Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    1234567
    891011121314

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 18
60 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987. Kvikmyndir Nýlega mátti lesa í dagblöðunum að ítalskir dómstólar hefðu sýknað ítalska leikstjórann Bernardo Ber- tolucci í máli sem var höfðað gegn honum 1972 vegna myndar hans, LAST TANGO IN PARIS. Máls- höfðendur töldu myndina klám- fengna og ókristilega en 15 árum síðar komst dómarinn að hinu gagnstæða. Myndin var mjög um- deild vegna djarfra atriða þótt sjálfur Marlon Brando væri í aðal- hlutverki. Deilan stóð eins og svo oft áður um hvað væri list og hvað væri klám. Um líkt leyti kom upp ekki ólíkt mál hérlendis varðandi sýningu myndarinnar VELDI TIL- FINNINGANNA á fyrstu kvik- myndahátíð Listahátíðar. Málið fór að vísu ekki fyrir dómstólana en hins vegar varð niðurstaðan sú að myndin var ekki sýnd sem ínerk- ir einfaldlega að þeim sem úiokurð- uðu þetta þótti efni hennar vera klámfengið en ekki list. En síðan þessar umræður urðu hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það sem þótti ósiðlegt 1972 eða 1978 telst varla merkilegt í dag á hvíta tjaldinu. Ástæðan fyrir því að þessar tvær myndir eru nefndar eru vinsældir nokkurra mynda, bæði í Evrópu og þó sérstaklega í Bandaríkjun- um, sem áður fyrr hefðu verið taldar „klámmvndir" en eru nú markaðsettar sem myndir um ást, tilfinningar og kynlíf. Meira að segja eru sumar þessara mynda sérstaklega markaðsettar með það í huga að draga kvenfólk inn í kvikmyndahúsin og þá auglýstar sem myndir sem lýsa vel hve langt má ganga í ástarsambandi karls og konu sem byggist á „óeðlilegum“ kynhvötum. Straumhvörf Sú mynd, sem skapaði mesta umtalið, var án efa myndin 9 /í WEEKS sem Adrian Lyne leik- stýrði. Hér var um að ræða þekktan leikstjóra (gerði meðal annars FLASHDANCE) ásamt þekktum leikurum, eða þeim Kim Basinger og Mickey Rourke. Myndin var auglýst hressilega af bandaríska dreifingarfyrirtækinu og hlaut nokkuð góða aðsókn þrátt fyrir efni myndarinnar. Frændur okkar Danir auglýstu þessa mynd sem „konumynd" og bönnuðu karl- mönnum aðgang að henni fyrsta daginn. Hér var ekki um að ræða listræna mynd heldur var spurningin hven- ær gengið væri út fyrir velsæmis- mörk, miðað við þau norm sem almenningur og yfirvöld settu. Svo virðist sem þessi norm hafi verið útvíkkuð, þó sérlega í Bandaríkj- unum, þótt a.m.k. eitt atriði hafi verið íjarlægt úr Evrópuútgáfu 9 A WEEKS sem sýnd var í Bandaríkj- unum. Það er engin nýlunda að myndir þekktra leikstjóra og með þekktum leikurum hafi verið taldar nálgast ytri mörk norma velsæmis, Má þar nefna mynd Bob Rafaelsson, THE POSTMAN ALWAYS RINGS TWICE sem árið 1981 vakti hneykslan og undrun þótt Jessica Lang og Jack Nicholson færu með aðalhlutverkin. Einnig má nefna mynd hneykslarans Ken Russels sem bar heitið CHINA BLUE og fjallaði um samband prests og vændiskonu á opinskáan og kyn- ferðislegan máta með þeim Kathle- en Turner og Anthony Perkins. Einnig hafa nýjar myndir komið fram á sjónarsviðið sem byggja vin- sældir sínar að hluta til á 9'A WEEKS