Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Side 29
MÁNUDAGUR 16. FEBRUAR 1987. 45 Sandkom Þaö var ekki mannmargt á tónleikunum á Húsavik Met slegið Met var slegið í lélegri að- sókn á tónleika á Húsavík þegar tveir pólskir tónlistar- menn léku þar síðastliðinn sunnudag. Alls mættu fimm- tán gestir, tólf fullorðnir og þrjú böm. Menn eru á því að þama hafi Húsvíkingar slegið feil- nótu þvi tónleikamir þóttu mjöggóðir. Júdó er æft stíft á Akureyri. Lena lagði strákana Mikill júdóáhugi er á Akur- eyri. Yfir 100 böm og ungling- ar æfa af krafti flesta daga vikunnar. Umsíðustuhelgi var sjálft Akureyrarmótið haldið. f einum fiokknum sigr- aði sjö ára stúlka, Magga Lena Kristinsdóttir. Hún keppti með strákunum og lagði þá alla. Greinilega breyttir tímar hér fyrir norð- an. Græna byltingin „Grænt ljós frá Moskvu" var fyrirsögn í Degi nýlega þar sem þess var getið að Sovét- menn væm tilbúnir að setjast að samningaborðinu um kaup á ullarvömm frá iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri. Samkvæmt þessu er rauða byltingin í Sovét búin og sú græna tekin við. Fór mjög leynt Hákon Aðalsteinsson, kunnur húmoristi á Egilsstöð- um og fyrrum Húsvíkingur, átti að vera leynigestur á 50 ára afmælishátíð slysavama- kvenna á Húsavík á dögunum. Hann gerði ítrekaðar tilraunir til að komast í veisluna á Húsavík en allt kom fyrir ekki. Hann fór því mjög leynt og lét alls ekki sjá sig. Efast menn um að leynigestir geti verið öllu leynilegri en þetta. Pétur og vínarbrauðið Listi Stefáns Valgeirssonar hefur verið kallaður vínlistinn eftir að hann var birtur í blómaskálanum Vín í Eyja- firði. Margir orðaleikir hafa gengið um vínlistann. Sá nýj- asti er um séra Pétur Þórar- insson, prest á Möðruvöllum, sem skipar annað sæti listans. Hann er sagður á listanum til að fá nýtt brauð, nefnilega vínarbrauð. Eftirsókn eftir vindi Svo virðist sem landsbyggð- arfólk vilji nú flestallt flytja suður á bóginn, á suð-vestur- homið. Jóhannes Siguijóns- son, eigandi og ritstjóri Víkurblaðsins á Húsavík, rit- aði um þetta í leiðara í síðustu viku og segir þjóðflutningana suður eftirsókn eftir vindi. í lokin segir hann að kvart- að sé yfir því að fréttir ríkis- fjölmiðla og dagblaða snúist mest um atburði á suð-vestur- hominu. það sé í sjálfu sér ekkert skrýtið. „En eins og flestir vita eru flestar fréttir í eðli sínu neikvæðar," segir Jóhannes. Skemmtileg vöm. Þjóðhags- stofnun Þingmenn úr röðum Sjálf- stæðisflokksins leggja nú til að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður vegna lélegs árangurs á síðustu tíu árum. Hvernig væri nú að byrja á Alþingi sjálfu? Gatekki hætt að hlæja Metkýrin Skvetta í Hörg- árdal varð til þessað Arnar Bjömsson, fréttamaður út- varpsins á Akureyri, skellti upp úr í miðjum fréttatíma á dögunum. Það var sama hvað Amar reyndi, hann gat ekki hætt að hlæja. Þórir Jökull, hinn frétta- maður útvarpsins, skrifaði fréttina um Skvettu. Var frétt- in skrifuð eins og Skvetta væri mennsk, sagt að hún ætti tvær dætur o.s.frv. Arnar hafði víst ekki lesið fréttina yfir áður og því fór sem fór. Hann fékk hlátur- krampa er hann las fréttina í beinni útsendingu. Hetja, glaður- heimskur Forvitnilegt viðtal var í Degi á föstudaginn þar sem rætt var við unga, einstæða móður með tvö böm. Bæði bömin komu undir eftir að- eins einnar nætur ævintýri. Birt var ljóð eftir móðurina í viðtalinu. Það varsvona: Kona: Samviskubit eftir eina nótt forsmáð, ein-ólétt kvíðandi um framtíð: „H vemig mun okkur reiða af.“ Maður: Ánægður eftir eina nótt hetja, glaður-heimskur hugsandi með sér: „Mig stenst engin kona.“ Barn: Varð til eftir eina nótt hikandi, grátandi-nýtt spyrjandi sjálft sig: „Átti mamma mig ein?“ Umsjón: Jón G. Hauksson. Hafffjarðará: Skemmdarverk á eigum Thorsættar Lögreglan í Stykkishólmi hefur nú til rannsóknar skemmdarverk sem unnin hafa verið á eigum Thorsættar- innar við Haffjarðará. Er hér annars vegar um að ræða innbrot í veiðihúsið á staðnum fyrir nokkrum dögum og hins vegar rúðubrot á bænum Skjálg. Engu mun hafa verið stolið úr veiði- húsinu en sá sem braust þangað inn hellti olíu yfir bólstruð húsgögn og í teppi þannig að aðkoman að staðnum var ekki fögur. Hann fór í gegnum einn gluggan en yfirleitt eru hlerar fyrir þessum gluggum á vetuma. Hler- amir höfði ekki verið settir upp síðastliðið haust þar sem menn vom að vinna í húsinu langt fram á haust- ið. Hvað Skjálg varðar vom nokkrar rúður brotnar í húsinu en ekki var brotist inn í það. Ekki er vitað hvort þessi skemmdarverk tengjast deilum þeim sem verið hafa um eignir Thors- ættarinnar á þessum slóðum. Bæði húsin em nálægt veginum sem liggur um héraðið og þess vegna gætu þar hafa verið að verki einhverjir sem átt hafa leið þar um. Þetta er ekki í fyrsta skipti á undanf- ömum mánuðum sem skemmdarverk em unnin á eigum Thorsættarinnar á þessum stað. I haust vom brotnar rúð- ur basði i Akurholti og Skjálg og tveir bílar, sem vom við bæina, skemmdir. -FRI LAUST EMBÆTTI er forseti Íslands veitir Embætti héraðsdýralæknis í Norð-Austurlandsum- dæmi er laust til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist landbúnaðarráðuneytinu fyrir 31. mars 1987. 12. febrúar 1987 Landbúnaðarráðuneytið Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í skyndihjálp. Það hefst miðvikudaginn 18. febr. kl. 20 í Ármúla 34 (Múlabæ) og stendur yflr 5 kvöld. Skráning í síma 28222. Námskeiðsgjald er kr. 1000,- Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Öllum heimil þátttaka. íhefurdua EFNIÁ AÐ SLEPPA ÞESSU? Gallabuxur og kakíbuxur í öllum stæröum á ótrúlega lágu veröi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.