Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1987, Page 16
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987. 16 Árið framundan Á nýbyrjuðu ári velta menn því gjarnan fyrir sér hvað það muni bera í skauti sér. Það er næsta víst að árið 1987 muni verða ár mikilla tíð- inda. Að öllum líkindum verður kosið til Alþingis í apríl og verði úrslit kosninganna eitthvað í líkingu við það sem skoðanakannanirnar hafa gefið til kynna táknar það töluverðar breytingar í íslenskri pólitík. Við fengum Olaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing til að ræða þessi mál hér á síðum helgarblaðsins. Hann spáir í kosningaúrslit, ríkisstjórnarsam- starf og fleira í íslenskri pólitík ársins sem nú fer í hönd. Á efnahagssviðinu keppast menn hver um annan þveran við að boða góðæri. Það á þó ekki við um alla, eins og fram kemur í máli Þráins Eggertssonar hagfræðings hér á eftir, en hann var fenginn til að spá í mögulega framvindu efnahagsmála á árinu 1987. Sigurður A. Magnússon rithöfundur var síðan fenginn til að ræða sínar væntingar fyrir árið 1987 fyrir hönd íslenskrar menningar og lista. Eru framundan tímamót í íslenskri pólitík? - spáð í pólitík ársins 1987 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur var fyrst spurður að því hvort hann byggist við því að úrslit kom- andi þingkosninga yrðu samhljóða niðurstöðum þeirra skoðanakannana sem gerðar voru fyrir áramót. „Eg þykist næsta viss um að sú heildarmynd sem þessar kannanir hafa gefið undanfarið, ekki síst þar sem kannan- ir Félagsvísindastofnunar, DV og Helgarpóstsins gáfu mjög svipaða niðurstöðu núna í nóvember og desember, gefi nokkuð rétta mvnd af stöðunni eins og hún er í dag. Það er að segja að Alþýðuflokkurinn hafi unnið mjög umtals- vert á og Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað,“ sagði Ólafur. „Hins vegar er það auðvitað engan veginn gefið að kosn- ingaúrslitin verði í þessa veru. Undanfarin ár hefur mikil- vægi kosningabaráttunnar farið vaxandi, með auknu lausafylgi. Það er því ekkert hægt að fullyrða um það að úrslit verði í þá veru sem þessar kannanir gefa til kynna núna.“ Albert og Hafskipsmálið „Það er ýmislegt sem getur spilað inn í í kosningabarátt- unni. Það geta komið upp óþægileg mál fyrir viðkomandi flokka. Sjálfstæðisflokkurinn á til dæmis eftir að ganga frá sínum framboðsmálum í Reykjavík og hvernig það verður gert getur skipt töluverðu máli. Hvort gerðar verða einhverjar breytingar á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er auðvitað ómögulegt að segja. Það fer meðal annars eftir því hvernig mál þróast í réttarkerfinu, en það er bersýnilegt að það eru mjög sterk öfl sem vilja að Albert verði tekinn úr fyrsta sætinu. í augnablikinu þykir mér það hins vegar líklegra en hitt að hann muni sitja, nema þá alveg ný staða komi upp, eins og til dæmis það að hann verði ákærður. í rauninni er mjög erfitt að fullyrða það hvort tengsl Alberts við Hafskipsmálið og vera hans í fyrsta sæti fram- boðslista flokksins í Reykjavík sé meginskýringin á þessu rýra fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum. Ég er reyndar alls ekki jafnviss um það og ýmsir forystumenn flokksins hafa virst vera. Fleiri atriði gætu vel komið þar inn. En auðvitað er meginatriði að skoðanakannanir gefa manni ekki unplýsingar um af hverju fylgi flokkanna sveifl- ast svona upp og niður. Skoðanakannanir gefa hins vegar ótvírætt til kynna hvert straumarnir í þjóðfélaginu liggja núna. Og það er líklegast að úrlitin verði eitthvað í þá veruna sem kannanirnar sýna.