Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Qupperneq 30
42 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. SMÁSKÍFA VIKUNNAR THE SMITHEREENS - In A Lonley Place (ENIGMA) Ekki er hægt að segja að árið byrji illa í smáskífun- um þegar hægt er að ylja sér við gæðapopp eins og þetta lag nýliðanna frá New York (sem reyndar standa vonir til að komi hingað innan skamms). Þetta er íðilfagurt lag af gamla skólanum, engir hljóðgervlar, kassagítar- inn leikur aðalhlutverkið ásamt þýðum röddum Pat DiNizio og Suzanne Vega sem aðstoðar. AÐRAR GÓÐAR JACKIE WILSON - Reet Pet- ite (SMP) Þessi skífa er ekki bein- línis ný; frá 1957 en þar sem þessi dálkur fyrirfannst ekki þá er við hæfi að fjalla um þetta lag nú, ekki síst fyrir þær sakir að það var nýlega endurútgefið. Hér eru að sjálfsögðu ekki heldur neinir hljóðgervlar en þeim mun meira af blásturshljóðfærum, sem sagt gamla sveiflan í fullu verðgildi og söngvarinn fer á kostum, en hann er því miður allur fyrir nokkrum árum. Þetta er einfaldlega stórgóður ellismellur í orðsins fyllstu merkingu. IMPERIET - Cafe Cosmopol- itian (MISTLUR) Öðruvísi lag frá einni fremstu rokksveit Svía; harmónikkan skapar létt- franska stemningu en undir slær bassinn þéttan taktinn með aðstoð tromm- anna. Yfir svífur svo seiðandi, hálfhvíslandi rödd Joakims Tháströms. Harmónikusólóið er meiri- háttar. INOKKRAR EKKI NÓGU GÓÐAR PETER GABRIEL - Big Time (CHARISMA) Það er greinilegt að nú er farið að fækka bitastæð- um lögum á plötunni hans Peters Gabriel, þetta verð- ur enginn smellur, lagið of entóna, harðneskjulegt og vantar alveg þessa gríp- andi línu sem þarf. BANGLES - Walking Down Your Street (CBS) Hér er sömu sögu að segja, það er að þetta lag verður ekki langlíft á vin- sældalistum, engu að síður þokkalegasta lag en ekki af því kaliberi sem fyrri smaskífur Bangles hafa ve- rið. Hressilegasta rokklag en neistann vantar. -SÞS John Lennon - Menlove Ave Aldrei of seint Menlove Ave inniheldur nokkur lög með John Lennon sem ekki hafa litið dagsins ljós í þeim útgáíúm sem hér er boðið upp á. Sum laganna eru þekkt Lennon lög, önnur minna þekkt og enn önnur þekktir slagarar annarra lagahöfunda. Það er Yoko Ono er sá um útgáfu plötunnar og nafriið Menlove Ave er stytting götuheitisins Menlove Avenue þar sem John ólst upp í Li- verpool. Upptökumar eru allar frá 1974-75 og einmitt gerðar á því tímabili þegar John og Yoko bjuggu ekki saman. Fyrri hlið plötunnar inniheldur lög sem voru tekin upp um leið og lög er fóru á Rock’n’ Roll albúm Lennons. Þar kemur mikið við sögu Phil Spect- or upptökumeistarinn og lagahöfund- urinn sem átti mikið samstarf við Lennon á þessum árum. Eins og þeir sem hlustað hafa á Rock’n’ Roll vita innihélt platan að mestu gömul rokk- lög og var um „live“ upptökur að ræða. Enda var platan hrá. Sama er að sjálf- sögðu uppi á teningnum hér á fyrri hlið Menlove Ave. Þau tvö lög á fyrri hliðinni sem eru eftir John, Here We Go Again og Rock ’n’ Roll People, eru að vísu ekki merkilegar lagasmíðar og skiljanlegt að þau væru látin mæta afgangi á sín- um tíma. Aftur á móti er meðferð Lennons á gömlu slögurunum, Angel Baby, Since My Baby Left Me og To Know Her is To Love Her, virkilega góð og útsetningar Spector sérlega skemmtilegar. Það kveður nokkuð við annan tón á seinni hlið plötunnar. Sameiginlegt með fyrri hliðinni er að upptökur eru „live“. Þar birtast manni þekkt Lenn- onlög í einfaldari útsetningum en upprunalega. Þekktustu lögin eru að sjálfsögðu Steel And Glass og Nobody Loves You (When You’re Down And Out). Góð lög sem alltaf verða bundin minningu Lennons. Önnur þekkt lög eru Scared og Bless You, ágæt lög sem samt standa að baki fyrmefndu tveim- ur. Fimmta lagið, Old Dirt Road, er nokkuð einkennileg lagasmíð. Lennon fær hér að láni kafla úr þekktu lagi eftir Harry Nilson og spinnur í kring; um það eiginlega án árangurs. Á þessum árum voru kynni þeirra Nilson og hans nokkuð náin og sukkuðu þeir mikið saman á skilnaðarárum Lenn- ons. Þótt ekki bæti Menlove Ave við hróður Lennons þá má segja að aldrei sé of seint að gefa út áðurútkomin verk og upptökur með einum mesta snillingi aldarinnar í tónlistarheimin- um. að bíta úr nálinni með ertur- lyfjaklúðrið sem hann kom sér í í haust. Skömmu fyrir lokinni yfirheyrslu. Tveir