Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1987, Síða 32
44 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Madonna er fyrirmynd bandarískra ungmenna en ekki Ronald Reagan eins og landsmenn höfðu álitið fram að þessu. Þetta kom fram í könnun sem gerð var meðal skóla- barna á aldrinum átta til tíu ára og aðspurð fullyrtu meira en fimmtíu og fimm prósent þeirra að forsetaembætti vildu þau alls ekki gegna í framtíðinni. Draumastarfið er að verða skemmtikraftur og var Ijóskan Madonna langefst á blaði þegar goðin voru skrásett. Nokkrar stelp- ur voru þó til í að gerast hjúkkur og strákarnir löggur en þessi draumastörf voru þó í litlum metum hjá hinum smávöxnu þjóðfélagsþegn- um. Dolly Parton pillaði af sér fjórtán kíló um daginn og segist aldrei hafa soltið betur á ævinni. Þetta var bráðnauðsynlegt í stöð- unni því Dolly er að mark- aðssetja nýja megrunarlínu í eigin nafni og ekki þótti við hæfi að hafa höfundinn sjálfan stríðalinn meðan auglýsingaherferðin stæði sem hæst. Sem betur fer heldur Dolly bestu bogalín- unum ennþá og er þess vandlega gætt að vörumerk- in tvö á frontinum hljóti engan skaða af næringar- leysinu. Liberace hefur ekki bara áhuga á skartgripum og fallegum föt- um. Þessi tíu ára gamli strákhnokki á nú hug hans allan og þeysa þeir saman um alla jarðkringluna. Drengurinn heitir Eric Ha- melin og spilar á hljómleik- um skrautfuglsins hvenær sem því verður við komið. Aðspurður segir Liberace snáóann Eric undrabarn í píanóleik og spáir honum gífurlegum vinsældum, frægð og frama í framtíðinni. Mikill mannfjöldi safnaðist saman á hinum gamla sparkvelli KR-inga sem innan tíðar verður aðsetursstaður ungra vesturbæinga á fyrstu þrepum Þrettándinn: Vestast í vesturbænum Það var mikið um dýrðir á hinum gamla sparkvelli KR-inga þegar tek- in var skóflustunga að nýju skóla- húsi Vesturbæjarskólans í Reykja- vík. Ibúasamtök vesturbæjar stóðu að hátíðardagskrá þar sem menn helguðu sér land að fornum sið, tendraður var þrettándaeldur og sungið hressilega undir stjórn Ragn- hildar Gísladóttur. Núverandi nemendur Vesturbæjarskólans mættu hátíðabúmr til athafnarinnar og fjöldi annarra hverfisbúa kom til þess að samfagna núverandi og væntanlegum skólabörnum. Þrettándabrennan logaði þrátt fyr- ir skemmdarverk fyrr um daginn þar sem kveikt hafði verið í bálkestinum allmörgum klukkustundum fyrir til- settan tíma. Hreinsunardeild borgar- innar brá við skjótt og bjargaði málum þannig að unnt yrði að dansa í kringum eldinn um kvöldið. Borg- arstjórinn í Reykjavík - Davíð Oddsson - tók fyrstu skóflustung- una, KR-ingar afhentu sinn gamla sparkvöll formlega í hendur skóla- yfirvalda og athöfninni lauk með flugeldasýningu sem var gjöf frá JL-húsinu til sinna væntanlegu ná- granna þarna vestast í vesturbænum. Davið er dugmikill borgarstjóri og þarna er engu líkara en hann ætli einn og sjálfur að taka grunninn að nýja skólanum. Hann vantaði þó allar teikningar og lét sér nægja eina skóflustungu. Menn helguðu sér land þetta þrettándakvöld að fornum íslenskum sið - karlmenn með kyndlum en konurnar teymdu kvigu. Sú skjöldótta hafði því veigamiklu hlutverki að gegna og átti hug og hjörtu stelpnanna á staðnum. Nemendur Vesturbæjarskólans mættu prúðbúnir til athafnarinnar en hætt er við að einhverjir verði komnir of vel á legg áður en nýja skóla- húsið rís til þess að njóta góðs af framkvæmdunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.