Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1987, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987. Andlát Jónína B. Kristinsdóttir lést 12. febrúar sl. Hún fæddist í Reykjavík þann 11. júní 1935, dóttir hjónanna Kristins Helgasonar og Ólafíu Margrétar Brynjólfsdóttur. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Magnús Björgvinsson. Þeim varð ijögurra barna auðið. Útför Jónínu verður gerð frá Langholtskirkju í dag kl. 15. Magnús Kristjánsson lést 9. febrú- ar. Hann fæddist á Seljalandi undir ' Eyjafjöllum 30. janúar 1918, sonur hjónanna Arnlaugar Samúelsdóttur og Kristjáns Ólafssonar. Magnús lauk prófi frá Samvinnuskólanum og vann lengst af sem kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Hallgeirseyjar. Hann fluttist til Reykjavíkur árið 1965 og hóf þá störf hjá Dráttarvélum hf. og starfaði þar í mörg ár, lengst af sem skrifstofustjóri. Fyrir nokkrum árum voru Dráttarvélar hf. sameinaðar Búnaðardeild Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Eftir það starfaði Magnús þar allt til dauðadags. Hann giftist Laufeyju Guðjónsdóttur en hún lést í október sl. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Útför Magnúsar verður gerð frá Háteigs- kirkju í dag kl. 15. Tryggvi Tryggvason lést 18. febrú- ar sl. Hann fæddist í Gufudal í Austur-Barðastrandarsýslu 24. okt- óber 1909, sonur Tryggva Ágústs Pálssonar og konu hans, Kristjönu Sigurðardóttur. Tryggvi lauk kenn- araprófi frá Kennaraskólanum árið 1934 og kenndi hann á ýmsum stöð- um. Hann giftist Kristínu Jónsdóttur en hún lést árið 1972. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Útför Tryggva verður gerð frá Neskirkju í dag kl. 13.30. Emilía Blöndal, Seyðisfirði, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 21. þ.m. Anna Theodórsdóttir, Digranes- vegi 24, Kópavogi, lést í Landspítal- anum 18. febrúar. Guðni Sveinsson, Suðurgötu 23, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Hverfis- götu 68a, andaðist þann 7. febrúar sl. Útforin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margrét Sigríður Jónsdóttir, Safamýri 57, andaðist á hjartadeild Landspítalans að morgni 19. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Oddur Oddsson, Hrafnistu, Reykja- vík, áður Vesturgötu 37, lést í Borgarspítalanum 18. febrúar. Rigmor Koch Magnússon lést í Borgarspítalanum 17. febrúar. Sigurlaugur Jón Sævar Þórðar- son, Hringbraut 97, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 18. febrúar. Kristinn Árnason, fyrrum skip- stjóri frá Gerðum, verður jarðsung- inn frá Útskálakirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14. Leó Kristleifsson, Bogahlíð 20, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag, föstudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Félagsvist Húnvetningafélagið í Reykja- vík Félagsvist laugardaginn 21. febrúar kl. 14 í Félagsheimilinu, Skeifunni 17. Allir vel- komnir. Ferðalög Útivistarferðir Dagsferðir sunnud. 22. feb. 1. kl. 13: þjóðleið mánaðarins. Lága- skarð-Raufarhólshellir. Skemmtileg gönguleið suður frá Hveradölum. Skoðað verður mynni Raufarhólshellis en þar eru oft ísmyndanir á þessum tíma. 2. kl.13: Skiðaganga um Hellisheiði. Gott skíðagönguland. Verð kr. 600 í ferðimar, frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSI, bensínsölu. Ath. Öskjur fyrir ársritin eru komnar. Góuferð í Þórsmörk 13.