Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987.
39
Menning
Demantar- eilíf fegurð. Demantar
hafa löngum verið hjúpaðir mikilli
dulúð í vitund okkar og ekki að
ófyrirsynju. Hvers vegna heillar
þessi harði steinn? Fróðleg grein
umdemantaíVikunni.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Að Hamrahlíðarkómum sé boðið í
söngfor til útlanda þykja ekki lengur
fréttir. Líkast til þarf kórinn að neita
miklu fleiri boðum en hann þiggur.
Brátt, og það ekki í fyrsta sinn, heldur
hann í söngfor til ísraels. Til upphitun-
ar fyrir söngför og til að leggja sitt
fram til góðs málstaðar söng kórinn á
Myrkum músíkdögum, þeirri mjög svo
óformlegu skammdegishátíð.
Samkvæmt venju og hefð
Söngskráin var fjölbreytileg að
vanda en mótaðist þó af tilefninu og
íslensk tónlist kannski fyrir vikið enn
meira áberandi en ella. Þarna vom
ýmsir gamlir kunningjar, eins og Re-
cessionale Þorkels Sigurbjömssonar,
Umhverfi Jóns Nordals, Vísur úr Kilj-
anskviðu Gunnars Reynis Sveinssonar
og þá ekki síst Japönsku ljóðin hans
Atla Heimis sem vom á síðustu plötu
kórsins. Allt minnti það á hversu iðinn
þessi kór, þetta hljóðfæri hennar Þor-
gerðar, hefur verið við að flytja nýja
íslenska tónlist. Ut af vananum var
heldur ekki bmgðið að þessu sinni.
Kvöldvísur um sumarmál, eftir Hjálm-
ar Helga Ragnarsson, vom frumfluttar
á þessum tónleikum. Þær finnst mér
sjálfsagt að skoða í beinu samhengi
við „Söngva um ástina11 sem Hjálmar
Helgi samdi ári fyrr handa Háskóla-
kómum þegar hann Var stjómandi
hans. Mér hefur þótt Hjálmar Helgi
vera býsna laginn að búa heimspeki-
legum vangaveltum Stefáns Harðar
Grímssonar umgjörð í tónum. f tón-
rænum ramma hans verka ljóðin enn
kjamyrtari og djúp hugsunin undir-
strikuð og skýrð í tónanna máli.
Er það nokkur furða?
Það er ekki ónýtt að hafa Pétur
Jónasson sem fyrrverandi kórmeðlim
og nú einleikara með hópnum. Auk
meðleiksins í Japönsku ljóðunum
hans Atla Heimis lék Pétur Jakobs-
stiga Hafliða Hallgrímssonar. Þegar
hann lék verkið fyrst á Listahátíð, hér
um árið, var það einn af hápunktum
hátíðarinnar. Enn sem fyrr hugsaði
maður hversu frábær músík þetta
væri hjá Hafliða og hversu léttilega
Pétur léki þetta erfiða stykki. Með
tveimur af verkunum, sem Hamrahlíð-
arkórinn flutti svo glæsilega á
Norrænum músíkdögum í haust, Cry
out and Shout eftir Knut Nystedt og
Waming to the Rich eftir Thomas
Jennefelt, lauk þessu sýnishomi af
söngskrá kórsins í ísraelsför. Eins og
jafnan dáist maður að því hversu
VIKAN
er fjölbreyttasta blaðið
Vikan áferðum þrjár heillandi og rómantískar
þýskarborgir, Trier, Heidelberg og Freiburg.
Sýnishorn
úr
„Ég er eins konar borgareinbúi,"
segir Brian Pilkington, nafn Vik-
unnar. ListBrians þekkja margir
en færri þekkja hinn hógværa
mann sem er aó baki listaverk-
anna.
Engel Lund fæddist í Reykjavík
aldamótaárið. Hún söng um víða
veröld en lauk söngferlinum er
henni bauðst söngkennarastaða á
íslandi. Grein um þessa merki-
legu konu, sem er betur þekkt
sem Gagga Lund, er í Vikunni.
söngskrá
MYRKIR MÚSÍKDAGAR
Tónleikar Hamrahlíðarkórsins i Langholts-
kirkju 13. febrúar.
Stjórnandi: Þorgeröur Ingólfsdóttir.
Einleikari: Pétur Jónasson.
Efnisskrá: Úr Þoriákstíöum og Gloría tibi,
radds. Jóns Asgeirssonar: Fagurt er i Ijörö-
um, radds. J.M. Heame; Gunnar Reynir
Sveinsson: Úr Kiljanskviðu; Jón Nordal:
Umhverfi; Atli Heimir Sveinsson: Japönsk
Ijóö; Hjálmar Helgi Ragnarsson: Kvöldvisur
um sumarmál; Þorkell Sigurbjörnsson: Re-
cessionale; Alessandro Scariatti: Exultate
Deo; Anton Bruckner: Locus Iste; Hafllöi
Hallgrimsson: Five Studies for Jacob’s Ladd-
er; Knut Nystedt Cry out and Shout; Thomas
Jennefelt Warning to the Rich.
, ,Manni sýnist ef til vill að nú séu
samningar alveg að nást en svo á
síðustu stundu hleypur allt í bak-
lás. Ég væri ekki mennskur ef ég
yrði ekki pirraður þá,“ segir Guð-
íaugur Þorvaldsson ríkissátta-
semjari meðal annars í Vikuvið-
talinu í þessari Viku. Hann segir
einnig: ,,Það var mikil lífsreynsla
að fara í forsetaframboðið og þrátt
fyrir allt hefði ég ekki undir nein-
um kringumstæðum viljað missa
afhenni...“
Guðlaugur Þorvaldsson kemur
víða við í skemmtilegu viótali.
óskaplega vel Þorgerður fágar hvem
tón og hverja hendingu, en jafriframt
hversu lifandi og innblásinn söngur
þessa frábæra hljóðfæris hennar er.
Er nokkur furða þótt aðrar þjóðir vilji
fa svona merkilegt hljóðfæri utan frá
íslandi í heimsókn?
-EM
Hamrahliðarkórinn.
Btt augnabfik
vonsvtkinn -
en beiskju/aus
mgír 4»iiéimgitr Þ&wakis&on
ttmetfiþui í VtktíVÍStafítttí
Gttgga" Luntf
horgir ' j