Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Kerfisbreytingar?
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins mun leiða í ljós,
hvort flokkurinn leggur áherzlu á hagkvæmar kerfis-
breytingar. Tillögur um aukið frjálsræði, landsmönnum
til hagsbóta, koma fram í fyrstu drögum að ályktunum
landsfundar, sem fulltrúar hafa fengið. Þarna eru tillög-
ur um uppskurð í ýmsum efnum. Slíkt hefur áður verið
samþykkt í starfshópum landsfunda flokksins, en alltof
skammt gengið í framkvæmd.
I drögunum segir meðal annars: „Enn eru eftir nokk-
ur svið, þar sem hagkvæmni frjálsrar verðmyndunar
hefur ekki fengið notið sín.“ Lagt er til, að landsfundur-
inn hvetji til þess, að verðlag verði gefið frjálst á búvöru,
fiski og olíu. Einnig verði dregið úr opinberum verðá-
kvörðunum á öðrum sviðum, til dæmis í tryggingastarf-
semi.
Tillögumenn vilja, að frelsi í ákvörðunum vaxta verði
meginregla. í vaxtalögum eigi einungis að vera almennt
ákvæði, sem taki til misneytingar og saknæms atferlis
í fjármálaviðskiptum. Þar eigi ekki að vera ákvæði, sem
feli Seðlabanka eða öðrum opinberum aðilum að
ákveða, hverjir skuli vera hámarksvextir utan innláns-
stofnana. Þá er minnzt á þann möguleika, að enn verði
dregið úr miðstýringu Seðlabankans á sviði gengis-
mála, til dæmis með því að binda gengi íslenzkrar krónu
fast við valinn gjaldmiðil eða gjaldmiðla. Erlendum
bönkum verði heimilt að setja upp afgreiðslustaði hér
á landi.
Olíuverzlunin verði gefin frjáls, og þar verði tekin
upp frjáls verðlagning. Gerð verði áætlun um, að inn-
flutningur búvöru verði smám saman gefinn frjáls. Lagt
er til, að einkaréttur stóru fisksölufyrirtækjanna verði
afnuminn á útflutningi og opinber afskipti af útflutn-
ingi miðist í auknum mæli við kynningar- og markaðs-
starfsemi. Þá verði opinberum afskiptum af opnunar-
tíma sölubúða hætt.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti öðrum flokkum fremur að
geta beitt sér fyrir slíkum kerfisbreytingum. En margir
háttsettir og valdamiklir menn í flokknum eru gersam-
lega andvígir mörgu af því, sem hér hefur verið rakið.
Slíkir menn viðurkenna í orði kosti frjálsræðis í þessum
efnum, en á borði eru þeir kerfismenn. Sú þjónkun við
kerfið og úreltan hálf-sósíalisma er auðvitað í andstöðu
við grundvallarhugsjónir, sem Sjálfstæðisflokkurinn
boðar. Frjálsræðið, sem hér er lagt til, mundi færa flest-
um landsmönnum bætt lífskjör mjög fljótlega, þótt það
skaði tímabundið fámenna hagsmunahópa.
Menn munu í fljótu bragði búast við, að á lands-
fundinum verði hart tekizt á um þessi efni. Þar standi
annars vegar stuðningsmenn frjálsræðis og framfara,
hins vegar framsóknarmennirnir í Sjálfstæðisflokknum.
En svo þarf ekki að verða.
Landsfundir Sjálfstæðisflokksins hafa oftast sam-
þykkt stefnu, sem gengur miklu lengra í frjálsræðisátt
en af verður í framkvæmd. Framsóknarmennirnir í
flokknum hafa að miklu leyti ráðið ferðinni, þegar til
framkvæmda kemur. Þar hafa margir staðið dyggan
vörð um hagsmuni þrýstihópanna.
Foringjar flokksins munu nú reyna að kveða niður
þær raddir, sem kalla eftir kerfisbreytingum.
Þær verða þá ýmist svæfðar, eða einhver loðmulla
samþykkt og loks verður ekki farið eftir samþykktun-
um, ef einhverju skipta.
Haukur Helgason.
Tími smá-
fyrirtækjanna
er runninn upp
Við íslendingar eigum mikla
möguleika til sóknar í atvinnulífinu
ef ráðamenn átta sig á því að það
er efling smáfyrirtækjanna sem er
forsenda eíhahagslegra íramfara.
Hagsæld framtíðarinnar felst í að
nýta fjölbreytnina og þróunarkraft-
inn sem smáfyrirtækin búa yfir.
Stóriðjan er ekki lengur það töfra-
meðal sem menn héldu fyrrum. Tími
smáfyrirtækjanna er runninn upp.
