Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. Utlönd Verslanir af lista Ameri- can Express Haukur L. Haukssan, DV, Khafn: Fjöldi verslana í miðbæ Kaup- mannahafnar munu sjá af nokkr- um hluta veltunnar í framtíðinni þar sem þær eru ekki lengur á lista yfir verslanir er taka við American Express greiðslukortum. Alls hafa 7.500 verslanir, er ár- lega selja útlendingum vörur er nema áttatíu til hundrað milljón- um danskra um króna, verið teknar af lista American Express. Á listanum eru nú einungis 500 verslanir. Niðurskurður American Express er bein afleiðing þess að fyrirtækið má ekki lengur taka gjald af notk- un þeirra greiðslukorta sem eru í danskri eigu. Verslunareigendur eru mjög óánægðir með að vera ekki lengur á lista American Ex- press en stefna bandarískra ferða- manna er gjarnan sú að án greiðslukorts verða engin kaup gerð. Einn verslunareigenda í miðborg Kaupmannahafnar segir að veltan muni minnka um 180 þúsund danskar krónur. Rán á Brandt fyrirhugað? Ásgeir Eggertsson, DV, Muncheu- Samkvæmt frétt, sem birtist í þýska vikuritinu Quick i gær, ráð- gerðu frönsku hryðjuverkasam- tökin Action Directe að ræna Brandt, fyrrum kanslara Vestur- Þýskalands. Þessi frétt hefur ekki verið stað- fest af opinbeium aðilum. Quick segir að á korti, sem fundist hafi, sé sérstaklega merkt við sumarbú- stað Brandts í franska bænum Gagnieres þar sem Brandt ætlaði að dveljast á páskunum. Á kortinu á að hafa verið merkt við allar aðkomuleiðir að húsinu. Nákvæmar upplýsingar um fóm- arlambið fundust einnig sam- kvæmt fregn blaðsins. Ekki hafa frönsk yfirvöld staðfest þessa frétt. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Guðmundur G. Pétursson Forstjóri FBI settur yfir leyniþjónustuna Ólafur Amarsan, DV, New Yorlc Reagan Bandaríkjaforseti til- nefndi síðla dags í gær William H. Webster, núverandi forstjóra alríkis- lögreglunnar FBl, í embætti for- stjóra leyniþjónustunnar. Tilkynningin kom nokkuð á óvart því nafn Websters hafði ekki borið á góma í þessu sambandi áður. Það var eftir að John Tower, sem flestir töldu að hefði. hug á embættinu, hafði hafhað starfinu að Webster var boðin staðan. Webster er 63 ára gam- all og lögfræðimenntaður. Hann stundaði dómarastörf en árið 1978 skipaði Carter, þáverandi forseti, hann yfirmann FBI. Alríkislögregl- an var þá í sárum eftir stjórn Edgars Hoovers og þóttu starfsaðferðir FBI ekki til fyrirmyndar. Þykir Webster mjög hafa bætt starfshætti FBI þó ekki sé verkið fullunnið. William Webster er talinn íhalds- samur og ábyggilegur og líklegur til að hljóta staðfestingu þingsins innan tíðar. Það mun meðal annars hafa haft mikið að segja um það að hann varð fyrir valinu því ráðamenn í Hvíta húsinu vilja nú ólmir segja skilið við íransmálið og snúa sér að merkilegri verkefnum. Binda menn miklar vonir við að Webster takist að lappa eitthvað upp á siðferðið eða kannski öllu heldur siðleysið sem ráðið hefur ríkjum innan leyniþjón- ustunnar undir stjóm Caseys sem sagði af sér í síðasta mánuði. Þá telja menn líklegt að samstarf leyni- þjónustunnar og alríkislögreglunnar Yfirmaður bandarísku alríkislög- reglunnar, William Webster, hefur verið tilnefndur sem forstjóri leyni- þjónustunnar í Bandaríkjunum. Simamynd Reuter muni batna undir stjóm Websters og mun víst varla vanþörf á. Einn þeirra sem taldir eru líklegir arflakar Websters hjá FBI er Ru- dolph Giuliani, saksóknari á Manhattan, sem stjómað hefui’ rannsókninni á svindli í Wall Street. William Webster gaf út þá yfirlýs- ingu í gær að Bandaríkin ættu að athuga möguleikana á að ræna meintum hryðjuverkamönnum er- lendis til að geta haldið réttarhöld yfir þeim í Bandaríkjunum. Sagði Webster að það skipti ekki öllu máli fyrir bandaríska dómstóla hvort hryðjuverkamennimir yrðu afhentir samkvæmt samningi eða hvort þeim yrði rænt svo framarlega sem hand- tökuskipun hefði verið gefin út. Niels Bach Kristensen skipstjóri þakkar sjóliðsforinga fyrir björgunina. Símamynd Reuter Skip fullt af sprengiefni á reki Danskt skip, með fullfermi af sprengiefni, tók niðri á miðju Ermar- sundi í gær. Frönsk og bresk herskip voru í viðbragðsstöðu á meðan sér- fræðingar veltu því fyrir sér hvort sprengja ætti skipið í loft upp. Fimm manna áhöfn yfirgaf skipið eftir að eldur kom upp um borð. Að sögn strandvarða dó eldurinn út af sjálfu sér þannig að ekki var mikil hætta á ferðum. Skip vom aftur á móti vömð við að fara nálægt skipinu en þama er mjög straumhart og fjöl- farin leið. Breskir og franskir sérfræðingar íhuga nú hvort þeir eigi að sökkva skipinu með skothríð. Ahafnarmeðlimir danska skipsins sem eldur kom upp í á Ermarsundi. i skipinu eru fjögur hundruð tonn af sprengi- e*n'' Simamynd Reuter Sovésk kvikmynd hlaut gullbjöminn Ásgar Eggextesan, DV, Mimchen: Á kvikmyndahátíðinni í Berlín var gullbjöminn fyrir bestu kvikmynd- ina veittur sovésku myndinni The theme eftir leikstjórann Gleb Panf- ilov. Besta leikstjómin var verð- launuð með silfúrbiminum og fékk hann Oliver Stone fyrir kvikmynd- ina Platoon. Fjallar hún um Víet- namstríðið og þykir hún taka á því máli á nokkuð annan hátt en slíkar kvikmyndir. Ana Beatriz Nogueira fékk verð- laun fyrir bestu frammistöðu í kvenhlutverki. Sérstakt lof dóm- nefndarinnar hlaut japanska myndin Hafið og eitrið. Kvikmyndahátíðin þótti í ár hafa tekist vel. Aðsókn var góð og þótti fólki að dómnefndin hefði staðið sig vel. Sérstaka athygli vöktu sovésku myndirnar því margar þeirra hafði verið bannað að sýna í mörg ár. Þykir það bera vitni um nýja menn- ingarstefnu yfirvalda í Sovétríkjun- um. Sovéski leikstjórinn Gleb Panfilov heldur stoltur á gullbirninum sem hann fékk fyrir mynd sína The theme en bannað hafði verið að sýna hana í Sovétrikjunum í sjö ár. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.