Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Side 13
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. 13 Sorpdeila í Kópavogi: Olögmæt uppsögn Undanfamar vikur hefur staðið yfir deila undirritaðs, verktaka við sorphreinsun í Kópavogi, og bæjar- yfirvalda, fulltrúa verkalýðsflokk- anna í bæjarstjóm, um verðbætur á gildandi verksamning um sorp- hreinsun í Kópavogi. Með því að deila þessi hefur að vonum vakið athygli fjölmiðla og fréttaflutningur verið nokkuð á þann veg að hallað hefur á undirrit- aðan ber nauðsyn til að skýra nokkur atriði deilunnar. Sjónarmið fulltrúa verkalýðs- flokkanna í bæjarstjóm hafa birst í fjölmiðlum og þeim verið lýst á þann veg að þar sem samningur aðila sé verksamningur komi bæjaryfirvöld- um ekki við hvaða laun ég greiði starfsmönnum mínum. Á þetta sjón- armið er fallist en jafnframt á það bent að tengsl eru milli verksamn- ings míns og kjarasamninga. 16 ár eru síðan undirritaður gerði verk- samning við Kópavogskaupstað um sorphreinsun í bænum. Allan tímann hefur gilt það ákvæði að fjárhæð samningsins skuli verðbætt að 60% í samræmi við launahækkanir. Svo virðist sem fulltrúum verka- lýðsflokkanna í bæjarstjóm Kópa- vogs hafi ofboðið launahækkanir sorphreinsunarmanna og þar af leið- andi hækkarir á greiðsluskyldu þeirra skv. verksamningum, einkum hækkanir sem urðu 1/6 ’85 og 1/6 ’86. Varð þetta til þess að starfsmanni bæjarins var falið að finna aðferð til að lækka greiðslur til mín skv. samningum. Eftirfarandi aðferð var beitt á ár- inu 1985. Stefna mótuð Undirrituðum var tilkynnt að þar KjalLaiinn Þorbjörn Tómasson verktaki sem ekki störfúðu sorphreinsunar- menn hjá Kópavogskaupsstað hefði bærinn ekki kjarasamning við Dags- brún um laun fyrir slíka vinnu og skyldi launaliður verksamnings míns nú verðbættur miðað við ,al- menn verkamannalaun á félags- svæði Verkamannafélagsins Dagsbúnar. Við nánari athugun kom í ljós að Kópavogskaupstaður hafði, andstætt því sem talið var, gert kjarasamning þennan og var fallið frá fyrirhuguðum lækkunum 1985. Ritaði undirritaður þá bæjar- yfirvöldum bréf og óskaði eftir endumýjun samnings til að semja á ný um ýmis vafaatriði. Þessari beiðni var ekki sinnt. Nú var mótuð stefna. Við næstu kjarasamninga 1986 skyldi þess gætt að fella út úr kjara- samningi bæjarins og Dagsbrúnar launataxta sorphreinsunarmanna sem var gert. Þegar búið var að tryggja þessar forsendur var undir- rituðum tilkynnt fyrirvaralaust að framvegis yrði launaliður verksamn- ings verðbættur miðað við hækkanir á almennum verkamannalaunum. Fulltrúar verkalýðsflokkanna máttu nú hrósa happi því að laun sorphreinsunarmanna í þessum kjarasamningum, þ.e. frá 1/6 ’86, hækkuðu „gifúrlega" eða um 17% m.a. vegna fækkunar launaflokka. Undirritaður taldi sig bundinn af þeim töxtum sem giltu um sorp- hreinsum á félagssvæði Dagsbrúnar og hefur greitt „háa“ kaupið. Með sama hætti og bærinn lækkaði fyrir- varalaust greiðslur reyndi undimt- aður að lækka launin til samræmis við það sem fulltrúar verkalýðs- flokkanna virðast telja eðlilegt. Dagsbrún stöðvaði að sjálfsögðu starfsemi mína. Undirritaður hefúr nú ráðið lögmann til að láta re>ma á það, miðað við hvaða launataxta verksamningurinn skyldi verðbætt- ur. Ólögmæt uppsögn Fyrstu fyrirmæli til lögmannsins, um leið og honum var falið að krefja um vangoldnar verðbætur, voru að senda afrit bréfsins til allra þeirra er málið varðaði í þeim tilgangi að komast hjá að málið kæmist í há- mæli og gæti skaðað aðila sem ekki ættu það skilið. Á þessu var ekki skilningur. Því er nú svo komið. Spuming hlýtur að vera hvort bæjarráðsmönnum hafi verið gerð grein fyrir málavöxt- um. í framhaldi af ráðningu lög- manns var undirrituðum tilkvnnt að honum hefði verið sagt upp verk- samningi um sorphreinsun í Kópa- vogi og jafnframt að engin tengsl væru milli þess og deilunnar um verðbætur á launalið verksamnings- ins. Undirritaður tekur ekki afstöðu til þeirrar fullyrðingar. Undirritaður telur uppsögnina ólögmæta og hefúr ráðið lögmann til undirbúnings