Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. Útlönd DV Vænta má nýrrar öldu verkfalla í Grikklandi Sorphaugar fylltu götur Aþenu í lok síðasta árs og voru hermenn sendir á vettvang til þess að hreinsa strætin. Sorphreinsunarmenn höfðu verið í tólf daga verkfalli, einu af mörgum sem gengu yfir Grikkland á árinu. Og nú er allt útlit fyrir að árið 1987 verði einnig ókyrrðarár. Verkalýðsfélög eru að undirbúa allsheijarverkfall sem heíjast á þann 15. janúar og á það að standa í sólar- hring. Eru verkalýðsfélögin, sem njóta stuðnings kommúnistaflokks Grikklands, að mótmæla spamaðar- aðgerðum stjómarinnar sem hófust í október 1985. Afleiðingamar hafa orðið þær að laun hafa staðið í stað á meðan verð hefur farið hækkandi. Fylgistap Þetta hefur án efa haft áhrif á vin- sældir stjómarinnar eins og fram kom við borgarstjómarkosningam- ar í október síðastliðnum en þá tapaði flokkur forsætisráðherrans kosningunum í Aþenu, Salonika og Piraeus. Andreas Papandreou, forsætisráðv herra Grikklands, segir að halda verði spamaðaraðgerðunum áfram ef hægt á að vera að koma verð- bólgunni niður í tíu prósent en hún er núna rúmlega tuttugu prósent. Einnig þarf að reyna að minnka er- lendar skuldir landsins sem nema um fimmtán milljörðum dollara. í nýársræðu sinni hvatti forsætis- ráðherrann landslýð til þess að sýna einingu í þessum efnahagsörðugleik- um ríkisins. Kvað hann enga aðra leið til þess að komast hjá því að verða háður öðrum íjárhagslega. Óvinsælar aðgerðir Hann lagði áherslu á það að stjóm hans hefði ekki reynt að fara í graf- götur um staðreyndir og að ekki hefði verið hikað við að grípa til óvinsælla aðgerða sem hann sagði vera famar að bera árangur. En Constantine Mitsotakis, leið- togi nýrra demókrata, sem em í stjórnarandstöðu, hefur látið í ljós að Grikkland standi frammi fyrir miklum og margþættum erfiðleikum. Gagnrýnir hann stjómina fyrir það sem hann kallar einræðisstefriu. Papandreou hóf annað kjörtímabil sitt í fyrra og þarf hann ekki að lýsa yfir kosningum fyrr en árið 1989. Stjómmálasérfræðingar útiloka þó ekki þann möguleika að forsætisráð- herrann neyðist til þess að lýsa yfir kosningum í lok þessa árs. Erfitt verkefni Forsætisráðherrans bíður hið erf- iða verkefni að hefja viðræður við Bandaríkjamenn um nýtt samkomu- lag um dvöl bandarísks herliðs í Grikklandi. Það sem nú er í gildi rennur út árið 1988. Er Papandreou kom til valda árið 1981 var það á stefhuskrá hans að bandarískar herbækistöðvar skyldu burt og að Grikkland segði sig-úr Sparnaðaraðgerðir Andreas Papandreous, forsætisráðherra Grikkiands, eru óvinsælar og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls þann 15. janúar. Nató og Evrópubandalaginu. Hann hefur þó haft hægt um sig á þessum sviðum og hefur það valdið frekari ágreiningi milli hans og kommúnista sem hann hefur getað reitt sig á í kosningum undanfarinna ára. Hafa þeir þá veitt sósíalistum stuðning með því að draga sig í hlé varðandi viss atriði. Víetnam: Nýir leiðtogar - gömul vandamál Á sjötta og sjöunda áratugnum var Víetnam tákn fyrir baráttu smáþjóð- ar fyrir frelsi og fullveldi. 1975 voru Bandaríkjamenn hraktir af víet- namskri grund við lítinn orðstír og Víetnam sameinað eftir þriggja ára- tuga skiptingu í norður og suður. Á þeim áratug sem liðinn er hefur þess- ari fyrrum nýlendu Frakka ekki tekist að koma undir sig traustum fótum á sviði efnahags. Landinu er haldið á floti með efnahagsaðstoð frá Sovétríkjunum sem talin er nema milljón Bandaríkjadölum á dag. Sjálfstæðisbarátta við Frakka, Japani og Bandaríkin þjappaði ví- etnömsku þjóðinni saman og hún var tilbúin að leggja á §ig ómældar fórnir til að ná settu marki. En nú er öldin önnur og stríðsbrölt Hanoi- stjómarinnar í Kampútseu vekur hvorki hrifningu né fómfysi meðal þjóðarinnar. Það em fremur áhyggj- ur af hversdagslegri afkomu sinni sem upptekur hugi Víetnama en framgangur ófriðarins í Kampútseu. Skortur á neysluvörum í borgum landsins og vannæring víða í sveit- um veldur því að svartur markaður þrífst vel og stjóminni