Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. Viðskipti Hugmyndir um sölu 49 opinbena fyrirtækja: Eignir fyrirtækjanna nærri 150 milljarðar Fyrirtæki SAMEIGNARFYRIRTÆKI Rekstrar- Framlög Halli/ Eignir tekjur Hagnaður Eigiö fé SKÝRR Landsvirkjun BÚR’ 200.988 12.129 104.882 2.805.658 253.42031.507.611 552.249 - 58.472 957.002 69.307 10.980.457 70.922 Hér er miðað viö tímabiliö 1. jan. - 16. nóv. 1985. Nú Grandi hf. í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar. Eins og DV skýrði frá í gær hefur Verslunarráð íslands lagt fram skrá yfir 49 opinber fyrirtæki sem það telur koma til greina að einkavæða, selja einkaaðilum. Fyrirtækin eru ýmist mjög stór eða mjög smá og allt þar á milli. Sum hafa verið rekin með tapi, önnur með hagnaði. Heildartekjur þeirra voru um 30 milljarðar króna árið 1985. Eignir þeirra voru samanlagt að verðmæti um 150 milljarðar og eigið fé sömuleiðis rúmlega 47 milljarðar króna. „Á vegum ríkis og sveitarfélaga, hér sem erlendis, er rekinn fjöldi fyrirtækja með sjálfstæðan fjárhag sem ætlað er að standa undir útgjöldiun með tekjum af seldri vöru og þjónustu. Þessi fyrirtæki eru víða um heim rekin af einkaaðilum, enda eru þau í beinni og óbeinni samkeppni við rekstur einkaaðila," segir í formála að skrá Verslunarráðsins. „Á margan hátt er fróðlegt að velta fyrir sér hver þessi fyrir- tæki eru hér á landi sem svo er ástatt um. Hversu mikið fé er bundið í rekstri þessara fyrirtækja? Er hagnaður eða tap af starf- semi þeirra?" Skrá Verslunarráðsins nær vafalítið til stærstu fyrirtækja af þessu tagi hér á landi. Hins vegar tekur hún aðeins til minni fyrirtækja í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar. Mörg álíka fyrir- tæki eru nú í eigu annarra sveitarfélaga eða eru sameign þeirra og annarra. Skráin er því hvergi nærri tæmandi. En hér kemur hún. eins langt og hún nær: BORGARFYRIRTÆKI RÍKISBANKAR Fyrirtæki Rekstrar- Framlög Halli/ Eignir Eigiö OG FJÁRFESTINGARLÁNASJÓÐIR* tekjur Rvkborg Hagnaður fé Fyrirtæki Rekstrar- Framl.úr Halli/ Eignir Eigið Húsatryggingar 41.779 9.199 125.521 114.919 tekjur rikissjóöi Hagnaður fé Pipugerð 32.450 2.137 36.789 36.789 Búnaðarb. íslands 2.381.885 109.225 9.860.082 830.387 Grjótnám 46.595 708 38.665 38.665 Landsbanki islands 6.372.324 260.082 32.129.050 2.071.700 Malbiksstöö 210.387 7.673 128.052 128.052 Útvegsbanki islands 1.930.779 - 442.622 9.753.206 89.983 Vélamiöstoö 183.862 7.500 226.150 109.793 Trésmiðja 60.482 253 14.749 14.749 SAMTALS 10.684.988 -73.315 51.742.494 2.992.070 Strætisvagnar Rvk 248.791 76.468 241.974 237.475 Reykjavikurhofn 186.364 21.288 2.517.026 2.320.738 Framkvæmdasj. Isl. 3.631.853 35.529 14.600.398 623.526 Rafmagnsveita Rvk 1.124.509 6.977.114 6.753.862 Byggöasjóöur 57.232 172.974 2.374.993 938.423 Hitaveita Reykjavíkur 886.670 198.235 5.554.716 5.203.824 Fiskveiöasjóöur 83.401 -20.167 235.116 - 69.203 Vatnsveita Reykjavíkur 169.920 49.989 632.976 621.532 Fiskimálas/óður 9.820 11.026 29.292 14.859 Iðnlánasjóður 887.782 28.500 192.126 2.877.659 740.141 SAMTALS 3.191.809 76.468 296.982 1.649.373 1.558.040 Stofnlánad. landbún. 670.642- 125.390 2.650.009 490.268 Lánasjóöursveitarf. 