í rúman áratug hafa forystumenn
Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks boðað trúna
á stóriðjuna sem hinn eina örugga
aðgöngumiða að hagsældarríki
framtiðarinnar. Jafnvel einstaka
áhrifamaður í Alþýðubandalaginu
hefur einnig villst inn í þessa trú-
boðsstöð þótt viðlagið hafi þá að
vísu verið að stóriðjan yrði bara að
vera „íslensk".
Þetta heimatrúboð um gósentíma
stóriðjunnar hefúr reynst vera byggt
á sandi. f rúm tiu ár hefur það engu
skilað. Eini gróðinn felst í dagpen-
ingum sendimanna ríkisstjómarinn-
ar sem hafa verið á þeysireið um
heiminn til að leita að nýjum samn-
ingum um álverksmiðju hér og
kísilmálmverksmiðju þar.
A sama tíma hafa stjómvöld ger-
samlega vanrækt að hlúa að þeim
vaxtarbroddi hagsældar sem í öðrum
iöndum hefur skilað mestum ár-
angri. Þessi uppspretta framfaranna
eru smáfyrirtækin. Það em þau sem
reynst hafa vænlegasti farvegurinn
fyrir nýsköpun í atvinnulífinu, nýjar
framleiðsluvömr, uppgötvanir,
tækninýjungar og sókn inn á út-
flutningsmarkaði sem áður vom og
em enn vanræktir.
Smáfyrirtækin hafa orðið útundan
hjá íslenskum stjómvöldum. Hér
skortir fjármagn til rannsókna og
markaðsleitar. Hér em bankar og
lánasjóðir áhugalitlir um möguleika
hinna smáu fyrirtækja. Hér starir
bara hver ráðherrann á fætur öðmm
á mýrarljós stóriðjunnar. Þeir hafa
ekki skilið að það em smáfyrirtækin
sem em besta tryggingin fyrir aukn-
um framfömm og fjölþættara at-
vinnulífi í framtíðinni.
Stóriðjan strandar
Á árunum 1980-1983 ráku sjálf-
stæðismenn, framsóknarmenn og
kratar þann áróður að Hjörleifúr
Guttormsson væri eina hindrunin í
gróðagötu stóriðjunnar. Hann kæmi
í veg fyrir að gerðir væm samningar
um ný álver á fslandi. Ekki bara
stækkun í Straumsvík heldur líka
álver við Eyjafjörð - og gott ef ekki
einnig í fleiri landshlutum.
Þessar áróðursmessur vom hins
vegar byggðar á miklum misskiln-
ingi. Hjörleifúr var með menn í
förum viða um heim til að ræða við
fyrirtæki um stóriðjurekstur á fs-
landi. Forstjórar frá Japan, Amer-
íku, Noregi og ítalíu tóku þátt í þeim
viðræðudansi.
Síðan tóku Sverrir Hermannsson,
Steingrímur forsætisráðherra, Matt-
hías A. Mathiesen sem þá réði
viðskiptaráðuneytinu, Gunnar G.
Schram, Guðmundur Þórarinsson,
Jóhannes Nordal og Albert Guð-
mundsson við þessu verkefni. Þeir
höfðu í fyrstu stór orð um að hendur
yrðu látnar standa fram úr ermum.
Það myndi ekki taka nema nokkra
mánuði að koma með nýjan stóriðju-
samning. Enda hafði ríkisstjómin
m.a. verið mynduð á grundvelli sam-
eiginlegs áhuga Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknarflokksins á auknum
Kjallarinn
—----a____
ísland sem fyrirmynd
Ólafur Ragnar
Grímsson
prófessor
viðskiptum við Alusuisse en sá áhugi
birtist skýrt í aðdraganda kosning-
anna 1983.
Þessir snillingar hafa nú í fjögur
ár glímt við að gera stóriðjudraum-
inn að veruleika. Gunnar Schram
hefur á kjörtímabilinu verið oftar
og lengur í stóriðjuviðræðum í út-
löndum en í heimsóknum í atvinnu-
fyrirtækin á Suðumesjum.
Iðnaðarráðherramir Sverrir og Al-
bert hafa ásamt Steingrími foreætis-
ráðherra af og til tilkynnt þjóðinni
að nú væm samningar á næstu grös-
um. Eitt sinn gekk svo langt að þeir
sáu helst von í að fá kínverska ríkis-
kommúnismann til að reisa nýja
álverksmiðju í Straumsvík. Sverrir
kom í útvarpið og tilkynnti gleðitíð-
indin og Steingrímur fór til Kína.
Síðan hefur ekki heyrst meira um
það.