eins og SOMETHING WILD og svo nýjasta mynd Jean- Jacques Beineix (gerði m.a. áður DIVA) sem ber heitið BETTY BLUE. Sú mynd hefði aldrei náð þeim vinsældum sem hún náði í Bandaríkjunum ef ekki hefðu kom- ið til vinsældir 9 'A WEEKS. Sló í gegn En hver er þá raunverulega mun- urinn á þessum eldri myndum og svo 9 'A WEEKS og myndunum sem fylgdu í kjölfar hennar. Jú, þetta er eitt af fáum skiptum sem stór dreifingarfyrirtæki hafa tekið myndir um jafnviðkvæmt efni og Það sem forvitnilegast er þó er hve ólíkar þessar myndir eru sem sýnir fjölbreytni leikstjórans. Sumir hafa talið BLUE VELVET „sjúklegustu mynd sem gerð hefur verið“ um eiturlyf, kynlíf og of- beldi. En hvað segir Lynch? „Fyrir mér er þetta einstaklega mórölsk mynd. Það sakar ekki að vita um þessa hluti og jafnvel upplifa þá. Það mundi auðvitað skaða þig að upplifa það að fá byssukúlu gegn- um höfuðið en það þarf ekki að gilda um alla hluti. Svo gæti einnig verið að þessir hlutir væru svo tælandi að þér væri sama. MacLac- hlan upplifir þetta, hættuna við að vita of mikið og ástríðuna við að vita meira þótt hann verði að borga fyrir það.“ Hneykslun Það sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum er eitt atriði þegar Ross- ellini birtist allsnakin og blóðug eftir Booth á hvíta tjaldinu í einu atriði myndarinnar. Finnst sumum að einum of langt sé gengið því hér sé um að ræða dóttur hinnar þekktu leikkonu Ingrid Bergman. Rossellini, sem er dóttir Ingrid Bergman og ítalska leikstjórans Roberto Rossellini, fæddist 1952. Hún hefur getið sér gott orð sem fyrirsæta og síðan 1982 hefur hún verið ein hæst launaða fyrirsæta í heimi. Hún hefur fjórar myndir að baki en í þeim öllum hafði hún lít- ið hlutverk sem gáfu henni ekki tækifæri til að sýna hæfileika sína. Það var ekki fyrr en með BLUE VELVET að hún fékk tækifæri til að sýna hvað í henni bjó. Það virðist hafa farið vel á með henni og leikstjóranum. Rossellini virðist hafa verið með á nótunum frá upphafi. „Það hefur aldrei hent mig fyrr né síðar að vera, eftir að hafa lesið handrit, sannfærð um að hlutverkið væri fyrir mig. Þetta gerðist þegar ég las um Dorothy Vellens. Ég sá fyrir mér konu sem var fómarlamb annarra, sem hafði týnt allri sinni skynsemi og lifði eingöngu samkvæmt tilfinningum sínum. Eina efasemd mín var sú að leikstjórinn Lynch sæi söguper- sónuna í öðru ljósi en ég. Ég vissi einnig að ég gæti ekki leikið Val- lens öðruvísi en ég skynjaði hana.“ BLUE VELVET hefur opnað Isa- bellu Rossellini dyr að Hollywood. Hún hefur fengið tilboð um að leika annað aðalhlutverkið í nýjustu mynd Norman Mailer, TOUGH GUYS DON’T DANCE. B.H. Myndin 9A WEEKS braut ísinn. Söguþráður Myndin gerist í bandarísku þorpi sem heitir Lumbertown. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða dæmigert bandarískt þorp þar sem lítið er um að vera fyrir utan daglegt amstur. Dag einn finnur Kyle MacLachlan afskorið eyra á gönguferð sinni rétt fyrir utan bæinn. Hann fer sem lög- hlýðinn bæjarbúi til lögreglunnar og afhendir eyrað. Honum er síðar tjáð af þeim lögreglumanni, sem var falið málið, að hafa hljótt um sig og nefna þetta ekki við nokkurn mann. Hins vegar tekur málið breytta stefnu þegar MacLachlan kynnist dóttur þessa lögreglu- manns, Láru að nafni. Saman taka þau upp á því að rannsaka málið. Gegnum föður sinn kemst Lára að því að lögregluna grunar að söng- kona að nafni Dorothy Vallens sé viðriðin málið. Þau fara að njósna um ferðir hennar og áður en McLachlan veit af er hann kominn í návígi við Vallens og náunga að nafni Frank Booth sem reynist vera bamaræninginn. Hann fær einnig að fylgjast með sérstæðu sambandi þeirra sem byggist á ást, kynlífi, sársauka og þrá sem reyn- ist MacLachlan erfitt að með- höndla eftir að hann verður ástfanginn af söngkonunni. Dag einn grípur mannræninginn þau MacLachlan og Vallens glóð- volg og býður þeim í æði ævintýr- lega ökuferð. Smátt og smátt æsist leikurinn og í lok myndarinnar Það er Isabella Rossellini sem fer með aðalhlutverkið í BLUE VELVET. Hér endurspeglast samband ástar og haturs milli Dennis Hopper og Isabellu Rossellini í BLUE VELVET. Blátt flauel Isabella Rossellím, sem er dottir Ingnd Bergman, vekur athygli í nýjustu mynd David Lynch kynlíf og kynlífshegðun upp á sína arma og markaðsett sem um stór- mynd væri að ræða. Einnig virðist sem almenningur sé móttækilegur fyrir þessum myndum sé miðað við móttökur. Þótt mikið sé um nekt og í sumum tilvikum „djarfar“ sen- ur virðist sem þessar myndir höfði jafnt til kynjanna. Spumingunni hvort þjóðfélagið sé eitthvað mót- tækilegra fyrir þessum myndum núna en áður skal látið ósvarað. Það má einnig velta því fyrir sér hvort hinn svokallaði Panhópur hefði orðið eins umdeildur og vin- sæll og hann varð meðal beggja kynjanna ef hann hefði komið fram fyrir nokkrum árum, svo framar- lega sem sýningar hans hefðu verið leyfðar. Ein nýjasta myndin i þessum flokki er BLUE VELVET. Þar er leikstjóri David Lynch en aðal- hlutverkin eru í höndum dóttur Ingrid Bergman, Isabellu Rossell- ini, og svo Dennis Hopper. Myndin fjallar um samband söngkonu og mannræningja sem hefur rænt barni hennar og notfærir sér það til að niðurlægja hana bæði and- lega og lfkamlega. Myndinni hefur vegnað mun betur en spáð var, miðað við efnið, þótt hún hafi ekki komist í hóp vinsælustu mynda vestanhafs. Hins vegar er hún búin að vera í hópi 30 vinsælustu mynd- anna í heilar tuttugu vikur. gera þeir Booth og MacLachlan upp reikninga sína. Sérstæður leikstjóri Þessi mynd hefur verið hugar- fóstur leikstjórans í langan tíma. Fyrir þá sem ekki þekkja myndir David Lynch virkar hún mjög sér- stæð. Þeim sem hafa séð fyrstu mynd hans, ERASERHEAD, kem- ur þessi mynd hins vegar ekki á óvart. Handrit og leikstjórn gefa myndinni sérstakan blæ sem stund- um virðist út úr fasa við raun- veruleikann. Þótt þessi mynd líkist fyrstu mynd Lynch þá hefur hann gert aðrar myndir sem voru gagnstæðar þessum að flestu leyti. Má þar nefna hina stórkostlegu mynd, THE ELEPHANT MAN, ásamt framtíðarsýnarmyndinni DUNE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað - Helgarblað II (28.02.1987)
https://timarit.is/issue/191021

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað - Helgarblað II (28.02.1987)

Aðgerðir: