Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. Neytendur Að hanna grauta og smíða hugtök Þetta skondna orðalag birtist í greinum í DV 19. janúar. Þær, ásamt grein 8. janúar, fjölluðu um niður- stöður könnunar sem Samtök sykursjúkra í Reykjavík og Neyt- endasamtökin fengu fæðudeild RALA til að annast fyrir sig. Til- drögin voru þau að í fyrrasumar var fæðudeildin beðin að aðgæta hvort verið gæti að kolvetnainnihald drykkjar, sem merktur var „sykur- laus“, gæti valdið óeðlilegri hækkun á blóðsykri hjá sykursýkisjúklingi. Strangt til tekið var merkingin röng en frávikið svo óverulegt (1% kolvetni) að grunurinn reyndist til- hæfulaus ef farið var eftir fyrirmæl- um framleiðanda um blöndun. í ljós kom hins vegar (því fleiri drykkir voru teknir með til samanburðar) að full ástæða væri fyrir Samtök sykursjúkra til að fylgjast með áreið- anleik merkingar um sykurinnihald drykkja, og hugsanlega grautá, sem vegna nafngifta bera í sér fyrirheit um lítið eða ekkert sykurinnihald og hljóta þar af leiðandi að freista sykusjúkra sérstaklega. Því réðumst við í mun víðtækari könnun og fengum Neytendasam- tökin til liðs við okkur sem fyrr segir. Niðurstöður voru kynntar fjöl- miðlum og hafa hlotið lítilsháttar umfjöllun i sumum þeirra, þ.á m. áðurnefndum greinum í DV. Okkur í stjóm Samtaka sykur- sjúkra þykir miður að í hvomgt skiptið birtust sjálfar niðurstöðum- ar sem á hlutlausan hátt upplýsa neytendur um magn kolvetna í þeim vörum sem rannsakaðar voru og biðjum því DV að birta þær hér. Eins og sjá má á töflu I fer ekkert á milli mála um kolvetnainnihald þegar það er birt sem hundraðs- hluti. Oðru máli gegnh um „hug- takasmíðar", öðm nafni skilgrein- ingar Manneldisráðs. Þær verða að teljast sykursjúkum vafasamur greiði og raunar lítils virði öðrum en þeim sem hafa upplýsingar um uppmnalegt kolvetnainnihald við- miðunarvömnnar á hraðbergi og þurfa samt að reikna til að komast að réttri niðurstöðu sem verður þó ekki einu sinni nákvæm. „Sykur- skert“ þýðir „10-50% af venjulegu sykurmagni í sambærilegri vöm“. „Sykursnautt" þýðir að í vömnni sé innan við 10% af „venjulegu sykur- magni í sambærilegri vöm“. Eina afdráttarlausa skilgreiningin er „sykurlaust", því um hana segir „hugtakið skal nota þegar enginn sykur er til staðar í vömnni“. Það er sykursjúkum því fagnaðar- efhi að innan skammms mun taka gildi ný reglugerð frá Hollustuvemd ríkisins því að þar mun sérstök grein kveða á um að hlutfall kolvetna af 100 g (eða tilteknum skammti) skuli tilgreint á umbúðum. Hér er ef til vill rétt að staldra við, vegna þeirra sem kynnu að lesa þessa gréin án þess að kunna skil á vanda sykursjúkra við fæðuval, og gera örstutta grein fyrir því hvað honum veldur og hvernig hinn syk- ursjúki fæst við hann. Sykursjúkir em sem betur fer að- eins lítið brot af þjóðinni en þó vissulega nógu stór hópur til þess að tekið sé tillit til hans við merking- ar á efnasamsetningu og innihaldi matvöm. Þeir erú frábmgðnir öðr- um kaupendum/neytendum matvöm að því leyti að kolvetna (sykur) inni- hald matvöm, sem í versta falli fitar heilbrigðan mann, getur verið skað- legt heilsu þess sykursjúka. Briskirtill þess sem verður sykur- sjúkur hættir einhverra hluta vegna, alfarið eða að hluta til, að framleiða insúlín. Insúlínið er okkur lífsnauð- syn því að án hjálpar þess em frumur líkamans ófærar um að taka til sín þá næringu sem blóðið ber þeim (blóðsykurinn). Það verður því hlut- skipti hins sykursjúka þaðan í frá að sjá til þess sjálfúr að hann hafi ávallt hæfilegt magn af insúlíni í líkama sínum. Meðan við erum heilbrigð eyðum við sjaldnast timanum í að ígranda hve fullkomið sköpunarverk við er- um. Þó við gerum ekki annað hér en að líta á það eitt getur heilbrigð- ur maður, ef svo ber undir, úðað í sig fimum af alls kyns góðgæti ann- an daginn og soltið hinn án þess að líkamanum verði hið minnsta fyrir að jafna út óregluna. En þegar móð- ir náttúra hefúr afsalað sér þessu eina lítilræði í hendur hinum sykur- sjúka, að sjá sjálfur um sitt insúlín, fylgir því einnig að hann þarf þaðan í frá að neyta útmældrar fæðu daglega í þeim skömmtum sem insúlin hans nýtir til hlítar. M.