Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987.
Menning
Þrisvar sinnum Ingrid
Andy Wartiol í Norræna húsinu
Bandaríski fjöllistamaðurinn
Andy Warhol er svo mikill augna-
karl í samtímanum að varla gerist
þörf á að halda sérstakar sýningar
á verkum hans.
Warhol er stöðugt í slúðurdálkum
allra helstu dagblaða og tímarita
hins vestræna heims, stendur sjálfur
að útbreiddu tímariti, Interview, og
grafík hans birtist með reglulegu
millibili í bókum, blöðum og tímarit-
um.
Er þá ekki þörf á að kynnast nán-
ar þessum áhrifamikla listamanni
og verkum hans, svona eins og öðr-
um í hans sporum?
Warhol sjálfur telur enga þörf á
þvi. Við erum öll á yfirborðinu, seg-
ir hann í samtölum, á því plani erum
við virk út á við, engin þörf er á að
kafa dýpra.
Ferill Warhols hefur mestmegnis
gengið út á að búa til yfirborðsmynd-
ir af því fólki sem virkast er á sínu
plani, og er orðið að goðsögnum í
nútímanum: kvikmyndastjömum,
listamönnum, stjómmálamönnum
með sexappíl, og fólki sem er frægt
fyrir að vera frægt (Jackie Onassis
o.fl.).
Þessar myndir Warhols eru ævin-
lega litaðar útsetningar á myndum
úr dagblöðum og tímaritum, stækk-
aðar og fjölfaldaðar af verkamönn-
um hans, fyrir spekúlanta í lista-
heiminum. Þeir kynna myndimar
svo aftur í blöðum og tímaritum í
allri sinni litadýrð, opinberar sýn-
ingar á þeim eru nánast formsatriði.
Ég vil vera vél
Warhol forðast í lengstu lög að
láta í ljós eigin tilfinningar gagnvart
því fólki sem hann vinnur „port-
rett“ af. Myndimar eiga að vera
algjörlega hlutlausar. „Ég vil vera
eins og vél, framleiða eins.og vél,“
segir listamaðurinn á einum stað.
Myndimar mega meira að segja vera
hrútleiðinlegar.
„Mér finnst gaman að því sem er
leiðinlegt," er haft eftir Warhol.
Til að reyna á þolgæði áhorfenda
sinna framleiðir Warhol mörg til-
Andy Warhol - Með hatt (Ingrid Bergman).
brigði um sömu frummyndina og
oftast em öll tilbrigðin sýnd i sam-
einingu.
Ég gleymi því aldrei er ég sá heilan
sal í gamla Nútimalistasafninu í
París sneisafullan af Maó-myndum
eftir Warhol. Á endanum tókst lista-
manninum að gera mig leiðan á
Maó.
Því verður ekki á móti mælt að á
sínum tíma lék Warhol lykilhlutverk
í hinni alþjóðlegu popplist sem gekk
ekki síst út á að virkja ýmsa yfir-
borðs- og auglýsingamennsku
neysluþjóðfélagsins og gera úr henni
alvöru myndlist við hæfi þessa sama
þjóðfélags.
Næstum vélrænar ítrekanir hans
á einu og sama stefi urðu síðan vatn
á myllu naumhyggjustefriunnar
(mínímalismans), gott ef ýmsir spek-
ingar í listrænni beitingu töl- og
stýrifræða (cybemetics) töldu sig
ekki eiga Warhol eitthvað að þakka.
ívitnunarstefna
Og uppgangur póstmódemismans,
sem er meðal annars mikil ívitnun-
arstefna, kann að hafa í för með sér
nýtt og jákvætt endurmat á Warhol.
Mynd]ist
Aðalsteinn Ingólfsson
En á síðustu árum hefur Warhol
í raun gert lítið annað en að hvíla
á gömlum lárviðum. öðm hvoru tek-
ur hann sig þó til og framleiðir
fjárfestingakúnst fyrir galleríeigend-
m- eins og Börjeson hinn sænska, sjá
silkiþrykkin af Ingrid Bergmann,
sem nú em til sýnis í anddyri Norr-
æna hússins.
Myndimar em þrjár, tvær eftir
„stills" úr kvikmyndum („Með hatt“
og „Nunnan"), og ein eftir þekktri
ljósmynd af Ingrid úr lifanda lífi
(„Hún sjálf j. Tuttugu og eitt próf-
þrykk af sömu myndum er síðan
hengt upp þeim til samlætis.
