Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 20
Houdini við hafið ÉSv.'.'Sí' ■' Houdini, sem braut hvem fjötur, var á þessari síðu fyrir viku. Galdramað- urinn sá varð feikilega vinsæll á meðan hann var og hét - og raunar tekinn alvarlega. Menn litu ekki á hann sem venjulegan sjónhverfinga- mann enda sýndi hann og sannaði að honum tókst hvað eftir annað að- gera hið ómögulega: að brjótast út úr fangelsi, komast úr handjárnum þar sem hann var í steyptu keraldi niðri á hafsbotni eða láta fleygja sér í fljóið, ífærður spennitreyju, og losa sig á leiðinni niður á botn. Houdini hefur oft komið fyrir í skáldskap á seinni árum. Kannski hlotnast honum þannig sú ósk sín að lifa eftir dauðann. Og vitanlega nota skáldin hann sem tákn fyrir frelsið. Hann er maðurinn sem leysir hnútinn, yfirvinnur lögmál náttúr- unnar - en þó fyrst og fremst þau „lögmál“ sem reglur mannanna, hinna þröngsýnu samfélaga, leggja á borgarana. Borgarmúgurinn stóð utan við fangelsin og fagnaði Houd- ini ákaflega þegar hann braust út gegnum rimla og steypu en yfirvöldin reyndu að stöðva þennan leik. Þeim fannst að ekki mætti hafa það fyrir almenningi að hægt væri að splundra fangelsunum með hugviti og engum verkfærum. En almenningur fagnaði ákaflega vegna þess að fangelsið er vitanlega tákn um harðstjóm og reglubeitingu yfirvaldsins. í skáldskapnum er Houdini stundum á ferli eins og verndarengill eða vera utan úr geimnum; mér finnst hann hafi þó hvergi verið með á eins skemmtileg- an hátt og í skáldsögunni Ragtime eftir Doctorow. Doctorow notar Ho- udini sem tákn um upphaf nútímans. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna gerist hún á öndverðri okkar öld, tíma jassins í USA, tíma Morg- ans og Rockefellers, tímabili T- Fordsins og áfengisbannsins. Dagblöðin æpa afrek Houdinis af forsíðunum dag eftir dag, meistarinn þeytist með lestum um álfuna þvera og endilanga, allir vilja sjá hann með eigin augum til að geta svo ævina út dásamað töframanninn fyrir afrek hans. Doctorow lætur Houdini leika ýmsar kúnstir, m.a. ganga upp hús- vegg á blankskónum einum, klifra utan á skýjakljúf á vír og fara síðan eftir öðrum vír í svimandi hæð yfir sjálft Wall Street í New York. Og Houdini veifar til mannfjöldans, hann er afslappaður og kaldur, klæddur hvítri skyrtu og bindi eins og sannur heiðursmaður, jakkinn hans liggur samanbrotinn í aftursæti T-Fordsins hans niðri á götunni. En prakkarinn Doctorow gerir okkur grikk. Niðri á Wall Street stöndum við, lesendur ásamt fulltrúum heims- pressunnar, og fylgjumst með. En hvað gerist? Doctorow sýnir að hann er frjáls og ekkert bundinn við þenn- an Houdini - hann lýkur sögunni án þess að við fréttum hvort Houdini hafi komist á vírnum yfir Wall Street. Mér vitanlega hangir hann því enn yfir götunni og veifar til mannfjöldans. Og einhvers staðar niðri í örtröðinni miðri stend ég og mæni upp til þessa átrúnaðargoðs. Verðum við þarna til eilífðarnóns, Houdini og ég? Eins og hafið heitir skáldsaga sem út kom fyrir síðustu jól. Sagan er eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur - sem með þessari bók sinni færði löndum sínum heim sanninn um að hún er frábær höf- undur; bók hennar ér merkt framlag til íslenskrar frásagnarlistar. Fríða hefur eigin höndum reist þorp eða smábæ við ströndina. Þar er fiskiðja, MILLI LÍNA Gunnar Gunnarsson þar er kaupfélag, þar er útgerð og útgerðarmaður, þar er verkalýður, þar eru ungar fegurðardísir og aldn- ar, efnilegir yngismenn og líka þeir sem áður lofuðu góðu, þar er kenn- ari og prestur, þar eru ástríður og langanir, trú, von og kærleikur og margt skemmtilegt á seyði. Persónur Fríðu eru eftirminnilegar og þegar maður leggur frá sér bókina halda þær áfram að kreika í huga manns, maður vill vera lengur með þeim, frétta hvernig þeim endanlega reiðir af - og sagan spinnur sig áfram þótt Fríða hafi sleppt af henni höndum - hún lifir sjálfstæðu lífi. Þannig