Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987.
4 36
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Diana
prinsessa
er vinsælasti Bretinn á erlendri
grund ef marka má könnun sem
gerð var fyrir breska tímaritið
Womans Own. Enginn skákar
henni i Vestur-Þýskalandi, Jap-
an, Ástralíu, Suður-Afríku og á
Spáni því í þessum fimm þjóðl-
öndum lendir hún örugglega í
fyrsta sætinu. Hallarbúar brosa
nú hringinn alsælir yfir frammi-
stöðu Diönu á þessu sviði.
Margaret
Thatcher
hefur það af að skáka Diönu í
vinsældum vestan hafs og er
eini Bretinn sem nær að komast
fram fyrir prinsessuna. En bre-
skir hafa ástæðuna fyrir því
alveg á hreinu - þetta er sumsé
vegna þess að Ameríkumenn
elska bæði breytingar og
hneyksli en Di hefur ekki átt
neinn þátt í slíku að undanf-
örnu. Hvað Járnfrúin var að
þedrífa svo ákaflega hneykslan-
legt að henni tókst að krækja í
fyrsta sæti vinsældalistans kem-
ur hins vegar hvergi fram í
niðurstöðunum.
Fergie
er alls staðar með sæti á fyrr-
nefndum listum en misframar-
lega þó. Hæst ber rauðtoppu I
Ástralíu þar sem hún er I öðru
sætinu - næst á eftir Di - og
segjast landar hennar þess full-
vissir að hún muni skáka Diönu
þar í landi strax eftir fyrstu heim-
sóknina til andfætlinganna.
Fergie er engin postulínsbrúða
heldur kvenmaður af holdi og
blóði og er að því leyti keimlík
kynsystrum sínum I Ástralíu.
Ekki spillir það heldur að móðir
hertogaynjunnar hefur um ára-
bil verið þar búsett og finnst
Áströlum Fergie sem stelpan I
næsta húsi.
Systur og
bræður á Sögu
Bræöurnir Þórhallur og Haraldur Sigurðssynir eru landsþekktir fyrir sér-
stæðan tjáningarmáta.
Hinar dansandi systur, Ingibjörg og Guðrún Pálsdætur, hafa oftast sést
svifa á fjölum Þjóðleikhússins en eru núna við sömu iðju á sviði Súlnasal-
arins. DV-myndir BG
Laddi og félagar hafa sest að á sviði Súlnasalarins - Hótel Sögu - og
skemmta gestum með sinni alkunnu snilld. Þarna er á ferðinni stórgríns-
skemmtun frá hendi Gríniðjunnar en þar eru starfsmenn - auk Ladda -
Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson og Haraldur Sigurðsson. Frumsýn-
ingunni um síðustu helgi var tekið með miklum fögnuði og mun uppákoman
verða fastur liður í skemmtidagskrá hótelsins á næstunni.
Eyðni-
ilmur
Nýjasta afrek Liz Taylor er í ilmvatnsbisnessinum. Samkvæmt Reutersfrétt-
um er kerla nú að markaðssetja nýtt ilmvatn með sínu nafni - og eru
berendur þekkjanlegir á sterkum blóma- og austurlandafhyk sem leggur af
þeim jafnvel fyrir næstu húshorn. Stór hluti ágóðans mun renna til þess að
fjármagna eyðnirannsóknir.
Á blaðamannafundi, sem haldinn var um miðjan þennan mánuð til þess
að kynna ilminn eina, bar bomban til baka allar flugufregnir um fyrirhugað
hjónaband hennar og leikarans George Hamilton.
„Við höfum það gott saman eins og er - því þá að reyna að klúðra svo
ágætu ástandi,“ sagði Liz stuttaralega. Og leikkonan veit svo sannarlega
hvað hún syngur í því efni - byggir niðurstöðurnar á sexfaldri reynslu.
Það áttu fleiri afinæli en Leikfélag Reykjavíkur. Benny Andersson abba-
menni varð fertugur um áramótin og hvarf sporlaust frá Svíþjóð um sama
leyti. Hann fannst þó síðar spígsporandi um eyðieyju í Karíbahafinu ásamt
eiginkonunni, Monu, og besta vininum, Bimi Ulvaeus, sem er hitt bé-ið í
abbasamsteypunni. Hann var sumsé að heiman á aftnælisdaginn.
Fertugur
á flótta