Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Síða 40
\
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987.
Karvel og
Sighvatur
saman um
þingsætið
Sighvatur Björgvinsson lýsti því yfir
á kjördæmisþingi á Isafirði á laugar-
dag að hann tæki 2. sæti lista Al-
þýðuflokksins á Vestfjörðum. Jón
Bjöm Gíslason, hreppsnefndarmaður
á Patreksfirði, skipar 3. sæti.
I yfirlýsingu frá þinginu segir að
flokkurinn muni kappkosta að fá tvo
menn kjöma á Vestfjörðum eins og
raunhæfur möguleiki sé á.
„Frambjóðendur munu vinna í
traustu og nánu samstarfi að því sam-
eiginlega markmiði og hafa með sér
-gott samstarf um þingmannsstarfið,“
segir í yfirlýsingunni.
„Það náðist fullt samkomulag um
það að menn störfuðu saman að þess-
um málum,“ sagði Sighvatur.
„Það er eðlilegt samkomulag um það
að við tveir vinnum saman af ein-
drægni og á eðlilegan hátt að þing-
mannsstarfinu. Starfið hlýtur alltaf að
skiptast meira og minna á milli
manna,“ sagði Karvel Pálmason.
Báðir neituðu því að samið hefði
verið um þingsetu varamanns ef sú
niðurstaða yrði úr kosningunum að
'Sighvatur yrði varamaður Karvels.
-KMU
Spennandi
á Alþingi
Fyrsta umræða um staðgreiðslukerfi
skatta verður á Alþingi. í dag, í efri
deild. í neðri deild er einnig á dagskrá
spennandi mál, frumvarp um skipan
nefhdar er rannsaki Sturlumálið, deilu
Sverris Hermannssonar menntamála-
ráðherra og fræðsluyfirvalda á
Norðurlandi eystra.
.. j- Sjálfstæðismenn hafa lýst því yfir
að frumvarpið, sem Framsóknarmað-
urinn Ingvar Gíslason er fyrsti flutn-
ingsmaður að, jafhgildi vantrauststil-
lögu á Sverri. Hafa þeir boðað
frávísunartillögu.
-KMU
Blóm
við öll tækifæri
Opið frá kl. 10-19
alla daga vikunnar.
GARÐSHORNÍÍ
Suðurhlíð 35
sími 40500
við Fossvogskirkjugarðinn.
Forsætisraðherra tekur af skarið um kosningadaginn í ár
Endanleg ákvörðun
mín er 25. apríT
„Ég mun ræða við formenn þing-
flokkanna í dag en það liggur þó
fyrir að ekki er meirihluti fyrir því
að kjósa síðar en 25. apríl. Ég hef
viljað ná samkomulagi um kjördag-
inn, ef það væri unnt, en endanleg
ákvörðun mín er 25. apríl,“ segir
Steingrimur Hermannsson forsætis-
ráðherra.
Kosningalaganefnd Alþingis er að
ljúka við tiflögur um ýmsar tækni-
legar lagfæringar á kosningalögun-
um. Hún hefur náð samkomulagi um
að kosningadagur verði eftirleiðis
annar laugardagur í maí. Framsókn-
armenn leituðu eftir því að kosið
yrði þannig í vor, þá 9. maí.
Núverandi kjörtímabil rennur hins
vegar út 26. aprö. Að minnsta kosti
sjálfstæðismenn og alþýðuflokks-
menn telja það ekki koma til greina
að lengja kjörtímabilið. Sjálfetæðis-
menn hafa viðrað hugmynd um að
kosið verði enn fyrr, 11. eða jafhvel
4. apríl. Páskadagur er 19. apríl.
„Eftir yfirlýsingar Friðriks Sop-
hussonar um að hugsanlega verði
að kjósa fyrr ef kennarar fari í verk-
fall á ég ákaflega erfitt með að sætta
mig við að kosningunum verði flýtt
og geri það ekki,“ segir forsætisráð-
herra. Hann hefur hið endanlega
vald í krafti embættis síns.
-HERB
Enga fréttamenn í húsið! Jón Magnússon, fulltrúi Eimskipafélagsins, og Helgi Laxdal, formaöur Vélstjórafélags-
ins, taka á móti Ijósmyndara DV í dyrum VSÍ hússins í Garðastræti í morgun. DV-mynd GVA
Yfirmenn á farskipum:
Þrefað
mun til
þrautar
Þegar samningafundur hófst kl. 13
í gær í deilu yfirmanna á farskipum
og skipafélaganna var því lýst yfir
að ekki yrði staðið upp frá samn-
ingaborðinu fyrr en reynt hefði verið
til þrautar að ná samkomulagi. í
morgun stóð samningafundur enn
yfir og hafði lítið mjakast í nótt í
samkomulagsátt um launaliðina.
Um allt annað hefur verið samið.
„Ég get ósköp lítið sagt um stöð-
una. Þetta er mjög erfitt mál og það
hefur heldur lítið mjakast í nótt og
ómögulegt á þessari stundu að segja
til um hvað gerist, nema hvað fund-
urinn stendur enn,“ sagði Jón
Magnússon, fulltrúi Eimskips í
samningunum, í samtali við DV í
morgun. Hann var spurður hvort
hann óttaðist að upp úr slitnaði og
sagði Jón að eins og málin stæðu á
þessari stundu væri útilokað að
segja til um hvort upp úr slitnaði
eða saman drægi. Líðandi stund
væri eitt af þessum viðkvæmu
augnablikum sem upp koma í kjara-
deilum.
Undanfama daga hafa deiluaðilar
fundað stíft og náð samkomulagi um
allt nema launaliðina. Yfirmenn
lýstu þvi yfir þegar samningafúndur
hófst í gær að ef upp úr samningavið-
ræðum slitnaði nú, yrði boðað
verkfall og þá yrði að taka allt mál-
ið upp að nýju. -S.dór
LOKI
Karvel og Sighvatur
ætla sem sé að sitja
í tveggja sæta stól!
Veðrið á morgun:
Hiýnandi
veður
Á þriðjudaginn verður hæg suðlæg
átt og skýjað vestantil á landinu en
hægviðri og bjart veður austantil.
Hlýnandi veður. Hiti verður á bilinu
4 til 4 stig.
Tekinn með
y ,
talsvert af
fíkniefnum
Fíkniefnalögreglan handtók í síð-
ustu viku mann með talsvert magn
af fíkniefhum. Var þar um að ræða
35 grömm af amfetamíni, 110 grömm
af hassolíu og 90 grömm af hassi. Var
maðurinn dæmdur í gæsluvarðhald en
sleppt á föstudag þar sem málið var
þá upplýst.
Ekki hefur verið farið fram á fram-
sal hins 33 ára íslendings sem situr í
gæsluvarðhaldi í Danmörku. Hefur
danska lögreglan yfirheyrt hann að
undanfömu og sent skýrslur um þær
yfirheyrslur hingað. -FRI