Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 22. JANUAR 1987. 23 Fréttir Herferð landlæknis gegn eyðni: Frægt fólk með smokka Valgeir Guðjónsson: - Viltu láta mynda þig með smokk? Bíl stoliö og krafist lausnargjalds Rannsóknarlögregla ríkisins hand- tók síðdegis á mánudag mann sem hafði stolið BMW bifreið úr Álfhei- munum og krafið eigandann um 600 þúsund króna lausnargjald ef hann vildi fá bifreiðina óskemmda. Maður- inn viðurkenndi verknaðinn og til- raun til f]árkúgunar. Eigandi bifreiðarinnar var vakinn upp aðfaranótt mánudags og honum tilkynnt að bifreiðinni hefði verið sto- lið og lausnargjaldsins krafist. Hann trúði ekki hringingunni en annað kom í ljós um morguninn og tilkynnti hann þá RLR um stuldinn. Bifreiðin fannst á mánudaginn í Hamraborginni í Kópavogi, óskemmdur en um var að ræða eina dýrustu gerðina af BMW að verðmæti 11 til 12 hundruð þúsund krónur. Maðurinn, sem stal bifreiðinni, mun hafa komist yfir lykla að bifreiðinni fyrir tilviljun fyrir tæpum tveim mán- uðum. -SJ Smygl í Hofsjökli Sjö skipverjar af Hofsjökli hafa við- urkennt að eiga um 141 lítra af vodka sem tollgæslan fann við leit í skipinu. Áfengið fannst við venjulega leit og var falið í vélarrúmi og bak við þiljur í íbúðum skipverja. Að sögn tollgæslunnar er stutt síðan smygl fannst í Hofsjökli. -SJ Seljahverfi: Æskulýðsmiðstöð flutt annað? Ákvörðun um það hvað verður um hugmyndir um að koma upp æskulýð- smiðstöð í þeim hluta Seljahverfis sem kallað hefur verið „listamannahverfi" hefur enn ekki verið tekin af borgar- yfirvöldum, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Hjörleifi B. Kvaran hjá borgarverkfræðingi. Á sínum tíma hafði verið tekin um það ákvörðun að koma upp æskulýðs- miðstöð fyrir unglinga í hverfinu og var keypt einbýlishús i því skyni. Vegna þessa komu fram mótmæli íbúa í nágrenninu sem óttuðust hávaða og ónæði frá æskulýðsmiðstöðinni og var þá ákveðið af borgarinnar hálfú að fresta máhnu um hríð. Að sögn Hjörleifs er óljóst hvað verður um mál þetta, hvort æskulýðs- miðstöðin verður í húsi því sem áður hafði verið ætlað til starfseminnar eða hvort hún verður reist annars staðar. -ój Nökkvi sjósettur Jcm G. Haukssan, DV, Akureyii: Nökkvi HU-15 var sjósettur á Akur- eyri í hádeginu á laugardaginn. Nökkvi er í eigu samnefiids útgerðar- félags á Blönduósi. Særún hf. á Blönduósi er stærsti hluthafinn með 10 milljónir af 24 milljóna króna hlut- afé. Aðrir eru Blönduóshreppur, Islenska útflutningsmiðstöðin og 10-12 einstaklingar. Nökkvi er rað- smíðaskip og er systurskip Oddeyrar- innar sem nýlega var sjósett. Skipið verður gert út frá Blönduósi og er 300 tonn. „Þetta er traustur hópur. Markmið- ið er að gera smokkinn minna óttaleg- an í augum almennings en verið hefur," sagði Valgeir Guðjónsson, gít- arleikari hljómsveitarinnar Strax, um herferð landlæknis gegn eyðni sem hefst í febrúar. Það er auglýsingastof- an Svona gerum við sem ser um framkvæmd herferðarinnar en Valgeir var fenginn til að hringja f hóp valin- kunnra karla og kvenna og fá hann til að koma fram í smokkaauglýsingu. „Ég býst við að ég hafi verið fenginn til að hringja vegna þess að ég þarf ekki að kynna mig með flóknum hætti,“ sagði Valgeir í samtali við DV en neitaði aðspurður að gefa upp nöfri þeirra sem fallist hafa á að láta ljós- mynda sig með smokk. „Þetta er alls konar fólk, stjórnmálamenn, lista- menn, fjölmiðlafólk og skemmtikraftar svo eitthvað sé nefrit." Þá hefur það verið nefht við Valgeir að hann semji lag með texta þar sem kvatt er til notkunar smokka. Það yrði fyrsta smokkalagið í íslenskri tónlistarsögu. NÝIARREGLUR UMIÐGJALDAGREIÐSIUR Áfangahækkun iðgjalda til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSI frá 26. febrúar 1986skulu iðgjöld til lífeyrissjóða aukast í áföngum á næstu 3 árum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987-1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tímakaup hlutaðeigandi starfs- manns í dagvinnu, að viðbættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 1731/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Árið 1987 Starfsmenn: 1 % iðgjald af þeim hluta tekna, sem ekki var tekið iðgjald af, samkvæmt a-lið. Atvinnurekendur: 1.5% iðgjald af sömu fjárhæð. c) Hinn 1. janúar 1988 aukast framangreindar greiðslur, samkvæmt b-lið þannig, að starfsmenn greiða 2% og atvinnurekendur 3% og frá 1. janúar 1989 greiða starfs- menn 3% og atvinnurekendur 4.5%. Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% iðgjald af öllum launum og atvinnurek- endur með sama hætti 6%. Nauðsynlegt er að starfsmenn og atvinnurekendur geri sér grein fyrir þessum nýju reglum um iðgjaldagreiðslur af öllum launum til lífeyrissjóða í áföngum. Munið að nýju reglurnar tóku gildi 1. janúar s.l.! SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj j. ASB og BSFÍ • Lsj j. byggingamanna • Lsj j. Dagsbrúnar og Framsóknar • Lsj j. Félags garðyrkjumanna • Lsj j. framreiðslumanna • Lsj j. málm- og skipasmiða • Lsj j. matreiðslumanna • Lsj j. rafiðnaðarmanna • Lsj j. Sóknar verksmiðjufólks • Vesturlands • Bolungarvíkur • Vestfirðinga • verkamanna, Hvammstanga • stéttarfélaga í Skagafirði • Iðju á Akureyri • Sameining, Akureyri • Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj j. trésmiða á Akureyri j. Björg, Húsavík j. Austurlands j. Vestmanneyinga . Rangæinga . verkalýðsfélaga á Suðurlandi . verkalýðsfélaga á Suðurnesjum . verkafólks í Grindavík j. Hlífar og Framtíðarinnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.