Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Qupperneq 20
20
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987.
Fréttir
Utgerð og fiskvinnsla í Skagafirði:
Greiða hæiva verð
fyrir fiskinn
- en segir til um í ákvörðun verðlagsráðs
Jón G. Haulsson, DV, Akuieyii
„Við leggjum á okkur að borga þetta
meira fyrir fiskinn í stað þess að sjá
á eftir honum út. Hvað heldur þú
að við gætum gert ef við fengjum
engan fisk?“ sagði Marteinn Frið-
riksson, forstjóri Fiskiðju Sauðár-
króks, við DV.
Samkomulag hefúr náðst milli Út-
gerðarfélags Skagfirðinga og frysti-
húsanna við Skagafjörð um að borga
hærra fiskverð en segir til um í á-
kvörðun verðlagsráðs.
„Það urðu allir fiskverkendur fyrir
norðan að borga meira. það er bara
mismunandi hversu mikið," sagði
Marteinn Friðriksson.
Frvstihúsin við Skagafjörð ætla
að greiða 10% ofan á gildandi verð
á þorski og ýsu en 5% á aðrar teg-
undir.
„Þetta er gámaálagið svonefhda
og er í samræmi við það sem ákveð-
ið var á fundi allra frystihúsa á
Norðurlandi um síðustu helgi,“
sagði Marteinn.
Mjög mismunandi tölur heyrast
frá útgerðarstöðunum fyrir norðan
um yfirborganimar. Á Skagaströnd
voru sjómennimir kröfuharðastir.
Þeir gerðu kröfu um að 30 % aflans
yi'ði metinn í gámafisk.
„Það eru allir sammála um að
verði verðhækkunin slík að það
samsvari gámafiski þá er það sama
og að loka öllum frystihúsum," sagði
Marteinn.
barátta á
Ströndum
Regína Thoraretœn, DV, Strcndum:
Eva Sigbjömsdóttir, hótelstýra í
Djúpuvík, fluttist þangað fyrir
tveim árum með fimm manna fjöl-
skyldu sma. Maður Evu hefur
verið við vinnu á ísafirði við smíð-
ar og farið nokkra túra á togara.
Hann kenndi konu sinni að setja
smátrillubát þeirra í gang svo hún
gæti hitt fólk að máli og komið
skólaskyldu bami þeirra í skóla á
Finnbogastöðum.
Já, lífebaráttan getur stundum
verið hörð á Ströndum en þar er
lífeglatt fólk sem lætur sér ekkí
bregða við smámuni.
Verkfall:
Eimskip tapaði
55 miiyónum
Verkfall undirmanna á kaup-
skipaflotanum olli Eimskipafélag-
inu 55 milljóna króna tjóni
samkvæmt eigin mati. Öll skip fé-
lagsins, að þremur frátöldum,
stöðvuðust í einhvem tíma af völd-
um verkfallsins en samtals misstu
skipín 245 daga úr rekstri þann
tíma er þau lágu bundin í höfnum
erlendis.
Flutningar á stykkjavöru til Is-
lands voru að hluta til leystir með
notkun leiguskipa sem hafði í för
með sér viðbótarkostnað og vegna
verkfallsins var ójafhvægi í flæði
gáma sem veldur umtalsverðum
kostnaði fyrir félagið, að því er
segir í fréttatilkynningu.
-EIR
Samvinna
um sútun
Sútunarverksmiðja Sláturfélags
Suðurlands í Reykjavík og Loð-
skinn hf. á Sauðárkróki hafa orðið
ásátt um að hefja nú þegar sam-
vinnu í því skyni að fullnýta
fjárfestingar verksmiðjanna á sem
hagkvæmastan hátt. Jafhframt er
stefht að því að fullvinna allt hrá-
efiú hér innanlands. Forráðamenn
fyrirtækjanna hafa einnig orðið
sammála um að skiptast á upplýs-
ingum á sviði tækni-og markaðs-
mála í þeim tilgangi að ná sem
bestum árangri.
-Effi
Gamla kirkjan nálgast óðfluga aldarafmælið.
Blönduós:
Ný kirkja
í byggingu
BpkJur Daníelssan, DV, Blönduósi:
Eitt af þeim mannvirkjum sem eru í
byggingu á Blönduósi um þessar
mundir er kirkja. Hafist var handa við
bygginguna árið 1983 en þá hafði
nokkur ár farið fram umræða um
nauðsyn þess að byggja nýja kirkju
fyrir Blönduóssókn.
Sú kirkja sem fyrir er á staðnum er
orðin alltof lítil fyrir fjölmennari
kirkjuathafnir auk þess sem hún er
nokkuð komin til ára sinna. Kirkjan
sem stendur í gamla bæjarhlutanum
vestan við Blöndu var vígð þann 13.
janúar 1895 og nálgast því óðum aldar-
afmælið.
Nýja kirkjan er staðsett austan við
ána og er nú næsta fokheld.
Að sögn Torfa Jónssonar, gjaldkera
i byggingamefnd kirkjunnar, hefur fé
verið safhað með ýmsum hætti. Það
hafa verið tekin lán, áheitum safnað,
auk þess sem hluti sóknargjalda hefur
runnið í bygginguna. Gerðir hafa ve-
rið plattar með mynd af kirkjunni sem
verða til sölu í sýslunni og í Reykja-
vík þar sem þeir fást hjá Húnvetninga-
félaginu.
Þá var fyrir jólin dreift söfnunar-
baukum inn á flest heimili í sókninni
og á flesta opinbera afgreiðslustaði.
Bindur byggingamefndin miklar vonir
við að fólk bregðist vel við og að með
þessu móti safnist umtalsverð fjámpp-
hæð.
Þá sagði Torfi að mikill áhugi væri
fyrir því í sókninni að byggingunni
yrði hraðað og kirkjan kæmist sem
fyrst í notkun og þá um leið sú safnað-
araðstaða sem þar mun verða.