“ Meiri háttar tímamót „Ef sú verður raunin, það er að segja að Alþýðuflokkur- inn fái á milli tuttugu og þrjátíu prósent fylgi, Alþýðubanda- lagið og Framsókn verði með um fimmtán prósent og Sjálfstæðisflokkurinn með þrjátíu til þrjátíu og fímm pró- sent þá eru það meiriháttar tímamót í íslenskri stjórn- málasögu. Allar götur síðan 1942 hefur Sósíalistaflokkkurinn og síð- an Alþýðubandalagið verið stærra en Alþýðuflokkurinn. Það hefur verið eitt megineinkenni íslenska flokkakerfisins að hér hefur ekki verið sterkur jafnaðarmannaflokkur, eins og í Skandinavíu og mörgum Vestur-Evrópulöndum, heldur hefur flokkur vinstra megin við kratana verið stærri. Breyting af þessu tagi myndi þannig marka mikil tíma- mót, sérstaklega ef hún yrði varanleg, sem er engan veginn gefið. Og hún myndi hafa gífurleg sálræn áhrif á vinstri vængnum, ekki síst innan Alþýðubandalagsins. Það yrði flokknum gífurlegt áfall ef úrslitin yrðu í þá veru sem kann- anir gefa til kynna.“ Ólafur Þ. Harðarson. Þinghaldió og kosningarnar Að öllum líkindum verða þingkosningar haldnar í síðari hluta aprílmánaðar og viðbúið að sú staðreynd muni setja mark sitt á það þing sem nú situr. „Það er næsta víst að það mun gera það á margan veg,“ sagði Ólafur. „Þinghaldi mun ljúka fyrr en ella vegna kosn- inganna og þær munu líka hafa áhrif á hegðan flokkanna í þinginu. Það er til dæmis ljóst að allir flokkarnir munu reyna það sem þeir geta til þess að koma höggi á Alþýðu- flokkinn. Annað sem er líklegt að gerist er að spennan milli stjórn- arflokkanna muni eitthvað aukast. Stjórnarflokkarnir munu hvor um sig reyna að marka sér sérstöðu fyrir kosn- ingarnar. Það er ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn muni reyna að gera meira úr þeim málum sem greina flokk- inn frá Framsóknarflokknum, en í sumum þeirra er hann reyndar nær Alþýðuflokknum. Framsóknarflokkurinn mun líka reyna að viðra sína sér- stöðu og þegar má sjá þess merki að flokkurinn ætli að reyna að leggja sína kosningabaráttu þannig upp að hann sé vinstra megin við Alþýðuflokkinn. Það kom fram hjá Steingrími Hermannssyni í sjónvarpsþætti á dögunum sú skoðun að Alþýðuflokkurinn væri kominn mjög langt til hægri og mér þykir ekki ólíklegt að í komandi kosningum muni Framsókn setja upp einhvers konar vinstra bros og reyna að stilla sér upp sem kostur hófsamra vinstri manna, milli Alþýðubandalags og Alþýðuflokks." Ríkisstjórnarsamstarf Mikið hefur verið spáð í hugsanlega samsetningu nýrrar ríkisstjórnar og nokkrar reyndar verið myndaðar í blöðum og tímaritum og ráðherrastól verið úthlutað. Og auðvitað eru menn ekki á eitt sáttir í þeim efnum. „Það hefur nú verið eitt einkenni íslenskra stjórnmála að flokkar ganga óbundnir til kosninga og úrslitin skipta auðvitað geysilega miklu máli fyrir það hvaða stjórn verð- ur mynduð. Ef úrslitin verða eitthvað í þá veru sem kannanir sýna þá skiptir til dæmis verulegu máli hver styrk- leikahlutföll Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks verða nákvæmlega," sagði ólafur. „I rauninni er ekkert hægt að fara að spá um ríkisstjórn- ir fyrr en búið er að telja upp úr kössunum. Ef við hins vegar gefum okkur það að úrslitin verði í líkingu við það sem