-15. mars. Tilkyimingar Átak tilskjóls Átak til skjóls hefur, svo sem þjóðin veit, staðið yfir frá því fyrir hátíðirnar. Enn er ekki talið að því sé lokið og mun að sjálf- sögðu haldið áfram að taka á móti fram- lögum, enda eru ónotaðir gíróseðlar frá Skjóli enn víða á heimilum. Er það ósk framkvæmdanefndar Skjóls að gxró- seðlarnir verði notaðir þegar vel stendur á fyrir fólki. Framkvæmdir við aðhlynn- ingar- og hjúkrunarheimilið Skjól í Laugarási standa nú sem hæst og eru 5 hæðir uppsteyptar. Útboði er lokið á múr- verki öllu, gerð loftræstikerfis, raforku- virkja , hita- og hreinlætiskerfi. Vinna gengur skv. áætlun og verður fyrsti hluti hússins væntanlega tekinn í notkun um næstu áramót. Við bráðabirgðareiknings- skil 1. febrúar höfðu 2.150.000 safnast á bankareikning Skjóls. Til viðbótar fjár- framlögum í söfnunina hafa ýmsar aðrar góðar gjafir borist, tölvubúnaður, innrétt- ingar, gólfmottur, gólfteppi o.fl. Þá hefur stjórn Skjóls verið tilkynnt að ákveðið hafi verið að ánafna aðhlynningarheimil- inu nokkrar eignir. Erfitt er að meta verðmæti gjafa og áheita sem enn berast. Forráðamenn Átaks til skjóls færa þjóð- inni alúðarþakkir fyrir veittan stuðning og heita á hana til áframhaldandi hjálpar. Öldrunarráð íslands Á undanförnum árum hefur Öldrunarráð fslands staðið fyrir námskeiðum og ráð- stefnum um ýmis þau mál er varða velferð aldraðra. Þátttakendur hafa verið úr röð- um þeirra fjölmörgu hópa er vinna störf er snerta aldraða á einn eða annan hátt. Sem kunnugt er hefur þjónusta við aldr- aða farið vaxandi víðast hvar á landinu og hefur því þörfxn fyrir menntun og þjálf- un starfsfólks farið vaxandi að sama skapi. Því býður Öldrunarráð íslands nú upp á tvær námsstefnur fyrir starfsfólk í öldr- unarþjónustu. Hinn fyrri verður föstudag- inn 27. febrúar nk. og verður haldin í Hrafnistu, Hafnarfirði. Námsstefnan hefst kl. 9 f.h. og henni lýkur um kl. 17 e.h. Þar verður fjallað um mannleg samskipti, sam- vinnu og samstarf, félagsstarf og þjónustu og viðhorf til aldraðra. Þá verður að lok- um rætt um markmið og leiðir í öldrunar- þjónustu og hver sé stefnan í framtíðinni. Námsstefna þessi er fyrst og fremst ætluð starfsfólki á dvalarstofnunum og þeim er vinna að félagsmálum aldraðra. Leiðbein- endur verða Þórir S. Guðbergsson og Sævar Berg Guðbergsson. Síðari náms- stefnan fjallar um geðheilsu aldraðra og er haldin í samvinnu við Sálfræðingafélag íslands. Verður sú námsstefna haldin föstudaginn 13. mars í Borgartúni 6, Reykjavík. Verður hennar getið nánar síð- ar. Innritun í námsstefnur þessar er hjá öldrunarráði íslands sem nú er til húsa á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Hringbraut 50. Sr. Gylfi Jónsson gefur allar nánari upplýsingar og tekur við inn- ritunum í síma 23620. I gærkvöldi Valdimar Öm Flygenring leikari: T7Auglýsir sjáHt sig“ Ég náði ekki að hlusta á neitt í gærkvöldi, hvorki í sjónvarpi né út- varpi. Ég vissi að í útvarpinu var leikrit sem ég gjaman vildi hlusta á en maður er alltaf að vinna á kvöld- in og á því ekki gott með að fylgjast með öllu. En af útvarpi þá hlusta ég einna helst á „gufuna", hxin er besti afþreyingarmiðillinn. í fyrstu, þegar rás 2 var að hefja útsendingar sínar, fannst mér hún mjög góð og það sama var með Bylgjuna á sínum tíma, það endist heldur stutt. Gamla „gufan“ er alltaf þægilegust, meira að segja leyfir maður sér að hlusta á þingfréttimar bara til þess að hlusta. Og bamasögumar á morgn- ana finnast mér alltaf