Hafnarfirði. Auðgengið er á
Helgafell að norðaustan og þótt gangan
sé stutt og létt er nóg fyrir augað að skoða
þar sem veðrað móbergið tekur á sig ótal
myndir. Verð kr. 350. Brottför frá Um-
ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmið-
ar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð-
inna. Ath., myndakvöld miðvikudaginn 10.
desember.
Tónleikar
Tónleikar á Hótel Borg
í kvöld, fimmtudag. Fjölbreytt dagskrá:
Bjarni Tryggva og Ný augu kynna nýtt
og gamalt. Bubbi Mortens og MX 21 kynna
„Frelsi til sölu“. Trúbadorar: Bjarni
Tryggva, Guðjón Guðmunds og Bergur
Isleifs fíytja frumsamda trúbadortónlist.
Húsið opnað kl. 21. Miðaverði stillt í hóf,
aðeins kr. 450.
Sólrún Bragadóttir
syngur með Sinfóníu-
hljómsveit íslands
Á efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar Islands
á sjöttu áskriftartónleikum vetrarins á
fimmtudagskvöld verða tvö verk, Sinfónía
nr. 39 í Es-dúr eftir Wolfgang Amadeus
Mozart og Sinfónía nr. 4 í G-dúr eftir
Gustav Mahler. Einsöng í sinfóníu Mahl-
ers syngur Sólrún Bragadóttir og stjórn-
andi tónleika Sinfóníunnar að þessu sinni
er Gabriel Chmura, en hann er aðalstjórn-
andi Fílharmóníusveitarinnar í Bochum í
Þýskalandi.
Tapað - Fundið
Síamsfressköttur týndur
Ómerktur síamsfressköttur, eins og hálfs
árs gamall, tapaðist frá Tjarnargötu 42 16.
nóvember sl. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband við Kattavinafé-
lagið eða Jóhann í síma 19492. fundarlaun.
í gærkvöldi
Kjarval. Hin kortin eru: Sjálfsmynd (1920),
Fyrstu snjóar (1953), Bláskógaheiði (1953),
Snjór og gjá (1954), Skjaldbreiður (1957),
Bleikdalsá (1957) og Krítik (1945-50).
Einnig hefur Litbrá gefið út sem jólakort
3 vatnslitamyndir eftir Svein Kaaber,
klippimyndir eftir Guðrúnu Geirsdóttur
og landslagsljósmyndir eftir Rafn Haf-
fjörð. Kortin eru til sölu í flestum bóka-
og gjafavöruverslunum.
hár, svo sem kiippingar, lagningar, blástur
strípur, permanent, glansskol, næringar-
kúra og fleira. Eigandi Hárgreiðslustof-
unnar Evítu, Lára Ilavíðsdóttir hár-
greiðslumeistari, hefur rekið hárgreiðslu-
stofur í mörg ár og sótt fjölda námskeiða,
bæði hér heima og erlendis.
Nýtt Kjarvalskort
Prentsmiðjan Litbrá hefur gefið út nýtt
kort eftir meistara Kjarval. Það er eftir
málverki ffá 1950 sem er 75x100 sm að
stærð og heitir Sólþoka. Myndin er í eigu
frú Eyrúnar Guðmundsdóttur, ekkju Jóns
Þorsteinssonar en þau hjónin áttu mikið
og merkilegt safn mynda eftir Kjarval.
Þetta er 8. kortið sem litbrá gefur út eftir
Hárgreiðslustofan Evíta flutt
Hárgreiðslustofan Evíta, sem áður var í
Mosfellssveit, hefur flutt starfsemi sína í
Ystasel 15, Reykjavík. Nýtt símanúmer
Evítu er 77919. Hárgreiðslustofan býður
eins og áður alla almenna þjónustu fyrir
Kór Langholtskirkju
endurflytur argentínsku
messuna Misa Criolla
Kór Langholtskirkju flutti sl. laugardag
argentínsku messuna Misa Criolla eftir
Ariel Ramiréz fyrir fullu húsi. Vegna ein-
dreginna tilmæia hefur verið ákveðið að
endurflytja messuna nk. Iaugardag, 6. des.,
kl. 17 í Langholtskirkju. Miðar eru seldir
hjá ístóni, Freyjugötu 1, í Langholtskirkju
og við innganginn.
Fataúthlutun hjá
Hjálpræðishernum.
Á morgun, föstudaginn 5. desember, verð-
ur fataúthlutun hjá Hjálpræðishemum í
Kirkjustræti 2. Mikið úrval af góðum fatn-
aði. Öllum er velkomið að líta inn, opið
verður milli kl. 11 og 18. Athygli er vakin
á að úthlutað verður aðeins þennan eina
dag.
Jólasnjór, ný hljómplata.
Út er komin hljómplatan Jólasnjór með
Guðmundi R. Lúðvíkssyni. Lögin eru öll
ný nema Heims um ból. Guðmundur samdi
lögin ásamt Sigurbjörgu Axelsdóttur. Á
plötunni syngur ásamt Guðmundi 10 ára
drengur, FreyrFriðriksson. Upptökurfóru
fram í stúdíói Stop, Vestmannaeyjum.
Kvöldlokkur á jólaföstu
Þriðjudaginn 9. desember kl. 20.30 verða
Kvöldlokkur á jólaföstu í Áskirkju í
Reykjavík. Blásarakvintett Reykjavíkur
stendur fyrir þessum tónleikum ásamt ell-
efu félögum sínum. Þetta er í sjötta sinn
sem Kvöldlokkur á jólaföstu hljóma, nú í
Áskirkju, en síðustu ár hafa þær heyrst í
fimm öðrum kirkjum í Reykjavík. Á efnis-
skránni verða eftirtalin verk: Kvintett í
Es-dúr eftir Rösler og mun það vera einn
elsti blásarakvintett sem vitað er um, fyrst
gefinn út árið 1976, Sexdett í Es-dúr op.
816 eftir Beethoven fyrir tvö hom og
strengi og Serenaða í d-moll op. 44 eftir
Dvorák fyrir 10 blásara, celló og bassa.
Flytjendur varða Bemharður Wilkinson,
Daði Kolbeinsson, Steven Eiggetts, Einar
Jóhannesson, Ármann Helgason, Haf-
steinn Guðmundsson, Björn Árnason,
Rúnar Vilbergsson, Joseph Ognibene,
Þorkell Jóelsson, Emil Friðfinnsson, Júl-
iana Elín Kjartansdóttir, Sean Bradley,
Anna Maguire, Carmel Russill og Páll
Hannesson.
Sovésk kvikmyndavika í
Reykjavík
Dagana 29. nóv.-5. des. verður sovésk
kvikmyndavika haldin í Reykjavík. Eftir-
taldar myndir verða sýndar: ,,Sú falleg-
asta“, "Tækifærisgifting", „Frosin
kirsuber“, „Það er tími til að lifa, það er
tími til að elska“, „Jazzmenn" og Ég er
að tala við þig“. Ástin, leit að hamingj-
unni og tengsl karls og konu eru við-
fangsefni myndanna.