Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987.
15
Hagsmunir þriðja aðilans
„Það sýnir hins vegar takmarkaðan skilning á eðli verkfalla að forusta
BSRB harmaði afstöðu lögreglumanna og tollvarða."
Verkföll hafa verið réttlætt með
því að verkamaðurinn geti neitað
að vinna nema fyrir tiltekna upphæð
og vinnuveitandinn verði að horfast
í augu við tekjutap, þar sem starf-
semi hans leggst niður, eða ganga
til samninga við verkamenn. Aug-
ljóst dæmi um þetta var farmanna-
verkfallið um daginn. Útgerðarmenn
áttu í hörðum deilum við sjómenn
og náðust þó samningar eftir nokkra
hríð.
En meðan á deilunni stóð kom upp
' uggur um að Islendingar myndu tapa
mörkuðum i Bandaríkjunum þar
sem þeir selja frystan fisk. Sjómenn
og útgerðarmenn komust þá að sam-
komulagi um að skip með frystan
fisk mættu sigla. Þar sýndu bæði
útgerðarmenn og sjómenn þjóðholl-
ustu og viðurkenndu að það væri
fyrir utan tilgang verkfalla að láta
það bitna á þriðja aðila sem ekkert
getur gert til þess að leysa deiluna.
Hagsmunir þriðja manns hljóta
ævinlega að blandast inn í verkföll.
Farmanna- og Dagsbrúnarverkföll
hljóta að lenda á almenningi ef verk-
fallið stendur langan tíma. Það er
hins vegar ekki bein afleiðing af
verkfallinu - almenningur verður i
sjálfu sér ekki var við verkföllin
fyrstu dagana.
Bitnar á hinum almenna
borgara
En málið lítur öðruvísi út þegar
um er að ræða opinbera starfsmenn.
Það eru t.d. fyrst og fremst þjófar
og aðrir lögbrjótar sem græða á
verkfalli lögreglumanna. Verkfallið
bitnar á hinum almenna borgara,
sem ekkert getur gert til þess að
leysa verkfallið, því að valdið til
þess að ákveða lögreglumönnum
hærra kaup er í höndum fjármála-
ráðherrans. Þetta hafa lögreglu-
menn skilið og hafa afsalað sér
verkfallsrétti.
Með sama hætti skildu tollverðir
að það er ekki hluti af kjarabaráttu
að banna ferðamönnum för til lands-
ins.
KjaUaiim
Haraldur Blöndal
lögfræðingur
Það sýnir hins vegar takmarkaðan
skilning á eðli verkfalla að forusta
BSRB harmaði afstöðu lögreglu-
manna og tollvarða - eða var
forustan að harma það að geta ekki
lengur veifað svipu lögleysunnar jdir
höfði fjármálaráðherrans?
Vaxandi efasemdir
Þriðji hópurinn, sem heíúr engan
siðferðislegan rétt til þess að beita
verkfalli, eru kennarar. Forustu-
menn kennara telja sig betur
menntaða en flesta og hafa siðferðis-
legan skilning umíram almenning
og gera kröfu til þess að mega pre-
dika um siðferðisleg efni við
nemendur og sjá um innrætingu. Þá
skortir hins vegar siðferðislegan
skilning á skyldum kennara við sam-
félagið og þá einkum við nemendur
sína.
Undanfarin ár hafa kennarar
haldið uppi sérstæðri kjarabaráttu
og hafa menn samúð með eðlilegum
launakröfum þeirra. Hins vegar hafa
verið uppi vaxandi efasemdir um þær
aðferðir sem þessir menn beita til
þess að koma fram málum sínum.
Fengu ofbeldisþrá sinni full-
nægt
Þess er skemmst að minnast að
kennarar stöðvuðu kennslu með of-
beldi í Háskóla íslands fyrir nokkr-
um árum og fór Háskólinn í mál og
krafðist skaðabóta. Úrslit þess máls
urðu þau að kennarar voru dæmdir
bótaskyldir fyrir ólögleg verk sín og
til þess að greiða háskólanum fjár-
hagslegt tjón. Mér vitanlega hafa
nemendur ekki fengið bætur frá
samtökum kennara né heldur hafa
kennarar boðist til þess að bæta
nemendum tjón. - Og skal jafnframt
tekið fram að hér voru ekki á ferð-
inni háskólakennarar sem neituðu
að kenna heldur kennarar við aðra
skóla og fengu ofbeldisþrá sinni full-
nægt með því að ráðast á alsaklaust
fólk og synja því um lögboðna
kennslu.