sætar, þar kemur eflaust bamið upp í mér. Það sama má segja um Stundina okkar og teiknimyndimar sem kollegar mínir em að lesa inn á. Um þessar nýju sjónvarps- og útvarpstöðvar hef ég það að segja að þær em alltaf að reyna að gera eitthvað fyrir alla en þegar svo er endar það með því að þær gera ekkert fyrir engan. Eins og með Bylgjuna um daginn er þeir Valdimar Öm Flygenring. skelltu sér til Akureyrar. Ég las ein- hvers staðar að þeir hefðu talað við einn Akureyring en allir hinir við- mælendumir hefðu verið fjölmiðla- og tæknifólk, þ.e. þeir sjálfir. Svo virðist sem efnið skipti ekki máli lengur heldur em það fréttamenn- imir og dagskrárgerðarfólkið sem em orðin svo mikil númer og em fyrst og fremst að auglýsa sjálft sig. Ég tek alltaf orðið upp sjónvarpið á kvöldin og lít svo yfir það daginn eftir og það er orðið svo að maður spólar orðið yfir 95 prósent af dag- skránni. En það sem hefur snert mig mest að undanfömu í sjónvarpinu em tvö amerísk leikrit, Köttur á heitu þaki og Húmar hægt að kveldi. Svo og horfi ég alltaf orðið á gamlar fréttir. Mér finnst það ekki skipta máli. Hættan er hins vegar sú að maður verði fjölmiðlasjúkur með allt þetta fyrir framan sig. En ég er ekki spenntur fyrir stöð 2, rugludallinum, eins og hún móðir mín kallar hana. Þeir Ingvar Þ. Gunnarsson, eigandi Þórs sf., og Hallgrimur Hallgrímsson, skipstjóri á Geisla, um borð í skipinu. DV-mynd Emil Eskrfjörður: Nýr bátur bæt- ist í flotann Emi Thorarensen, DV, Eskifirði: Nýr bátur, Geisli SU-37, hefur nú bæst í flota Eskfirðinga. Eigendur hans em Þór sf. á Eskifirði og Rækjustöðin á Isafirði. Er báturinn skráður á Eski- firði. Geisli SU er 23 metrar á lengd og 6 metra breiður, 101 tonns bátur. Hann var smíðaður 1983 og keyptur hingað til lands rétt fyrir áramót frá Bodfjörd í Svíþjóð. Eftir að hingað kom vom talsverðar breytingar gerðar á bátnum til að uppfylla öll skilyrði Siglinga- málastofnunar ríkisins. Breytingamar voru gerðar í Færeyjum og Vest- mannaeyjum. Geisli SU stundar nú bolfiskveiðar frá Eskifirði. I vor heldur hann svo til rækjuveiða og leggur þá upp á ísafirði. 16 manna áhöfn er á bátnum. Eyðnisöngur landlæknis: þín og verjur Vopn Eyðnisöngur landlæknis hefur verið frumfluttur. Hljómaði hann samtímis á rás 2 og Bylgjunni klukk- an 11.30 í morgun. Bubbi Morthens söng en lag og texti em eftir Val- geir Guðjónsson: „Einn hundraðasti xir millimetra getur skipt þig máli/manneskjan er hold og blóð en ekki úr köldu stáli/ því að taka áhættu sem óþörf er og galin/engin veit hvar eyðniveiran getur legið falin/ Hugsaðu um vopn þín og veijur/ smokkurinn má alls ekki vera neitt feimnismál/ Þeir predikuðu fyrr á árum mjög um frjálsar ástir/þeir frjálslyndustu þóttu vera allra manna skástir/en nú er upp á teningnum eyðniveiran skæða/um alla með öllum ekki leng- ur er að ræða/ Hugsaðu um vopn þín og verjur/ smokkurinn má alls ekki vera neitt feimnismál/ Engin veit hver verður næstur." Inn í textann er fléttað upplestri úr heilagri ritningu í flutningi séra Amfiíðar Guðmundsdóttur, aðstoð- arprests á Álftanesi, en að sögn V algeirs Guðjónssonar er hún yngsti prestur á íslandi. Hljómsveitin, er flytur eyðnisögn landlæknis, nefnist Vamaglamir og em skipuð þeim Valgeiri Guðjónssyni, Þorsteini Jónssyni, Þorsteini Magnússyni, Ásgeiri Óskarssyni, Bubba Mort- hens, Ragnhildi Gísladóttur og Agli Ólafssyni. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.