piltarvoruiför með Boy rétt fyrir jól. Hljómsveitin átti átta ár að baki og þau öli nokkuðstormasöm. I fyrstu vakti hún beeði at- Tónlist úr myndinni Captive-The Edge Fyrir upprisu Auðmannsdótturinni Rowenu er rænt af nokkrum hryðjuverkamönn- um. Þeir fá stúlkuna á sitt band með ýmsum miður góðum aðferðum. Að lokum telst hún fullgildur meðlimur hópsins. Svona er söguþráðurinn i myndinni Captive sem óneitanlega ber keim af Patty Hearts málinu margfræga. Burt- séð frá því er tónlistin við myndina allrar athygli verð. Höfundur hennar og flytjandi er gítarleikari hljómsveit- arinnar U2, The Edge. Nánast ekkert hefur heyrst í írunum síðan þeir gáfu út plötuna The unforgettable fire 1984. Þeir hafa að visu unnið eitthvað hver í sínu lagi. Edge semur til að mynda tónlistina í Captive og söngvarinn Bono söng In a lifetime með Clannad. í Captive sannar Edge, svo ekki verður um villst, að hann er glúrinn lagasmiður. Tónlistin er einfold og yfirveguð. Yfirbragð hennar er dul- úðugt og heillandi í senn. Edge leikur á öll hljóðfæri á plötunni ásamt Mic- hael Brook. Laglínur eru í flestum tilfellum leiknar á hljómborð. Gítar eða trommur taka undir þegar við á. Platan byrjar á lagi sögupersónunn- ar Rowenu. Rólegt og melódískt lag þar sem fágaður kassagítarleikur Edge ræður ferðinni. Næsta lag, Heronine, sker sig algerlega úr miðað við annað efiii á plötunni. Það er mun kröftugra og eina lagið sem er sungið. Góðkunn- ingi þeirra U2 pilta, Steve Lillywhite, stjómar upptökum í þessu ágæta lagi sem er án vafa besta lag plötunnar. Þriðja lagið á A hliðinni, One foot in Heaven, er svo dæmigert lag fyrir elt- ingarleik, taktfast og vekur upp nauðsynlega spennu. Annað eíhi plöt- unnar er dæmigert fyrir kvikmynda- tónlist almennt. Vafasamt er að tala um nokkur lög. Þetta em samhengis- lausar hendingar sem Edge og Brook gætu allt eins hafa leikið af fingrum íram. Þessi hluti plötunnar stendur engan veginn einn sér. Samhengið fæst ekki fyrr en menn hafa séð mynd- ina. Engu að síður er platan, Captive, kærkominn biti. Edge er hér í fínu formi, hvort sem er í lagasmíðum eða sínum sérstæða gítarleik, þó tónlistin njóti sín vafalítið best í mvndinni sjálfri. Nú bíður maður spenntur eftir upp- risu U2. -ÞJV Eric Clapton - August í fínu formi Aðdáendur gamla gítarguðsins Erics Clapton gátu byrjað jólahátíðina óvenju snemma í fyrra því skömmu fyrir jól sendi kappinn frá sér enn eina sólóplötuna. Þessi ber nefnið August og inniheld- ur ellefú lög, hvar af Clapton semur sex að öllu eða einhveiju leyti. Ýmsir nafntogaðir menn koma við sögu á August og þar skal fyrstan nefna Phil Collins sem stjómar upp- tökum og semur eitt lag í félagi við Clapton auk þess sem hann leikur á trommur og syngur með. Síðan má nefna Tinu Tumer sem syngur eitt lag með Clapton og syngur bakraddir í öðru. Þá kemur gamli Procul harum píanístinn Gary Broo- ker við sögu í einu lagi. Á þessari nýju plötu fer Clapton troðnar slóðir, blúsinn er ætíð skammt undan en það sem kannski gerir þessa plötu hans betri en margar fyrri sóló- plötur em sterkari og jafnari tónsmíð- ar samfara góðum útsetningum. Og þar á Phil Collins stóran þátt, það má glögglega heyra á plötunni. Samt heldur hann áhrifum sínum meira í bakgmnninum þó svo að í nokkrum lögum sé að mínu mati of mikið af Phil Collins en ég teldi æski- legt á plötu með Eric Clapton. Engu að síður er þetta virkilega ánægjuleg plata fyrir alla blúsrokk aðdáendur og þá sérstaklega aðdáend- ur Erics Clapton. Gamli guðinn virðist vera í fínu formi, gítarleikurinn enn í hæsta gæðaflokki og Clapton fer bara fram sem söngvara með hverju árinu sem líður. -SÞS- ýmiss konar. Liðsmenn Dead kt mur útsmáskifa með hon iiw s Call en minnmgi! færaleíkara i laginu er IVIark góðír vinir... Brian Wilson sá elsti og reyndasti þeirra margír spenntir þvi það er sem hafa veríð i tæp þrjátíu eru ffein stórmenni sem eru með plötur í bigerð. Prince er horfinn inn i hljóðver og sömu sögu er að segja um þá Bryan Ferry, Mike Old- eflaustennfieiri. ., Nier i hljóði i Danmörku að næst- komandi sumar muni troða upp á Jdrættsparken í Kaup- mannahöfn enninn aimar en arnir verðí ekki af lakari endanum, eða Tom Petty & The Heartbreakers. Eins gott

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.