skaðabótakröfu. Sorphreinsun í Kóþavogi hefur verið boðin út. Meðal útboðsskil- mála er ákvæði um að verðbætur á launalið væntanlegs verksamnings muni miðast við alm. taxta kjara- samninga en ekki umsamin laun fynr störf við sorphreinsun. Það er von undirritaðs að tilboðsgjafar í verkið hafi ekki skilið þetta sem leið- beiningu um hvað hægt er að komast af með að borga þeim er stunda vinnu við sorphreinsun innan bæjar- marka Kópavogs. Afstaða Dags- brúnar er ljós. Þetta flytur yfir á verktakann áhættuna af því að laun sorphreinsunarmanna hækki um- fram lægstu laun, áhættu sem fúll- trúar verkalýðsflokkanna í bæjarstjóm Kópavogs treystu sér ekki til að taka. Til hamingju með sparnaðinn Von mín er sú að áhættan af þessu lendi ekki á þeim sem síst skyldi, verkamönnum verktakans, íbúum Kópavogskaupstaðar og e.t.v. grandalausum verktaka. Ibúum Kópavogs þakka ég ánægjulegt sam- starf á sl. 16 árum, starfsmönnum mínurn öllum starf, oft við erfíðar aðstæður, sem ég veit að bæjarbúar kunnu að meta, væntanlegum eftir- manni mínum óska ég alls hins besta og siðast en ekki síst óska ég fulltrú- um verkalýðsflokkanna í bæjar- stjórn Kópavogs til hamingju með þann spamað sem með nýju útboði næst. Undirritaður hefur með höndum sorphreinsun á Seltjarnamesi. í Garðabæ og í Mosfellssveit. Launa- liður verksamninga minna við þessi bæjarfélög verðbætast miðað við gildandi sorphreinsunartaxta á fé- lagssvæði Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, athugasemdalaust af hálfú forsvarsmanna þessara sveit- arfélaga. Deila undirritaðs og Kópavogs- bæjar varðandi verðbætur á launalið verksamnings og ólögmæta uppsögn er ólevst en verður levst fyrir þar til bærum yfirvöldum en blaðaskrifúm af minni hálfu er lokið. Þorbjörn Tómasson „Með sama hætti og bærinn lækkaði fyr- irvaralaust greiðslur reyndi undirritaður að lækka launin til samræmis við það sem fulltrúar verkalýðsflokkanna virð- ast telja eðlilegt.“ Frjálst fiskverð og fiskmarkaður Fréttir hafa verið að berast af því að undanfömu að stofhuð hafi verið félög um uppboðsmarkað fyrir fisk í Reykjavík og Hafnarfirði og að í undirbúningi sé fiskmarkaður við Eyjafjörð, sem jafnvel myndi starfa sem fjarskiptamarkaður fremur en staðbundinn uppboðsmarkaður. Al- þingi fjallar þessa dagana um frumvarp til laga um heimild til að leyfa fiskmarkaði hér á landi. Góðar horfúr virðast á að þetta frumvarp verði samþykkt. Vorið 1985 vom samþykkt lög sem heimiluðu Verð- lagsráði sjávarútvegsins að gefa verð á einstökum fisktegundum frjálst, hlyti slík ákvörðun einróma sam- þykki í ráðinu. Með afnámi sjóða- kerfis sjávarútvegsins vorið 1986 varð svo hægar um vik að gefa fisk- verð frjálst, því þá féllu niður margháttaðar greiðslur fyrir fisk, sem vom tengdar verðlagsráðsverði. Frá síðastliðnu hausti hefúr verð á loðnu verið frjálst; Þetta gengur nú snurðulaust, þótt nokkurra örðug- leika gætti í fyrstu. Við borð lá að almennt fiskverð yrði gefið fijálst um síðastliðin áramót, en málið strandaði á því að fulltrúar fiskkau- penda í Verðlagsráði, það er að segja fiskvinnslan, treystu sér ekki, þegar á hólmin var komið, að hætta á ffjálst verð. Það að fiskvinnslan skyldi vera hugdeigari í þessu máli en sjómenn og útvegsmenn er tím- anna tákn og sýnir betur en flest annað hversu miklar breytingar hafa orðið á markaðsaðstæðum fyrir fisk hér á landi á síðustu árum. Verðlagsráðið opnaði leið Það er engin tilviljun að síðastlið- inn aldafjórðung hefúr fiskverð hér á landi ýmist verið ákveðið með samningum milli samtaka kaupenda og seljenda á vettvangi Verðlagsráðs sjávarútvegsins eða með eins konar lögskipuðum gerðardómi í yfirnefnd ráðsins. Verðlagsráðið var sett á KjaHarinn Jón Sigurðsson hagfræðingur stofn fyrir tuttugu og fimm árum vegna þess að ffjálsir samningar um fiskverð gáfust illa. Vandræða- ástand hafði einatt skapast af því að samkomulag um fiskverð náðist ekki mánuðum saman. Verðlagsráð- ið opnaði leið til að höggva á slíka hnúta en auðvitað voru og eru ýms- ir gallar á svo miðstýrðri verð- ákvörðun. Slíkar