eiga skáldverk að vera. Eina nóttfyrir skemmstu dreymdi mig Houdini. Hann var kominn í þorpið hennar Fríðu við hafið og var að rífa sig úr handjárn- um og spennitreyju á hólnum ofan við bryggjuna. Fólkið stóð þar allt í kring og ég í miðjum hópnum við hliðina á prestinum og skammt und- an var maður sem stöðugt staupaði sig úr stórri flösku. í draumnum horfði ég ekki svo mjög á Houdini heldur gaut auga á mannskapinn í kring, fannst ég vera gestur, en um leið ættaður úr sama galleríi og þetta fólk. Ég varð ekki var við að sögu- persónurnar litu mig hornauga eða skoðuðu mig sem aðkomumann. Presturinn var eitthvað að skrafa við mig. Ég hlustaði ekki á hann fremur en aðra starfsbræður hans, ekki fyrr en ég tók eftir því að hann var að halda því fram að Harry Houdini væri Kristur endurborinn, kominn í annað sinn til jarðar til að frelsa hér mann og mús. Mér leist vel á þessa trú prestins. Og enn betur leist mér á að frelsarinn skyldi byrja í þorpinu okkar Fríðu. Og þegar Houdini var að steypa fram af sér spennitreyjunni fann ég að hríslaðist um mig tilfinning sem ég átti sameiginlega með sérhverjum manni í þorpinu sem horfi á frelsis- baráttu galdramannsins. Presturinn réð ekki við tárin - en hann er nú líka eins og hann er! í svona þorpum getur allt gerst; og þar gerist líka allt. Mannlífið þar virðist renna eftir spori og komi nýr maður á götumar bærast gluggatjöld og kerlingar skrafa yfir kaffibollum. En undir niðri iðar allt af lífi og þrá. Hvers- dagslífið er eins og spennitreyja Houdinis og það þarf svona galdra- norn eins og Fríðu til að losa um hnútana - hleypa lífi og draumum af stað og frelsið hefur innreið sína. Þar með er fjandinn laus. Þótt Fríða láti persónur sínar takas,t á við fjötra sálarlífs síns og umhverfis í þorpi við sjávarsíðuna, þar sem and- rúmsloftið er mettað bræðslulykt og slori, þá skiptir staðarvalið litlu því fyrst og fremst er verið að lýsa fólki og mannlegum samskiptum í mann- legu félagi. Og í hverju samfélagi eru galdramenn á borð við þau Fríðu og Houdini sem kunna að leysa fjötur, sprengja hlekki og skjótast gegnum þá múrveggi sem samfélögin reisa kringum hversdagslífið. Þorp og smábæir verða oft fyrir valinu þegar höfund- ar em að skima eftir sögusviði fyrir Galdranorn við hafið. það efni sem leitar á þá. Sjálfsagt finnst þeim mörgum aðgengilegt að draga upp mynd af mannfólkinu í litlu samfélagi. í borg er sjónar- hornið ekki eins skarpt, þar dreifist mannskapurinn út og suður og lætur stöðugt glepjast. Og í dreifðri sveita- byggð er of fátt um fólk og ekki nógu margt sem gerist. íslenskir höfundar hafa lýst mann- lífi í mörgu þorpi - og oft tekist ákaflega vel. Ég man til dæmis eftir merkri skáldsögu Stefáns Jónssonar, Sendibréf frá Sandströnd. í þeirri sögu fer sögumaður og sest að i þorpi og lýsir síðan í bréfi því sem á daga hans drífur. Houdini var einnig hrifinn af smástöðum. Ekki vegna þess að hann hefði áhuga á einhverjum mannlífsathugunum heldur hins að hann vissi að í þorpum og bæjum bar fátt til tíðinda og um- hlaupandi galdramaður eða miðill var velkominn. Hann fór í hvert þorp áður en hann auglýsti komu sína, nam nöfnin á legsteinunum og dán- ardægur og kom síðan með skilaboð frá látnum til lifenda á miðilsfundi. Við könnumst við svona bardús, ís- lendingar. Kannski er styttra yfir i eilífðina eða til dánarheima úr þorp- um og sveitum en stórborgum. Og kannski er það skýringin á velgengni andatrúarinnar hér á landi. Fólk í fásinni er eflaust næmara og hand- gengnara andaheiminum en það sem í sífellt glepjandi stórborg býr. Hvað um það - á okkar tíð leitar fólk á náðir búddisma i þeim tilgangi að öðlast sálarró og sumir geta flogið af sjálfsdáðum bara með því að ein- beita sér. Vonandi geta þeir flogið upp úr sprennitreyjuhversdagslífsins eins og fólkið hennar Fríðu er að reyna þarna út við sjó. -GG /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.