Þessu til viðbótar stal Kári Am-
órsson skólastjóri bókum nemenda
sinna til þess að þeir gætu ekki lesið
heima í verkfallinu. Ekki var Kári
kærður fyrir þetta meinta brot.
Skömmu síðar ákváðu kennarar
að segja upp störíúm. Sú uppsögn
var ólögleg og vissu kennarar það
vel. Uppsögn þessi átti að koma
nemendum mjög illa, en kennarar
treystu þvi að fræðsluyfirvöld
myndu kiþna undan þrýstingi for-
eldra. En þvert á móti varð enginn
var við það að nemendur skiluðu
minni árangri þótt kennarar felldu
niður kennslu. Segir þetta sitt um
kennsluna og námsefnið.
Sífelldar fráverur kennara
En nú ætla kennarar að fara í
verkfall um miðjan mars. Þessi tími
er vitanlega valinn til þess að koma
foreldrum og nemendum í vandræði.
Vorpróf nálgast og sífelldar fi"áverur
kennara, flestar ólöglegar, hafa
valdið því að fleiri böm en áður em
illa á vegi stödd. Hljóta foreldrar að
verða grípa til sinna ráða.
Fyrir nokkm var sýnd í sjónvarp-
inu mynd um foreldra sem risu upp
gegn ofurvaldi kennslumálayfir-
valda í Bretlandi og stofnuðu eigin
skóla til þess að bömin fengju nauð-
synlega kennslu. íslenskir foreldrar
eiga að fara að dæmi hinna bresku
foreldra. Hér á landi em það hins
vegar ekki fræðsluyfirvöld sem ráð-
ast gegn hagsmunum bamanna
heldur kennaramir.
Það er til fjöldi ágætlega mennt-
aðra manna i landinu sem er fær til
þess að halda uppi lágmarkskennslu
í skólum landsins - fara yfir verkefni
í sögu, náttúrufræði, landafræði,
kristnum fræðum og samfélagsfræði.
Með sama hætti geta foreldrar kennt
bömum skrift og hlýtt yfir um lestur
og látið reikna. Er hér verðugt verk-
efni fyrir foreldrafélög í skólunum
og gætu félögin skipulagt þessa
neyðarkennslu í samráði við skóla-
stjóra. Að vísu ekki í samráði við
Kára Amórsson - þar myndi starf
foreldrafélagsins beinast að því að
halda skólastjóranum frá bókum
nemendanna svo að þær hyrfu ekki
á dularfúllan hátt.
Haraldur Blöndal.
„Hér á landi eru það hins vegar ekki
fræðsluyfirvöld sem ráðast gegn hags-
munum barnanna heldur kennarar.“
Sitt lítið af hverju að vestan
„Allt bendir til þess að snjólaust veröi annað árið í röð. Hvað ætli spar-
ist margar milljónir sem ætlaðar voru i snjómokstur? Ég spyr: því í
ósköpunum eru þessir peningar ekki notaðir i að gera vegina betri...“
Á Islandi býr ein þjóð, íslendingar.
A.m.k. er bömum kennt það í skólum
og þeir erlendu ferðamenn, sem okk-
ur sækja heim, sjá ekki annað, en
hver er raunin?
Mér finnst eins og þjóðin sé að
skiptast ansi mikið, ekki bara í ríka
og fátæka, heldur líka höfuðborg-
arbúa og landsbyggðarfólk. Þar
kemur margt til. Það nýjasta em
skólagjöldin sem borg Davíðs er að
mkka inn hjá litlu sveitarfélögunum
vegna nemenda utan af landi sem
dvelja vetrarlangt í skólum höfúð-
borgarinnar. Gjaldið er kr. 25-30.000
á nemanda.
Hvaða sveitarstyrkur er þetta eig-
inlega? Borgar þetta fólk ekki fyrir
sig í Reykjavík? Bæði fæði og húsa-
leigu, skemmtanir o.fl. o.fl. Hvemig
væri að gera könnun á þessu eins
og öllu öðm, hvað margir í Rvík
hafa atvinnu að einhverju eða öllu
leyti af nemendum utan af landi, hve
mikla peninga þessir krakkar fara
með o.s.frv. Ég held að 20.000 kr. á
mánuði í fæði og húsnæði sé varlega
áætlað svo þetta er heilmikil at-
vinnubót fyrir borgarbúa yfir vetrar-
tímann þegar lítið er um ferðamenn.