ö.o. fullkomið jafnvægi verður að ríkja með insúlíni og fæðu ef ekki á illa að fara. Það sem er þessu jafnvægi skeinu- hættast er ógætileg neysla kolvetna (þ.e.a.s. ýmiss konar sykurs). Það skiptir því sykursjúka höfúðmáli að skýrt og skilmerkilega sé greint frá heildarkolvetnainnihaldi í til- teknu magni vörannar (t.d. 100 g), svo þeir geti án erfiðleika eða ágisk- ana skammtað sér hæfilegt magn hverju sinni. „Sykursjúkir mega borða ákveðið magn af ávöxtum á dag,“ segir Helga S. Siguijónsdóttir meinatæknh hjá Sól hf. í grein sinni þann 19. janúar. Hún bendir einnig á að borði sykur- sjúkir ávaxtagraut þurfi þeir að draga kolvetnainnihald hans frá ávaxtaskammti dagsins. Þetta er mergurinn málsins. Syk- Innihald: Fersk jarðarber, sykur, bindiefni (E1414), sítrónusýra (E 330), rotvarnarefni (E211). Næringargildi í 100 grömmum af grauteru:(meðaltöl) Hitaeiningar lOOkcal Kolvetni 25 g Prótín 0-1 g Fita 0-1 g Blandað, gerilsneytt og áfyllt af CySl L|C -'vrRH'LXTi OvL nr. REYKJAVlK SÍMI91-203OO. Innlhald: Ferskar aprikósur, bindiefni (E-1414, E-407), sítrónu- sýra (E330), sæluetni (aspartame), C-vilamín, rotvarnarelni (E-211) Sætl með Nulra Sweet (aspartame). Hitaeiningar 1100 gr u.þ.b. 24 kcal. I hverjum 100 grömmum eru u.þ.b. 10 mg al C-vitamíni og aðeins 4-5 gr kolvelni. Blandað, gerilsneytl og áfylll al crv HF. ÞVERHOLTI19-21 Jarðarberjagrauturinn er með merkingu i lagi en apríkósugrauturinn er ekki jafnvel merktur ursjúkh þurfa að reikna sér saman, raunar ekki ávaxtaskammt heldur heildarmagn kolvetna sem þeir neyta daglega og þurfa því að geta treyst áletraðum upplýsingum. Von- andi verður það svo þegar hin væntanlega reglugerð Hollustu- vemdar hefur tekið gildi. Við biðjum Sól hf. velvhðingar á því að í fréttatilkynningu okkar hef- ur ef til vill ekki komið fram það sem segh í „helstu niðurstöðum" í skýrslu RALA um sykurskertu grautana, að „samkvæmt næringar- efnatöflum er um þriðjungur trefja- efni“ af kolvetnum ávaxtanna. „Sykurinnihaldið verður þá aðeins 6 og 12%.“ Kolvetnainnihald grautanna er að vísu það sem kemur fram á töflum I og II en rétt er engu að síður ábend- ing Helgu um að trefjar meltast ekki eins og önnur kolvetni og eru vegna sykurskerðingarinnar tiltölulega hærra hlutfall af heildar kolvetna- innihaldi þessara sér„hönnuðu“ grauta. Ekki er að undra að þeim hjá Sól hf. sámi ónákvæmt orðalag sem kastar rýrð á þeirra lofsverða framtak við að gefa landsmönnum kost á að minnka sykumeyslu með framleiðslu sykurskertra grauta og þess heldur ef það á rætur að rekja til þeirra sem síst skyldi. Hinu er ekki að leyna að misræmið í mæld- um og uppgefnum kolvetnum í sykurskertum Aldin apríkósugraut olli vonbrigðum, ekki síst þar sem Sól hf. hefúr einmitt verið til fyrir- myndar um innihaldsmerkingar á vörum sínum. Það er einmitt merking eins og er á sykursætta Aldin jarðarberja- grautnum sem sykursjúkir þarfnast, þ.e.a.s. einföld, auðskilin og rétt. Stjórn Samtaka sykursjúkra í Reykjavík NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA A K0LVETNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.