Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ; . Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987. Húsnæðisstofnun: Lánsloforð boðin á 100 þúsund „Ég veit um tvö tilfelli þar sem láns- loforð Húsnæðisstofnunar ríkisins hafa verið seld í gegnum fasteignasölu og ég hef heyrt af fleirum. Verðið er að því er ég best veit 100 þúsund krón- ur fyrir loforðið. Við erum staðráðin í að stoppa þetta og munu bæði sá sem fær lánsloforð og selur og sá er kaup- ir verða sviptir möguleikum á að fá húsnæðislán hjá stofhuninni," sagði Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofhunar ríkisins, í samtali við DV. Lögfræðingar Húsnæðisstofhunar ^►eru nú að leita leiða til að koma í veg fyrir sölu á lánsloforðunum. Sigurður sagðist ekki vita með vissu hvemig málið væri möndlað en lánsloforð em alltaf gefin út á nafn. „En það er eins og menn geti alltaf fundið leiðir til að selja hvað sem er ef hagnaðarvonin er nógu mikil,“ sagði Sigurður E. Guðmundsson. -S.dór Ýmir í Kópavogi: Skemmdarverk á fimm bátum Skemmdarverk hafa verið unnin á fimm bátum Siglingaklúbbsins Ýmis í Kópavogi. Var farið um borð í bátana og brotist inn í lúkarinn og sprautað úr handslökkvitækjum, sem vom um borð. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi uppgötvaðist þetta mál í gærdag. Ekki er vitað með vissu hvenær þessi skemmdarverk vom unnin þar sem bátunum er ekki sinnt daglega heldur em þeir í geymslu yfir vetrarmánuðina í aðstöðu sem klúbburinn hefur í Foss- voginum, skammt frá áhaldahúsi Kópavogsbæjar. Lögreglan telur sennilegt að þama hafi verið um krakka að ræða en engu var stolið úr bátunum. Mál þetta er nú til rannsóknar hjá Rannsóknarlög- reglunni. -FRI Blóm við öll tækifæri Opið frá kl. 10-19 alla daga vikunnar. GARÐSHORNÍÍ Suðurhlið 35 sími 40500 við Fossvogskirkjugarðinn. LOKI Ætli merin hafi skellt á hann? hestum á mánudag - fékk hestana á Þverá lánaða til búfeiiaflutninga Jón G. Haukæan, DV, Akureyxi; „Skyggn maður, sem er framar- lega í Sálarrannsóknarfélaginu, segir að huldufólk hafi tekið hestana til að flytja sig í burtu. Hann segir að þeir komi aftur til baka núna eft- ir helgina, á mánudaginn, og tekur sérstaklega fram að allt sé í stakasta að tölu, hurfu sporlaust. Þeirra hefur lagi með hrossin og að þeim líði vel.“ verið leitað úr flugvél, á vélsleðum, Þetta segir Kristján Benediktsson, bílum og hestum. En allt hefur kom- bóndi á Þverá í Öxarfirði, meðal ið fyrir ekki. annars í helgarviðtali DV, sem birt- í viðtalinu segist Kristján ákveð- ist í blaðinu á morgun. Kristján inn í að halda leitinni áfram þar til hefur komið mjög við sögu að und- eitthvað skýrist um afdrif hestanna. anfömu, eftir að hrossin hans, sjö Sjálfur kveðst hann þó á þeirri skoð- un að þeir hafi „lent í sjálfheldu eða farið ofan í vatn og drukknað.“ Um þessi nýjustu tíðindi, að huldu- fólk hafi tekið hestana til búferla- flutninga á þessum óvenjulega árstíma, segir Kristján: „Við eigum víst að hafa ónáðað huldufólkið en ég veit ekki hvernig.“ Hressir með myndina Pirates (Sjóræningjar) fyrir utan nýtt og bætt Borgarbíó á Akureyri. F.v.: Birgir Kennedy- bróðir Ágústsson, verkfræðingur og hönnuður bíósins, Arnfinnur Arnfinnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækja IOGT, og bíóstjórinn sjálfur, Sigurður Arnfinnsson. „Ég segi að þetta sé fallegasta bíó á landinu og stend við það,“ sagði Birgir Ágústsson í gær og brosti. DV-mynd JGH Veðrið á morgun: Kólnandi veður Á laugardaginn verður hæg austan- og norðaustanátt á landinu. É1 vestan-, norðan- og austanlands en að mestu úrkomu- laust sunnanlands. Hiti verður á bilinu 0 til - 5 stig. Hestur stórslasast: Hurðarhúnn upp í auga og út um ennið Ján G. Hauksscn, DV, Akureyii Fjögurra vetra hestur á bænum Rangá í Köldukinn í Suður-Þingeyjar- sýslu fékk fyrir viku hurðarhún upp í augað og fór hann út um ennið á hest- inum. Fældist hesturinn svo að hann reif hurðina af hjörum þannig að þeg- ar komið var að honum var hann með hurðina á hausnum og handfangið á kafi í auganu. „Þetta var ótrúlegt enda sagðist dýralæknirinn ekki hafa trúað syni mínum þegar hann hringdi," sagði Baldvin Baldursson, bóndi á Rangá, við DV í morgun. „Það merkilega er að hesturinn virð- ist brattur og ég vona að hann missi ekki augað. Það er með ólíkindum, því handfangið þræddist meðfram auganu, inn í augnbotninn og út um ennið.“ Baldvin sagði að sonur sinn og frændi hefðu verið að ríða út. Þeir hefðu verið að taka hestana inn. „Þeg- ar hesturinn var kominn inn sneri hann snöggt við í dyrunum á hesthús- inu og sló höfðinu í handfangið." „Hann fældist og fór hurðin af hjör- um. Síðan dansaði hann með hurðina inn í hús. Þegar dýralæknirinn kom var farið að brotna út úr enninu á hestinum," sagði Baldvin Baldursson. ísinn á vötnum varasamur Ástæða er til að vara fólk við ísnum á ám og vötnum í og við Reykjavík því sökum mikilla hlýinda og leysinga er ísinn orðinn mjög þunnur, nánast eins og eggskum. Svæði þau sem hér er átt við eru einkum Elliðaámar en þar varð hörmulegt slys er 8 ára drengur, Sigur- jón Hallgrímsson, féll niður um ísinn og lést. Einnig á þetta við um Tjömina í Reykjavík og Rauðavatn sem ætíð verður hættulegt fyrir böm í svona tíðarfari. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.