Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987. Útlönd i>v Mannkynið bráðum fimm milljarðar Á miðju þessu ári munu íbúar jarðarinnar verða fimm milljarðar en þeir urðu fjórir milljarðar árið 1974. Er greint frá því í skýrslu sem Sameinuðu þjóðimdr birtu í gœr. Fjölgunin kemur ekki á óvart þar sem mannkynið var þrír millj- arðar árið 1960. Frá miðjum þriðja áratugnum liðu aftur á móti þrjá- tíu og fimm ár meðan mannkyninu fiölgaði úr tveimur milljörðum í þrjá og meira en öld leið er því fiölgaði úr einum milljarði í tvo. Mest er fiölgunin í Áfríku, Suð- ur-Ameríku, Suður-Asíu og Aust- ur-Asíu. Rústir 19 fomra borga Fomleifafræðingar hafa fúndið í Kína rústir nítján fomra borga. Sumar þeirra eru taldar meir en tvö þúsund ára gamlar. Fundust þær í norðausturhéraðinu Heil- ongjiang. Er þetta landbúnaðarsvæði sem áður var fenjaland. Stærsta borgin virðist hafa spannað nær einn ferkfiómetra og fylgir henni mikið vegakerfi, tveir borgarmúrar og virkisgröf á norð- urmörkunum. Þama er þegar búið að grafa upp mikið af leirkerum. Kafbátar pukrast við Noregsstrendur Vamannálaráðuneyti Noregs bárust á síðasta ári yfir 50 tilkynn- ingar þar sem borgarar höfðu séð til kafbáta á siglingu við Noregs- strendur. Er þama einvörðungu talað um kafbáta sem ekki var vit- að um deili á. Er talið fúllvíst að margir þess- ara kafbáta hafi verið erlendir og í algjöru óleyfi innan norskrar landhelgi. Margsinnis var floti og flugher kallaður út til leitar inni á fiörðum þar sem kafbátamir höfðu sést en aldrei bar leitin ár- angur. 15 handteknir fyr- ir mafíutengsl ítalska lögreglan handtók í gær fimmtán menn sem sakaðir eru um hlutdfeild í glæpastarfsemi maf- íunnar. 400 lögreglumenn tóku þátt í því að ríða netið um menn- ina. Ellefú mannanna vom hand- teknir í Castellamare del Golfo á vesturhluta Sikileyjar, tveir í Pal- ermo og tveir á Norður-Ítalíu. Þeir em sakaðir um hlutdeild í svikum mafíunnar varðandi bygginga- framkvæmdir á vegum þess opin- bera á Vestur-Sikiley. Tukthúslimur strauk frá bhíði sinní Breskur tukthúslimur, sem af- plánar tólf ára fangelsi fyrir rán og skotárásir, braust út í frjálsræð- ið þegar honum var veitt undan- þága til þess að yfirgela fangelsið til þess að láta gifta sig. Brúðina skildi hann eftir flóandi í tárum. Sex menn, sem földu andlit sín á bak við lambhúshettur, réðust á leigubifreið brúðhjónanna, vopn- aðir jámstöngum. Bmtu þeir bílrúðumar og neyddu fangavörð- inn, sem fylgdi brúðgumanum handjámaður við hann, til þess að losa handjámin. Sluppu þeir burt allir sjö þótt urmull lögregluþjóna væri við dómshúsið þar sem hin borgaralega giftingarathöfii átti að fara fram. Fangelsisstjómin sætir nú mik- illi gagnrýni fyrir að hafa hleypt fanganum út fyrir múrana. Þrír fórust og tveggja til viðbótar var saknað eftir að gassprenging tætti í sundur íbúðarblokk í Númberg í Bæjaralandi í fyrrinótt. Björgunarsveitum tókst að grafa alla aðra íbúa út úr rústunum. Fimm þurfti að leggja inn á sjúkrahús vegna meiðsla. Blokkarbyggingin var fiögurra hæða og gjöreyðilagðist í sprenging- unni. Einn íbúanna í húsinu hafði þó um miðnæturleytið fundið gaslykt og gert viðvart svo að velflestir vom komnir út áður en sprengingin varð. Fjölmiðlarisinn Rupert Murdoch kom til Sydney í Ástralíu í gær, sann- færður um að hann gæti staðist samkeppnina um yfirráð yfir stærsta fiölmiðlafyrirtæki Ástralíu. Sagði hann við fréttamenn að hann hefði þegar komist yfir fiömtíu og tvö prósent hlutabréfa í fyrirtækinu Her- ald and Weekly Times og að hann Tveir bræður, 21 árs og 23 ára gaml- ir, sem bjuggu á jarðhæð, vom þó ófundnir í rústunum þegar síðast frétt- ist. hefði ekki hug á að láta þau af hendi. Keppinautur hans, John Fairfax Ltd., hefur boðið hærra og einnig farið fram á dómsúrskurð þess efnis að Murdoch verði ekki leyft að skrásetja hlutabréfin í sínu nafni þar til gagntil- boðið hefur verið rætt. Þrátt fyrir það kvaðst Murdoch ekki ætla að hækka tilboð sitt í fyrirtækið. Rupert Murdoch, eigandi stærsta fjölmiðlafyrirtækis í heimi, heldur átram tilraunum sínum til þess aö stækka við sig og er nú kominn tll Ástralíu í þeim tilgangi. - Símamynd Reuter Tólf myrtir í S-Afríku Lögreglan í Suður-Afríku leitar nú að byssumönnum er myrtu tólf manns snemma í gær í þorpinu Kwamakhuta. Gerðu þeir skotárás á hús nokkurt og réðust síðan inn í nærliggjandi kofa þar sem þeir slátmðu sjö böm- um sem lágu í fasta svefni. Vom bömin á aldrinum þriggja til sjö ára, að sögn vitna. Fjölmiðlarisinn gefst ekki upp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.