verðákvaðanir eru off ekki nógu sveigjanlegar til að bregðast fljótt við breyttum aðstæð- um og vísa því ekki alltaf á bestu ráðstöfún eða meðferð aflans. Að- stæðumar, sem köliuðu á þessa miðstýrðu lausn á sínum tíma, vom fyrst og fremst tvær: Annars vegar var þá - eins og nú - algengast að fiski væri landað í heimahöfn þar sem fiskkaupendur vom fáir. eða jafnvel aðeins einn. en seljendur oft margir á fremur smáum skipum sem áttu ekki annarra kosta völ en að selja fiskinn kaupanda i heimahöfn. Hins vegar fór oft saman - og fer reyndar enn - eignarhald á útgerð og fiskvinnslu, og því var ekki um það að ræða að fiskverð réðist af samningum óháðra aðila. Eigendum útgerðarfyrirtækja var off beinlínis hagur að því að landað væri í heima- höfn við sem lægstu fiskverði vegna hlutaskiptanna og var því hætta á að sjómenn bæru skarðan hlut frá borði. Meðan þessar aðstæður voru allsráðandi var einfaldlega ekki grundvöllur fyrir ffjálsri verðmynd- un á fiski hér á landi. Verðlagsráð- inu var ætlað að lagfæra þann markaðsbrest sem einokunarað- staða fiskkaupenda hafði í för með sér. Veruleikinn á bak við fisk- verðsákvarðanir Á síðustu árum hafa markaðsað- stæður breyst mikið á þann hátt að dregið hefúr úr þörf fyrir opinber afskipti af ákvörðun fiskverðs. Stór- bættar samgöngur á landi hafa auðveldað fiskflutninga milli hafna. Stækkun fiskiskipa hefúr gert þau síður bundin heimahöfn en áður. Fiskseljendum hefúr opnast mun greiðari leið að mörkuðum erlendis fyrir ferskan fisk bæði vegna þess að auðveldara er að sigla með aflann á stærri skipum til erlendra hafna og ekki síður af því að ferskfiskút- flutningur i gámum hefur stóraukist á siðari árum. Þá hafa samtök sjó- manna einnig orðið öflugii hags- munagæsluaðili sinna manna ár frá ári. Samhliða þessari þróun hafa hvers konar upplýsingar tmi fiskverð og sölumöguleika bæði hérlendis og erlendis stórbatnað. ekki síst eftir að afnám hins flókna sjóðakerfis gerði fiskverð hér á landi beinlínis sambærilegt við erlent verð. Allt hefúr þetta veikt einokunaraðstöðu innlendra fiskkaupenda. Þetta er veruleikinn á bak við þá þróun í fisk- verðsákvörðunum sem lýst var í upphafi þessarar greinar. Timi til kominn að auka frelsi Lítill vafi er á því að stofnun fisk- markaðar og aukið frelsi imi fisk- verðsákvarðanir mun hækka fiskverð. Vinnslustöðvar niunu revna að velja á uppboðsmarkaði fisk í þá framleiðslu sem þeim hentar best hverju sinni. Þetta mun leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri. Aðstaða innlendrar fiskvinnslu til að keppa við gámafiskkaupendur mun batna með tilkomu markað- anna og ráðstöfun aflans milli heimavinnslu og ferskfiskútflutn- ings verða hagkvæmari fyrir bragð- ið. Timi er því til þess kominn að auka frelsi til fiskverðsákvarðana og afnema miðstýringu á fiskverði. Næstu skref ættu að vera samþykkt frunrvarpsins. sem nú er fyrir Al- þingi um uppboðsmarkað og það að hætta að krefjast einróma sam- þykktar í Verðlagsráði til að gefa megi fiskverð fijálst. Til þess þyrfti einfalda breytingu á lögum um Verðlagsráð sjávarútvegsins. Það ætti einfaldlega að heimila \-firnefnd ráðsins að gefa fiskverð frjálst á sama hátt og hún getur nú ákveðið fiskverð ef ekki næst samkomulag i ráðinu. Að fenginni nokkurri revnslu - til dæmis tveggja ára - af fiskmörkuðum og fijálsu fiskverði. eins og hér er lagt til. þarf svo að meta hvort nokkur þörf verður leng- ur fyrir Verðlagsráð sjávarútvegs- ins. Stofnun fiskmarkaða og aukið frjálsræði um fiskverðsákvörðun geta orðið mikilvæg framfaraspor fyrir íslenskan sjávarútveg. Jón Sigurðsson Eigendum útgerðarfyrirtækja var oft beinlinis hagur að því aö landað væri i heimahöfn við sem lægstu fiskverði vegna hlutskiptanna og var þvi hætta á að sjómenn bæru skarðan hlut frá borði. Aðstaða innlendrar fiskvinnslu til að keppa við gámafiskkaupendur mun batna með tilkomu markaðanna og ráðstöfun aflans milli heimavinnslu og ferskfiskút- flutnings verða hagkvæmari fyrir bragðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.