Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 8
50 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987. DV | et sc i*i *«;||« uHin I ! BmjAMtN Frankun Thk Autobiography I I ANT) OTHF.R WRITINGS 1 Ævisaga snillings THE AUTOBIOGRAPHY AND OTHER WRITINGS. Höfundur: Benjamln Franklln. Úlgelandi: Penguin Books, 1986. Benjamin Franklin var einn af sautján bömum fátæks kertagerð- armanns í Boston, fékk einungis tveggja vetra skólagöngu en varð samt afreksmaður og eins konar lifandi tákn þess ameríska draums sem felst í því að vinna sig upp úr engu til fjár og metorða. Þann- ig hlaut hann í lifanda lífi viður- kenningu og frægð, sem enn lifir nær tveim öldum eftir andlátið, sem heimspekingur, uppfinninga- maður. stjómmálamaður og einn af helstu höfundum sjálfstæðisyfir- lýsingar lands síns. Franklin skráði þennan mikla sigurferil sinn í frægri og um- deildri sjálfsævisögu sem hér er birt í heild sinni. Hún er enn for- vitnileg lesning um afar sérstæðan mann og snjallan hugsuð. Auk ævisögunnar em hér birtir kaflar úr bréfúm og greinum sem Franklin skrifaði. Þar koma fram skoðanir hans á ýmsum málefnum dagsins, m.a. þrælahaldi, en Franklin snerist öndverður gegn því á efri árum. Þá fylgir yfirlit um helstu atriði í ævi Franklins, listi yfir þær merkustu ævisögur sem um hann hafa verið ritaðar og formáli þar sem ritstjóri bókar- innar fjallar í stuttu máli um rit Franklins. SíllW HIGHSTAND Gull og eitair HIGH STAND. Höfundur: Hammond Innes. Fontana Paperbacks, 1987. Sem spennusöguhöfundur hefur Hammond Innes notið mikilla vin- sælda, jafnt hér á landi sem annars staðar. Sögur hans eru með allt öðrum blæ en til dæmis reyfarar Alistairs MacLean. Bæði er að söguhetjumar eru gjaman mann- legri og raunsannari og meiri áhersla er lögð á umhverfislýsing- ar og raunhæfar frásagnir af baráttu mannsins við óblíð nátt- úruöflin. Að þessu sinni er sögusviðið Yukon, gömlu gullleitarsvæðin í vesturhluta Kanada. Sögumaður- inn er lögfræðingur í London. Þegar einn skjólstæðinga hans, eigandi lands og gullnámu í Yu- kon, hverfur skyndilega - og er reyndar talinn af - heldur lögfræð- ingurinn þangað vestur til þess að komast að hinu sanna um brott- hvarf skjólstæðings síns og verðmæti eigna hans. Þar lendir hann í óvæntum ævintýrum. Um- hverfið er vitaskuld afar framandi fyrir skrifstofuþræl í höfúðborg Bretaveldis, en hann kemst einnig fljótlega í kast við skuggalega ná- unga. High Stand er í dæmigerðum Innesstíl. Höfundurinn er fyrst og fremst að segja spennandi sögu og skrifar enn skemmtilega um stór- brotna náttúm. Erlend bóksjá Karlar og konur í skáldskap Lawrence LAWRENCE’S MEN & WOMEN. Höfundur: Shella MacLeod. Paladln Books, 1987. Meginviðfangsefnið í skáldskap enska rithöfundarins D.H. Lawrence er ástin, kynlífið og áhrif þess á sam- skipti og þróun einstaklinganna, enda hefúr hann oft verið kallaður „predik- ari ástarinnar". Allt frá upphafi hefur framsetning hans og skoðanir um samlíf kynjanna vakið hatrammar deilur. Sumar bóka hans voru þannig bannaðar um lengri eða skemmri tíma. Og á síðari tímum hafa ýmsir gagnrýnt hann harðlega fýrir þá, að þeirra mati, neikvæðu og lítilsvirðandi afstöðu til kvenna sem í bókunum birtist. Nægir þar að minna á hatrammar árásir Kate Millet á Lawrence í frægri bók, „Sexual Polit- ics“, sem bandaríski rithöfundurinn Norman Mailer svaraði eftirminnilega í „The Prisoner of Sex“. Fordómalaus Þótt höfundur þessarar bókar, Sheila MacLeod, sé ákveðinn femín- isti skoðar hún viðhorf Lawrence til hlutverka og samskipta karla og kvenna, eins og þau birtast í skáldsög- um hans og ritgerðum, fordómalaust og kemst þar með að forvitnilegum og stundum óvæntum niðurstöðum. Bókinni er skipt í þrjá meginkafla. Sá fyrsti fjallar um karla i verkum Lawrence, annar um konumar og sá þriðji um skoðanir Lawrence á