Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Page 16
16
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987.
Spumingin
Ætlarðu að hengja öskupoka
á fólk í dag?
Vala R. Flosadóttir: Já, hvort ég ætla.
Mamma mín saumar svo fína ösku-
poka og ég hlakka mikið til.
Svcinn Theódórsson: Nei, alveg ör-
ugglega ekki. Ég hef nánast aidrei
gert það og ætla ekki að fara að
bvrja á því nú.
Sigrún Bragadóttir: Nei, ég held ekki
það er hægt að gera svo margt annað
skemmtiiegra.
Hrefna Lind Ásgeirsdóttir: Já,
mamma er búinn að sauma fullt af
öskupokum handa mér svo ég verð
að vera dugleg að hengja á fólk.
Unnur María Bergsteinsdóttir: Ég
veit ekki, ég hef nú eiginlega aldrei
gert það því ég gleymi því alltaf að
það er öskudagur.
Hlynur Guðmundsson: Það er aldrei
að vita, það verður eflaust mjög gam-
an að hengja nokkra.
Lesendur
Fórnarlamb nauðgara
Guðmundur Jónsson skrifar:
Forsaga þessa máls er óhugnanlegur
atburður er gerðist í kaupstað nokkr-
um úti á landi núna sl. vor. Unglings-
stúlka, er dvaldi þar í heimavist vegna
skólagöngu sinnar, varð fyrir hrotta-
legri líkamsárás og ofbeldi á sjálfri lóð
skólans sem hún var nemandi í. Svo
langt var gengið að þegar bardaginn
hafði staðið í klukkutíma án þess að
árásarmaðurinn fengi vilja sínum
framgengt þá ioksins barst hjálp sem
varð til þess að ofbeldisseggurinn lagði
á flótta.
Óþarft er að Iýsa sálarástandi stúlk-
unnar en líkamlega var hún öll marin,
blá og blóðrispuð. Fötin voru rifin i
tætlur utan af henni. Stúlkan var síð-
an undir Iæknishendi í nokkum tíma
á eftir en tókst þó með dugnaði og
aðstoð velviljaðra yfirmanna skólans
að ljúka tilskildu námi í vor.
Þessi atburður var að sjálfsögðu
kærður, sakborningur handtekinn og
eftir að hafa viðurkennt verknaðinn
var honum sleppt lausum. Það var
DV sem sagði frá þessum atburði
nokkm eftir að hann gerðist en að-
standendur bæjarblaðs staðarins sáu
ekki ástæðu til að segja frá þessu.
Aðstandendur stúlkunnar spyija
yfirvöld staðarins hvaða vemd eða
öryggi þau geti veitt stúlkunni sem
verður að dvelja þama vegna skóla-
göngu. Svarað var á þessa leið: „Til
þess að slíkur atburður sem þessi end-
urtaki sig ekki er ráðlegast fyrir
viðkomandi einstakling að halda sig
innandyra og ef hún þarf endilega að
fara út að gæta þess að vera ávallt í
fylgd annarra." Spurt var hvort ekki
væm til einhver ráð til að hefta lausa-
göngu svona ofbeldismanna, svarað
var á þessa leið: „Þessi aðili hlýtur
bara að hafa svona óviðráðanlega
sami aðili gerist brotlegur á ný, enn
er það utanbæjarstúlka, sem dvelur
þama við nám, sem verður fyrir alvar-
legri áreitni hans. Sökudólgurinn er
ákærður og tekinn úr umferð í smá-
tíma, sem fyrr, og síðan sleppt lausum.
Það skal tekið fram að dómurinn af
fyrri atburðinum var ekki kominn er ■
síðari atburðurinn gerðist. Nú gerist
það að bæjarbúar sjá ástæðu til að
segja lítillega frá þessu ofbeldi í blaði
sínu.
En eftir standa nokkrar spumingar
er brenna á vömm aðstandenda (og
reyndar fleiri, þetta varðar okkur öll)
þeirra ungmenna er fyiir slíku ofbeldi
verða. I fyrsta lagi, hvers vegna er það
ekki sjálfsagt að birta nöfh og myndir
slíkra síbrotamanna er fremja jafiia-
lvarlega glæpi og ofbeldi og líkamsár-
ás er. Slík myndbirting yrði
almenningi til upplýsingar og afbrota-
manni til aðvömnar, ætla má að hann
endurtaki ekki afbrot ætti hann von
á slíku.