Tæknin er óaðfinnanleg, myndim-
ar smart, túlkunin hlutlaus. Að
minnsta kosti verð ég ekki var við
þá „einlægu persónulegu tilfinn-
ingu“ sem Per-Olof Börjeson verður
tíðrætt um i sýningarskrá.
Auðvitað er tilbreyting að því að
sjá „frummyndir" eftir Warhol hér á
landi. Allt að einu finnst mér ekki í
verkahring Norræna hússins að
halda sýningar fyrir voldugt einka-
gallerí á borð við Börjesons, sem þar
að auki hefur legið undir ámæli frá
samtökum sænskra grafíklista-
manna fyrir vafasama viðskipta-
hætti.
-ai
Heimildir um hugarfarssögu
Rætur
Sýnisbók islenskra bókmennta (1550-1920)
Mál og menning 1986, 440 bls.
Þetta „dæmasafn úr íslenskum bók-
menntum" mun einkum vera ætlað til
bókmenntakennslu í framhaldsskól-
um, en einnig almenningi, eins og
vant er með slík safririt. Það er valið
af fjórum íslenskukennurum við fram-
haldsskóla, og benda þeir á að val í
slíkt rit hljóti jafhan að vera álita-
mál, en fyrir þeim hafi einkum vakað
að það birti
„ekki einasta það sem „best“ hefði
verið ort og samið á tímaskeiðinu
heldur gæfi það einnig nýtilega
mynd af aldarhætti og menningar-
sögu.
Bókmeimtir
öm Ólafsson
í öðru lagi vildum við gjama velja
texta sem kölluðust á hverjir við
aðra. Á öllum öldum hafa yrkisefiii
skálda verið nokkuð svipuð ef al-
mennt er orðað. Staða mannsins í
tilverunni, viðhorf hans til annarra
manna og æðri máttarvalda, hug-
leiðingar um ást og dauða, sælu
og kvöl - allt eru þetta sígild efni
og er von okkar að kennarar og
nemendur geti ef þeir óska rakið
sig gegnum dæmasafnið eftir yrkis-
efnum ekki síður en eftir ártölum
sögunnar.
Þess skal einnig getið að val okkar
markaðist nokkuð af því hvaða ljóð
viðkomandi skálda hefðu verið val-
in í Skólaljóð. Þótti okkur einsýnt
að þessar tvær bækur gætu að
nokkru notast saman.“
Af fyrsta lið skýrist það þá að hér er
töluvert efni sem ekki verður talið til
skáldskapar: bréf, annálsgreinar,
sagnarit, formálar og dómar. Þetta á
að sýna hugsunarhátt tímans, sumt
sýnir fremur lífskjör.
Dæmasafn við íslandssögu
Hefði þá ekki verið ráð að taka líka
valdar lagagreinar? Þetta er fróðlegt
og góður fengur að fá saman á bók
svo margar stefnuyfirlýsingar um
skáldskap. Vissulega vantar þá ýmis-
legt á að það sé tæmandi, enda hefur
það sjálfsagt ekki staðið til. En þessir
textar verða til þess að bókin fellur
fremur undir dæmasafn við Islands-
sögu, einkum hugmyndasögu en
bókmenntasögu. Hér eru þrjú brot úr
greinum eftir Gest Pálsson, en eitt
hefði fyllilega nægt, það sem tekið er
úr „Nýi skáldskapurinn". I stað hinna
hefði átt að birta smásögu eftir Gest,
það er hneyksli að engin slík skuli
vera í þessari sýnisbók. Þær eru ekki
allar langar.
Raunar er furðulegt hvað vantar í
þetta safnrit: þulur og þjóðkvæði, við-
lög og þjóðsögur! Það er hvorki meira
né minna en það besta sem til er af
íslenskum bókmenntum lungann af
þessu tímabili, sem hér er sniðgengið!
