Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987.
7
Fréttir
Skyndilokanir fiskimiða:
| Austfjarðamið eni
full af smáþorski
Athafnamaðurinn ungi, Jóhann Ingi Arnason, með eitt afsprengið í höndun-
um. DV-mynd Ómar
Vestmannaeyjar:
Sautján ára og
út blað
gefúr
Ómar Gaiðanson, DV, Vestmaimaeyium:
Jóhann Ingi Ámason, 17 ára peyi í
Eyjum, stendur í stórræðum. Hann
gefur út blað sem heitir ÍBLV sem
stendur fyrir íþróttablað Vestmanna-
eyja. Hann geíúr blaðið út hálfsmán-
aðarlega og ef mikið er að gerast á
íþróttasviðinu snarar hann út au-
kaútgáfu.
Jóhann Ingi hóf blaðaútgáfuna í
fyrravetur. Hann tók sér svo fh' í sum-
ar en byrjaði aftur í haust.
I blaðinu eru allar helstu fréttir úr
íþróttalífinu í Vestmannaeyjum.
Skiptir þá engu máh hvort um er að
ræða handbolta, fótbolta, skák eða
bridge. Blaðinu er dreift ókeypis en
útgáfan er fjármögnuð með auglýsing-
um. Upplagið er 1500 eintök og
stærðin er 4-6 síður eftir því hversu
mikið efiii liggur fyrir.
Jóhanni Inga til aðstoðar við út-
gáfuna er annar ungur maður, Erling
Richardsson, sem mætti til leiks í vet-
Ferðaskrifstofumar
Aldvei jafnmikiö um
ferðapantanir og nú
Mikil eftirspum er nú eftir sumar-
leyfisferðum til útlanda samkvæmt
upplýsingum sem DV fékk hjá ferða-
skrifstofunum Samvinnuferðum
Landsýn og Útsýn og ber aðilum sam-
an um að aldrei hafi verið jafnmikið
um ferðapantanir og nú.
Kjartan L. Pálsson, blaðafulltrúi
Samvinnuferða Landsýnar, sagði að
síðastliðinn föstudag hefðu bókanir
verið komnar í liðlega 2.300 en síðast-
liðinn mánudag hefðu þó öll met verið
slegin en þá bókuðu 562 sig í ferðir á
vegum ferðaskrifstofunnar. Á þriðju-
dag vom síðan 408 bókanir þannig að
samanlagður fjöldi bókana er nokkuð
á fjórða þúsundið.
Sagði Kjartan að af einstökum stöð-
um væm um 1.200 búnir að panta far
til Hollands og á Mallorca munu öll
svokölluð SL-hótel vera fullbókuð. Þá
sagði hann að langur biðlisti væri
kominn vegna ferða til Kanada og
einnig væri uppselt í nokkrar ferðir
til sólarlanda.
Kristín Aðalsteinsdóttir, deildar-
stjóri á ferðaskrifstofunni Útsýn, sagði
að undanfarið hefði verið fullt út úr
dyrum alla daga og bókanir væm mjög
miklar og þegar væri uppselt í nokkr-
ar ferðir. Til dæmis væri algerlega
uppselt í páskaferðina og allt að því
uppselt í ferðir í maí og júní líka. Sagði
Kristín að heildarfjöldi bókana væri á
bilinu 1.500 til 2.000 og sagðist hún
ekki muna önnur eins viðbrögð við
ferðatilboðum ferðaskrifstofunnar.
-ój
Stjómarfmmvarp um hlutafélagsbanka lagt fram:
Einn milljarður í
Útvegsbankann hf.
Viðskiptaráðherra lagði í gær fram
á Alþingi stjómarfrumvarp um stofn-
un hlutafélagsbanka um Útvegsbanka
íslands. Er það flutt í samræmi við
samkomulag stjómarflokkanna um
endurreisn Útvegsbankans í kjölfar
Hafskipsmálsins.
„Stefiit skal að því að hlutafé hluta-
félagsbankans verði allt að 1.000
milljónir króna,“ segir í 1. grein frum-
varpsins.
Hlutafjárframlag ríkisins má sam-
kvæmt frumvarpinu hæst verða 800
milljónir króna. Ennfremur er gert ráð
fyrir að Fiskveiðasjóði íslands verði
heimilt að leggja fram 200 milljónir
króna.
Ríkisstjóminni verður heimilt að
selja hlutafé ríkissjóðs. Erlendum
bönkum verður heimilt að eiga allt
að fjórðungi hlutafjár á hveijum tíma.
Fastráðnir starfsmenn Útvegsbank-
ans fá rétt á starfi hjá hinum nýja
hlutafélagsbanka. Ríkissjóður mun
yfirtaka ábyrgð Útvegsbankans á líf-
eyrissjóði starfsmanna.
í frumvarpinu er tekið fram að ríkis-
sjóður beri ábyrgð á öllum skuldbind-
ingum Útvegsbankans sem stofiiað er
til áður en bankinn verður lagður nið-
ur með yfirtöku hins nýja banka.
