Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Page 15
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. 15 Fjölmiðlabylting í framkvæmd Fátt er skemmtilegra en ergelsi kerfismanna yfir velgengni Stöðvar 2. Grein Einars Karls Haraldssonar í DV í síðustu viku er skólabókar- dæmi um þetta. En Einari Karli verður ekki kápan úr því klæðinu. Stöð 2 er, þótt ótrú- legt kunni að virðast, eitt best heppnaða fyrirtæki á samanlögðum sjónvarpsmarkaðnum! Velgengni Stöðvar 2 Velgengni Stöðvar 2 á rætur að rekja til þriggja þátta sem hver um sig mundi vega þungt í hvaða fyrir- tæki sem er. I fyrsta lagi á hún nú heimsmet í fjölda áskrifenda fyrir áskriftar- sjónvarp. Áskrifendur eru nú um 6000 og er það milli 13 og 14% af markaðssvæðinu í heild á 3 mánuð- um! Auk þess er ekkert lát á pöntunum og því ljóst að stöðin verður komin í „break-even“ (skilar hagnaði) í síð- asta lagi næsta vor. Verður það annað heimsmet í sögu sjónvarps- stöðva! í öðru lagi hefur Stöð 2 nú nær helming auglýsingamarkaðarins! Skv. upplýsingum Miðlunar hf. voru hlutföllin 50% í október, 40% í nóv- ember og um 45% í desember! Þegar Markús Öm segist ekki hafa fundið fyrir saihkeþþninni á sjónvarpsmarkaðnum fer hann því annaðhvort með rangt mál eða veit ekki hvað er að gerast í fyrirtæki hans. í þriðja lagi hefur Stöð 2 fengið mikið fjármagn í gegnum styrktar- aðild (sponsorship) atvinnulífsins frá fjölmörgum aðilum og kallast það vel af sér vikið á svo skömmum tíma. KjaHaiinn gæfúlegri en núverandi tvískinn- ungur. Fyrir Stöð 2 skiptir engu máli hvor leiðin er farin eða hvort RÚV kýs að halda núverandi haltu-mér- slepptu-mér leik til streitu! Það sem almenning varðar hins vegar um er að því lengur sem þessi ákvörðun dregst á langinn þeim mun erfiðari verður staða RÚV þegar til lengdar lætur. úrrás“ mun halla enn meira á Rás 1. Er aðeins spuming um tíma hve- nær Rás 1 glatar einnig samkeppnis- stöðu sinni. Ríkssjónvarpið er hins vegar rósin í hnappagati Ríkisrisans. Þar er margt um frábært fólk með góðar hugmyndir sem mun halda áfram að streitast við. En örlög Ríkissjónvarpsins em einnig ráðin. Stofhunin er orðin Jón Ottar Ragnarsson sjónvarpsstjóri „Staðreyndin er að halli RÚV á árinu 1986 var meiri en heildarfj árfesting bæði Stöðv- ar 2 og Bylgjunnar til samans eða um 130 milljónir íslenskra króna.“ 1 Og ekki skyldu kerfismenn gleyma að Stöð 2 á ekki velgengni sína að þakka opinberum fjárframlögum - á þeim höfum við ekki áhuga - heldur ánægjulegum viðbrögðum markað- Samkeppnin við RUV En þar með er ekki öll sagan sögð. Samkeppnin við RÚV hefur tekið á sig ýmsar skringilegar myndir. Þessi samkeppni minnir á hnefa- leikakeppni þar sem Ríkisrisinn brýst inn í hringinn og lætur öllum illum látum en hlejTrur undir pilsfald Stóm Mömmu um leið og á bjátar. Ríkisrisinn þarf að ákveða hvort hann þorir að vera með í samkeppn- inni eða hverfa endanlega undir pilsfaldinn. Báðir kostfrnir em Staðreyndin er að halli RÚV á árinu 1986 var meiri en heildarfjár- festing bæði Stöðvar 2 og Bylgjunn- ar til samans eða um 130 milljónir íslenskra króna! Alvarlegra er þó að nýja Útvarps- húsið mun kosta skattgreiðendur nær 2 milljarða króna (!) áður en yfir lýkur og þeir hafa ekkert efni á nýju Kröfluævintýri. Úrbætur í fjölmiðlamálum Fyrir Stöð 2 og Bylgjuna væri framhald á núverandi ástandi e.t.v. heillavænlegasti kosturinn. Rás 2 er nú þegar lítils virði. Hvort ríkið selur hana nú til einkaaðila eða ekki skiptir ekki máli úr þessu. Fyrirtækið er einfaldlega úr leik. Þegar Bylgjan kemur með „kúlt- bákn, háð duttlungum stjómmála- flokkanna og of dýr í rekstri til að skila tilætluðu hlutverki. Framtið Ríkissjónvarpsins Ekki em