Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    1234567
    891011121314

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 10
52 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987. Altarisveggurinn. Frá vinstri: Sælír eru fátækir i anda, Fjallræðan og Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu. Breidd 12 metrar. (Litljósmyndir Leifur Þorsteinsson, Myn< Tvö hundruð fermetra freska eftir Baltasar í V íðistaðakirkj u í Hafnarfirði Það er ekki á margra vitorði að úti í hrauni í norðurbænum í Hafnarfirði er að fínna tíma- mótaverk í íslenskri kirkjulist, raunar í sögu opinberra mynd- skreytinga á íslandi. Hér er átt við fresku, eða kalkmálverk, list- málarans Baltasars í Víðistaða- kirkju, nýbyggingu þeirra Óla G. H. Þórðarsonar og Lovísu Christiansen arkitekta, sem vígð verður seinna á þessu ári. Freskan er stærsta verk sinnar tegundar á landinu, um 200 m2, fyrsta freskan sem alfarið er unn- in af íslenskum aðilum fyrir íslenska byggingu. Jafnframt sætir hún tfðindum fyrir annarra, og þá helst tæknilegra, hluta sak- ir. Aldrei fyrr hefur freska verið unnin fyrir norræna kirkju með múrhúðunartækni hinna mexík- önsku meistara, þeirra Siqueros, Orozco og Rivera, og ekkert opin- bert verk hér á landi er heldur eins vel varið fyrir hremmingum eins og jarðskjálftum, raka og leka. Við þetta má bæta að einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að mála kalkmálverk, svo ofurvið- kvæmt sem það er fyrir hita og rakabreytingum, um hávetur hér á norðurslóðum. í dramatískri birtu Víðistaðakirkja er í laginu eins og blævængur, eða opinn faðmur. Til að komast inn í hana þarf gesturinn að klöngrast yfir se- mentspoka, sandhrúgur og trébúkka. En um leið og komið er inn fyr- ir aðaldyr, sem staðsettar eru í kverk byggingarinnar, blasir freska Baltasars við í allri sinni mekt þar sem hún þenur sig yfir endilangan bakvegginn. Þessi bakveggur er í senn stallaður og hvelfdur, fyrir miðju er altaris- veggur, þar er jafnframt þunga- miðja freskunnar, en sinn hvorum megin við hann eru vængir með tvær myndir á væng. Alls eru veggjaeiningarnar, og þá myndirnar, fimm talsins og á þeim eru níu hópsenur. Freskan, sem fjallar um sælu- boðin svokölluðu, er mikil- fenglegt verk í orðsins fyllstu merkingu. Dramatísk birta umlykur hóp- ana níu sem túlka, hver með sínum hætti, hvernig trúin , eins og Kristur skilgreinir hana í Fjallræðunni, birtist í verki, ekki aðeins til forna, heldur einnig á vorum dögum. Sviðsetning Baltasars er í senn þróttmikil og hófstillt. Samsetn- ing hópanna og látbragð fólksins innbyrðis er blátt áfram og hóg- vært en hin maleríska umgjörð er upptendruð með kröftugum pensildráttum og glóheitum lit- um. Gött andrúm Þrátt fyrir hið mikla umfang freskunnar er hún alls ekki allsr- áðandi og ’yfirþyrmandi í rými kirkjunnar, eins og margar fræ- gustu freskur listasögunnar óneitanlega eru. Nægir að nefna risafresku Tintorettos í Scuola Sælir eru þeir sem ofsóttir eru. Breidd 4 metrar. Sælir eru syrgjendur, hluti af langvegg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað - Helgarblað II (28.02.1987)
https://timarit.is/issue/191021

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað - Helgarblað II (28.02.1987)

Aðgerðir: