Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987. 15 Fjármálastefha Framleiðsluráðs landbúnaðarins Fyrir skömmu kom fram hugmynd um að rétta við fjárhag Eggjasam- lagsins með því að hjálpa því að kaupa eitt stærsta eggjabú landsins. Það væri nú eftir öðru hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins að ausa úr sjóðum okkar í einhveija stórhis- ness-karla og telja fólki trú um að þetta sé nauðsynlegt til að koma á stjórnun- eggja- og kjúklingabúa. Það er hin mesta firra, hér átti rétt einu sinni að hlaða undir stórbúskap og fjárglæframennsku. Eggjasamlagið fékk á sínum tíma fyrirgreiðslu og varð á þeim forsend- um að sarrna tilverurétt sinn, átti að verða styrkur fyrir þá smáu en varð í raun, eins og að því var stað- ið, bein ögrun við stóru búin og út frá því skapaðist það versta verð- stríð er komið hefur, auðvitað í þágu neytenda enda eru þeir komnir með eggjaverð inn í samninga um kaup og kjör. Alþingismenn og aðrir hátt settir verkalýðsforkólfar leggja lík- lega annað mat á lífskjör eggja- bænda en sín eigin eða var ekki „kjaradómur“ að færa þeim myndar- lega kauphækkun fyrr í vetur? Kröfur kjúklingabænda um stjóm- un koma nokkuð á óvart því að fram undir þetta hafa þeir viljað allt frem- ur en afskipti stjómvalda nema auðvitað þessir fáu er komist hafa bakdyramegin í sjóða- og bankakerf- ið. Vonandi gerist það ekki að farið verði að greiða útflutningsuppbætur á fuglakjöt á sama tíma og reynt er með öllum ráðum að draga úr fram- leiðslu á dilkakjöti til að fella niður útflutningsuppbætur á því. KjaUarinn Jóhannes Jóhannesson bóndi Eru í því aö mismuna bænd- um Þeir em við sama heygarðshomið hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins við innheimtu sjóðagjalda á egg, ganga hart að þeim smáu og skilvísu en láta hina vera. Jafhvel svo að ekkert samband hefur verið haft við suma eggjabændur um þau 2,25% er farið var að ganga eftir 1985 til viðbótar við 1,35% gjald er áður gilti. Líklega hefði verið bæði skyn- samlegra og heiðarlegra að láta 1,35% duga og jafnt yfir alla ganga. „Því miður em sumir búnir að koma sér þannig fyrir fjárhagslega að þýðingarlaust er að tala við þá um greiðslu á sjóðagjöldum," sagði Gunnar Guðbjartsson hjá Fram- leiðsluráði bænda. Það er dálaglegt hjá frammámanni bænda að segja svona lagað og starfa eftir því á þann veg að pína okkur, þessa skilvísu, til að borga og þeir fjármunir síðan notaðir handa þeim er „þýðingar- laust er að tala við“. Hvemig geta þeir hjá F.L. forsvar- að innheimtu 3,6% gjalda á búgrein sem ekki aðeins þeir bmgðust um að koma stjómun yfir heldur bein- línis kyntu undir átök með því að ausa fjármagni í einstaka aðila. Þeg- ar ég hóf eggjaframleiðslu vonaðist ég eftir stjómun til að takmarka veldi stórbúanna, helst að sett yrði takmörkun á hve stór búin mættu vera, en í seinni tíð hefur það snúist við, ég er á móti afskiptum Fram- leiðsluráðsins á eggjaframleiðslu af þeirri einföldu ástæðu að ég er búinn að missa alla trú á þeim mönnum er þar stjóma - treysti þeim ekki til að starfa heiðarlega og láta alla njóta sömu réttinda. Hvers vegna stórbúskap? Ef við veltum því fyrir okkur hvers vegna smáu búin verða svo hart úti í úthlutun á fullvirðisrétti koma mér í hug tvær skýringar, sú fyrri er hin gegndarlausa lítilsvirðing gagnvart öllum er minna mega sín og sú aug- ljósa er að „betri“ bændur em í öllum ráðum og nefhdum er máli skipta svo að þeir höfðu það í hendi sér að fóma þeim smáu í sína þágu. Þá hljótum við að hugleiða hvort stóm búin séu hagkvæmari, í sam- bandi við sauðfjárbúskap dreg ég mjög í efa að svo sé. Menn halda því auðvitað fram að fjárfestingin sé svo mikil að þeir verði að halda sinni framleiðslu óskertri. Ég held að hver og einn ætti að vera meira ábyrgur gerða sinna, ekki bara bændur held- ur líka þeir er stjóma, hvort heldur málum bænda eða annarra. Kýs ekki Framsóknarflokkinn í vor Ástæðan fyrir þvf að ég hef ákveð- ið að sniðganga Framsóknarflokk- inn í vor er ekki eingöngu frammistaða hans í því sem ég kalla eyðibýlastefriu er hann rekur með samábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Þar kemur líka inn í sú landspólitík er framsóknarmenn em famir að reka, það er að dansa í kringum kjötkatl- ana í höfuðborginni en „gleyma" landsbyggðinni, þá em átök innan flokksins orðin þeim til skammar og flokknum til tjóns og þá síðast sam- skipti mín við menn í Framleiðslu- ráði landbúnaðarins. Þegar ég hóf eggjabúskap fékk ég loforð um lán sem var afturkallað á þeirri forsendu að ekkert yrði lánað það árið, síðar kom í ljós að þeir höfðu „hjálpað" einum fuglabónda heldur myndar- lega á minn mælikvarða. Æðimörg- um árum síðar er bætt við 2,25% gjaldi á eggjaverð, sendu þeir þá umsvifalaust lögfræðing á mig til að fylgja vel eftir kröfum sínum þó að ágreiningur sé um réttmæti þessara gjalda. Framleiðslumenn hjálpuðu manni um fjármuni á ári sem „ekkert'1 var lánað og hjálpuðu til að gera þennan mann að stórbónda. Borgar hann? „Alveg þýðingarlaust að ræða við hann um greiðslu gjalda því að hann er búinn að koma sér það vel fyrir.“ (G.G.) Þetta er svo vesældarleg frammistaða að ég á ekki næg orð yfir skömmina. En eitt er vist að ég kýs ekki þann flokk sem treður á lífsafkomu minni með jafnmikilli fyrirlitningu og þessir menn hafa gert. Ég fer aðeins fram á að menn standi við sín orð, séu heiðarlegir og láti alla njóta sömu réttinda. Það virðast ekki óeðlilegar kröfur, en þó langt yfir það sem fjöldi frammá- manna okkar rís undir. Að lokum legg ég til að „Bændahöllin“ verði seld og féð notað í þágu bænda. Það er ekki ástæða til að bændur reki hótel fyrir útlendinga eins og að þeim er kreppt. Jóhannes Jóhannesson. „Það væri nú eftir öðru hjá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins að ausa úr sjóðum okkar í einhverja stórbisness-karla og telja fólki trú um að þetta sé nauðsynlegt til að koma á stjómun yfir eggja- og kjúkl- ingabú.“ Húmanista á Alþingi! Mannréttindi og manngildi eru orð sem heyrast oftar í allri umræðu núna heldur en áður. 1 sjálfu sér er það ágætt en því miður eru þau not- uð nær eingöngu í því augnamiði að slá sér upp með því að tala fal- lega. Flestir telja að hér á landi séum Kjallarinn Áshildur Jónsdóttir í Landsráöi Flokks mannsins við vel sett hvað varðar mannrétt- indi. Hér er engum stungið í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir. í versta falli fá menn bara ekki lán eða vinnu ef þeir hafa ekki réttan pólitískan lit. Og hér eru engin kynþáttavanda- mál - bara „pínulítil" mismunun sem varla er orði eyðandi á. í áramótaræðu Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra talaði hann mikið um að íslendingar ættu að láta meira að sér kveða á al- þjóðavettvangi í mannréttindamál- um. Þar hefði íslenska þjóðin virkilega eitthvað til málanna að leggja. Minnistap forsætisráðherra Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er fljótt að gleyma. Forsætisráðher- rann okkar er þar engin undantekn- ing. Hann ætti að lesa betur mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er nefriilega ekki nóg að vera í flokki sem hefur einhvers staðar á stefnuskrá orðið manngildi ef viðkomandi veit svo ekki hvað