hjóna- bandinu. MacLeod rekur ítarlega hvemig við- horf Lawrence þróast og breytast frá einni skáldsögunni til annarrar - hvemig hann skrifar sig fyrst frá ofurást móður sinnar og síðan frá hinu kvenlega í eigin eðli sem vakið hefúr með honum sterkar kenndir til ann- arra karlmanna. Jafnframt skýrir hún þá karlmennskuhugsjón sem Law- rence var svo hugleikin, leitina að fullkomnun og leiðina þangað. í hug- arheimi Lawrence em karlar, að áliti MacLeod, í reynd hið veikara kyn, hversu sterkir sem þeir kunni að vera líkamlega og andlega. Þeir em það að vísu ekki frá náttúmnnar hendi. Þessi veikleiki er þeirra eigin verk, tilkominn vegna þess að þeir van- rækja mikilvæga þætti tilfinningalífs- ins og sýna konum jafhframt óeðlilega undirgefni sem aftur leiðir til þess að þeir verða í reynd einungis hálfir menn. Og vegna þess að lífið er sam- spil andstæðna verður þetta einnig til þess að konur ná heldur ekki að full- komna sig sem konur. En það er einmitt leitin að þessari fullkomnun, og þá um leið hinu fullkomna sam- bandi karls og konu, sem olli Law- rence svo miklum heilabrotum. Eftirminnilegar konur Eitt af því sem forvitnilegt er að átta sig á í skáldverkum og ritgerðum Lawrence em þau áhrif sem kona hans, Frieda, hafði á viðhorf hans til ástarlífsins, en hún varð á unga aldri ákafur talsmaður „frjálsra ásta“ undir handleiðslu Otto Goss sem boðaði kynlífsbyltingu til að „bjarga heimin- um“. Ljóst er að hún hefur skipt miklu máli, ekki síst í að auka skilning Law- rence á hugarheimi kvenna. MacLeod bendir réttilega á að það er einmitt í kvenlýsingum sínum sem Lawrence sýni næmastan skilning á sálarlífinu: konur hans séu margar hverjar eftir- minnilegustu og raunhæfustu persón- umar í skáldsögum hans. Fyrir þá sem hafa lesið, eða hyggj- ast lesa, ýmsar helstu sögur Lawrence (svo sem The Plumed Serpent, The White Peacock, Sons and Lovers, The Rainbow, Women in Love og Kang- aroo), er þessi úttekt áhugaverð og líkleg til aukins skilnings. Hún er unnin af alúð og fordómalausum áhuga á verkum þessa eins af merk- ustu og umdeildustu skáldsagnahöf- undum Englendinga. Scott og Zelda Ástralíu STRONG-MAN FROM PIRAEUS AND OTHER STORIES. Höfundar: George Johnston og Charmlan ClifL Útgefandi: Penguin Books, 1986. George og Charmian komu úr ólíku umhverfi en það var ást við fyrstu sýn þegar þau hittust í Melboume á stríðs- ámnum. Þau vom bæði ung og glæsileg, hann einn þekktasti blaða- maður landsins og hún ákveðin í að gerast rithöfúndur. Þau giftust, héldu fyrst til London, þar sem George starf- aði sem fréttaritari blaðs síns, en síðan, árið 1954, til eyjunnar Hydra í Grikklandi þar sem þau einbeittu sér að því að skrifa skáldsögur og smásög- ur, saman og hvort í sínu lagi. Þar bjuggu þau í tíu ár, eignuðust böm og skrifúðu sögur sem vöktu athygli, bæði í Ástralíu og Bandaríkjunum. En lífið á Hydra var oft erfitt þótt þar væri ódýrt að búa á þessum árum. Þau héldu því heim til Ástralíu úr sjálfskipaðri útlegð árið 1964. Óhamingjan reyndist þeim ekki eins fjarri og þeir sem horfðu á líf þeirra George Johnston Charmian Clifi STIIOM - \í \KÍ tKmiWÍí M \ > - - i úr fjarlæg héldu. Árið 1969 framdi Charmian sjálfsmorð og ári síðar dó George úr berklum. „Scott og Zelda“ Ástralíu fengu þannig dapran endi engu síður en fyrirmyndimar sem þau vom svo oft kennd við. Hvemig em svo verk þeirra? Ef marka má þetta smásagnasafn, sem hefur að geyma fjórar sögur eftir Charmian og sjö eftir George, kunnu þau vel til verka í hefðbundinni smá- sagnagerð. Sérstaklega em þær sögur sem George skrifaði á síðari rithöfund- arárum sínum eftirminnilegar, svo sem eins og „The Verdict" sem gerist í Aþenu þann dag sem sögumaðurinn bíður þess að fá úrskurð læknis um hvort hann sé haldinn berklaveiki. Ljóst er að sú saga hefur sterka tilvís- un til persónulegrar reynslu höfundar- ins sjálfs sem lést úr berklum. George kunni einnig að skrifa smá- sögur í gamansömum stíl. Þannig er „Vale, Pollini!" um menningarsnobb- ara, sem tíðum settust að hjá þeim hjónum á Hydra, óborganleg. Fyrir þá sem vilja kynnast öðrum verkum George Johnston og Charm- ian Clift, að lestri þessara smásagna loknum, er hér birtur listi um allar bækur þeirra. Metsölubækur - pappírskiljur Bretland 1. Garrison Keillor: LAKE WOBEGON DAYS. (-) 2. Dick Francis: BREAK IN.