Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987. Framfarir siöustu ára koma berlega í Ijós i höfuðborginni, Kuala Lumpur. Malaysía hefur nýlega orðið vin- sælt fréttaefni fyrir vaxandi vand- ræði í landinu þó lítið hafi sennilega frést heim til íslands af þeim efrium. Landið var í meira en áratug talið fyrirmynd annarra þróunarríkja því ekki var aðeins að efnahagur vænk- aðist ört heldur ríkti þar sæmilegur friður og lýðræðislegir stjórnarhætt- ir. Undir yfirborðinu eru þó stórkost- legar þversagnir sem um margt eru eins og ýkt mynd af keimlíkum að- stæðum annars staðar í Asíu. Eldfim blanda I fyrsta lagi er ekki nema réttur helmingur íbúanna Malajar en hinn helmingurinn er kínverskir og ind- verskir afkomendur fólks sem breska nýlendustjórnin flutti til landsins. Malajar stjóma þó landinu að heita má alfarið og fylgja stefnu sem miðar að því að auka eignir Malaja á kostnað Kínverja, sem eru 36% íbú- anna, og Indverja, sem eru 10% af íbúum landsins. Stjórnvöld vinna opinberlega eftir þeirri stefnu að veita því 51% íbúanna, sem eru Malajar, ýmiss konar fríðindi, til þess ætluð að móta þjóðfélagið í þeirra mynd. Þessi stefna er líklega meira opinská kynþáttastefna en þekkist utan Suður-Afríku. Engu að síður vann stjórnin mikinn kosn- ingasigur í nýafstöðnum þingkosn- ingum og naut þar stuðnings tæplega helmings'kínverskra kjósenda sem þó hafa mátt þola mikla efnahags- lega mismunun af hendi stjómvalda á síðustu misserum. Kínverskur flokkur, andstæður stjórninni, bætti raunar stórlega við sig fylgi og hefur það aukið á ótta manna við vaxandi spennu milli kynþáttanna. Ástæðurnar fyrir því að Kínverjar þola stjórninni umfangsmikla mis- munun á efnahagssviðinu eru tvær, önnur er sú að Kínveijar ráða meiri- hluta efnahagslífsins en hin hefur að gera með þá ógn sem Kínverjum hefur staðið mikilli vakningu innan islams í Malaysíu. Synir moldarinnar Kínverjar eiga enn meirihluta af öllu efnahagslífi landsins og Indveij- ar eiga hlutfallslega meira en Malajar. Meirihluti íbúanna á raun- ar aðeins um 18% af efhahagslífinu og er sú tala jafnvel talin ýkt. Fyrir fáum árum voru aðeins 4% af hag- kerfinu í höndum Malaja en þá áttu útlendingar, einkum bresk fyrirtæki, mikinn meirihluta af öllu atvinnulífi landsins. Fyrir rúmlega hálfum öðrum ára- tug kom til mjög alvarlegra kyn- þáttaóeirða í landinu vegna þessarar stöðu mála og upp úr því var tekin upp ákveðin stefna til að draga úr hlutdeild Kínverja og útlendinga í atvinnulífinu. Réttlæting þeirrar stefnu er ekki einungis fólgin í þeim mismun, sem þama ræðir um, heldur einnig í þeirri kenningu að einungis Malajar séu innfæddir en aðrir séu aðkomufólk sem rakst þarna inn á vegum breska heimsveldisins. Malaj- ar eru kallaðir af stjórnvöldum, sem öðmm, synir moldarinnar, til undir- strikunar á meiri rétti þeirra til landsins. Það sýnist með nokkrum ólíkindum að stefna af þessu tagi geti gengið upp þar sem 47% þjóðar- Jón Ormur Halldórsson skrifar frá Haag innar og eigendur mikils meirihluta atvinnulífsins séu taldir annars flokks íbúar. Þetta hefur heldur ekki gengið hnökralaust og er, að því er virðist, heldur að riðlast, en þá raun- ar miklu frekar vegna stórfelldra vandræða í efnahagslífinu en annars. Stórsókn íslams Allur þorri Malaja er fylgismenn spámannsins en þar til fyrir fáum árum var mönnum ekki tiltakanlega fast í hendi með margt af því sem Múhameð kenndi. Menning Malaja er sérkennileg blanda af ævagamalli indverskri menningu, enn eldri Malajamenningu, áhrifum frá íslam og síðar í Malaysíu verulegum bresk- um áhrifum. Bretar voru þeirrar skoðunar að íslam risti ekki djúpt í landinu heldur væri sem þunnt lag ofan á eldri menningu. Sjálfstæðis- baráttan gegn Bretum, sem var löng og blóðug, var meira lituð annars vegar af kommúnisma og hins vegar þjóðemishyggju en þeirri tegund af íslam sem menn þekkja frá Miðaust- urlöndum. Bretar börðu niður kommúnisma áður en þeir fóru frá meginlandi Malaysíu árið 1957 en þeir afhentu ekki Norður-Borneó fyrr en 1964. Það gerðist hins vegar upp úr 1970 að námsmenn frá Malaysíu, sem flestir voru menntaðir í Bretlandi, hófu mikla íslamska hreyfingu. Það var einkum athyglisvert við þetta að hreyfingin hófst í Bretlandi en ekki Malaysíu og eins að heima fyrir var hún mjög borin uppi af þeim sem þekktu best til siða á Vesturlöndum. Stúlkur frá Malaysíu í breskum há- skólum ganga iðulega með allt hár og hluta andlits á bak við slæðu. Þessi íslamska hreyfing hafði gífur- leg áhrif heima fyrir og á sama tíma og efnahagurinn blómstraði færðist þjóðfélagið ört til íslamskra siða. ísl- am hefur verið gert að trúarbrögðum landsins og stjómvöld styðja við það með ýmsum hætti og sveigja stefnu sína á mörgum sviðum að kenning- um Kóransins, þó aðeins rétt rúmur helmingur íbúanna játist undir leið- sögn spámannsins. Þessi alda íslamskra hátta hefur tekið á sig ýmsar myndir og hefur komið í veg fyrir mörg af þeim vandamálum sem valdið hafa ólgu og upplausn í löndum í kring en um leið kyndir þetta undir vandræði milli kynþáttanna. í samræmi við kenningar Múhameðs leggja fylgis- menn hans áherslu á einfaldleika í daglegu lífi og efnahagslegan jöfnuð milli manna. Auður Malaysíu hefur því miklu síður en víða annars stað- ar farið í gegndarlausa neyslu hinna ríku og andstæður ríkidæmis og fá- tæktar eru miklu minni en gerist til að mynda á Filippseyjum, þama rétt hjá eða í Thailandi við hliðina. Á Vesturlöndum, þar sem íslam er stórlega afflutt í fréttum og frá fornu fari í menntakerfi og bókmenntun, líta menn yfirleitt einvörðungu á meintar öfgar í þessum trúarbrögð- um og fá enda staðfestingu á þeim fordómum með fréttum af íran og Líbanon þar sem eitt sérstakt af- brigði af þessari trú hefur vegna gamallar og nýrrar sögu tekið á sig mynd öfga og grimmdar. íslam af því tagi, sem vaxið hefur ört að öllu mikilvægi í Malaysíu og raunar mörgum fleiri ríkjum, er hins vegar trúarbrögð sem líkleg eru til að efla frið og auka umburðarlyndi og jöfn- uð. Þessi trúarbrögð gera hins vegar alltaf tilkall til allra þátta þjóðfé- lagsins og því geta þau verið tíma-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.