Mér finnst svona ofbeldi allavega
mun alvarlegra heldur en þeirra ólán-
sömu aðila er verður það á að fara
fijálslega með fjánnuni eða ætla má
að misnoti aðstöðu sína í hagsmuna-
skyni. Þeir fá mynd af sér í fjölmiðlum
og öll þjóðin sér mynd af þeim inni í
stofú hjá sér löngu áður en dómstólar
hafa fjallað um mál þeirra. Hvaða rétt-
læti er þetta?
Eigum við virkilega að þurfa að trúa
þvi að yfirvöld löggæslu og dómsmála
telji sig ekki skyldug til að veita sam-
borgurum sínum vemd gegn slíkum
ódæðisverkum. Ég bara spyr: Er það
ekki skylda þeirra að sjá til þess að
allur almenningur geti varist svona
lausgangandi ofbeldismönnum á
lægsta plani með einhveijum ráðum,
eða eigum við bara að bíða og sjá
hvert verður næsta fórnarlamb?
sterka kynhvöt og við getum ekki af Svo gerist það nú í vetur, að nýlok-
þeirri ástæðu lokað hann inni.“ inni jóla- og áramótahátíð, að þessi
Hvers vegna er það ekki sjálfsagt að birta nöfn og myndir slikra sibrota kyn-
ferðisglæpamanna er fremja jafnalvarlega glæpi og ofbeldi og líkamsárás er?
„Ég skora á aðstandendur keppninnar að láta Björgvin um sönginn þá eru
líkur á að við vinnum keppnina."
Björgvin yrði sigursæll
María Albertsdóttir hringdi: inni því að þá em miklar líkur á að
Mér finnst að Björgvin Halldórsson við vinnum.'Björgvin er alveg frábær
söngvari eigi að syngja fyrir hönd Is- söngvari með mjög góða rödd.
lendinga í Eurovision söngvakeppn-
Armband tapaðist
Hlíf Steingrimsdóttir hringdi:
Armband tapaðist á dansleik félags
læknanema í Broadway. Þetta var
fimmtudaginn 12. febr. Þetta er hand-
smíðað silfurarmband, mjög nýtísku-
legt þótt það sé gamalt. Útlit þess er
mjög abstrakt. Þetta er sár missir og
því væri mjög vel þegið ef einhveijir
gætu veitt mér upplýsingar hvar það
gæti verið niðurkomið. Vinsamlegast
hringið þá í síma 41809.
Einn lífeyrissjóð
Ragnheiður Harðardóttir hringdi:
Eg er fylgjandi tillögu Alþýðuflokks-
ins um einn lífeyrissjóð. Það misrétti
sem er nú milli aragrúa af mismun-
andi lífeyrirssjóðum verður að stöðva.
Það á eitt að ganga yfir alla lands-
menn og því að hafa einn lífeyrirsjóð
með samræmdum lífeyrirsréttindum.
Góð þjónusta
Margrét Haraldsdóttir hringdi:
Mig langar að koma góðum þökkum
til hljómplötufyrirtækisins Steinars
fyrir sérlega góða þjónustu. Ég hafði
keypt safnplötu á útsölu hjá þeim, alb-
úm sem heitir Með lögum skal land
byggja. Er ég ætlaði að fara að spila
hana voru báðar plötumar eins. Þar
sem ég bý í Keflavík lá beinast við að
hringja í þá í staðinn fyrir að fara til
þeirra. Þeir leiðréttu þennan misskiln-
ing strax og sendu mér plötuna daginn
eftir mér að kostnaðarlausu.
Fækkið
hraða-
hindrunum
Páll Stefánsson hringdi:
Mikið skelfing er ég orðinn leiður á
þessum hraðahindrunum sem búið er
að troða alls staðar þar sem hægt er.
Ég tel frekar að þær valdi slysum en
hið gagnstæða, einfaldlega vegna þess
að það er allt of mikið um þær.
Það er mjög eðlilegt að gera ein-
hveijar varúðarráðstafanir en öllu má
ofgera og þegar við Islendingar viljum
taka til hendinni þá verðum við vana-
lega svo miklir dellukarlar að öllu er
ofaukið.
Vonast ég til að þessir vegatálmar
verði teknir til rækilegrar endurskoð-
unar, þetta er óþolandi ástand.