miklar líkur á að Hrafn Gunnlaugsson og fleiri af hans skoð- anabræðrum fái þvi framgengt að Ríksútvarpinu verði breytt í sjálfe- eignarstofaun. Því miður! Eins og Hrafa lýsti yfir var Rás 2 dýrmæt fyrir ári síðan en ekki lengur. Nú ríður á að sömu örlög bíði ekki annarra rása fyrir- tækisins. Það sem líklega verður því ofan á er að þegar halla fer enn frekar á RÚV verður fyTÍrtækið tekið út af hinum frjálsa markaði. Þar með yrði stofaunin menning- ar- og skólasjónvarp og er þessi leið ekki fráleit ef ríkisfyrirtæki eiga á annað borð að gegna slíku hlutverki. Reynslan á öðrum sviðum er vand- metin. Ríkisútgáfa námsbóka, þótt upphaflega hafi unnið stórvirki, verkar nú sem spennitreyja á skóla- bókaframleiðslu. Fyrirtæki á borð við Iðurrni, Öm og Örlyg, Vöku-Helgafell og flefri framleiða nú þegar skólabækur sem em mun betri en það sem ríkið gerir á þessu sviði. Sem betur fer hefur öðrum ríkis- fyrirtækjum á menningarsviðinu, t.d. Þjóðleikhúsinu, gengið vel að laga sig að breyttum aðstæðum! Vonandi tekst RÚV eins vel upp. 7 Lokaorð Hér hefur lítillega verið tæpt á nokkrum atriðum í íslensku fjöl- miðlabyltingunni. Meira verður fjallað um málið í næstú viku ef rit- stjórar DV leyfa. Um nöldur Einars Karls Haralds- sonar er hins vegar ekki vert að fara fleiri orðum. Málflutningur hans er boðskapur steinaldarmannsins á tækniöld... og fjölmiðlaöld. En hitt er ljóst að almenningur sættir sig ekki við að fleygja 2 millj- örðum i vistarvem fyrir ríkisfyrir- tæki sem fátt bendir til að standist frjálsa samkeppni. Að lokum vil ég grípa þetta tæki- færi til að þakka öllum stuðnings- mönnum frjálsra útvarpsstöðva, sem skilja hvílíkt átak það var að koma þessum fjTÍrtækjum á laggimar og kunna að meta þá viðleitni sem að baki býr! Jón Óttar Ragnarsson Kansellístfll hinn nýi Nú, á dögum vaxandi samkeppni, reyna fyrirtæki, sem selja vöm sína á almennum markaði eða hafa sam- skipti við almenning á einn eða annan hátt, að skapa sér ákveðna ímynd. Merki þessa sjást víða, t.d. í tengslum við styrki fyrirtækja og stofaana við félagastarfsemi, íþróttahreyfinguna og mannúðar- mál. Kjállariim Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur ingnum hafi verið lokað og ávísunin send lögfræðingi til innheimtu. Vænlegri leið er að benda sökudólg- inum vinsamlegast á að hann hafi gefið út innstæðulausa ávísun og þess farið á leit að úr því verði bætt von bráðar. Eins og mörg þúsund skattgreið- endur í Reykjavík vita hefur Skatt- stofan í Reykjavík tekið upp allt aðra stefau. í stað einfaldra breyt- inga á framtali, ef eitthvað telst athugunarvert að mati skattstof- unnar, er gripið til harkalegra aðgerða eins og Ágúst H. Bjarnason menntaskólakennari lýsti í grein í Mbl. 25. nóv. Hér er ekki um það að ræða hvað er löglegt en siðlaust heldur hvað er lögleysa og siðlaust. Langhundur frá skattstofunni Sem samnefaara fyrir þær þúsund- ir skattborgara í Reykjavík, sem hafa fengið að kynnast hinum nýju vinnubrögðum á S.R., getum við tek- ið K.J. nr. 5819-0767 sem er í raun ekki til nema sem persónugervingur lítilmagnans í þjóðfélaginu. Hr. 5819-0767 stundaði sjálfstæðan at- vinnurekstur hluta úr árinu, nánar tiltekið innrömmun í bílskúrnum hjá sér. Á miðju ári var allri starfsemi „í stað einfaldra breytinga á framtali, ef eitthvað telst athugunarvert að mati skatt- stofunnar, er gripið til harkalegra að- gerða... “ Mikið er einnig lagt upp úr við- móti starfsmanna við viðskiptavin- inn án þess að um fals eða smjaður sé að ræða. Banki, sem vill halda í viðskiptavini sína, sendir ekki þeim sem fer óvart yfir á ávísanaheftinu vegna gáleysis, harðort hótunarbréf þar sem greint er frá því að reikn- hætt og skattborgarinn