Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987. Fréttir Frá veitingu Menningarverðlauna DV árið 1981. Eyjólfur Melsted, tónlistargagnrýnandi DV, afhendir Jóni Ásgeirssyni, tónskáldi og tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins, verölaunagripinn, sem er „riddarakross" úr postulíni eftir Kolbrúnu BjörgóHsdóttur. Eins og getið var um í síðustu viku verða Menningarverðlaun DV afhent íslenskum listamönnum á sex sviðum þann 26. febrúar næstkomandi. Þriggja manna dómnefndir, skipaðar gagnrýnendum DV, gagnrýnendum annarra íjölmiðla og áhugafólki úti í bæ, hafa nú flestar hafið störf og munu Eim ein Vikankomm... í Vikurtni er fjölbreytt efni - eitthvað fyrir alla Valgeir í viðtali Vikunnar. rtKonuimi mirmi og fleirum fínnst ég stundum hafa óhugnanlegan hæfileika til að kreista ánægju úr hverju sem er,“ segir Valgeir Guöjónsson tónlistar- maður og fyrrverandi eöa núverandi Stuðmaður meðal annars í viðtalinu og er bráðhress að vanda. Misjafnt hvað fólki fínnst faflegt, segir leikkonan Guðlaug María Bjamadóttir, nafn Vikunnar, í stuttu spjafli um leik- feriflnn, sjónvarpsmynd Nínu Bjarkar og fleira tengt leikhúslífinu. Ýmislegt er hægt að gera sér til skemmtunar í London án þess að brenna gat á budduna og bræða greiðslukortið, til dæmis að lenda í veislu í bedúínatjaldi. Pistifl frá London íþessariViku. Þorri gengur í garð - samantekt um karlinn. Kynning á væntanlegum kvikmyndum. Krossgátur. Handavinna. Mataruppskriftir. Þýfið, spennandi sakamálasaga. Faflegasti sendiherrann. Það er plbreytt efni í Vikunni, ekkert vafamál. VIKXN er blaðið Dómnefhdir fa frjálsar hendur - menningarverðlaunin í aðsigi skila áliti sínu um miðjan febrúarmán- uð. Á næstunni verða dómnefhdamenn kynntir hér í DV. Fyrstu ár menningarverðlaunanna voru þau aðeins veitt i fimm greinum: leiklist, bókmenntum, tónlist, myndlist og arkitektúr, en í kjölfar hins mikla uppgangs íslenskra kvikmynda við upphaf þessa áratugar var árið 1981 ákveðið að veita einnig viðurkenning- ar fyrir framlög til íslenskrar kvik- myndagerðar. Dómnefndir hafa mjög frjálsar hend- ur um verðlaunaveitinguna innan hverrar greinar. Hægt er að veita bók- menntaviðurkenninguna fyrir skáld- sögu, smásögu, ljóð, bókmenntahug- anir (esseiur), jafnvel bókmennta- gagmýni, ef nefiidinni sýnist svo. Tónskáld, einstakir hljóðfæraleikar- ar, hljómsveitarstjórar, söngvarar og aðrir tónlistarfrömuðir geta hlotið tónlistarverðlaunin, sömuleiðis geta nánast allir sem viðriðnir eru leikhús hlotið leiklistarverðlaunin. í myndlistinni er hægt að heiðra myndlistarmenn á ýmsum sviðum, myndlistarstofnanir, jafnvel myndlist- argagnrýnendur, einnig hafa nefndar- menn í arkitektúmefnd tiltölulega fríar hendur í vali. Sfðastnefhda nefndin hefur einnig notað sér það frjálsræði með þvi að verðlauna ekki aðeins húsbyggingar heldur einnig mannvirki eins og biýr og hönnunar- afrek eins og stól Valdimars Harðar- sonar. Þótt hugur og alvara fylgi hverri veitingu menningarverðlaunanna, sem eru einu viðurkenningar sinnar tegundar á Islandi, hefur einnig verið reynt að halda upp á hverja veitingu með lítilli menningarhátíð á einhverj- um vistlegasta og „menningarlegasta" veitingastað borgarinnar, Hótel Holti. Þar gefast listamönnum, blaða- mönnum og gagnrýnendum tækifæri til að skiptast á skoðunum og njóta saman þess viðurgemings sem bestu matreiðslumenn borgarinnar tilreiða af þessu menningarlega tilefni. Em málsverðir þessir orðnir umtal- aðir meðal íslenskra sælkera þvi við það tækifæri hafa verið gerðar til- raunir með ýmislegt ljúffengt fiskmeti sem sjaldan sést á borðum íslendinga. Er matseðill vegna menningarverð- launa venjulega birtur á neytendasíðu DV í kjölfar veitingarinnar. En sjálf verðlaunin og verðlauna- hafamir em vitaskuld í fyrirrúmi. Á næstu dögum munum við segja frekar frá undirbúningi verðlaunaveitingar- innar og rifja upp það sem gerst hefur í þeim málum á síðstliðnum átta árum. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.