Nýjasta sjónarspilið er svo að Al-
bert var um síðustu helgi í London
til að gylla áldrauminn fyrir Rio
Tinto Zink en sú samsteypa átti í
.fyrra að redda kísilmálverksmiðj-
unni hjá Sverri. En bobb kom í þann
bát og þá fór Albert að róa lífróður
í álvíkina enda stutt til kosninga og
illt að koma tómhentur að kjörborð-
inu eftir fjögurra ára stóriðjuleið-
angra út um allar heimsins trissur.
Það er hins vegar tími til kominn
að þessir ráðamenn átti sig á því að
stóriðjustefhan hefur siglt í strand.
Hún er afsprengi liðins tíma. Hún
er ekki í stíl við drifkraftinn í hag-
þróun framtíðarinnar. Það eru aðrir
og vænlegri möguleikar komnir til
sögunnar.
Nýjar hugmyndir
Á sama tíma og íslenskir ráða-
menn hafa verið á kafi í stóriðju-
draumnum hafa nýjar áherslur og
hugmyndir sett svip sinn á hag-
þróunina í þeim ríkjum sem mestum
árangri hafa náð. Þar hafa menn
, áttað sig á því að hagvöxtur framtíð-
arinnar hvílir einkum á hugviti,
dugnaði og nýsköpun sem best þrífst
, í smáum fyrirtækjum.
Þessi niðurstaða ætti að vera ís-
lendingum fagnaðarefni. Hér eru öll
skilyrði til að búa smærri fyrirtækj-
um hagstæð vaxtarskilyrði. En þá
verður lika að opna augu ráða-
manna fyrir þeirri staðreynd að
framtiðin felst í þvi að gera smáfyrir-
tækin að forsendu aukinna fram-
fara.
Reyndar er það athyglisvert að
þrátt fyrir skilningsleysi ráðamanna
hefur mörgum smáfyrirtækjum á ís-
landi tekist að ryðja nýjungum
braut. Hugvit og tölvutækni eru orð-
in útflutningsvara. Smærri fyrirtæki
hafa fundið nýja markaði fyrir fjöl-
þættari útflutning á sjávarafurðum.
Útflutningur á skötu og keilu, ígul-
kerum til Frakklands og skreið til
Bandaríkjanna - svo nokkur dæmi
séu nefnd - eru allt nýjungar sem
komu frá smærri fyrirtækjunum.
Fiskeldið er orðið að veruleika en
það bjó lengi við algert áhugaleysi
stjómvalda og þeir voru taldnir
skrítnir sem sögðu það gullnámu
framtíðarinnar. Smærri iðnfyrirtæki
hafa fundið nýja markaði fyrir marg-
víslegan útflutning. Nýjungar í
ferðamannaþjónustu em flestar
komnar frá mörgum smáum aðilum.
Dæmin em mörg. Þau sýna að
þrátt fyrir vanrækslu stjómvalda
hefúr tekist að sýna í verki sóknar-
kraftinn í smáfyrirtækjunum.
Hornsteinn nýrrar atvinnu-
stefnu
Ef Islendingar eiga að búa við lífs-
kjör sem verði í samræmi við það
besta í veröldinni, þá er nauðsynlegt
að bijóta í blað í atvinnumálum
landsins. Það verður að gera smáfyr-
irtækjunum kleift að nýta þá miklu
möguleika sem þau búa yfir á sviðum
iðnaðar, tækni, þjónustu og sjávar-
útvegs. Nýjar áherslur í skipulagi
rannsókna og markaðsleitar þurfa
fyrst og fremst að taka mið af þróun-
armætti smáfyrirtækjanna. Starf-
semi banka og lánasjóða þarf að
breyta í samræmi við þarfir hinna
ýmsu ólíku rekstrarforma smáfyrir-
tækjanna. Þær breytingar þurfa að
vera í þágu fjölskyldufyrirtækja, ein-
staklingsfyrirtækja, hópfyrirtækja
og nýrra og ólíkra forma samvinnu-
fyrirtækja.
Það eru hin smáu rekstrarform þar
sem samvinna einstaklinganna nýt-
ur sín best sem eru vænlegasti
kosturinn í atvinnuþróun íslend-
inga. Ef við skiljum þann einfalda
sannleika þá getur ísland orðið öðr-
um fyrirmynd um hagþróun og
framfarir.
Ólafur Ragnar Grímsson
„Það eru hin smáu rekstrarform þar sem
samvinna einstaklinganna nýtur sín best
sem eru vænlegasti kosturinn í atvinnu-
þróun íslendinga. Ef við skiljum þann
einfalda sannleika þá getur Island orðið
öðrum fyrirmynd um hagþróun og fram-
farir.“