Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. 37 Þvottabjörn - nýtt. Veitum þessa þjón- ustu: hreingerningar, teppahreinsun, húsgagnahreinsun, gluggaþvott, há- þrýstiþvott, gólíbónun. Sjúgum upp vatn. S. 40402 og 40577. Gólfteppahreinsun, húsgagnahreins- un. Notum aðeins það besta. Amerísk- ar háþrýstivélar, sértæki á viðkvæm teppi. Erna og Þorsteinn, s. 20888. Þrii, hreingerningar, teppahreinsun. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. í símum 33049 og 667086, Haukur og Guðmundur Vignir. ■ Þjónusta Málun, flisalögn og allar alhliða húsa- viðgerðir, t.d. glerisetning, múrverk, rennuuppsetningar og jámklæðning- ar á þök. Geri verðtilboð ef óskað er Fagmannaþj/, s. 42151 og 19123. Borðbúnaóur til leigu. Leigjum út alls konar borðbúnað, svo sem diska, glös, hnífapör, bolla, veislubakka o.fl. Borðbúnaðarleigan, sími 43477. Húseigendur, húsbyggjendur: Bygg- ingameistari getur bætt við sig verkefnum úti sem inni. Uppl. í síma 688865 og 41204. Sandblásum allt frá smáhlutum uppí stór mannvirki. Komum og/eða sækj- um hvert sem er. Sanngjarnt verð. Stáltak, Borgartúni 25, sími 28933. Slipum og lökkum parket og gömul við- argólf, snyrtileg og fljótvirk aðferð sem gerir gamla gólfið sem nýtt. Uppl. í síma 51243 og 92-3558. Dyrasimaviðgerðir og raflagnir. Lög- giltur rafvirki. Uppl. í símum 656778 og 10582. Múrverk - flisalagnir. Múrviðgerðir, steypun, skrifum á teikningar. Múrarameistarinn, sími 611672. Svalahurðir, þvottahúshurðir, gluggar og opnanleg fög. Tek mál. Einar, sími 51002. Tveir húsasmiðir með öll réttindi geta bætt við sig verkefnum. Tilboð ef ósk- að er. Uppl. í síma 666838 og 79013. ■ Líkamsrækt Sólbaösstofan Hléskógum 1. Erum með breiða bekki m/andlitsperum, mjög góður árangur, bjóðum upp á krem, sjampó og sápur. Opið alla daga. Avallt kaffi á könnunni. Verið vel- komin. Sími 79230. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 ■ Ökukennsla ökukennarafélag íslands auglýsir. Sverrir Björnsson, s. 72940, Toyota Corolla ’85. Grímur Bjamdal Jónsson, s. 79024, Galant GLX turbo ’85. Haukur Helgason, s. 28304, BMW 320i ’85. Jóhanna Guðmundsdóttir, s. 30512, Subaru Justy ’86. Jóhann G. Guðjónsson, s. 21924- Lancer 1800 GL ’86. 17384. Skarphéðinn Sigurbergsson, s. 40594, Mazda 626 GLX ’86. Kristján Sigurðsson, s. 24158-672239, Mazda 626 GLX ’87. Guðbrandur Bogason, s. 76722, Ford Sierra ’84, bifhjólakennsla. Bílas. 985-21422. Snorri Bjarnason, s. 74975, Volvo 360 GLS ’86. Bílas. 985-21451. Hallfríður Stefánsdóttir, s. 681349, Mazda 626 GLX ’86. Bílas. 985-20366. Ævar Friðriksson kennir allan daginn á Mazda 626, engin bið. Útvega próf- gögn, hjálpa til við endurtökupróf. Sími 72493. Gylfi K. Sigurðsson kennir á Mazda 626 ’86, ökuskóli, öll prófgögn. Kennir allan daginn, engin bið. Visa/Euro. Heimas. 73232, bílas. 985-20002. Ökukennsla - endurhæfing. Kenni á Opel Ascona. Hagkvæmt og árangurs- ríkt. Greiðslukortaþjónusta. Gunnar Helgi, sími 78801. M Garðyrkja Trjáklippingar og húsdýraáburður á sama verði og í fyrra. Vönduð vinna. Uppl. í síma 30348 frá 18-22. ■ Sveit Bændur! Ég er 19 ára dönsk stelpa sem vil gjarna vinna við hesta. Uppl. í síma 641113 eftir kl. 19. Bjössi. Stúlka óskast i sveit, þarf helst að vera vön, má hafa með sér barn. Uppl. í síma 97-81017. ■ Verslun Full búð af fallegum og vönduðum nær- og náttfatnaði, hjálpartækjum ástar- lífsins í miklu úrvali, fyrir dömur og herra. Komdu á staðinn, hringdu eða skrifaðu. Ómerkt póstkröfu- og kredit- kortaþjónusta. Opið alla daga nema sunnud. frá kl. 10-18. Rómeó & Júlía, Brautarholti 4, 2. hæð, sími 14448 - 29559. Box 1779, 101 Rvík. Klúbbut Aldarinna r Sérverslun meö glæsilegan nátt- og undirfatnað og hjálpartækjum ástar- lífsins. Sendum allt í ómerktri póst- kröfu. Nýjung: Hringdu og fáðu uppl. um Klúbb aldarinnar. Opið 14—22.30 um helgar 18.30-22.30. Ný alda, Box 202, 270 Varmá, s: 667433. f 1 STEINSSON hf. Bátaeigendur! Getum afgreitt með stuttum fyrirvara hinar gangvísu Nanni dísilbátavélar í stærðum 10 til 650 hö. Steinsson hf., Hólmaslóð 8, símar 6222690 og 20790. Einangraðar bilskúrshurðir úr áli, verð með öllum jámum frá krónum 23.470, gönguhurðir í stíl. Einnig mik- ið úrval af fataskápum á mjög góðu verði. Nýborg hf., Skútuvogi 4, sími 82470. ■ Ýmislegt Pearlie tannfaröinn gefur aflituðum tönnum, fyllingum og gervitönnum náttúrulega hvíta áferð. Notað af sýn- ingarfólki og fyrirsætum. Pearlie- umboðið, póstkröfusími 611659, sjálfvirkur símsvari tekur við pöntun- um allan sólarhringinn. Box 290, 171 Seltjarnames. ■ Bílar til sölu Subaru station 4x4 árg. '84 til sölu, rafmagnsrúður, splittað drif, digital mælaborð með tölvu o.fl., ekinn 40. 000, verð 470.000, bein sala. Uppl. í síma 76523. Mazda E2200 dísil árg. '85 til sölu, ek- inn 43.000 km. Uppl. í síma 42328 og 985-21085. Man Ikarus ’80 til sölu, 32 manna, ek- inn 44 þús. km. Frekari uppl. í síma 93-6664 milli kl. 19 og 22 á kvöldin. Ford Jeep til sölu, allur mjög vel end- ursmíðaður, 8 cyl. 283, 4 gíra, driflok- ur, vökvastýri. Góð kjör, verð 250 þús. Sími 79732 eftir kl. 20. Meiming Nútíma siðfræði í Ijósi boðorðanna Aksel Valen-Sendstad. Innforing I kristen etikk. Luther forlag. Osló, 1984. Það sem einkennir þessa bók öðru fremur er að hin fjölbreytilegu vandamál sem kristin siðfræði hlýtur ætíð og óhjákvæmilega að glíma við eru öll flokkuð niður og um”þau fjallað út frá boðorðunum tíu í Gamla testamentinu. Mörgum kemur þetta vafalaust spánskt fyrir sjónir svo augljós sem munurinn á siðfræði Gamla og Nýja testament- isins kann að virðist. Á það má þó benda að slík framsetning var alls ekki óalgeng í eldri siðfræði en er hins vegar mjög sjaldséð á síðari árum og áratugum. Lútersk - biblíuleg siðfræði Valen-Sendstad vill umfram allt leggja áherslu á að siðfræði hans hvíli á biblíulegum grunni. Hið opinberaða orð Guðs er að mati Valen-Sendstads eina heimild okk- ar um vilja Guðs. Jafnframt er ljóst að höfundurinn hafnar öllu sem kenna má við náttúrulega guðfræði eða sköpunarguðfræði og á þá við hugmyndir um að maðurinn al- mennt talað búi yfir einhverri innbyggðri þekkingu á vilja Guðs. Það er þó ljóst að Valen-Sendstad kemst ekki frekar en aðrir hjá því að lesa Biblíuna út frá einhverjum þeim forsendum sem hljóta óhjá- kvæmilega að móta framsetning- una. Ekki þarf lengi að lesa í bók hans og raunar nægir að kíkja í nafnaskrána til að komast að því hverjar eru meginforsendur höf- undar. Þar gnæfir nefnilega meist- ari Marteinn Lúther hátt yfir alla aðra og það svo mjög að á köflum virðist lesandanum óneitanlega sem jafnaðarmerki sé sett á milli biblíulegrar siðfræði og lúterskrar siðfræði. Það er því miklu nær að tala um lútersk-biblíulega siðfræði í þessu tilfelli. Hins vegar fer það ekki á milli mála að höfundurinn styður framsetningu sína stöðugt Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson Biblíutilvitnunum sem sést ekki síst af hinum langa lista yfir þessar tilvitnanir i lok bókarinnar. Þar sést líka hversu stóran sess Gamla testamentið skipar í framsetningu V alen-Sendstads. Bókin er mikil að vöxtum eða 500 blaðsíður. Á eftir inngangi, þar sem fjallað er um spurninguna hvað siðfræði er og hver sérkenni kris- tinnar siðfræði er(það er hin kristna opinberun, Biblían, sem ákvarðar einkennið), fylgir all- langur kafli (bls. 29—86) um sögu siðfræðinnar í okkar menningar- heimi. Þvi næst kemur annar meginkafli bókarinnar um grund- vallarvandamál kristinnar siðfræði (bls. 87-226). Loks kemur svo meg- inkafli bókarinnar um einstök siðfræðileg vandamál flokkuð og rædd undir boðorðunum tíu. Marteinn Lúther. Gervifrjóvgun og sjötta boð- orðið ítarlega atriða- og nafnaskrá í lok bókarinnar auðveldar þeim lífið er fyrst og fremst vill skoða eitthvert eitt ákveðið siðferðilegt vandamál og gerir sér ekki grein fyrir undir hvaða boðorði það ætti helst heima. Hvar skyldi til dæmis vera að finna umfjöllun um nútíma- vandamál eins og gervifrjóvgun? Með aðstoð atriðaskrárinnar kemst lesandinn fljótlega að því að þetta vandamál er tekið til umræðu undir sjötta boðorðinu þar sem rætt er um samband karls og konu innan og utan hjónabandsins. Höf- undurinn kemst að þeirri niður- stöðu (bls. 386-7) að gervifróvgun sé rétt þegar hún er ekki fram- kvæmd í tilraunaskyni heldur til að „hjálpa“ foreldrum að eignast eigið bam. Skilyrði sé að eigin- maðurinn leggi til sæði og að þriðji aðili komi þar ekki við sögu því slíkt hlyti að vera brot gegn helgi hjónabandsins. Sé karlmaðurinn ófrjór beri honum einfaldlega sem kristnum manni að sætta sig við þá staðreynd. Allt annað væri í andstöðun við sköpunarvilja Guðs. Tæpast verður hjá því komist að telja náungakærleikann grund- vallaratriði kristinnar síðfræði. Veikleikinn við íramsetningu Va- len-Sendstads kemur ekki síst í ljós þegar þetta er haft í huga. Þegar náungakærleikurinn er tekinn til meðferðar sem undirliður í um- ræðu um 5.. 9. og 10. boðorðin finnst manni óneitanlega sem hon- um hafi ekki verið gert nægilega hátt undir höfði í framsetningunni. „Innihald kærleikans eru boðorðin tíu eins og Jesú hefur opinberað okkur merkingu þeirra. Að tala um kærleikann án þessa grunns og mælikvarða er að kristnum skiln- ingi merkingarlaust," segir Valen- Sendstad (bls. 466). íhaldssöm túlkun Bók Valen-Sendstads er ætlað að vera kennslubók í siðfræði fyrir guðfræði- og kennaranema. Verður það að teljast galli á kennslubók- inni hversu einhliða hún fylgir íhaldsamri lúterskri túlkunarhefð og gerir lítið úr öðrum túlkunar- möguleikum. Hins vegar er bókin auðlesin og flest það sem maður ætlast til að finna umræðu um í nútíma siðfræði er tekið til með- ferðar þrátt fyrir að það sé allt þvingað inn fyrir ramma boðorð- anna tíu. Gunnlaugur A. Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.