Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Page 26
38 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. Menning Dýrgrípur sem féll úr gildi með sauðskinnsskónum gömlu í holskeflu útgáfuflóðsins íyrir jólin var nærri drukknuð bók ein sem fyrst var gefin út á Akureyri árið 1915 en nú endurútgefin af bókaútgáfunni Hildi eftir að hafa verið ófáanleg í fjölda ára. Bókasafnarar og áhugamenn um hestamennsku, sem kappkosta að viða að sér öllu finnanlegu lesmáli um áhugasviðið, eru sjálfsagt þakk- látir tækifærinu til þess að bæta þessum sjötuga öldungi í gloppuna á bókaskápnum sínum. Satt best að segja hefur bókin í dag lítið annað gildi en sem safngripur og sem lesn- ing vart annað en spauglegt innlit í það hvemig hestamennska íslend- inga fyrir sjötíu árum rúmum hefur komið útlendingi fyrir sjónir. Það var heldur klaufalegt að fylgja bókinni úr hlaði með stóryrðum og auglýsingaskrumi eins og því að hún væri „silfursvipa hins sanna hesta- manns“ og „dýrgripur sem hesta- menn, erlendir sem innlendir", hefðu þráð að eignast. Við nánari skoðun hestafólks af nútímakynslóð, sem aldrei hefur heyrt af tilvist bókar- innar „Hestar og reiðmenn á Is- landi“ eftir George H.F. Schrader, verður strax ljóst að þetta oflof gæti verið hlálegt háð. Það blasir við að bókin átti einu sinni erindi við íslendinga og var þá skrifuð með það að leiðarljósi, að „vinur er sá sem til vamms seg- ir“. í formála, sem skrifaður er á Akureyri í ágúst 1913, kemur fram að höfundur vill leyfa reiðmönnum á Islandi að sjá sig sjálfa með ann- arra augum. En aðfinnslur varðandi reiðlag, hörð beislismél, fótabúnað og annað ámóta, sem hvarf hér af sjónarsviðinu með sauðskinnsskón- um á sínum tíma, hittir ekki í mark á því herrans ári 1986. Hitt er áreiðanlega rétt hjá útgef- endum að bókin hefur verið langt á undan sínum tíma þegar hún kom út, en það var rétt upp úr síðustu aldamótum. Nú hefur um allangt bil öldin verið allt önnur. Höfundur kemur í bókinni víða við. Hófar, hófhirða, jámingar, hest- hirða, fóðrun, hesthús, sjúkdómar, áseta, reiðlag, beislisbúnaður og hvaðeina em meðal þess sem hann grípur á. Allt hefur þetta verið holl lesning á þeim tíma. En síðan hafa margir riðið á þau vöð og miðlað af nýrri fróðleik. Ráðunautar, tamn- ingamenn, reiðmeistarar, dýralækn- ar og fleiri hafa í millitíðinni komið Bókmermtir Guðmundur Pétursson frá sér í góðum bókum og á aðgengi- legu lesmáli kunnáttu sinni og hollráðum, sem þessi bók stenst eng- an samanburð við. Margt er þó við bókina sem er útgáfunni til sóma. Prentun og band er vandað og þýðingin er góð, á stundum skemmtilega frumleg. Þama sér maður í fyrsta skipti heit- ið „hófskekill" notað yfir króksáhald sem notað er til þess að stanga óhreinindi innan úr hófskálum og hælraufum. Hnyttin og kurteisleg er tilraun til nýyrðis eins, „skref- mót“, yfir það sem durtar í daglegu tali kalla einfaldlega klof. Svo að það má víða hafa ánægju af því að lesa textann í þaula auk þess sem margar ágætis myndir eru í henni, að vísu talsvert gamlaðar sumar. Við endurútgáfu bókarinnar hefði þó alveg að skaðlausu mátt sleppa margra blaðsíðna töflum yfir verðlag sem gilti um síðustu aldamót. Hey, hafrar og annað kjamfóður er ekki metið til svo og svo margra aura í dag. Né heldur fengist reiðhestur á 150 krónur, ekki einu sinni annað lærið af nýslátmðu sumargömlu fol- aldi. Það er kannski fullt eins heppilegt að kaflinn um ganglag hesta birtist ekki fyrr en á blaðsíðu 180. Ella væri hætt við að hestamaðurinn í dag mundi hætta lestrinum og leggja bókina frá sér. Af lýsingu höfundar á sjálfum eðalganginum, hýmspor- inu, töltinu og hvemig það sé sargað út úr hestinum, fer lesandann að gmna að höfundur hafi kannski ekki verið ýkja laginn reiðmaður og sem slíkur varla aflögufær um þekkingu á hestum. Það krimtir sjálfcagt í ein- hveijum knapanum í dag að lesa: „Töltið er í miklum metum á Is- landi, þó ljótt sé.“ Eða áskorun höfundar um að menn ríði drösulum sínum heldur á valhoppi, sem stund- um er kallað kýrstökk, og hefur ekki þótt yfirmáta reiðmannslegt hér á Fróni. Eitt það fallegasta við þessa útgáfu og langgimilegast til eignar er því miður ekki á markaðnum. Það er forsíða kápunnar. Myndin sú hlýtur að vera fallegt og mikilfenglegt mál- verk. Hún dregur þann, sem skoðar, í einni andrá langt upp á heiðar eða íram í afdali. Það er af henni jafn rammíslenskur keimur og sjálfúm Bjarti í Sumarhúsum. Hún er merkt Gunnari Þorleifcsyni, og hann heföi líka getað notað skýjafarið á henni til að myndskreyta kvæðið um Egg- ert Ólafeson. GP Frjálst.óháð dágblaö A MORGUINI Stundum finnst mönnum útlitið í refaræktinni dökkt. Á öðrum stundum sjá menn mikla möguleika. Dr. Stefán Aðalsteinsson hefur leitað að kostum gamla íslenska melrakkans og fundið sitthvað merkilegt. Allt um það í helgarblaðinu. Úti í Kaupmannahöfn býr íslendingur sem sýkst hefur af hinum skæða sjúkdómi eyðni. Hann ræðir málin í helgarblaðinu. Með kvikmyndinni American Graffiti varð gulldrengurinn George Lucas frægur. Sjónvarpið sýnir myndina um helgina en í helgarblaðinu er sagt frá meistaranum sem gerði hana. Leikfélag Reykjavíkur er að verða nírætt. í helgarblaðinu er sagt frá starfinu í litla leikhúsinu við Tjörnina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.