Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. 5 Sinfoníuhljomsveitin ftytur Jubilus eftir Atla Heimi: Gleðiverk tileinkað Halldóri Blondal Halldór Blöndal alþingismaður verður maður kvöldsins á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói annað kvöld. Þar verður flutt verkið Jubilus eftir Atla Heimi Sveinsson en það er einmitt tileink- að alþingismanninum. „Ég hafði alltaf hugsað mér að til- einkji Halldóri verk og nú hef ég látið verða af því. Við Halldór erum gamlir kunningjar og höfum skemmt okkur mikið saman.“ Jubilus er gleðiverk fyrir einleiks- básúnu, alla blásara Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, slagverk og elektrón- ísk hljóð. Það var frumflutt í kjördæmi Halldórs, norður á Akur- eyri, fyrir nokkrum árum og likaði þingmanninum vel að sögn Atla Heimis. -EIR Atli Heimir semur gleðiverk. .tileinkað Halldóri Blöndal Ragnheiður með litla Sigurð Óla. Ýmsir hafa sagt að hún gangi með þing- manninn í maganum. DV-mynd JGH Fæðing næsta þing- manns líka létt - segir Ragnheiður Sigurðardóttir sem skipar 1. sæti á lista Flokks mannsins á Norðuriandi eystra Jón G. Haukssan, DV, Akureyri; Ragnheiður Sigurðardóttir, 25 ára tölvufræðingur hjá KEA, verður efsti maður á lista Flokks mannsins í Norð- urlandskjördæmi eystra í komandi kosningum. Ragnheiður ól myndarlegt sveinbarn 19. janúar sl. Ýmsir vinir hennar hafa sagt við hana að hún hafi greinilega gengið með þingmann- inn í maganum. „Þettíi var létt fæðing, strákurinn fæddist með bros á vör og vildi ég segja að fæðing næsta þingmanns í fjölskyl- dunni í kosningunum verði líka létt,“ sagði Ragnheiður í gær. Hún er dóttir Sigurðar Óla Bryn- jólfssonar, kunns framsóknarmanns á Akureyri, sem sat í bæjarstjóm fyrir flokkinn. Hann lést fyrir nokkrum ánmi. Sá mánaðargamli heitir í höfuð- ið á afa, Sigurður Óli. „Nei, ég ætla ekki að mæta með barnið á kosningafundi," segir Ragn- heiður sem kveðst eiga góða að. Hún var í 2. sæti á lista Flokks mannsins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar sl. vor. „Þetta er kosningabarn. Það varö til i síðustu kosningabaráttu." segir Ragnheiður. Þess má geta að 19. jan- úar er fæðingardagur Marteins Luther King. „Okkur líst vel á kosningabarátt- una. Við í Flokki mannsins höfimi fengið mjög góðar undirtektir, mun betri en áður. Það er alveg klárt að Flokkur mannsins er í sókn,” sagði Ragnheiður. Fréttir Nýja útvarpsstöðin verður í kjallara Blikksmiðju Breiðfjörös í Sigtúni. Þar er allt ófrágengið en teikningar liggja fyrir. DV-myndir BG Útvarpsstöð í blikksmiðju Fréttir um nýja útvarpsstöð Ólafs Laufdal, Þorgeirs Ástvaldssonar og félaga höfðu ekki fyrr spurst en iðnað- armenn voru komnir á fullan skrið við að rýma kjallara Breiöfjörðs blikk- smiðjunnar i Sigtúni 7. væntanleg húsakvnni útvarpsstöðvarinnar. Teikningar*liggja fyrir og í gær héldu hluthafarnir, Jón Axel Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson. af landi brott til tækjakaupa. Um leið komu til landsins erlendir sérfræðingar sem verða út- varpsmönnunum innan handar við uppbvggingu stöðvarinnar. „Við ætlum að auglýsa eftir starfs- fólki á næstu dögum og það gæti jafnvel farið svo að við auglýstum eft- ir útvarpsstjóra." sagði Þorgeir Ástvaldsson í samtali við DV en Þor- geir gerði sem kunnugt er það að skilyrði fyrir þátttöku sinni í fyrirtæk- inu Hljóðvarpi hf. að hann yrði ekki sjálfur útvarpsstjóri. „Þeim kafla í lífi mínu er lokið." sagði hann í DV í gær. Ef áætlanir standast mun nýia út- varpsstöðin hefja útsendingai- í maí. jafnvel fyrr. og hlustunarsvæði hennar verður ekki minna en Bylgjunnar. Sent verður út allan sólai'hiánginn. tónlist. fréttir og afþreyingaraefni alls konar. Ljóst er að starfsmenn verða ekki margir. rekstui' stöðvarinnar á að byggjast á því að hluthafarnir rinni sjálfir \áð útsendingai'. skipulagið á að vera vinnuhvetiandi. „Við viljum helst að starfsmenn stöðvaiinnar eigi siálfir hagsmuna að gæta varðandi reksturinn og svo verð- ur þetta allt keyn á andagift og samtakamætti." sagði Þorgeir Ást- valdsson. Nýja útvai'psstöðin hefur enn ekki hlotið nafh. Rætt hefur verið imi að efha til almennrar samkeppni um heppilegt heiti. -EIR ri AMC Jeepri AMC Jeep f| AMCIJee 3 AMC aut á sama stað| Jeep & u -N’ ÞJÓIMUSTA í yfir40árhefurumboð og öll þjónusta fyrir AMC Jeep bíla verið á einum og sama staðn- um. Gífurlegt magn varahluta fyrirliggjandi. Nýjar sendingar vikulega. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ NYJUIMG!! ALHLIÐA VIÐGERÐAÞJOIMUSTA ECILL VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.