50 34.262 1.252.712 755.036 Byggingarsj. rík. 26.595 * 989.123 80.814 13.453.781 5.253.866 Byggingarsj. vkm. 131 282.000 -66.319 3.627.874 2.392.591 Samtals 4.422.492 1.075.637 565.635 37.473.960 11.139.507 Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8.5-11 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 12-20 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 18 Bb Ávisanareikningar 3-10 Ab H laupareikn ingar 3-7 Sp Innlán verðtryggð Spar íreikníngar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb. Lb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2.5-4 Ab.Úb Innlán með sérkjörum 10-21,5 In.nlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-0 Ab Sterlingspund 9.5-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskarkrónur 9-9.75 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Utlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 17,75-20 lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21. 75-22 Almenn skuldabréf(2) 18-21.25 Úb Viðskiptaskuldabréf(l) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 18.5-21 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 5.75-6.75 Lb Til lengri tima 6.25-6.75 Lb Utlán til framleiðslu ísl. krónur 15-20 Sp SDR 7.75-8.25 Lb.Úb Bandaríkjadalir 7.5-8 Sb.Sp Steriingspund 12,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5.75-6.5 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-6.5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR \ Lánskjaravisitala feb. 1594 stig Byggingavisitala 293 stíg Húsaleiguvisitala Hækkaði 7.5% l.jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr Eimskip 300 kr. Flugleiðir 310 kr. Hampiðjan 140 kr. Iðnaðarbankinn 135 kr. Verslunarbankinn 125 kr. ’ Einungis eru teknir sjóðir sem hafa notiö opinberra framlaga en kunna þó aö vera aö verulegu leyti í eigu viökomandi atvinnugreinar. RÍKISFYFIRTÆKI Fyrirtæki Rekstrar- Framl. úr Halli/ Eignir Eigið tekjur ríkissjóði Hagnaður fé Aburöarverksmiöja ríkisins 621.172 130.000 - 96.480 1.518.417 719.765 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 2.981.939 1.910.772 649.871 370.887 Einangrunarstöö holdanauta í Hrísey 23 1.657 -3.196 6.773 6.757 Feröaskrifstofa ríkisins 24.503 479 34.743 31.844 Fóöur- og fræframleiðslan Gunnarsholti 29.202 - 5.961 72.673 19.120 Fóðuriðjan ólafsdal 13.010 3.000 747 47.171 7.323 Frlhöfnin Keflavíkurflugvelli 383.982 131.388 80.316 79.788 Grænfóöurverksmiðjan Flatey 18.058 1.037 -19.235 53.138 7.663 Grænfóöurverksmiöjan Saltvík 269 -711 6.601 5.476 Háskólabíó 75.289 -1.287 100.299 84.878 Jarðboranir ríkisins* 154.154 44.878 227.693 68.871 Jarðvarmaveitur ríkisins 10.776 - 2.203 78.157 -81.096 Laxeldisstöö Kollafiröi 3.081 4.419 - 6.409 37.228 29.888 Lyfjabúö Hl 54.072 9.081 17.519 12.676 Lyfjaverslun ríkisins 173.567 11.712 282.263 44.917 Póstur og sími 2.090.182 73.376 5.756.963 4.410.012 Sala varnarliðseigna 52.278 17.516 76.319 71.661 Sementsverksm. ríkisins 408.583 - 46.479 603.240 242.959 Síldarverksm. ríkisins 1.452.495 127.308 969.017 389.335 Skipaútgerö rikisins 159.984 78.047 -158.617 502.279 - 74.383 Stórólfsvallabúiö 35.831 -14.648 81.636 8.574 Tunnuverksm. ríkisins -46 5 -127 U mferðarm iöstööi n 1.568 655 28.056 28.041 SAMTALS 8.744.018 218.160 1.972.64011.230.377 6.484.876 AnAtvr 5.762.079 61.86810.580.506 6.113.989 ’Nú Jaröboranir hf., en áfram í eigu opinberra aöila Einkavæðingin í byggingum og mannvirkjagerð: Gæti sparað 1.670 milljónir árlega (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Utvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Spari- sjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. Könnun á hagkvæmni útboða í byggingariðnaði, sem Pálmi Kristins- son byggingaverkfræðingur gerði, sýnir að ef þau næðu til 60% af fjár- festingunum myndi það þýða spamað upp á 1.670 milljónir á einu ári. Hlutur útboða er þetta hár í Danmörku en hér er hann einungis 15-20%. Þetta kom fram í erindi Jóhanns G. Bergþórssonar, forstjóra Hagvirkis hf,. á viðskiptaþingi Verslunarráðsins um einkavæðingu atvinnulifsins. Hann fjallaði einkum um útboð sem leið til einkavæðingarinnar. Hin leiðin er sala opinberra fyrirtækja. Vegagerðin Vegagerðin bauð út 76 verkefni 1985. Kostnaðaráætlanir námu 426,8 millj- ónum króna en tilboðin 294,3 milljón- um, eða 69%. Spamaðurinn varð því 132,5 milljónir króna. Árið 1986 bauð Vegagerðin út 51 verkefni og var áætl- aður kostnaður vegna þeirra 485,5 milljónir króna. Tilboðin hljóðuðu upp á 389,4 milljónum króna, eða 80%- Sparaðar vom 96,1 milljón. Fyrra árið var beitt útboðum vegna Jóhann G. Bergþórsson: Stórsparn- aður af útboðum. DV-mynd: GVA 30% nýframkvæmda hjá V egagerðinni en vegna 43% af þeim seinna árið. Vegagerðin hefur í framhaldi af niður- stöðum útboða lækkað kostnaðará- ætlanir sínar um 20%. Áður var við þær miðað og framkvæmdir almennt unnar eftir reikningi. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar Forstjóri Hagvirkis hf. sagði þróun- ina á þessu sviði stefna í átt til einkavæðingar og nefndi nokkur dæmi um það. Jafnframt vék hann að einu dæmi sérstaklega um árangur af sölu opinbers fyrirtækis til einkaaðila. Þar átti hann við Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar sem tapaði 170 milljónum króna árið 1984. Hún var seld einka- fyrirtæki nokkurra manna á miðju ári 1985 og á síðasta ári var það í fullum rekstri, skilaði tekjum fyrir öllum út- gjöldum og fjármagnskostnaði þar með. Samt var fyrirtækið keypt að mestu í skuld og fékk hvergi inni í neinum banka með viðskipti sín. „Adrenalínið" virkar ekki „Við íslendingar höfum enn fjár- lagagat að glíma við, fjárlagagat sem við þurfum að fylla fyrr eða síðar,“ sagði Jóhann G. Bergþórsson. „Það gat verður aðeins fyllt með sparnaði í opinberum rekstri og aukinni verð- mætasköpun þjóðarbúsins. Með flutningi verkefna frá opinbera geiranum til einkageirans þarf í flest- um tilvikum færri starfsmenn til verkefnanna og fleirum verður kleift að vinna að framleiðslu þjóðarverð- mæta. Einhver kann að spyrja hvaða rök liggi á bak við þá fullyrðingu að einka- geirinn þurfi færri starfsmenn til verkefnanna. Því er til að svara að það er alkunna í heiminum að opin- berar stofnanir hafa tilhneigingu til að vaxa jafnt og þétt, sveigjanleiki þeirra verður lítill sakir þungs kerfis og pólitískra sjónarmiða. Ekki fer saman Qármálaleg ábyrgð og völd, flest er leyst með hærri íjárveitingum eða hærri gjaldskrám. Uppsagnir starfsmanna vegna breyttra þarfa er nánast óþekkt fyrir- brigði, tilfærsla manna og tækja milli stofnana og svæða lítil sem engin. Ró öryggis og huggulegheita færist yfir stofhanimar, framleiðni verður litil þar sem „adrenalinið" virkar ekki.“ -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.