hefúr ekki tekist að ná tökum á peningakerfinu með þeim afleiðingum að í landinu geisar 800% verðbólga. Skipt um forystu Við þessar aðstæður var sjötta flokksþing víetnamska kommúnista- flokksins haldið í síðasta mánuði. Fyrirfram var búist við uppgjöri við þá stefhu sem kommúnistaflokkur- inn hafði fylgt frá lokum ófriðarins við Bandaríkin. í efhahagsmálum hafði verið lögð áhersla á þungaiðn- að og utanríkisstefhan verið herská. Bágur efnahagur þjóðarinnar komst í brennidepil þegar aðalritarinn í flokknum, Truong Chinh, viður- kenndi í ræðu í október að hörmu- lega hefði tekist til með að byggja upp iðnaðinn og aðstoðin frá Sovét- ríkjunum að miklu leyti farið í súginn. Þessi tegund sjálfsgagnrýni hefur ekki farið hátt í kommúnista- ríkjum til þessa og mun trúlega ekki gera það í bráð því Chinh missti embættið á flokksþinginu í desemb- er. Sumar heimildir segja að með Fyrrum leiótogi Kommúnista- fiokksins, Truong Chinh. Sjálfs- gagnrýni dugði ekki til. sjálfsgagnrýni sinni hafi Chinh og stuðningsmenn ætlað að vinna tiltrú flokksmanna, sannfæra þá um að leiðtoginn væri hæfur til að ráða bót á ástandinu. Það tókst ekki og ásamt Chinh fuku tveir aðrir háttsettustu menn flokksins, Le Duc Tho og Pham Van Dong. Þessir þrír eru all- ir lærisveinar landsfoðurins, Ho Chi Minh, sem leiddi baráttuna gegn Japönum, Frökkum og loks Banda- ríkjamönnum. Til valda var leiddur fyrrum leið- togi flokksins í Ho Chi Minh borg, áður Saigon, Nguyen Van Linh. Linh stjómaði áætlun í lok síðasta áratugar sem miðaði að endurreisn efnahags Ho Chi Minh borgar, áður Saigon. Hann þótti sína nokkra dirfsku og reyndi umbótasinnaðar leiðir sem ekki féllu í kramið hjá kreddufostum kommúnistum sem höfðu tögl og hagldir í Hanio. Eftir stuttan tíma í ónáð hefur vegur Linhs aukist á síðustu árum. Kosn- ing hans i embætti aðalritara þykir sýna að Víetnamar ætli að taka á þeim vanda sem við þjóðinni blasir. Ný stefna í efnahagsmálum Ekki er talið líklegt að Linh velji leið Kínverja og finni blöndu af kap- italísku hagkerfi og áætlunarbú- skap. Trúlegra er að Linh rói á mið Gorbatsjovs og reyni miðstýrða end- urbótastefhu sem meðal annars felur í sér þá kröfu á hendur ríkisfyrir- tækjum að þau skiii hagnaði en verði lögð niður ella. Fréttaskýrendur byggja alla spá- dóma sína um breytta efnahags- stefhu Víetnama á þeirri staðrejmd að við svo búið megi ekki standa. Leiðtogar þjóðarinnar verða hrein- lega að taka til hendinni að hreinsa til í efriahagslífi landsins. En það hefur sýnt sig að í kommúnistaríkj- um er í gildi tregðulögmál sem gerir umbótasinnum erfitt um vik. Til- raunir til að rétta við efnahags- ástandið koma óhjákvæmilega til með að grafa undan valdahópum sem hafa hreiðrað um sig í stjóm- kerfinu. Það fer síðan eftir styrk- leika og samstöðu þessara valdahópa hversu fast þeir spyma við fótum. Ef umbætur ganga of hratt yfir er hætt við að valdakerfið riðlist og stjómkerfið fari í upplausn. Sé aftur á móti tekið vettlingatökum á ríkj- andi ástandi em líkur á að tregðu- lögmálið sjái til þess að ekkert verði úr. Það er þetta einstigi sem hinn nýi leiðtogi Víetnam, Nguyen Van Linh, verður að feta ætli hann að ná árangri. Kampútsea Annar höfuðverkur Víetnama er herseta þeirra í Kampútseu. 1979 réðust þeir inn í landið og hröktu frá völdum Pol Pot og Rauðu Khmerana. Þar með slitnaði upp úr vinskap Víetnama og Kínveija og Rússar einu bandamennimir eftir. Lausn á vandanum í Kampútseu er enn ekki í sjónmáli og sumir frétta- skýrendur telja að Víetnamar muni seint fara þaðan sjálfviljugir. Það getur þó verið að Rússar taki að beita þrýstingi í þá átt sem lið í bættum samskiptum við Kínveija. Kínveijar hafa gert mál Kampútseu að frágangssök í samskiptum sínum við Víetnama og kann að vera að Kínveijar krefjist þess að Rússar hætti stuðningi sínum við hersetu Vietnama þar. Það fer þá eftir því hversu Rússum er mikið í mun að bæta samskiptin við Kínveija hvort þeir þrýsti á að Víetnamar hverfi frá Kampútseu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.