Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Síða 13
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. 13 Ef ykkur heppnast baksturinn lítur kakan svona út. Neytendur Ekki missa æfinguna eftir jólin Brúnkökur eru alltaf vinsælar. I dag birtum við uppskrift að einni slíkri. Geta þá lesendur spreytt sig á henni nú um helgina. 2 desílítrar hveiti 1 1/2 desílítri fínt hakkaðar val- hnetur jafnt og gott deig. Hellið deiginu í smurt 2 lítra form. Bakið við 175 gráð- ur í 30-40 mínútur. Athugið með kökunál hvort kakan er nægilega bök- 220 grömm smjör eða smjörlíki 100 grömm suðusúkkulaði 3 desílítrar sykur 4 egg 2 teskeiðar vanillusykur 1 teskeið bökunarduft Bræðið smjörið við lágan hita og látið súkkulaðið bráðna í. Bætið sykri og hálfþeyttum eggjum við. Hrærið þessu saman við blöndu hveitis, van- illusykurs, bökunardufts og val- hnetna. Hrærið í þessu þar til náðst hefur uð. Leyfið kökunni að kólna áður en þið takið hana úr mótinu. Gott er að strá dálitlum sykri yfir kökuna áður en hún er borin fram. -PLP Óvönduð raftæki Á miðvikudaginn var birtist í dagblöðum auglýsing frá Raf- magnseftirliti ríkisins um innköll- un á jólaljósakeðjum. Var þar um íslenska framleiðslu að ræða sem ekki hafði staðist gæðaprófun raf- magnseftirlitsins. I fyrra barst rafmagnseftirlitinu ný tegund jólaljósakeðju sem fyrir- tækið Jón og Einar s/f var að hefja framleiðslu á. Er gerðar voru próf- anir á vörunni reyndist hún ekki uppfylla þær kröfur sem rafmagns- efitirlitið gerir og var því hafnað. Fyrirtækið endurbætti vöruna en allt kom fyrir ekki, enn stóðst hún ekki próf rafmagnseftirlits og var því hafiiað á nýjan leik. Nú fyrir jólin fréttist svo af keðj- um þessum í verslunum víða um land. Höfðu þær þá verið settar á markað og hafði viðurkenningar- merki Rafmagnseftirlits ríkisins verið sett á þær í algjöru heimild- arleysi. Voru eftirlitsmenn raf- veitna og lögregla virkjuð til að stöðva söluna en vörunni hafði verið dreift víða um land og seldist víða upp. Rafmagnseftirlit ríkisins hefúr að undanfomu verið að reyna að vinna merki sínu tiltrú almennings og festá það í sessi sem öryggis- og gæðastimpil. Það er því alvar- legt tilræði við þetta starf ef menn nota það í heimildarleysi og það á vöru sem uppfyllir ekki lágmarks- kröfur um öryggi. -PLP Skákað i skjóli jólaöngþveitis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.