Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987. 57 DV BOar Reynsluakstur: Toyota Camiy 2,0 XU Japanir hafa farið sér frekar hægt í smíði og hönnun „stórra" lúxusbíla, en þó sótt á í áranna rás. Áður voru það Toyota Crown og 929 frá Mazda sem helst þóttu keppinautar lúxusbíla í mið- og þaðan af stærri flokki bíla. Því var það þegar Toyota kynnti nýjustu gerð af flaggskipi sínu, Toyota Camry, á dögunum að sumir vildu setja hann á bekk með Mercedes Benz, 700-línunni frá Volvo, ásamt BMW. Aðrir vildu fara hægar í sakimar og setja Camry jaíhfætis bíl ársins, Opel Omega, ásamt Ford Sierra og Nissan Bluebird. Eflaust má finna sitthvað sem réttlætir skipan Camry í hvom flokkinn sem er en víst er að bíllinn stendur fyrir sínu. Mjúkar, ópersónulegar línur Hinn nýi Camry hefur fengið and- litslyftingu og raunar alveg nýtt útlit. En heldur finnst mér það of ópersónu- legt og svipar því mjög til margra annarra bíla í svipuðum stærðar- flokki. Sé horft á bflinn frá ákveðnu sjónarhomi að aftan gæti maður hald- ið að þetta væri Peugeot. Linan í yfirbyggingunni er mjúk, framljós og stuðarar falla vel að yfirbyggingunni. Mjúk línan í niðursveigðu vélarhús- inu gerir það að verkum að í akstri skapast sú tilfinning að verið sé að aka mun minni bíl en raun er á. Framleiðslu bflsins hefur verið breytt á þann veg að fimm dyra „hatchback“gerðin, sem áður var, er nú á braut en síðar mun koma station- gerð sem í útliti svipar mjög til Ford Sierra, svo tekið sé dæmi. Mjög rúmur að innan Það sem fyrst grípur augað þegar sest er inn í bílinn er hve gott pláss er alls staðar inni í honum. Sætin em vel formuð og ökumannssætið hefur fjölmarga stillimöguleika, hægt er að stilla hæð þess, auk þess sem mjög góð stilling er á þiýstingi á mjóhrygginn. Tvívirk upphitun á framsætunum er staðalbúnaður. Mælaborð og stjómtæki em að- gengileg. Stýring á þurrkum og ljósum er enn í stilkum sitt hvorum megin. Galli er að engin viðvörun er ef ljósin gleymast á, nokkuð sem í dag ætti að vera komið í alla bíla. Veltistýri er staðalbúnaður og það hefur þann kost að ökumaðurinn getur stillt inn óska- hæð sína á stýrinu, velt því síðan frá þegar farið er út úr bílnum og það skellur svo í rétta stöðu næst þegar sest er undir stýri. Pláss fyrir aftursæt- isfarþega er með því betra sem gerist í bílum í þessum stærðarflokki, nægi- legt lými fyrir hnén aftur í þótt framsætið sé haft aftarlega. Smá- munahirslur em þokkalegar og hanskahólfið rúmgóð skúffa sem opn- ast niður. Trompið er undir vélarhlífinni Vilji þeir hjá Toyota slá um sig með þessum nýja bíl geta þeir það einna helst vegna vélarinnar. Þverstæð splunkuný íjögurra strokka vél með tveimur yfirliggjandi knastásum og fjórum ventlum á hverjum strokki. Vél með óhemjukraft og silkimjúkan gang. Þessi vél er framhald þeirrar þróun- ar vélar sem áður hefur sést í minni og sportlegri bílum frá Toyota. Þróun- in hefur helst hneigst í þá átt að auka afl og seiglu vélarinnar, auk þess að minnka eyðsluna. Tromp vélarinnar liggur í hönnun knastásanna, eða réttara sagt hvemig þeim er snúið. Hönnuðir Toyota komu fram með nýtt hedd sem er þannig að knastásnum fyrir útblástursventlana er snúið með tannhjóli frá knastásnum fyrir sogventlana. Þar með þarf aðeins eina reim fyrir annan knastásinn. Sér- stakur dempari er á milli tannhjól- anna til að koma í veg fyrir ójafnan snúning þeirra. Þessi hönnun vélarinnar þýðir að knastásamir geta staðið þétt saman og þar með geta ventlamir staðið lóð- réttir. Brunahólfið verður því jafiiara og þar með betri og jafhari bruni elds- neytisins. Útkoman úr