Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987. Dægradvöl Stjörnuspeki: Skrífað stendur Texti: Borghildur Anna DV-myndir Ragnar S. „Hvað er eiginlega að gerast í bæn- um?“ spurði forviða starfsmaður á skrifstofu fæðingardeildar Landspítal- ans í Reykjavík. Spyrjandinn er Hjördís Sveinbjömsdóttir og hefur hún svo sannarlega ástæðu til að undrast. Að undanfömu hefur síminn ekki þagnað á skrifstoíunni - og stöð- ugur straumur fólks kemur og bankar upp á hjá þeim að auki. Allir hafa sama erindið fram að færa: „Geturðu gefið mér upp nákvæman fæðingar- tíma?“ Ástæðan er aukinn áhugi á stjömu- speki. Til þess að geta látið gera fæðingarkort þurfa menn að vita ná- kvæman fæðingartíma - stað og stund. Ef réttur tími er ekki fyrir hendi er ekki nokkur leið að vita rísandann með nokkurri vissu - sem er ákaflega mikilvægt atriði - og er það mjög til baga við túlkun kortsins síðar. Því hafa menn samband við það sjúkrahús sem þeir höfðu fyrst viðdvöl í þégar innreiðin var gerð í þennan heim - það er að segja ef fæðingarstundin er ekki alveg á hreinu. Sjúkrahúsin gerðu hins vegar ekki ráð fyrir slíkum uppákomum við skipulagningu skjala- geymslanna og á Landspítalanum setja hinir verðandi stjömuspekingar svo sannarlega strik í reikninginn. Mamma á afmæli - hvenær? „Kannski er það verst að margir sem hringja vita ekki fæðingardag móður sinnar sem er forsenda fyrir því að við finnum skýrsluna," segir Hjördís. Að fenginni þeirri vitneskju á hún eftir að fara niður í kjallarann og róta þar lengi í gömlum skýrslum við hinar frumstæðustu aðstæður. Ekki bætir úr skák að margir sem biðja um þessa þjónustu gegnum síma gera sér ekki grein fyrir fyrirhöfninni og láta því ekki svo lítið að sækja hinn skráða fæðingartíma. Hrúga af slíkum ósótt- um vottorðum liggur á skrifstofunni og sífellt hækkar bunkinn. FÆDtNGARKORT f fí.ív.>«> <>!} -afc&S&í «».ír>?,<.. !,:,»>*<>) . >* '••?>K; m vtttfi* ;íOS-> 4 >,'><•"•.*?•<.irxís *><»:«■>>**^ivssíts ÍJítiA " ' ' Stjörnukort fyrir Heimsmynd „Ég var nú héma út af öðru,“ segir Herdís Þorgeirsdóttir, ritstjóri Heims- myndar. Hún stendur inni á skrifstofú Stjömuspekimiðstöðvarinnar við Laugaveg og rýnir í stjömukortið sitt ásamt æðstapresti staðarins - Gunn- laugi Guðmundssyni. Herdís er að láta renna korti fyrir þekktan íslenskan stjómmálamann en hennar fékk að fljóta með í kaupunum. Þar er ýmislegt fróðlegt að sjá - hún er til að mynda vatnsberi með tunglið í meyju. Margir vatnsberar hafa lagt fyrir sig störf sem em áberandi í þjóð- félaginu og þá oft tengd stjómmálum - Reagan Bandaríkjaforseti er ágætt dæmi um slíkan vatnsbera. Þar sem Herdís hefur svo tunglið í meyju kem- m- inn hagsýni og gagmýnt hugarfar. Gunnlaugur segir greinilega aukinn áhuga á stjömuspeki frá því að hann byrjaði að starfa við þetta fyrir sex árum. Hann giskar á sjötíu til áttatíu prósent aukningu og ekki síst núna frá því fyrir síðustu jól. „Það er einnig aukning á beiðnum um fyrirlestra í félögum frá síðasta hausti og almennur vaxandi áhugi á stjömuspeki í heiminum. Samtök áhugamanna um stjömuspeki er mjög líflegt félag - næsti fundur er í byrjun febrúar á Hótel Loftleiðum og þar verður fiallað um húsin.“ Jón Óttar til umræðu Það er stöðugur straumur fólks inn til Gunnlaugs alla daga en ekki verður hjá því komist að láta fljóta með sam- tal stjömuspekingsins við einn nemanda af námskeiðum sem hann hefur haldið. Hann réttir Gunnlaugi fæðingarkort yfir borðið og segist ætla að prófa hann - vill fá að vita hvaða manngerð er þama á ferðinni. „Ljón með tunglið í meyju og rísandi sporðdreki," segir Gunnlaugur hugs- andi og skoðar kortið nánar. Herdís Þorgeirsdóttir var aö láta renna korti fyrir einn af stjórnspekúlöntum þjóðarinnar. Stjörnu- spekingurinn, Gunnlaugur Guðmundsson, renndi þá hennar korti i leiðinni og þar var auðvelt að finna skýringar á fjölmiðlaáhuga Heimsmyndarritstjórans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.