-KMU
Skyndilokanir svæða á Austfjarða-
miðum em orðnar 30 það sem af er
þessu ári og til samanburðar má benda
á að fyrstu 6 mánuði ársins í fyrra
vom skyndilokanir alls 24. Segja má
að Austfjarðamið séu nú full af smá-
þorski sem virðist vera þar í góðu
æti. Að sögn Sólmundar Einarssonar
fiskifræðings er það óvenjulegt að svo
mikið af smáfiski sé á því svæði þar
sem skyndilokunum hefur verið beitt
að undanfömu.
Það em hæði eftirhtsmenn sjávarút-
vegsráðuneytisins, sem fara út með
togurum, og startsmenn landhelgis-
gæslunnar, sem fara um borð í fiski-
skip, sem hafa eftirht með smáfiskin-
um. Ef smáfiskur, 55 sentímetrar eða
minni, er 30% eða meira af afla skipa
er svæðinu lokað í viku. Þurfi að loka
því lengur er það sjávarútvegsráðu-
neytið sem tekur þá ákvörðun. Fiski-
fræðingar Hafrannsóknastofiiunar
hafa leyfi til að loka svæðum í eina
viku Alltaf em einn eða tveir fiski-
fræðingar á bakvakt ef til slíkra
aðgerða þarf að grípa.
Það em árgangamir 1983 og 1984
sem þama er um að ræða en þeir em
nú að koma inn í veiðina og em báðir
taldir sterkir árgangar.
-S.dór
Stöð 2 til Eýja
Ómar Garðaiaacm, DV, Veatmannaeyjum:
Stefht er að því að Stöð 2 náist i
Vestmannaeyjum fyrir kosningar í
vor. Magnús H. Magnússon, skrif-
stofustjóri Vestmannaeyja, sagði í
viðtali við DV að sl. fimmtudag hefði
verið væntanlegur maður frá Pósti
og síma til að kanna aðstæður I
Eyjum vegna væntanlegrar komu
Stöðvar 2. Póstur og sími væri búinn
að gefa loforð um að sendingar
stöðvarinnar næðust í Vestmanna-
eyjum fyrir kosningar. Ætti þetta
ekki eingöngu við um eyjamar held-
ur allt Suðurlandsundiríendið.
Sendingamar verða leiddar um
ljósleiðara sem þegar hefur verið
lagður að Hvolsvelh. Er fyrirhugað
að taka út fyrir sendi á Selfossi og
öðrum á Hvolsvelh. Frá síðamefhda
staðnum verður svo sent út til Eyja.
Er verið að leggja síðustu hönd á
tengingar við ljósleiðarann og
kanna hvaða búnað þurfi til send-
inganna.
Fólkið í Vestmannaevjum hefur
fylgst vel með þróun þessara mála
enda er mikOl áhugi fýrir því að fá
þessa viðbót við þá fjölmiðla sem
fyrir em. Þá er vitað til þess að
Bylgjan stefhir að því að hefja út-
sendingar í Vestmannaeyjum innan
tíðar.
Hvolhreppur
Atvinnuástandi
heldur hrakað
HaDdór Kris^Anmcn, DV, HvcJsvetti:
„Undanfarin ár hefur atvinnuástand
í Hvolhreppi verið með þeim hætti að
flestir þeir sem vOdu vinna og gátu
unnið, höfðu vinnu. Nú hefur þessu
ástandi heldur hrakað."
Þannig hefst bréf sem atvinnumála-
nefiid Hvolhrepps sendi íbúunum nú
á dögimum um atrínnuástand og horf-
ur i Hvolhreppi.
Atvinnumálanefiid benti á að enginn
sneri atvinnuþróun við fyrir okkur og
ekki dvgði að bíða eftir að eitthvað
dytti af himnum ofan til hjálpar. Við
yrðum sjálf að kynna okkur kosti okk-
ar byggðarlags, hvað væri í boði og
hveijir möguleOcamir væm.
Leiðin Ugg«
ta
Munið
nýju leikfangadeildina
á 2. hæð-
okkar
Lðstöð
veIslunarmi<
vestuxb*!"-
Oíffi í KVÖJ®
ubgbm>^&-9'16-
Úrval af homsófum
í taui og leðri.
Húsgagnadeild - Sizni 28601
Raftæki í úrvali;
Rafdeild
2. hæð
^ ÖU ritföng Gjafavöruúrval
1 í ritfangadeild gjafa- og búsáhalda-
\ 2. hæð. deild - 2. hæð.
GLÆSILEGT
ÚRVAL
AF
ÞORRAMAT
í
KJÖTBORÐI
Munið
bamagæsluna
2. hæð
^Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæö -
Húsgagnadeild 2. og 3. hæð -
Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð -
Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grillið
Leikfangadeild 2. hæð-
Sérverslanir í JL-portinu.
VfSA
/A A A A A A »■ v
CJul!
UariUUUHHIil llklii
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
VARAHLUTIR í
SJÁLFSKIPTINGAR
V A R AHLUTAVERSLUNIN
SIÐUMULA 3
3 7 2 7 3