mannréttindi eru. Mannréttindabrot ríkisstjórn- arinnar Stjóm Steingríms Hermannssonar hefiir verið dugleg við að brjóta mannréttindi síðustu 4 árin. Hún tók samningsréttinn af launþegum 1983 og hefur hvað eftir annað sett lög á launþega, nú síðast í sjómannadeil- unni þegar sjómenn vom þvingaðir til samninga undir svipu laganna. Þessi ríkisstjóm hefur staðið dyggilega vörð um láglaunastefnuna og ber ábyrgð á henni. Það er lítið að marka menn sem gera þveröfugt við það sem þeir tala og það er kominn tími til að við hættum að láta slíka menn sitja í ríkisstjóm. Húmanismi Flokkur mannsins er eini stjóm- málaflokkurinn sem byggir á manngildi. Manngildisstefnan, eða húman- isminn, lítur á manninn sjálfan sem aðalatriðið í þjóðfélaginu og stað- hæfir að ekkert sé ofar manninum, hvorki ríkið né neitt annað og eng- inn maður öðrum æðri. Núverandi þjóðfélag hefur hins vegar dregið fólk í dilka og beitt það mikilli mis- munun. „Launþegar", „konur“ og „ungt fólk“ teljast til þessara undi- rokuðu hópa en þetta fólk er jafii- framt mikilvægasti drifkraftur þjóðfélagsins. Flokkur mannsins leggur áherslu á að aíhema alla mismunun gagn- vart þessu fólki. Ungtfólk: Skattar og skyldu- sparnaður felldur niður FM telur það mannréttindabrot að fólk greiði skatta en hafi ekki rétt til að vera með í að ákveða hvemig þeim er ráðstafað. Stefha FM er að enginn sé skattskyldur nema hann hafi kosningarétt. FM er á móti öllum þvingunum og vill að fólk hafi frjálst val. Þess vegna er stefna flokksins að afnema skylduspamað. Það þýðir þó ekki að þeir sem það vilja geti ekki lagt fyrir hluta af launum sínum í samr- áði við vinnuveitendur sína. Konan: Laun óháð kynferði FM lítur á það sem gróf mannrétt- indabrot að greiða konum minni laun en körlum fyrir sömu vinnu. Stefiia flokksins er að greiða skuli sömu laun fyrir sömu störf óháð kynferði. Barnið: 12 mánaða fæðingar- orlof FM vill koma til móts við þarfir foreldra og bama. Stefna flokksins er að lengja fæðingarorlof í 12 mán- uði og að foreldrar hafi frjálst val um hvemig þeir skipti orlofinu á milh sín. Þannig að feður eigi kost á því að annast böm sín til jafns við mæðumar. Launþeginn: Lögbundin lág- markslaun FM vill að mannsæmandi lág- markslaun fyrir 8 stunda vinnudag verði lögbundin þannig að fólk hafi frjálst val um það hvort það vinni eftirvinnu án þess að eiga það á hættu að svelta eða missa húsnæðið. Stefria FM er að þau fyrirtæki sem treysta sér ekki til að grpiða mann- sæmandi lágmarkslaun eða séu gjaldþrota verði gerð að samvinnu- félögum launþega með aðstoð ríkis- ins í formi lækkaðra vaxta og lengingu lána. Einnig er steíha FM að i stjómun allra fyrirtækja eigi starfsmenn sína fulltrúa sem kosnir séu af starfs- fólkinu. Húmanistaflokkur - flokkur fólksins FM hefur starfað í tvö ár og setur núna fram stefriuskrá fyrir komandi alþingiskosningar. Stefnuskrá sem tekur mið af við- ræðum okkar og skoðanakönnunum við fólk af öllum þjóðfélagsstigum og alls staðar á landinu. Þessi stefnuskrá er í stöðugri þró- un og verður þar til við getum með sanni sagt: Hér ríkir húmanískt þjóðfélag þar sem öllum getur liðið vel. Áshildur Jónsdóttir „Stjórn Steingríms Hermannssonar hefur verið dugleg aö brjóta mannrétt- indi siðustu 4 árin. Hún tók samningsréttinn af launþegum 1983 og hefur hvað eftir annað sett lög á launþega,...“ „Manngildisstefnan, eða húmanisminn, lítur á manninn sjálfan sem aðalatriðið í þjóðfélaginu og staðhæfir að ekkert sé ofar manninum, hvorki ríkið né neitt annað og enginn maður öðrum æðri.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.