ég talaði um hér að ofan þá virðist sú stjórn, sem helst er á borðinu, vera samstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks. En það er samt engan veginn gefið að þessum flokkum takist að mynda stjórn eftir kosningar. Það er ekki gefið að þeir nái málefnalega saman. Þar að auki geta styrkleikahlutföllin orðið erfitt mál. Það getur reynst flokkunum mjög erfitt að komast að samkomulagi um hvor eigi að hafa forsaétisráðherrann. Síðan er spurning hvað Sjálfstæðisflokkurinn má fara neðarlega til þess að hann treysti sér yfirhöfuð til þess að fara í stjórn. Auk þess er í þessari stöðu dálítil klemma fyrir Jón Bald- vin og forystu Alþýðuflokksins. Þau virðast vera að gera tvennt á sama tíma. Annars vegar að reyna að gera Al- þýðuflokkinn að stórum jafnaðarmannaflokki eins og í löndunum í kringum okkur, sem hlýtur þá að fela í sér að Alþýðuflokkurinn ætti að verða höfuðandstæðingur Sjálf- stæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum. Hins vegar virðist Jón og forysta flokksins ekki sjá fýsilegri kost en þann helstan að starfa með Sjálfstæðisflokknum. Þetta gæti vald- ið flokknum vandræðum varðandi stjórnarmyndunina. Það má svo líka bæta því við að menn skyldu alls ekki útiloka það fyrirfram að núverandi stjórnarflokkar héldu áfram stjórnarsamstarfi. En til þess að undirstrika það hversu erfitt er að spá fyrir um stjórnarmyndanir, jafnvel þótt menn viti kosningaúrslitin, þá má benda á stjórnar- myndanir 1978 og 1980. Það hefði enginn búist við því fyrirfram að Ólafur Jóhannesson myndaði stjórn eftir kosn- ingarnar 1978. Eða að við fengjum þessa stjórn 1980, sem varð til eftir kosningarnar þá.“ Þróunin ífjölmiðlun Ólafur hefur fylgst náið með þeirri byltingu sem varð á síðasta ári í fjölmiðlun hér á landi. Hann var að lokun spurður að því hverja hann teldi líklega framvindu þeirra mála? „Mér finnst ekki líklegt að alveg á næstunni spretti upp ný útvarpsstöð jafnstór og Bylgjan, né sjónvarpsstöð af sömu stærðargráðu og Stöð tvö. Um framtíð þessara stöðva er hins vegar það að segja að Bylgjan virðist vera að festa sig í sessi og það verður mjög fróðlegt að sjá hvort henni tekst að fikra sig áfram í þá áttina að hún verði meira lands- útvarp, eins og hefur verið að gerast. í sjónvarpsmálum er ekki ólíklegt að framhald verði á þeirri þróun að efni frá Stöð tvö dreifist út um landið. Hins vegar virðist að Stöð tvö hafi ennþá ekki gengið jafnvel í samkeppninni við ríkisútvarpið og Bylgjunni, það er að segja í baráttunni um hylli notenda. En ég geri ráð fyrir að þessari starfsemi verði haldið áfram og það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að það taki nýja stöð einhvern tíma að vinna sér markað. Menn gerðu ráð fyrir því að nýjar stöðvar yrðu fyrst og fremst staðbundar, og einkum bundnar við Reykjavíkur- svæðið og að landsbyggðin yrði afskipt. Þau leyfi sem útvarpsréttarnefnd hefur veitt benda líka til þess að þetta verði staðbundnar minni háttar stöðvar, sem ætla kannski ekki að útvarpa jafnlengi og þær sem fyrir eru, og jafnvel ekki reglubundið. Stöðvar eins og kristilegt útvarp, póli- tískt útvarp og útvarp ýmissa félaga og áhugamannahópa. En það verður fróðlegt að sjá hvort Bylgjan muni hafa styrk til þess að fara út á land,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórn- málafræðingur. -VAJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.