Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1987, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1987. 21 Erlendir fréttaritarar Fullyrt að Pakistan sé orðið kjarnorkuveldi Jón Onnur HaMórsson, DV, Haag: Breska sunnudagsblaðið The Ob- server fullyrðir að Pakistan hafi bæst í hóp kjamorkuvelda heimsins. Fullyrðingar blaðsins em byggðar á viðtali við þekktasta kjarnorkuvís- indamann Pakistan en ríkisstjórn landsins hefur neitað því að Pakist- an ráði yfir kjamorkusprengju. Umfangsmikil hemaðar- og eína- hagsaðstoð Bandaríkjanna við Pakistan er háð því að Pakistanar smíði ekki kjamorkuvopn. Pakist- anar þiggja meiri hemaðaraðstoð frá Bandaríkjunum en nokkurt annað land í heiminum að ísrael undan- skildu. Reagan Bandaríkjaforseti gaf þinginu tryggingu fyrir því í október síðastliðnum að Pakistanar réðu ekki yfir kjamorkuvopnum en þing- ið krafðist sh'krar yfirlýsingar frá forsetanum áður en aðstoð til Pa- kistan var samþykkt. Aukinn vígbúnaður Umfangsmikil vopnasala Banda- ríkjanna til Pakistan og mikil hemaðaraðstoð við landið hefur ver- ið gagnrýnd víða í Asíu því þetta hefur kallað á aukinn vígbúnað Ind- verja sem telja að sér stafi ógn frá Pakistan en ríkin hafa þrívegis lent í stríði frá því að þau fengu sjálf- stæði frá Bretlandi fyrir Qömtíu ámm. Indverjar sprengdu kjamorku- sprengju fyrir meir en áratug og urðu þar með sjötta ríkið i heiminum til að framleiða þetta vopn en fyrir vom Bandaríkin, Sovétríkin, Kína, Bretland og Frakkland. Indverjar hafa hins vegar ekki hafið fram- leiðslu á kjamorkusprengju til notkunar í hemaði og hafa ekki kjamorkurannsóknum Pakistana, Abdel Khan, er að sögn breska blaðsins The Observer heldur dular- íúllur náungi sem vísað var úr landi í Hollandi fyrir rúmum áratug vegna gmns um að hann hefði komist yfir vísindaleyndarmál. Hann vann í kjamorkurannsóknarstöð þar i landi. Hlaut hann menntun sína í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu. Khan er i miklum metum í Pakistan og sagt er að hans sé gætt eins vel og forseta landsins. Zia ul-Haq hers- höfðingja, sem stjómað hefúr landinu frá því að hann steypti Ali Bhutto af stóli fjTÍr meira en áratug. Allra veðra von Mikil ólga er i Pakistan þessa dag- ana og allra veðra von í stjómmálum landsins en skemmst er að minnast heimkomu Benazir Bhutto, dóttur Ali Bhuttos, í fyrra sem leiddi til blóðugra óeirða víða í landinu. Stjómarandstaðan. sem er marg- klofin, hefur valdið Zia vaxandi vandræðum og sama er að segja um þjóðarbrot í landinu sem lítt er gefið um stjómina í Islamabad. I landinu em einnig þrjár milljónir flótta- manna frá Afganistan og i síðustu viku vom gerðar árásir á búðir þeirra innan landamæra Pakistan. Fvrir þremur vikum kom svo nálega til átaka á landamærum Indlands og Pakistan eftir að báðir aðilar höfðu. fyrir sakir tortryggni. safnað saman hundruðum þúsundum her- manna meðfram landamærunum. Líkleg tilvist kjamorkuvopna í landinu. sem sennilega hafa verið kostuð af Líbýu og flehi arabaþjóð- v"i. verður varla til þess að draga úr spennu í einum viðkvæmasta hluta heimsins. komið slíkum sprengjum fyrir í eld- flaugum. Sterkir aðilar í stjórn- málum Indlands hafa hins vegar barist fyrir því að landið komi sér upp eldflaugum með kjamaoddum eða sprengjum til að varpa úr flug- vélum. Vaxandi fylgi Þessum sjónarmiðum mun að lík- indum vaxa vemlega fylgi við þessar nýjustu fréttir frá Pakistan