Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 36
52 MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. * V Sviðsljós Karólína heldur sér I góðu formi. Karlotta litla á gönguskíöum með mömmu sinni. Karó- lína þrítug 23. janúar síðastliðinn hélt Karólína Mónakóprins- essa upp á þrítugasta afmælisdaginn sinn. Á þessum tímamótum nýtur hún lífsins enn sem fyrr og er nú ráðsett tveggja barna móðir. Hennar helstu áhugamál eru matreiðsla á franska vísu, kvikmyndir, listsýningar og vera með börnunum sínum. Hún stundar einnig íþróttir svo sem reið- mennsku, skíði, sund, golf, sjóskíði og fleira. Svo státar hún af góðri tungumálaþekkingu í þýsku, ítölsku og spænsku fyrir utan frönsku og ensku sem eru móðurmál hennar. Til að halda heilsunni og línunum í góðu lagi vandar hún mataræðið og tekur daglega inn ijölvítamín og steinefni. Svo iðkar hún jóga og leikfimi og fer þrisvar á ári í fegrunar- meðferð á Englandi. Já, hún lifir svo sannar- lega lífinu hún Karólína prinsessa og lætur forvitna ljósmyndara og slúður- dálka hvergi höggstað á sér finna. Þrjátiu kerta afmælisterta. Vel varin með séfferhundinn sinn á göngu. Fyrir- fólk á faralds- fæti „Er þér kalt á nefinu, elskan?“ Sértu hefðardúlla er nóg við að vera allan ársins hring. Kalli prins og Díana voru varla kom- in frá Portúgal þegar brunað skyldi á skíði í Svisslandi. Heimsóknin til Portúgal. var reyndar af opinbera taginu en nú heitir það frí sem hjúin dunda við á skíðunum. Þau una hag sínum vel í smábænum Klosters, hendast upp og niður eftir fjallatoppnum með líf- varðaskarann í einfaldri röð á eftir sér. Litlu prinsarnir sjást hvergi og hallast áhugamenn helst að því að krílin þyki flækj- ast um of fyrir tignartám for- eldranna í leyfum. Meðfylgj- andi mynd var tekin rétt fyrir síðustu helgi og sýnir hún Dí- önu horfa aðdáunaraugum á krúttið Kalla - hann er nú einu sinni ósvikinn erfðaprins sem í þessu tilviki bar prjónahúfu á sínum höfðinglega kórónukolli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.