Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. 7 Atvinnumál Hráefnisskortur dýr fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð: Greiðir meirihluta launa fastráðins fískvinnslufólks hofuðstóll sjóðsins nokkuð á annan milljarð kióna í samningum um fastráðningu starfsfólks í fiskvinnslu er ákvæði sem segir að ekki sé hægt að segja starfs- fólki upp nema með eins mánaðar fyrirvara þótt hráefnisskortur verði. Undantekning er þó ef hráefhisskort- urinn er vegna verkfalls sjómanna. En í samningunum er líka gert ráð fyrir því ef hráefni skortir þá greiði Atvinnuleysistryggingasjóður fyrir- tækjunum sömu upphæð og fólkinu hefði verið greitt ef það hefði látið skrá sig atvinnulaust. Sú upphæð nemur milli 60% og 70% af dagvinnu- launum. Eyjólfur Jónsson, yfirmaður At- vinnuleysistryggingasjóðs, sagði að þetta hefði fyrst komið til fram- kvæmda í-desember og janúar síðast- liðnum og enn lægi ekki fyrir hve háa upphæð sjóðurinn hefði orðið að greiða. Ljóst væri þó að um verulegar upphæðir gæti orðið að ræða' enda árlegur viðburður að hráefni skorti til vinnslunnar frá því seint í nóvember og fram yfir miðjan janúar. Að sögn Eyjólfs var höfuðstóll At- vinnuleysistryggingasjóðs 1,1 millj- arður króna í ársbyrjun 1986 og hefur vaxið nokkuð síðan en höfuðstólstölur í lok síðasta árs liggja ekki fyrir enn. Mjög stór hluti þessa höfuðstóls er bundinn í skuldabréfum. Sjóðurinn hefur verið látinn kaupa mikið af bréf- um af Húsnæðisstofnun ríkisins í gegnum árin. Öll eru þau bréf verð- tryggð að sögn Eyjólfs. -S.dór Á þessari loftmynd sjást kerin sem veriö er að smiða og fara eiga i Helguvik. DV-mynd GVA Ker fyrir Helguvík VerktakafyTÍrtækið Núpur er nú að smíða sex ker fyrir hafnargarðinn í Helguvík og vinnur fyrirtækið verk þetta í höfninni i Straumsvík á sama stað og kerin í hafnargarðinn þar voru steypt fyrir um það bil 20 árum, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Braga Erlendssyni hjá ÍSAL. Ker þessi eru mikil mannvirki, á hæð við 4 til 5 hæða hús, en þegar þau hafa verið steypt verður þeim fleytt til Helguvíkur þar sem þeim verður komið fyrir í hafnargarðin- um. Fiskmarkaðurinn á undan áætlun Undirbúningiu að fiskmarkaði í Hafharfirði gengur vel og meira að segja er bygging fiskmarkaðshúss á undan áætlun að sögn Haraldar Jóns- sonar, stjómarformanns fiskmarkað- arins. Hann sagði að ekki væri búið að ákveða opnunardaginn og yrði það vart gert fyrr en búið er að afgreiða lagafrumvarpið um fiskmarkaði sem nú liggur fyrir Alþingi. Fiskmarkaðshúsið, sem verið er að byggja við höfnina í Hafnarfirði, er fjögur þúsund fermetrar að grunnfleti. -S.dór firði og sú ágæta hafnaraðstaða sem þama er. DV-mynd GVA Hjúkrunarfræðingar: Vinnustöðvun boðuð 19. mars Háskólamenntaðir hjúkrunar- fræðingai', sem eru 90 talsins, hafa boðað til verkfalls 19. mars hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma. Einn viðræðufúndurhef- ur verið haldinn og buðu fulltrúar fjármálaráðuneytiaius þá 3,5% launahækkun, eins og öðrum félög- um innan BHMR hefúr verið boðið. Krafa hjúkrunarfræðinga er 45 þús- und króna lágmarkslaun á mánuði. Hjúkrunarfræðingastéttin er tví- skipt, háskólamenntaðir og hjúkr- unarskólamenntaðir. Hinir siðar- nefhdu eru mun fjölmennari og hafa þeir ekki boðað verkfall. Ef til innustöðvunar háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga kemur myndi starfsemi ríkiaspítalanna raskast verulega, einkum ákveðinna deilda innan þeirra. -S.dór Byggingariðnaðurinn: Harka að færast í kjaradeiluna Aukin harka er nú að færast í kjara- deilu byggingariðnaðarmanna og viðsemjenda þeirra. Hafa fjögur stór svæðafélög þegar boðað verkfall 11. mars hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Hér er um að ræða Tré- smiðafélag Reykjavíkur, Iðnsveinafé- lag Suðumesja, Félag byggingamanna í Hafharfirði og Félag byggingamanna á Suðurlandi en innan þessara þriggja síðasttöldu félaga eru allar greinar byggingariðnaðarins. Ætla þessi félög að semja hvert fyrir sig. Múrarafélögin í landinu, sem og málarar og pípulagningamenn, eru ekki innan Sambands byggingamanna og eru þau öll í sérviðræðum. Þá fer Samband byggingamanna með samn- ingsumboð fyrir mörg hinna smærri félaga í landinu. Viðsemjendur eru svo Meistarasam- band byggingamanna en það er ekki innan Vinnuveitendasambandsins og Vinnuveitendasambandið sem fer með umboð fyrir Verktakasamband Islands sem er aðildarfélag innan þess. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari hefur haldið nokkra fundi með þessum aðilum og sagði hann að nýir fúndir yrðu boðaðir annað hvort í dag eða fimmtudag. -S.dór Hótel Höfn: Fleiri pantanir en í fyvra Júlia Imsland, DV, Hcfa Á Hótel Höfn hefur mun meira ver- ið pantað af gistingu nú heldur en á sama tíma í fyrra að sögn Áma Stef- ánssonar hótelstjóra. Útlit er fyrir að ferðamenn verði talsvert fyrr á ferð- inni i ár heldur en í fyrra og em fyrstu hópamir bókaðir í maí. Landssamband rafveitna verður með þriggja daga ráðstefnu á hótelinu í vor og em það yfir 200 manns. Hótelið leigir fimmtán herbergi í verbúðinni Ásgarði í sumar, auk herbergja sem leigð em úti í bæ. Segja má að Hótel Höfn hafi verið aðal- samkvæmisstað- urinn á Höfh í vetur og þar em árshátíðir og margs konar uppákomur um flestar helgar. ( ecco-let gerir valið auðvelt ■ Handsaumaðir ■ Mjúkir leðurfóðraðir kantar ■ Léttir og sterkir ■ Leöurfóöraðir, fré hœl I tá Teg. 11 (Óreimaðirl Teg. 10 (Reimaðir) Skóverzlun ÞORÐAR PETURSSONAR Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181. Laugavegi 95. Simi 13570.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.