Um þetta geta menn sannfærst með
því að fletta safhritum svo sem
Kvæðasafni AB, Fagrar heyrði ég
raddirnar, íslands þúsund ár,
Kvæði og dansleikir, Sýnisbók ís-
Gestur Pálsson: „Engin smásaga'
lenskra bókmennta, íslenskri
lestrarbók. Hvemig stendur á þessu
vali? Útgefendur nefha það ekki, en
þeir virðast eingöngu taka verk eftir
nafngreind skáld, hvemig sem á því
stendur. Hitt má og vera að þessi bestu
bókmenntaverk tímabilsins frá siða-
skiptum fram á 19. öld birti ekki
viðhorf eins ljóslega og fyrmefhd bréf,
sagnarit o.fl. Én þá finnst mér undirtit-
ill bókarinnar mjög villandi, þótt
vissulega séu hér líka góð bókmennta-
verk innanum.
Val kvæða viðunandi
f annan stað er það sláandi, að í
þessari „sýnisbók íslenskra bók-
mennta" em aðeins tvær smásögur.
Þetta nefha útgefendur sjálfir í for-
mála, og kenna því um hve lítil bókin
sé. En hér er um val að ræða, það
hefðu rúmast fáeinar góðar smásögur
í stað fyrmefhdra annálsgreina, emb-
ættisbréfa o.s.frv.
Ekki er hér rúm til að gera miklar
athugasemdir við efnisval. Oft fylgir
þetta safn svo náið vali Sýnisbókar
íslenskra bókmennta að þess hefði
átt að geta í formála. Það em einkum
textar frá 17. öld.
Val kvæða virðist yfirleitt viðun-
andi. Góð kvæði em tekin eftir Einar
Ben. Þar sem em „Hvarf séra Odds, í
Dísarhöll, Móðir mín og Úr Einræðum
Starkaðar". En af hveiju í ósköpunum
þurfti að taka „Draum"? Til að auka
á fjölbreytnina? Það var auðgert án
þess að fara að sanna að jafrivel Einar
hafi getað ort lélegt kvæði a.m.k. einu
sinni um ævina. Og auðfundin væm
miklu betri kvæði hans en „Grettis-
bæli“ - sem mig grunar að hafa verið
valið af hugmyndafræðilegu sjónar-
miði frekar en listrænu, til að sýna
einstaklingshyggju Einars.
Enginn skilji orð mín svo, að ég sé
að amast við þessum heimildum um
hugarfarssögu, sem setja svo mjög svip
sinn á þetta úrval. Það er mikill feng-
ur að þeim, og slíkt efhi hefur jafhan
verið í sýnisbókum íslenskra bók-
mennta.
Villandi hugmynd
En mér finnst að slíkir textar eigi
betur heima sem dæmi í Islandssögu-
bókum, og i sýnisbók bókmennta mega
þeir ekki ryðja burt listrænum textum
svo sem fyrmefridum þjóðkvæðum og
þjóðsögum. Fyrst svo er, þá gefur þessi
bók afar villandi hugmynd um íslen-
skar bókmenntir tímabilsins. Og í
höndum óöruggs kennara er hætt við
að hún gefi mjög villandi hugmynd
um hvað sé einkenni bókmennta-
verka. Ætla mætti að það væri skipu-
leg umfjöllun efhis, einörð skoðana-
boðun af einhverju tagi, en það er hið
mesta öfugmæli. Góðu bókmennta-
verki má líkja við orgelleik, þar sem
margar raddir eru stilltar í samhljó-
man, sem verður ekki öðru vísi birt. I
skáldverki orka þannig saman atriði
svo sem persónusköpun, lýsingar,
spenna, hljómfall setninga, stílblær
orða, bygging verksins og fleira.
Enda þótt ekki verði fundið að því
að birta valda texta, þá verður að
meta þetta safhrit sem heild, með til-
liti til hlutverks þess. Nú má vera að
önnur safnrit eigi að nota með því, svo
sem smásagnasöfh. En það liggur
beinast við að bera það saman við fyr-
irrennara þess, Islenska lestrarbók,
sem Sigurður Nordal tók saman 1924,
og náði fyrst yfir tímabilið 1400-1900,
en frá 1942 yfir tímabilið 1750-1930.
Miðað við það safn er Rætur stórkost-
leg afturför.
Bókin er einkar smekklega úr garði
gerð, og prýði að teikningum Ingibergs
Magnússonar. Illa kann ég þó við
dökkgráan grunn innskotsklausna.
Gott er að orðaskýringar eru jalhan
neðanmáls eða á spássíu.