fór að vinna hjá öðrum. Nú kemur að áramótum og farið að telja fram til skatts. Slíkt átti ekki að vera mikið mál. Eignir og skuldir voru engar enda ekki verið stofaað til þeirra. Reksturinn hafði verið fremur fábrotinn, veltan óveruleg og kostnaðarliðir lítilvæg- ir. Líður fram í júni, kemur þá langhundur frá skattstofunni, tölvu- útskrift sem minnti einna helst á úrklippusafa úr Stjómartíðindum. nánar tiltekið A hluta. Megininntak útskriftar var þetta. „Með vísan til 96. gr. laga nr. 75/1981. er hér með skorað á yður... Sam- kvæmt 91. gr. laga nr. 75/1981 skulu... Að mati skattstjóra er inns- endur rekstrarreikningur ekki í samræmi við ákvæði 18-22 gr. 1. nr 51/1968 sbr. 1. nr. 47/1973... sbr. 31. gr. 1. 75/1981... ekki í samræmi við tilvitnaða 91. gr. ... í samræmi við 91. gr. sbr. 3. mgr. 22. gr. bókhald- slaga... í samræmi við ákvæði 53. gr. skattalaga." Athugasemdir skattstofunnar snemst að mestu um efaahagsreikn- inginn, verðbreytingarfærslur. viðskiptamannabókhald, fyminga- skýrslur, eiginfjárhre\’fingar, fjár- festingarsjóð, varasjóð og endurmatsreikninga. Beðið var um ljósrit af reikningum, kvittunum og nótum. Ennfremur var gerð athuga- semd við óverulega liði eins og rekstur bifreiðar, ferðakostnað og risnu, liði sem skiptu í raun sáralitlu til eða frá. Áður en kærufrestur rann út var gerð grein fyrir því hvers vegna efnahagsreikningur hefði ekki fylgt framtalinu þar eð eignir og skuldir vom engar og aldrei til þeirra stofa- að. Starfsmönnum skattstofunnar var boðið að ljósmynda öll fy'lgiskjöl en áhugi var ekki fyrir hendi. Nú skyldu menn halda að málið væri úr sögunni. Ekki aldeilis. Enn berast tölvuútskriftir frá skattstof- unni. Þar segir: „Höfaum skatt- framtalsins byggist á því að ekki hafa verið lögð fram umbeðin gögn, sbr. áður tilvitnað bréf skattstjóra og skýringar alls ófullnægjandi en þær em í engu samræmi við fyrir- spum skattstjóra og er framtal yðar 1986 því ófullnægjandi og ekki í sam- ræmi við 91. gr. áðumefadra laga.“ Ofangreint svar kannast e.t.v. margir við en í þessu tilviki er það ósvífinn skætingur og út í hött. því vart verða lögð fram yfírlit yffr hluti sem aldrei hafa verið til. Kerfið komið í gang Framtali skattborgarans var alfar- ið hafaað, gjaldstofaar tvöfaldaðir. við bætt 25% álagi. Kerfið var kom- ið í gang. sendir em út álagningars- eðlar sem eiga sér enga stoð í raun m.v. gjaldþol skattborgarans og ef ekki er greitt er stutt í lögtök og uppboðsbeiðnir. K.J. fékk sem betur fer leiðréttingu mála sinna eftir ít- rekuð bréfaskrif til skattstoíúnnar þar sem í raun kom ekki neitt nýtt fram. Þrátt fyrir 96. gr. laga um tekju- skatt og eignaskatt er mér ómögu- legt að skilja hvemig hægt er að hafaa framtali algjörlega þótt ekki hafi fengist fullnægjandi skýringar að mati skattstofu á einstökum lítil- fjörlegum frádráttarliðum sem orka e.t.v. tvímælis þar sem um er að ræða liði sem heimfæra má bæði undir einkanevslu og kostnað við atvinnurekstur þegar ekki verða bomar brigður á aðra þætti fram- talsins. Skattalögin verða ekki túlkuð þannig að hagstæðara sé fyrir framt- eljanda að sleppa frádráttarlið algerlega en að geta hans ef vafi leikur á að um rekstrarkostnað sé að ræða, því slíkt getur haft í för með sér að viðkomandi verði skyld- aður til að leggja ríkissjóði til vaxtalaust lán í nokkum tíma auk íjölda annarra óþæginda. Kristjón Kolbeins „Þrátt fyrir 96. gr. laga um tekjuskatt og eignaskatt, er mér ómögulegt aö skilja hvemig hægt er að hafna framtali algjörlega þótt ekki hafi fengist fullnægjandi skýringar, að mati skattstofu, á einstökum lítilfjörlegum frádrátt- arliðum...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.