þessu öllu verður afl- mikil vél, 128 hestöfl við 5600 snúninga Toyota Camry 2,0 XLi - rúmgóður fjölskyldubíll með góða aksturselginlelka og splunkunýja spræka vél. DV-myndir Gunnar V. Andrésson Nýtt „tromp“ frá Toyota: Camiy með nýrri 16 ventla vél Umsjón Jóhannes Reykdal „Trompið" er i vélarrúminu: Ný þverstæð fjögurra strokka tveggja knastása vél sem gefur 128 hestöfl með beinni elektrónískri innspýtingu og er sérlega þýðgeng. Mælaborð og stjómtæki eru góð og veltistýri með „minni“ gefur aukin þæg- indi. Fjögurra þrepa sjálfskiptingin, þar sem fjórða þrepinu er stýrt með takka aftan á skiptistönginni, eykur akstursánægjuna. á mínútu, sem gefúr mikla snerpu ásamt teygju í akstri. Góðir aksturseiginleikar Bíllinn sem reynsluekið var, Camry 2,0 XLi, var sjálfskiptur, búinn fjög- urra þrepa sjálfskiptingu þar sem efsta fyepið er takkastýrður yfirgír. Þessi skipting ásamt vélinni gefa bílnum góða aksturseiginleika. Svo góða að brot á hraðatakmörkum eru nánast óumflýjanleg í venjulegum akstri. Stýriseiginleikar eru hlutlausir, bíll- inn átti það hvorki til að yfir- eða undirstýra, það er að leita inn eða út úr beygjum. Þar hjálpar að sjálfsögðu Að aftan sést vel hve Camry svipar til margra annarra bila. mikið til að bíllinn er framhjóladrif- inn. Mér fannst aflstýrið á stundum helst til létt í snúningi en slíkt er að sjálfsögðu smekksatriði. Veghljóð í bílnum er mjög lítið og er það helst að þakka þrefaldri þykkri einangrun í gólfi bílsins sem dregur mjög úr hávaða. Fjöðrunin er góð, MacPherson gormafjöðrun á öllum hjólum, og svar- ar vel þannig að hún er hvorki of stif né mjúk eins og vill brenna við í sum- um bílum í dag. Dísilvélin „úti í kuldanum“ Margir leigubifreiðarstjórar eiga eft- ir að sakna þess að fá ekki þennan bíl með dísilvél en hún hefúr verið skilin eftir „úti í kuldanum“ að sinni vegna þess hve reynslan af henni var misjöfh í eldri gerðinni. Það sama hafa nágrannar okkar á Norðurlönd- unum gert en einnig þar þykir bíllinn henta vel til leiguaksturs. Hins vegar ætti vel að vera hægt að nota bílinn með bensínvél til leiguaksturs því að hún er það spameytin, aðeins 8,9 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri stun- kvæmt erlendum staðalmælingum. Niðurstaða Hér er á ferðinni rúmgóður fjöl- skyldubfll með góða aksturseiginleika og á verði sem keppt getur við marga aðra í svipuðum stærðarflokki eða 689 þúsund krónur. Með fimm gíra bein- skiptum kassa kostar hann hins vegar 629 þúsund krónur. Helstu kostir hans eru ný kraftmikil og þýðgeng vélin, góðir aksturseigin- leikar og fjöðrun ásamt góðu plássi. Það sem telja mætti bílnum til vansa er litlaust og ópersónulegt útlit þótt heildarsvipurinn sé þokkalegur. Inn- og útstig er gott og stillingar á ökumannssæti er þægilegar. Farangursrýmið er stórt og klætt í hóH og gólf. Það opnast vel og „þrö- skuldur" er ekki að þvælast fyrir. TOYOTA CAMRY 2,0 XLi: Lengd: 4520 mm Breidd: 1710 mm Hæð: 1400 mm Bil milli öxla 2600 mm Minnsta hæð frá jörðu 170 mm Þyngd: 1260 kfló Vél: Þverstæð, fjögurra strokka, tveggja knastása, 16 ventla, 1998 rúmsentímetrar, 128 hestöfl (94kW) við 5600 sn. á mín. Þjöpp- un 9,8:1. Elektrónísk innspýting eldsneytis. Eyðsla: 90 km/5,81/100 km, 120 km/7,51/100, Blandaður akstur/ 8,91/100 km. Gírkassi: Fjögurra þrepa sjálf- skipting. (Fjórða þrep er yfirgír, 0,706) eða fimm gíra beinskiptur (fimmti gír yfirgír, 0,820) Stýri: Tannstangarstýri. Snún- ingsradíus: 5,3 metrar. Hjól: 185/70HR14 Verð: kr. 689.000 (sjálfskiptur), kr. 629.000 (beinskiptur- 5 gíra)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.