þó ör- uggt megi telja að stjórnvöld í Pakistan muni halda áfram að neita tilvist kjamorkuvopna í landinu. Sá maður, sem talinn er fara fyrir ** ■■« ■ ,4, V-J Umfangsmikil hernaðaraðstoð Bandaríkjanna viö Pakistan er háð því að Pakistanir smíði ekki kjarnorkuvopn. Palme myrtur vegna sáttasemjarahlutverks? Gunniaugur A. Jónsson, DV, Lundi: ,,Þegar Olof Palme tók að sér að miðla málum í stríði Irans og íraks komst. hann í kast við vopnasmygl- ara og pólítíska öfgamenn undir- heimanna,“ segir bandarískur stjórnarerindreki í viðtali við New York Times um helgina. Mjög ítarleg grein blaðamannsins Richard Reeves í New York Times hefur vakið gífúrlega athygli bæði í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Reev- es, sem er sagður í hópi virtustu fréttamanna Bandaríkjanna, heldur því fram í greininni að sáttasemjara- hlutverkið í Persaflóastríðinu og tilraunir hans til að stöðva ólöglega vopnasölu sænskra vopnaframleið- enda til Irans hafi kostað hann lífið. Stöðvaði vopnaflutninga Árið 1980 tók Palme að sér sátta- semjarahlutverk í deilu Irans og Iraks og hann hélt því starfi áfram eftir að hann var kosinn forsætisráð- herra að nýju árið 1983. Þegar það tók að spyrjast út að Iranir notuðu sænsk vopn í stríðinu stöðvaði Palme vopnaflutningana. Reeves telur víst að sú ákvörðun hafi kostað Palme lífið. Reeves seg- ist byggja grein sína á viðtölum við hundruð heimildarmanna í Svíþjóð og fjórum öðrum löndum, þar á með- al Bandaríkjunum. Meðal heimild- armanna hans séu menn innan sænsku ríkisstjómarinnar sem fall- ist hafi á að ræða við hann gegn algjörri nafnleynd. Reeves heldur því og fram að dauði Svíans Carl Fredriks Algerons, er rannsakaði vopnasöluna, hafi tengst þessu málí. Algeron varð fyrir neðanjarðar- brautarlest í vetur og Reeves heldm- því fram, eins og raunar margir aðr- ir, að Algeron hafi verið myrtur. Lögreglan telur hins vegar að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Reeves fúllyrðir að sterk öfl innan sænsku ríkisstjómarinnar hafi kom- ið í veg fyrir alvarlega rannsókn þessa spors þó svo að sænska ríkis- stjómin hafi fengið upplýsingar frá útlendum leyniþjónustum sem bendi í þessa átt. Þessir aðilar innan ríkis- stjómarinnar óttist afleiðingamar fyrir sænska utanríkispólitík, sænska vopnasölu og álit Svíþjóðar út á við ef hið sanna kæmi i Ijós. Fréttin borin til baka Ingvar Carlsson forsætisráðherra og fjöldi annarra ráðherra og opin- berra embættismanna hafa um helgina keppst við að bera til baka frétt New York Times. „Hér er um að ræða blaðamann sem kom hingað í stuttan tíma og telur sig eftir nokk- ur viðtöl hafa leyst morðgátuna. Eftir því sem ég best veit hefur hann ekki rætt við einn einasta ráð- herra,“ sagði Ingvar Carlsson, greinilega önugur yfir sífellt nýjum vangaveltum um að ríkisstjómin hafi á einhvem hátt reynt að hindra rannsókn Palmemorðsins. Skammt er liðið síðan fréttir um að morðið mætti rekja til einkalífs Palme voru á hvers manns vörum. Einnig í því tilfelli var ríkisstjómin sökuð um að koma í veg fyrir að hið sanna kæmi í ljós. Bandarískur blaðamaður heldur því fram að sáttasemjarahlutverk Palme i Persaflóastriðinu og tilraunir hans til að stöðva ólöglega vopnasölu sænskra vopnaframleiðenda til irans hafi kostað hann lifið. Á myndinni má sjá erlenda fréttamenn við fangabúðir i irak. - Simamynd Reuier

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.