Við sem erum með ferðaþjónustu í
dreifbýlinu værum ánægð með að fá
svona vetramýtingu.
Kerfið
15 ára unglingur hefur verið mikið
í fréttum undanfarið vegna innbrota
og skemmdarverka sem hann hefur
framið. Hann á 10-12 ára fangelsis-
dóm yfir höfði sér þegar hann nær
16 ára aldri. „Við höfum gert allt
fyrir hann sem hægt er í kerfinu,“
var sagt í sjónvarpsfréttum um dag-
inn... En hvað hefur „kerfið" í
Kjallaiinn
Svava S.
Guðmundsdóttir
húsfreyja Görðum
Snæfellsnesi
rauninni gert honum. 10 ára gömlum
var honum komið í fóstur uppi í
sveit, hann hafði átt erfiða bemsku
og þvælst víða en þama náði hann
áttum. Fósturforeldrar hans gátu
með natni og kærleika náð undra-
verðum árangri og eftir 1-2 ár var
hann búinn að jafna sig og allt gekk
eins og í sögu en þá kom „kerfið“
til skjalanna. Af vissum ástæðum
þótti hagstæðara að flytja hann um
set og nú áttu fósturforeldramir eng-
an rétt, hvað þá að hugsað væri um
velferð bamsins. Það var indæll,
kátur og eðlilegur drengur sem tek-
inn var af góðu heimili, þá var hann
á 13. ári. Eftir örfáa mánuði hófst
afbrotaferill hans og er skammt
stórra högga á milli... Hver ber
ábyrgðina? Enginn. „Kerfið" hefúr
get allt. sem hægt er... og nú bíður
tukthúsið.
Vegamál í dreifbýli
Fyrir ekki löngu siðan vakti það
þó nokkra athygli að hreppsnefndir
af Hvalfjarðarströnd og úr Kjós
steðjuðu á fund þingmanna sinna
og færðu þeim undirskriftalista u.þ.
b. 5000 vegfarenda sem mótmæltu
þeim 20 km hringvegarins á þessu
svæði sem enn er ekki búið að mal-
bika.
Ekki sýndu þingmennimir bless-
aðir þessu máli mikinn áhuga (jafn-
vel ekki á kosningaári) svo órafjarri
em þeim vegamálin i dreifbýlinu nú
sem endranær, en ansi hreint erum
við orðin langþreytt á afskiptaleys-
inu.
Já, það er dapurlegt hlutskiptið
okkar héma á Vesturlandi, við eig-
um eins og er 4 þingmenn i stjóm,
þar af 1 ráðherra, og forsætis- og
samgönguráðherrar em báðir af
Vestfjörðum en hver er svo árangur-
inn í þessum byggðarlögum? Vegim-
ir em enn þeir verstu á landinu í
þessum kjördæmum.
Allt bendir til að snjólaust verði
annað árið í röð. Hvað ætli sparist
margar milljónir sem ætlaðar vom
í snjómokstur? Ég spyr: Því í ósköp-
unum em þessir peningar ekki
notaðir í að gera vegina betri og
byggja nýjar brýr þar sem þær gömlu
em að hruni komnar áður en þær
valda stórslysum. Hvers konar ráð-
slag er þetta eiginlega? Mikið skelf-
ing vom Sunnlendingar heppnir í
gamla daga að eiga hann Ingólf á
Hellu í sínu kjördæmi. Þeir ráð-
herrar og stjómarþingmenn, sem
hafa aðstöðu til úrbóta, mættu
gjama muna betur eftir kjósendum
sínum og hugsa aðeins út fyrir mal-
bikið.
Loksins höfum við fengið nýjan
valkost á Vesturlandi. Kvennalist-
ann. Svo von er um bata í þessum
efnum því ömgglega munu þær, svo
„landsbyggðarlegar" og jafnréttis-
sinnaðar sem þær em, bæta kjör
okkar til muna eigi þær þess nokk-
um kost. Okkar er valið.
Svava S. Guðmundsdóttir
,,..það er dapurlegt hlutskiptið okkar
hérna á Vesturlandi, við eigum eins og
er 4 þingmenn í stjórn, þar af 1 ráðherra
og forsætis- og samgönguráðherrar eru
báðir af Vestfjörðum, en hver er svo ár-
angurinn í þessum byggðarlögum?“