(1) 3. Lucy Irvine: RUNAWAY. (2) 4. Umberto Eco: THE NAME OF THE ROSE. (5) 5. Bob Geldof: IS THAT IT? (4) 6. Ken Follett: LIE DOWN WITH LIONS. (3) 7. Harold Robbins: THE STORYTELLER. (-) 8. Lucy Irvine: CASTAWAY. (-) 9. Hammond Innes: HIGH STAND. (-) 10. Anne Frank: THE DIARY OF ANNE FRANK. (-) (Tölur innan sviga tákna röö viökomandi bók- ar vikuna á undan. Byggt á The Sunday Times.) Bandaríkin: 01. Judith Krantz: l’LL TAKE MANHATTAN. 02. Margaret Atwood: THE HANDMAID’S TALE. 3. Cynthia Freeman: SEASONS OF THE HEART. 4. Ken Follett: LIE DOWN WITH LIONS. 5. Tom Clancy: THE HUNT FOR RED OCTOBER. 6. Howard Fast: THE IMMIGRANT’S DAUGHTER. 7. Harold Robbins: THE STORYTELLER. 8. Jean M. Auel: THE MAMMOTH HUNTERS. 9. Gene DeWeese: CHAIN OF ATTACK. 10. Brauna E. Pouns: AMERIKA. Rit almenns eðlis: 1. Shirley MacLaine: OUT ON A LIMB. 2. Shirley MacLaine: DANCING IN THE LIGHT. 3. Nicholas Pileggi: WISEGUY. 4. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 5. Oliver Sacks: THE MAN WHO MISTOOK HIS WIFE FOR A HAT. (Byggt á The New York Times Book Review.) Prinsinn bara froskur? THE LEFT-HANDED WOMAN. Höfundur Peter Handke. Útgefandi: Methuen, 1986. Peter Handke er af ýmsum talinn einn besti þýski rithöfundur sinnar kynslóðar (fæddur árið 1942). Þekktasta skáldsaga hans er án efa Die Angst des Tormanns beim Elfmeter sem kom út árið 1970. Sú saga var kvikmynduð við góðan orðstír. Sagan sem hér er til umfjöllunar er á hinn bóginn byggð á kvik- mynd sem Peter Handke leikstýrði og hún ber þess nokkur merki. Frásögnin er öðru fremur mynd- ræn: lesandinn er eiginlega í hlutverki áhorfanda. Handke fjallar hér um Marianne sem er þrítug, gift og móðir átta ára drengs. Hún býr í nútímalegu húsi í úthverfi vesturþýskrar borg- ar. Eiginmaður hennar er á viðskiptaferð í Skandinavíu. Þegar hann kemur heim verður sú til- finning yftrþyrmandi hjá Mar- ianne að maðurinn ætli sér að yfirgefa hana. Hún ákveður að verða fyrri til og segir honum formálalaust að hann skuli láta sig hverfa af heimilinu. Sagan rekur síðan hvemig hún bregst við þeim aðstæðum sem við þetta skapast í lífi hennar og drengsins. Einhver orðaði það svo að Mar- ianne væri eins og Þymirós sem vaknaði og áttaði sig á því að prinsinn hennar væri enginn prins heldur bara froskur, draumurinn með öðrum orðum martröð. Ástralskar sögur TRANSGRESSIONS. AUSTRALIAN WRITING NOW. Ritstjórí: Don Anderson. Penguin Books, 1986. Yfirlýst markmið Don Anderson, sem valdi efiii þessarar bókar, var að taka saman bestu smásögur ástralskra höfunda á ámnum 1983-1985. Að venju em skiptar skoðanir á því hvaða skáldskapur sé bestur. Anderson telur sýnilega að frum- leiki, nýjungagimi og tilrauna- starfsemi höfunda sé forvitnilegri en sá hefðbundni og litlausi raun- sæisstíll sem hann segir í formála að ráði ríkjum í ástralskri smásag- nagerð. Þetta kemur fram í vali hans á efni í bókiná. Hún er óneit- anlega frísklegri fyrir bragðið. En að sama skapi misjafnari að gæð- um. Hér má bæði lesa sögur eftir snjalla höfunda á borð við Elizabet Jolley og tilraunaverk sem sum takast bærilega svo sem eins og ljóðsagan Mirdinan. Sögumar í bókinni em alls 34, deilt niður eftir viðfangsefnum í fimm flokka. Fátt er af upplýsingum um höf- undana. Það er miður þvi flestir þeirra em lítt kunnir utan heima- lands síns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.